Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 22
22 FÓKUS FÖSTUDAGUR 18.JÚU2003 NÓC AÐ GERA HJÁ KELIS Það verður nóg að gera hjá banða- rísku söngkonunni Kelis á næstu mán- uðum. Þriðja platan hennar, Tasty, er væntanleg 6. október. Hún kemur út hjá plötufyrirtækinu Star Track sem er rek- ið af þeim Neptunes-féiögum Pharrell Williams og Chad Hugo en þeir vöktu fyrst athygli þegar þeir unnu með henni nokkur lög á fyrstu ptötunni hennar, Kaleidoscope, árið 1999. Þ. á m. var fyrsti smellurinn hennar, Caught out there (I Hate You so Much Right now). Tasty verður reyndar önnur plata Kelis í Bandaríkjunum þvf að Virgin neitaði að gefa plötuna Wanderland út þar í landi árið 2001. Auk sólóplötunnar kemur Kelis fram á safnplötunni Star Track Presents the Clones sem kemur út f ágúst, á plötu Richard X sem kemur líka í ágúst og á danstónlistarplötu P. Diddy sem nú er í vinnslu. Þrátt fyrir annrfkið ætlar stelpan að gefa sér tíma til að giftast kærastanum, rapparanum Nas... Richard X-ÞÁTTURINN Sfðustu misseri hefur töluvcrt borið á þvfað ólfkum popplög- um sé blandað saman svo að úr verði eitt- hvað óvænt og skemmtilegt. Einn af upphafsmönnum þess- arar bylgju er Black- burn-búinn Richard X. Hann vakti fyrst at- hygli fyrir bastarða eins og I Wanna Dance W ith Numbers þar sem blandað var saman Kraftwerk og Whitney Houston og Being Scrubbed sem sameinaði Human League lagið Being Boiled og No Scrubs með TLC. Þessi lög gerði hann undir dulnefninu Girls on Top og dreifði ólöglega. Undanfarið hafa sumir bastarðarnir hans komið út löglega, t.d. Freak Like Me með Sugababes. Á næstunni kemur fyrsta stóra platan hans, Richard X Presents His X-Factor Volume One.Á henni verða engir bastarðar en mikið af gestum. Þ. á m. Kei- is, Sugababes, norska söngkonan Annie, Deborah Stickland-Evans úr The Flying Lizards, Jarvis Cocker og Caron Wheeler úr Soul II Soul. Oc LÍKA... Það er Ross Robinson sem pródúserar næstu Cure plötu sem verið er að taka upp þessa dag- ana. Ross þessi er þekkt- ur fyrir vinnu sína með rokksveitum í harðari kantinum, þ. á m. Korn, Limp Bizkit, Sepuitura og At the Drive-ln. Hvort hann á eftir að hafa mikil áhrif á tónlist Roberts Smith og félaga kemur f Ijós á næsta ári þegar platan kem- ur út... Þeir Tim Goldsworthy og James Murphy, öðru nafni DFA, eru að vinna með Janet Jackson að efni fyrir hennar næstu plötu. DFA er eitt af heitustu nöfnunum í upptöku- bransanum vestanhafs. Þeir hafa m.a. vakið athygli fyrir vinnu sína með íslandsvinunum The Rapture og LCD Soundsystem ... Samtök bandarfskra plötuframleiðenda hafa ákveðið að fara í mál við þá sem sækja tónlist ólöglega á Netið. Hingað til hafa eingöngu vefsíður sem standa fyr- ir slíku, eins og Audiogalaxy og Kaaza, verið lögsóttar. Nú á að snúa sér að notendunum sjálfum. Vandamálið er bara að þeir skipta tugmilljónum. Það er búist við því að í byrjun muni samtökin einbeita sér að mjög stórtækum einstak- lingum sem sækja lög í þúsundavfs á Netið. Jafnframt er talið að þetta sé fyrst og fremst gert til þess að hræða nýja notendur frá þvf að byrja að sækja tónlist á Netið. Bandaríska rokksveitin Kings of Leon hefur fengið viðurnefni eins og Suðurríkja-Strokes“ og „Sveitalubba-Strokes". Platan hennar Youth ung Manhood sem er nýkomin út hefur vakið mikla athygli og er .a. mest selda platan á amazon.com. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa ungu og upprennandi sveit. ir prestssynir Stundum gerast hlut- irnir hratt í rokkheimin- um. Fjórmenningarnir í Kings of Leon gerðu samning við RCA í fyrra og voru þá búnir að æfa saman í nokkra mánuði. Snemma á þessu ári sendu þeir frá sér EP-plötu sem vakti nokkra athygli og nú þegar fyrsta stóra plat- an þeirra Youth &. Young Manhood kemur út eru allir að tala um þá. Tón- listin er hrá og minnir stundum á New York- sveitina The Strokes, en sækir líka í aðrar fyrir- niyndir, t.d. Creedence Ciearwater Revival, blús, i kántrý og gospel, en þrír meðlimanna eru bræður og prestssynir, en sá fjórði er náskyldur frændi ... Aldir upp á vegum úti Eg sá fyrst til hljóm- sveitarinnar Kings of Leon í stuttri kynningar- mynd á MTV fyrir nokkrum vikum. Mér datt ekki í hug annað en þetta væri eitthvert grín. Þessir náungar líta út eins og þeir séu klipptir út úr heimildarmynd frá fyrri hluta áttunda áratugarins og eru að auki skemmti- lega sveito í tjaningu og ffamkomu. Það flaug í gegnum hugann að þetta væri nokkuð vel leikið grín og að tónlistin væri óvenju sannfærandi. En þegár maður fer að kynna sér sögu hljómsveitarinnar þá sér maður að þetta er ekki grín - þessir gaurar eru bara svona. Kings of Leon er skipuð þremur bræðrum, Nathan Followill er 22ja ára og spilar á trommur, Caleb er tvítugur og spilar á gítar og syngur, en Jared er 16 ára og spilar á bassa. Þeir byrjuðu fyrst þrír, en þegar þá vantaði annan gítarleikara þá lá beinast við að kalla á Matthew Followill, föðurbróðurson þeirra. Bræðurn- ir eru synir evangelísks prests sem var mjög drykkfelldur, en sneri yið blaðinu og fór að boða fagnaðarerindið. Þeir eru ald- ir upp á flakki um Tennessee og Oklahoma. Þeir gengu ekki í skóla eins og önnur börn og höfðu ekki sjónvarp. Fjöl- skyldan átti ekkert fast heimili, en bjó ýmist hjá ættingjum (t.d. föður Matthews), í húsnæði sem kirkjan útvegaði þeim á hverjum stað eða í bílnum. Nathan byrjaði að spila á Suðurríkjasveitin Kings of Leon er stundum kölluð „The Redneck Strokes“ en hún var uppgötvuð af sama manninum og gerði plötu- samning við The Strokes. trommur í kirkjuhljóm- sveitum þegar hann var 7 ára. Þegar pabbi predikaði spilaði mamma á píanó og Nathan litli á trommur. Hinir tóku sér svo hljóð- færi í hönd einn af öðrum og fyrir tveimur og hálfu ári datt þeim í hug að stofha hljómsveit. Nafnið er tilvísun í pabba þeirra og afa. Þeir heita báðir Leon. Plötufyrirtækið vildi reyndar að þeir breyttu nafninu í The Followills til þess að halda í „The“ hljómsveita hefð- ina (The Strokes, The Hives ...) en þeir tóku það ekki í mál og eru mjög stoltir af því að hafa ekki látið beygja sig ... MEÐ KYNLÍF Á HEILANUM Tónlistarlega eru Kings of Leon í flokki með sveit- um eins og The Strokes, The White Stripes og The Hives, en eins og áður segir koma áhrifin víðar að. Pabbi setti oft Rolling Stones, Neil Young og Bad Company í bíltækið og svo hafa áhrif frá kirkjusinnuðum tónlistarmönnum eins og Arethu Franklin og A1 Green síast inn líka. Youth & Young Man- hood, sem fær frábæra dóma (9/10 í NME, fjórar stjömur í Q og Rolling Stone ...), er uppfull af einföldum og hráum laga- smíðum. Söngstíll Calebs er líka frekar óheflaður. Hvað textana varðar eru sumir þeirra undir áhrifum frá þeim vandamálum sem pabbi prestur fékk að heyra ffá þeim sem leituðu á náðir hans. Red Moming Light fjallar um gleðikonu, Tranny fjallar um klæðskipting sem býr í smábæ og Holy Roller Novocane er byggt á sannri sögu af presti sem misnotaði sér hjóna- bandsvandræði konu sem leitaði til hans. Lögin fjalla reyndar öll um kynlífstengd efhi. Bræðurnir viðurkenna fús- lega áhuga sinn á því málefni: „Við erum mjög graðir. Vð fróuðum okkur þrisvar á dag,“ segja þeir hlæjandi, en bæta við að þeir séu komnir niður í tvö skipti á dag núna. Eftir að þeir fóru að ferðast með hljómsveitinni þá ná þeir sér nefni- lega stundum í stelpur ... ly. • 31 fvrir vern skemmtileaar staðreyndir niðurstaða Christopher O’Riley er klassískur konsert-píanóleikari sem hefur hingaö til eingöngu gefió út sígilda tónlist. Þegar hann heyrói plötuna OK Comput- erl meö Radiohead áriö 1997 féll hann gjörsamlega fyrir henni og byrjaöi fljótlega eftir þaö að skrifa sínar eigin útsetningar fyrir píanó á Radiohead lögum. Nú eru þær komnar á plötu. True Love Waits inniheldur útgáfur Christophers á 15 Radiohead lögum. Þar á meöal eru Karma Police, Everyt- hing In Its Right Place, Subterranian Homesick Alien, Knives Out, Bullet- proof og Fake Plastic Trees. Þetta er plata fýrir Radiohead aðdáendur sem eru opnir fyrir því að skoöa lög sveitar- innar frá nýju sjónarhorni. Þetta er ekki 1 fyrsta slnn sem Radio- head fær klassíska meöferö. Fyrir tveimur árum kom út platan Strung out on OK Computer þar sem strengja- kvartett flutti OK Computer i heild sinni. Þessi áhugi klassiskra tónlistar- manna er enn ein sönnunin á þeirri viröingu sem Radiohead nýtur hjá mikl- um fjölda ólíkra tónlistarmanna. Þaö er svolitið erfitt aö dæma plötu eins og þessa. Það má deila um hug- myndina sjálfa (svolítið tækifærissinn- að kannski?), en Christopher O’Riley má eiga þaö aö hann nær stemning- unnnl i tónlist Radiohead ótrúlega vel meö þessum einföldu, en áhrifarfku útsetningum. Ein af bestu cover-plöt- um sem ég hef heyrt lengi. traustl júlíusson Hér er komin sjöunda plata einnar af áhrifamestu og langlífustu hip-hop sveitunum, Gang Starr. Þaö eru rapp- arinn Guru og pródúserinn DJ Premler sem skipa sveitina sem er búln aö starfa í 14 ár. The Ownerz er fyrsta platan þeirra meö nýju efni síðan Moment Of Truth kom út áriö 1998. Snooþ Dogg, M.O.P. og Fat Joe eru meöal gesta. Þessi plata á erindi til allra þeirra sem hafa einhvern áhuga á hip-hoppi. Gang Starr á sér stóran aðdáendahóp um allan heim sem hefur fariö stækkandi undanfarin ár. Hérlendis þekkja lika margir Guru bæöi vegna Jazzmatazz platnanna og vegna tónleikanna sem hann hélt á Gauknum síöla árs 2001. Guru heitir réttu nafni Keith Elam og er frá Boston. Hann flutti til New York með 1500 dollara í vasanum til þess aö freista gæfunnar á miöjum níunda áratugnum. DJ Premier heitir réttu nafni Christopher Martin og kallaði sig Waxmaster C áður en hann breytti yfir í DJ Premier. Þeir kynntust í gegnum Wild Pitch plötufyrirtækiö. Þetta er frábær plata sem stendur full- komlega undir þeim væntingum sem maður gerir til Gang Starr plötu. Þaö er ákveðinn gæöastimpill á þessari tón- list, taktarnir og hljómurinn hjá DJ Premier eru fyrsta flokks og flæöiö hjá Guru er sömuleiöis i sérflokki. Fjórtán árum seinna eiga Gang Starr enn fullt erindi og gefa yngri mönnum ekkert eftir. trausti júlíusson Á móti sól sendir frá sér fjóröu breiö- skífu sína, þá aðra í röðinni síöan söngvarinn Magni Ásgeirsson gekk í bandið. Aðrir meölimir eru Sævar Helgason gítarleikari, Stefán Þórhalls- son trommari, Þórir Gunnarsson bassaleikari og Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari. Hafþór Guömunds- son sér um upptökustjórn og fleira. Það þarf enginn aö velkjast I vafa um þaö aö Á móti sól er sveitaballasveit af gamla skólanum og plafan ber því vitni, blanda af smellum og ballöðum. Hljöm- sveitin fer sömu leið og nokkrir kollegar hennar hafa gert undanfarið og fær aö- stoö frá reyndum bransamönnum viö lagasmíðar. Magnús Þór Sigmundsson aöstoöar í tveimur lögum og meistari formsins, Einar Báröarson, á þrjú lög. Magni söngvari var ekki hrifinn af siðasta plötudómi um ÁMS í Fókus. „Maður á aö hlusta á sem flest en ef þér finnst ein- hver tónlist leiðlnleg áttu bara aö hlusta á eitthvaö annaö og halda kjafti. Fókus hefur aldrei verið vinur poppsveitanna og ef Fókus væri maður væri hann búinn aö láta berja sig svona 50 sinnum af hverri einustu popphljómsveit á íslandi," sagöi hann í viötali í blaöinu nýveriö. Þetta er ekki nógu sterk plata hjá Á móti sól. Smellurinn Drottningar stendur upp úr ásamt laginu Einveran. Önnur lög eru nokk- uð síöri. Hljómsveitin fær þó prik fýrir aö vera komin i stöku Travis-pælingar og fleira i þeim dúr. Vonandi aö það haldi áfram. Skemmtilegast fannst mér hvaö byrjunin á Strokleðri minnir á byrjunina á Sk8er Boi með Avril Lavigne... eöa er þaö kannski vit- leysaimér? höskuldur daöi magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.