Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Síða 38
 38 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 Varnarsigur ÍA yfir Keflavíkingum Átti ekki í vandræðum með máttlausa Suðurnesjamenn 1 -0 Stefán Þór Þórðarson 41. I Hafi eitthvert 1. deiidar lið gert sig líklegt til að siá úrvalsdeild- ariið úr keppni í leikjum gær- dagsins var það sjáífsagt lið Keflvíkinga. Hjá Skagamönnum var hins vegar ekkert vanmat í gangi og unnu þeir heidur óspennandi en öruggan 1-0 sigur. Það var Stefán Þórðarson sem tryggði sínum mönnum sigurinn með skalla af mjög stuttu færi eftir hom Guðjóns Sveinssonar frá hægri. Fram að þessu hafði ekkert mikilvægt gerst en það var helst að gestimir gerðust aðgangsharðir við f mark ÍA á 12. mínútu. Jens Sævars- son átti ágætt skot sem Þórður varði í hom en úr því fékk Þórarinn Kristjánsson prýðisgott færi sem hann misnotaði. Skagamenn léku í fyrri hálfleik 4-3-3 eins og í sfðustu leikjum en breyttu um fyrirkomulag í hálfleik. Þá fór bakvörðurinn, Unnar Val- geirsson, út af, Kári Steinn datt aftur í hans stöðu og Hjörtur Hjartarson kom inn á í sóknina með Stefáni. Miðjan var því með fjóra menn, þá Guðjón og Julian á köntunum en Grétar og Pálma á milli þeirra. Ekld skilaði þetta fyrirkomulag fleiri marktækifærum fyrr en á síð- asta stundarfjórðungnum eða svo en fram að því höfðu gestimir reynst hættulegri. Stefán Gíslason átti gott skot úr aukaspyrnu og Þór- arinn fékk aftur gott skotfæri sem misfórst. Færeysk gieði í stúkunni Hættulegustu færi hálfleiksins komu þó undir lokin þegar Gunn- laugur Jónsson átti skalla hárfínt yf- ir markið á 72. mínútu og missti Færeyingurinn Julian Johnson (sem var ákaft studdur af færeyskum stuðningsmönnum sínum í stúkunni) rétt svo af boltanum fýrir nánast opnu marki nokkrum mín- útum síðar. Sem fyrr vom það miðverðirnir tveir hjá ÍA, Reynir og Gunnlaugur, sem sáu til þess að andstæðingn- um tókst ekki að skapa sér nein stórhættuleg færi upp við mark sitt. Skagamenn tóku einnig öll völd á miðju með Pálma Haraldsson í far- arbroddi og náðu þeir að halda ungum og friskum Keflvíkingum algerlega niðri nánast allan leikinn. Scott Ramsey kom inn á þegar stutt var eftir en það var sama sagan þar, ekkert gekk. Hjá gestunum bar hæst að Magnús Þorsteinsson átti fínan leik, sem og Stefán Gíslason og Ómar Jóhannsson markvörður. „Við hefðum getað klárað leildnn miklu fýrr,“ sagði Pálmi Haraldsson eftir leik. „En þetta var mikill bar- áttuleikur enda Keflavík með mjög frískt og teknískt lið. Við emm fegn- ir því að vera komnir áfram enda getur bmgðið til beggja vona í bik- arleikjum sem þessum." Maður leiksins: Pálmi Haralds- son, ÍA. eirikurst@idv.is Hetjuleg barátta Hauka dugði ekki Fram skoraði þrjú gegn einu Haukamarki í framlengingu 1-0 Guðmundur Steinarsson 57. 1- 1 Kristján Ó. Bjömss., víti 90. 2- 1 Ómar Hákonarson 94. 3- 1 Andri Fannar Ottósson 95. 3- 2 Ómar Kari Sigurösson 104. 4- 2 Ómar Hákonarson 116. Hetjuleg barátta 1. deiidar liðs Hauka dugði ekki gegn úrvalsdeildarliði Fram á Laugardalsvellinum í gær- kvöld í 16 liða úrslitum bikar- keppninnar. Heimamenn höfðu á endanum nauman sigur sem allt eins hefði getað fallið gestunum í skaut. Afskaplega fátt markvert gerð- ist í fyrri hálfleik - jafnræði var með liðunum en færin vom af skomum skammti - tvær hættu- legar sóknir á lið og undirritaður var hreinlega farinn að kvíða fyr- ir seinni hálfleiknum. Það var þó með öllu ástæðulaust því að það sem eftir lifði leiks buðu bæði lið upp á fjör og spennu í bland við góða baráttu. Guðmundur Steinarsson skor- aði fyrsta mark leiksins og var kappinn þá að sjást í fyrsta og síðasta skipti í leiknum - honum var kippt út af á sömu mínútu. Framarar vom með pálmann í höndunum en þeim tókst ekki að ganga frá máJunum í kjölfarið þrátt fyrir nokkrar hættulegar sóknarlotur. Haukamir sóttu í sig veðrið og náðu á lokakaflanum nokkurri pressu og á lokamfnútunni braut Ómar Hákonarson á Gunnari Sveinssyni innan teigs og góður dómari leiksins, Mar- ínó Þorsteinsson, dæmdi rétti- lega víti. Úr þvi skoraði Kristján Ómar Bjömsson af öryggi. í firamlengingunni komu Framarar geysiákveðnir til leiks og áðumefhdur Ómar og Andri Fannar Ottósson, sem komu báðir inn á sem varamenn í seinni hálfleik, gerðu sittt markið hvor með mínútu millibili. Héldu nú menn að sagan væri öll en þau sögulok vom Hauka- menn ekki tilbúnir að sætta sig við. Ómar Karl Sigurðsson tendraði vonameista í brjóstum þeirra með góðu marki. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í seinni hálfleik framlengingarinnar og vom ekki langt frá því að jafría. Framarar vom einnig skeinuhættir og Ómar Hákonarson gulltryggði sigur Safamýrarpiltanna og um leið sæti í 8 liða úrslitunum með marid af glæsilegri gerðinni. Fínn seinni hálfleikur og framlenging hjá báðum liðum - ekta bikar- slagur á ferðinni þá. Maður leiksins: Ómar Hákon- arson, Fram sms UPP í SKALLANN: Ágást Gylfason,Fram, og Gor- ,m Lukic, Haukom, berj- ast um boltann. DV-mynd Pjetur NÆSTU LEIKIR VISA-bikarkeppni karla: Varmárv.: Afturelding-Valur 19.15 Akureyrarvöllur: KA-Fylkir 19.15 KR-völlun KR-lA U23 19.15 l.deild kvenna A- Sandgerðisvöllur: RKV-Fjöinir 20.00 3. deild karla D: Seyðisfj.: Huginn-Leiknir F. 20.00 SKREFIA UNDAN: FH-ingunnn Freyr Bjamason kemst á undan Þróttaranum Sören Hermansen aö knettinum f leik liöanna f Kaplaknka f gær. DV-mynd SiguröurJökull 0-1 Chariie McCormick 12. 1- 1 Jónas Grani Garðarsson 43. 2- 1 Tommy Nielsen, víti 68. FH-ingar voru ekki í vandræð- um með að tryggja sér sigur á máttlausum Þrótturum í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins í gær- kvöld. Leikurinn var tilþrifalítill og þessi spútniklið Lands- bankadeildarinnar náðu sér aldrei almennilega á flug að þessu sinni. Leikurinn hófst vægast sagt ró- lega og sá bolti sem boðið var upp á fyrstu mínútun leiksins er á góðu götumáli kallaður göngubolti. Bæði lið voru augljóslega mjög meðvituð um það sem var í húfi og léku varfæmislega, sóttu hægt og gáfu fá færi á sér vamarlega. FH- ingar réðu þó ferðinni og virtust líklegri til afreka þegar 35 metra aukaspyma Chariies McCormicks af hægri kanti sigldi yfir allan pakk- ann í teignum og í netið. FH-ingar héldu ró sinni þrátt fyr- ir markið og byggðu upp sóknir í rólegheitum en tóku sér fulllangan tíma í uppbygginguna og vel skipu- lögð vöm Þróttar var ekki í miklum vandræðum með að koma boltan- um frá. Sóknimar þyngdust þó eft- ir því sem á leið og það var komið fram á markamínútuna frægu þeg- ar Jónas Grani jafnaði leikinn sann- gjamt fyrir heimamenn. Aðeins meiri Juaði var í seinni hálfleik, reyndar þurfti ekld að skipta um marga gíra til þess að toppa fyrri hálfleikinn, en fá vom færin. Það hafði lítið gerst í síðari hálfleik Jónas Grani slapp éinn í gegn en Jens Sævarsson reif hann niður i teignum. Magnús Þórisson dæmdi réttilega vítaspymu. Hann gerði samt herfileg mistök með því að reka Jens ekki af velli sem var aftasti maður og rændi Jónas klár- lega uplögðu tækifæri. Hinn feiki- sterki Dani, Tommy Nielsen, tók vítaspymuna og skoraði ömgglega úr henni. Markið varð ekki þess valdandi að Þróttarar hristu af sér slenið og virtust þeir aldrei líklegir til þess að jafna fýrir utan gott skot Páls Ein- arssonar sem small í markslánni. Lengra komust þeir ekki og áttu sannast sagna ekki meira skilið. Það fer að verða rann- sóknarefni hversu illa Þrótturum gengur á útivelli. FH-ingar hafa oft leikið betur en í gær en þeir gerðu það sem þurfti til að sigra og það gildir. Heimir var öflugur á miðjunni og dreifði spil- inu mjög vel og Tommy Nielsen var eins og klettur í vöminni eins og venjulega. Jónas Grani átti einnig lipra spretti í framlínunni. Það fer að verða rannsóknarefhi hversu illa Þróttumm gengur á úti-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.