Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Qupperneq 20
20 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 Þunq viðurlög nauðsynleg Samkeppnisstofnun hefur á síðustu árum látið til skararskríða á mörgum sviðum viðskiptalífs- ins. Matur, flugrekstur, skiparekstur og núsíðast eldsneyti og tryggingar, allt hefur þetta verið í kastljósinu og maðkar fundist í mysunni, oft margir og stórir. Helgarblaðið ræðir við Georg Ólafsson, forstjóra Samkeppnisstofnunar, um olíu- og tryggingarannsóknirnar og helstu anga þeirra hitamála, aukþess sem samkeppniseftir- lit og gagnrýni á slíka starfsemi ber á góma. - Hvenær er endanlegra niðurstaðna, loka- skýrslna, Samkeppnisstofnunar í málum olíu- og tryggingafélaganna að vænta? „Við stefnum á að það verði fyrir lok þessa árs. Ég get ekki séð, eins og staðan er í dag, annað en að það ætti að nást. Eftir er að fá andmæli olíufélaganna við frumskýrslunni og skýringar þeirra ef einhverjar eru. Verið er að vinna í þessu en umræða undanfarinna vikna hefur ekki flýtt fyrir þeirri vinnu." - Upplýsingar úr frumskýrslu Samkeppnis- stofnunar um samráð olíufélaganna fóru að birtast í fjölmiðlum fyrir þremur vikum og síð- an hefur frumskýrslan um rannsókn á samráði tryggingafélaganna einnig borist fjölmiðlum og kaflar hennar verið birtir. Samkvæmt frétt- um af efni skýrslnanna er það niðurstaða ykk- ar að umfangsmikil og alvarleg brot hafi átt sér stað um langan tíma að yfirlögðu ráði og fjöl- mörg dæmi nefnd til rökstuðnings. Getur þú rætt efnislega þá hluta skýrslunnar sem birst hafa opinberlega og viðbrögð olíufélaganna við umfjölluninni? „Nei, við tökum afstöðu til andmæla olíufé- laganna þegar þau berast okkur. Við höfum enn ekki fengið viðbrögð ffá öllum félögunum. En ég get sagt almennt um samráð að hér á landi, sem og erlendis, eru þetta talin með al- varlegusUivSamkeppnishömlum og hart tekið á broturp af því tagi. Á síðustu árum hafa verið afhjúpaðir margir samráðshópar, ekki síst eftir að tekin var upp sakaruppgjöf fyrir þá sem til- kynna um brotin. Þetta hefur verið gert í Bandaríkjunum og Evrópu, þar á meðal hér, en mislangt er þó gengið. í þessu máli bauð Olíufélagið strax fram aðstoð f málinu og gæti því fengið vægari viðurlög, hæst 50 prósenta „afslátt" af hugsanlegri sekt ef öll skilyrði eru uppfyUt." „Að okkar mati heyrir það al- farið undir lögreglu eða ákæruvaldið að meta það hvort ástæða sé til að hefja opinbera rannsókn á þætti einstaklinganna í [samkeppn- islaga-] brotum." - Sænskur dómstóll sektaði fimm þarlend ol- íufélög í vor um tæplega 500 milljónir íslenskra króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Gefur sá úrskurður að þínu mati einhverja vísbendingu um möguleg viðurlög í máli íslensku olíufélag- anna? „Ég get ekkert sagt um það sérstaklega enda úrskurðar samkeppnisráð í málinu. Mér sýnist þó að sænska málið hafi verið mun smærra í sniðum en meint brot olíufélaganna sem við erum að rannsaka. Sænska málið varðaði sam- ræmingu á verði og afslætti á tilteknu eldsneyti haustið 1999. Við erum hins vegar að kanna margvíslegt samstarf olíufélaganna á tímabil- inu 1993-2001. Sænsk samkeppnisyfirvöld töldu reyndar að sænsku olíufélögin ættu að greiða 6,5 milljarða íslenskra króna en undir- réttur taldi 500 milljónir hæfilega sekt. Sænsk yfirvöld hafa áfrýjað þeim dómi og krafist hærri sekta þannig að ekki er ljóst hver endanleg sekt verður. Sektir hafa einnig verið lækkaðar hér á landi, sbr. t.d. grænmetismálið. Þar lagði sam- keppnisráð 105 m.kr. sektir á viðkomandi fyrir- tæki, áfrýjunarnefnd lækkaði sektina niður í 47 m.kr. og héraðsdómur í 37 m.kr. Ég tel þessa sekt héraðsdóms í engu samræmi við alvar- leika brotanna. Mál þetta er fyrir Hæstarétti núna og samkeppnisyfirvöld krefjast hækkunar á sektum. Að mínu mati verða að liggja þung viðurlög við samráði keppinauta þar sem þessi brot valda almenningi miklu tjóni. Þetta er nauðsynlegt til að hafa fyrirbyggjandi áhrif og vera öðmm til viðvörunar." Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar. Lekinn tafði, skaðaði ekki -Komið hefur fram að olíufélögin og Sam- keppnisstofnun funduðu í vetur til að kanna grundvöll þess að ljúka málinu með sátt, að ol- íufélögin viðurkenndu einhver brot og greiddu sektir og málið félli þar með niður. Þessar við- ræður reyndust árangurslausar. Hvaða hug- myndir voru settar frarn þar? „Félögin óskuðu eftir þessum viðræðum og við samþykktum það og komum að málinu með opnum huga. Ég sat nú ekki þessa fundi en tveir eða þrír vom haldnir án þess að sam- an næðist. Þú verður að spyrja félögin sjálf um hvað þau vom tilbúin að borga, en lögmaður Skeljungs hefur upplýst að mikið hafi borið í milli okkar tillagna og þeirra." - Eins og alþjóð veit og áður sagði var fmm- skýrslum ykkar í málum olíu- og tryggingafé- laganna „lekið" til fjölmiðla í sumar og hafa niðurstöður ykkar um brot félaganna síðan verið birtar að meira eða minna leyti. Getur þú ímyndað þér hvaðan skýrslurnar hafa getað borist fjölmiðlum og treystirðu þér tU að úti- loka að þær hafi komið frá einhverjum hjá Samkeppnisstofnun? „Ég veit ekkert hvaðan þær komu en get sagt fýrir okkar hönd að við skoðuðum þetta mjög vel hér innanhúss og teljum okkur hafa gengið algerlega úr skugga um að þetta er ekki komið héðan. Ég bendi hins vegar á að trygginga- skýrslan hefur verið í umferð í eitt og hálft ár og olíuskýrslan í hálft ár hjá starfsmönnum þessara fyrirtækja og starfsmönnum lögfræði- skrifstofa út um allan bæ. Auk þess hafa verið mannaskipti hjá félögunum. Ég er ekki að ásaka einn né neinn en ég veit að þetta kom ekki héðan. Það er ekki í þágu vinnslu svona mála að upplýsingar berist á þessu stigi máls- ins til ijölmiðla, þótt þær komi vissulega fram á endanum." - Má skilja þetta svo að lekinn og umfjöllun- in í kjölfarið hafi haft skaðleg áhrif á rannsókn- ina? „Ég myndi ekki segja að þetta hafi beinlínis haft skaðleg áhrif á rannsóknina sem slíka en þetta hefur allavega ekki flýtt fyrir henni. Eðli- lega hefúr farið tími í að bregðast við spurn- ingum fjölmiðla og sinna ýmsum málum sem komið hafa upp eftir að efni skýrslnanna varð opinbert. Við getum ekki kvartað yfir þessu, það þýðir ekki. Úr því þetta fór svona þá verð- um við bara að lifa með því og haga okkur í samræmi við það.“ Ábyrgð stjórnenda - að tilkynna eða tilkynna ekki - Hvemig er háttað ábyrgð stjórnenda hjá félögum sem gerast sek um brot á samkeppn- islögum? Eru það aðeins æðstu stjómendur sem bera ábyrgð eða getur hún hvílt á lægra settum starfsmönnum, millistjórnendum, líka? Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrver- andi markaðsstjóri Olíufélagsins, hefur m.a. sagt um sinn þátt í máli olíufélaganna, og for- stjóri Olíufélagsins tekið undir þá skoðun, að hann hafi sem millistjórnandi hjá fyrirtækinu aðeins séð um að framfylgja stefnu og ákvörð- unum sem æðri stjórnendur tóku og bám ein- ir ábyrgð á. „Stjórnendur fyrirtækja bera vitanlega ábyrgð á aðgerðum þeirra. Erlendis er það vel þekkt að æðstu stjórnendur fýrirtækja sæta ábyrgð vegna samkeppnislagabrota. í fyrra var t.d. metár hjá bandarískum samkeppnisyfir- völdum varðandi fangelsisdóma yfir stjóm-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.