Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Qupperneq 36
36 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003
DV Sport
Keppni i hverju ordi
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
Þormóður mætti á æfingu hjá KR
KNATTSPYRNA: Margir stuðn-
ingsmanna KR kættust í gær
þegar þeir fengu fréttir af því
að Þormóður Egilsson hefði
mætt á æfingu hjá liðinu. Þor-
móður sagði í samtali við DV-
Sport í gær að þeir hinir sömu
ættu að anda rólega því að
hann hefði ekki tekið fram
skóna á nýjan leik.
„Ég datt bara á eina æfingu því
mig langaði til að hreyfa mig.
Ég hef ekkert ákveðið að byrja
að spila á ný. það getur vel ver-
ið að ég mæti á fleiri æfingar
en ég er ekki að fara að æfa á
fullu. Ég vissi að þetta yrði auð-
veld æfing þar sem það er leik-
ur daginn eftir og Willum var
svo vinsamlegur að leyfa okkur
Þorsteini Jónssyni að vera með.
Ég neita því samt ekki að það
freistar svolítið að vera með
þegar veðrið er gott en það
nær ekki lengra eins og er,“
sagði Þormóður.
Við þetta má svo bæta að þeir
Veigar Páll Gunnarsson og Sig-
urvin Ólafsson eru byrjaðir að
æfa á ný og verða væntanlega
með gegn U-23 ára liði (A í
VISA-bikarnum í kvöld.
Þormóður Egilsson, fyrrum fyrirliði
KR.
id Béckliain eq Cailos Queirós a
...jntiago Bemab-'du I gær en Queiros var
fvrir skemmstUjKiðinn þjálfari hjá Real
^jladrid en hamj \ ,ir aðstoðarmaður hjá Sir
•rgusohífvrra. Reutc
Beckham orðinn
leikmaður Real
skrífaði undir 4 ára samning í gær
Ríkur Rússi
kaupir Chelsea
Það var stór dagur hjá David
Beckham í gær. Hann byrjaði
daginn á því að fara í tveggja
tíma læknisskoðun í Madrid
sem sýnd var í beinni útsend-
ingu á sjónvarpsstöð Real
Madrid. Að því loknu fór
hann á Santiago Bernabeau,
heimavöll Real Madrid, þar
sem hann skrifaði undir fjög-
urra ára samning við félagið.
Mikil spenna var í loftinu
meðan á læknisskoðuninni stóð
og beið fjöldi fréttamanna fyrir
utan heilsugæslustöðina eftir
fréttum af þvf hvort Beckham
hefði staðist skoðunina. Það
gerði hann með glans en þess
má geta að heilsufyrirtæki nokk-
urt á Spáni greiddi rúmar 30
milljónir fyrir auglýsingaréttinn
á sjónvarpsútsendingunni.
Að skoðun lokinni hélt hann
ásamt konu sinni, Victoriu, og
syninum Brooklyn, á Santiago
Bemabeau. Þar byrjaði hann á
þvf að fara út á völlinn og bað
hann um bolta svo hann gæti
leikið sér með stráknum sínum.
„Ég get ekki beðið eftir að
byrja að spila hérna,“ sagði
Beckham með bros á vör.
Eftir spriklið settist hann niður
með forseta félagsins, Florentino
Perez, og yfirmanni knatt-
spymumála, Jorge Valdano, tii
þess að skrifa undir samninginn.
Til þess notaði hann sérstakan
blekpenna sem Victoria hafði
gefið honum til nota við sérstök
tækifæri.
Að því loknu gaf hann Perez
dagbók og blekpenna sem Perez
sagði að yrði notaður til þess að
skrifa undir næsta samning.
„Ég vona það svo sannarlega.
Ég er virkilega hamingjusamur
með þetta allt sarnan," sagði
Beckham brosmildur að lokinni
undirskrift.
henry@dv.is
Rússneski olíubaróninn Roman
Abramovich keypti meirihluta í
enska knattspyrnufélaginu
Chelsea, sem Eiður Smári
Guðjohnsen leikur með, í gær.
Abramovich náði samkomulagi
við Ken Bates, stjórnarformann
Chelsea, um kaup á meira en
helmingi hlutabréfa Chelsea
Village, sem átti Chelsea, fyrir
rúmar 4 milljarða íslenskra
króna.
Abramovich er næstríkasti mað-
ur Rússlands og á stóran hlut í olíu-
félaginu Sibneft. Hann hefur lög-
fræðigráðu og var kosinn til neðri
deildar rússneska þingsins árið
1999. Hann var í skýjunum með
kaupin á Chelsea í gær en hann
ætlar sér stóra hluti með félagið.
„Við erum hæstánægðir með að
hafa náð yfirráðum yfir einu
stærsta félagi Evrópu. Við höfúm
fjármagnið og metnaðinn til þess
að ná enn frekari árangri með þetta
félag þar sem sóknarfæri þess og
möguleikar eru margir," sagði
Abramovich í yfirlýsingu sem hann
sendi frá sér í gær.
Þessir fréttir þýða það að afi
enska boltans, Ken Bates, mun ekki
verða áfram við stjómvölinn hjá
Chelsea. Hann var engu að síður
ánægður með að salan hefði geng-
ið í gegn og hann er á því að kaup
Abramovich á Chelsea sé framfara-
skref fyrir félagið.
„Þetta er frábær samningur fyrir
Chelsea Village, félagið og stuðn-
ingsmenn þess. Við höfum náð
„Við höfum fjármagnið
og metnaðinn til þess
að ná enn frekari ár-
angri með þetta félag
þar sem sóknarfæri
þess og möguleikar eru
margir."
ótrúlegum árangri með félagið síð- j
ustu 21 ár, höfum byggt frábæran
leikvang og hæfileikaríkt lið sem
sem hefur skipað sér sess sem eitt
það besta í Evrópu. Það er mikil og
hörð samkeppni meðal knatt-
spymufélaga í Evrópu í dag og það
mun aðeins koma Chelsea til góða
að hafa eigendur með djúpa vasa
sem geta komið félaginu skreh
lengra," sagði Bates sem væntan-
lega ber ekki skarðan hlut frá borði
persónulega.
Eftir kaup Abramovich á Chelsea
er félagið metið á 60 milljónir
punda sem segir reyndar lítið þar
sem það er talið skulda um 80 millj-
ónir punda og hefur tapið verið
mikið undanfarin ár. Abramovich á
þó von á bjartari tíð með blóm í
haga þar sem Chelsea varð í fjórða
sæti í ensku deildinni í fyrra og
vann sér þar með þátttökurétt í
Meistaradeild Evrópu.
henry@dv.is
NÝR YFIRMAÐUR: Eiður Smári Guðjohnsen fær launaseðla sína í framtíðinni frá rússneska
olíujöfrinum Roman Abramovich sem keypti Cheisea f gær.
5
ír
Þorvaldsdalsskokk 2003
Þorvaldsdalsskokkiö verður haldið í tíunda skiptið
laugardaginn 5. júlí og hefst klukkan 10.00 við romf
í Hörgárdal. Hlaupið endar við Árskóg á Árskógsstr
og geta þátttakendur geymt bíla sina |ar, því (arið ver
með rútu þaðan kl. 9:00.
Þáttökugjald er kl. 1.000,- á hvem þátttakanda.
AöUar sem sonda aö hUupinu eru;
Bjorjunarsveit Árskógsstrándar pg
FcrtefelafiÖ Hoqpr,
MCflMM
Upplýsingar á www.hlaup.is og í síma 462-6824 (Bjami)
ungmennaieagio vscyrur, r ___ .
Fwft^jónusan Ytrl-ViV I Kiknldnni
Rustu kominn til Barca
Fyrsti leikmaðurmn sem Joan Laporta fær til félagsins
1
Hinn nýkjörni forseti Barcelona,
Joan Laporta, byrjaði byltingu
sína á Barceíona-liðinu í gær
þegar hann gekk frá kaupunum
á tyrkneska landsliðsmarkverð-
inum Rustu Recber.
Recber kom til Barcelona á
mánudag og fór svo í læknisskoðun
í morgun sem hann flaug í gegnum.
Að því loknu skrifaði hann undir
samning við Barcelona en hann
kostaði félagið ekki evru þar sem
hann var með lausan samning hjá
tyrkneska félaginu Fenerbahce. „Eg
vona að ég eigi eftir að standa mig
KLAR f SLAGINN: Rustu Recber ásamt Joan
Laporta, forseta Barcelona
vel. Ég hef verið stuðningsmaður
Barcelona frá 7 ára aldri. Það eru
aðeins tvö félög sem ég held með
„Ég hefverið
stuðningsmaður
Barcelona frá 7 ára
aldri."
en það eru Barca og Fenerbahce,"
sagði Rustu himinlifandi eftir und-
irskriftina.
henry@dv.is