Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Pennavinur Sara Mjöll Magniisdóttir er 8 ára og býr á Hellu. Hana langar að eignast pennavin á svipuðum aldri en þó má hann vera 10 ára. Áhugamál Söru Mjallar eru tónlist, bækur, útivist og margt fleira. Þeir sem vilja skrifast á við hana stfli bréf sín á: Sara Mjöll, Norðurbæ 2, - 851- Hella. Fjörá Norðurljósum Árlegt jólahlaðborð Hótel Norðurljósa á Raufarhöfn verður hald- ið á laugardagskvöldið og er mikil eftirvænting rflcjandi í þorpinu. Við þetta tækifæri munu systurnar Björg og Signý Einarsdætur syngja tví- söng og Sigurður Daní- elssonleika dinnertón- list af flngrum fram. Að loknu borðhaldi leikur hljómsveitin Bahoja frá Bakkafirði fyrir dansi. Lofað er jólafjöri. Slegist um Egilsbúð Opnuð hafa verið tilboð í rekstur félagsheimilis- ins Egilsbúð á Nes- kaupsstað. Fimm tilboð bárust en þau miðast við húsa- leigu á mánuði að frá- dregnum virðis- auka- skatti: Guð- mundur R. Gísla- son bauð 80.500 krónur, Birgir Búason 130.000 krónur, Guðrún Smára- dóttir 100.500 krónur, BG Bros bauð 50.500 krónur og Kristján Kristjánsson og Þórunn Vilbergsdóttir buðu langhæst eða 282.000 krónur. Þá kom fram frávikstilboð frá BG Brosi upp á 180.000 krónur Spakmæli kolkrabbans Ekki er nóg að eiga Ræsi, Nóa-Síríus, 20% í Mogganum, þjónustufólk í Ríkis- sjónvarpinu og nokkuð af reiðufé. Slflct stendur ekki lengur undir nafnbótinni Kol- krabbinn. Ekki eru þar sjáanlegir þvflfldr við- skiptajöfrar, að þeir geti snúið við nánast lóð- réttri leið fyrrverandi hornsteins hagkerfis okkar niður á botn í hafi gleymskunnar. Fyrir fáum árum hefði enginn trúað spá- dómum um, að Kolkrabbinn væri á leiðar- enda sem valdamiðstöð þjóðfélagsins. Nokkrar ættir áttu þjóðfélagið og notuðu Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til að gæta hagsmuna sinna. Nafn fyrirbærisins eitt og sér segir mikla sögu um ofurefli þess í þjóðfélaginu. Kolkrabbinn stjórnaði til skamms tíma fáokunarfyrirtækjum í nokkrum mikilvæg- ustu greinum efnahagslífsins. Hann átti tryggingarnar, benzínið, fragtskipin, far- þegaflugið og margvíslegt fleira, sat í stjórnum fjármálastofnana. Nú er hann skyndilega hvarvetna á útleið og þarf að leita skjóls hjá nýjum valdhöfum í við- skiptalífinu. Þetta minnir á örlög Sambandsins. Það hrundi á skömmum tíma sem valdamiðstöð. Leifar þess lifa þó sómasamlegu lífi í svoköll- uðum Smokkfiski undir handarjaðri Kol- krabbans, rétt eins og Kolkrabbinn mun lifa enn um sinn undir handarjaðri nýs máttar- valds, sem heitir Samson, en kalla mætti Styrj- una, af því að vald þess fæddist í Austurvegi. Sambandið hrundi, af því að það var gróður- húsajurt, sem þreifst aðeins í skjóli hins póli- U'ska valds Framsóknarflokksins, sem gaf því rekstrarfé í formi neikvæðra vaxta. Þegar raunvextir komu til skjalanna, hrundi Sam- bandið, af því að það var gæludýr, sem gat ekki lagað sig að nýjum tíma og nýjum leikreglum, sem kölluðu á framtak. Ráðgert var, að Kolkrabbinn gæti setið einn að beztu bitum einkavæðingarinnar. Svo virt- ist í fyrstu, þegar rfldð sá til dæmis til þess, að hann fengi sfldar- og fískimjölsverksmiðjum- ar. En síðan vom leikreglur færðar í óhlut- drægara horf og þá reyndust utangarðsmenn klárari í sviptingunum en makráðir laukar Kolkrabbans. Eins og Sambandið var hann í náðinni í stjórnmálunum, hafði vanið sig á hlýjuna og gat ekki lifað úti í kuldanum. Þegar kallað var á flóknari snilhgáfu í fjármálavafstri en Kol- krabbinn hafði fram að færa, beið hann lægri hlut fyrir nýjum valdamiðstöðvum, sem höfðu risið með ógnarhraða í einkavæðingu heima og heiman. AHt er þetta í samræmi við íslandssöguna. Hin miklu efnahagsveldi fyrri alda, svo sem Skarðverjar, áttu hluifallslega miklu meira af þjóðarauðnum en þau efnahagsveldi, sem hér hafa verið rædd. Samt hvarf ofurauður þeirra á örfáum kynslóðum og svo mun einnig verða um veldin, sem taka við af Kolkrabba og Smokkfiski. Tvö spakmæli segja aUa söguna. Annað er, að á misjöfnu þrffast bömin bezt. Hitt er, að allt er í heiminum hverfult. Jónas Kristjánsson <U 8 fU <u sz *o 'fO '<U E O) «3 '<U «o PO E <u »o ai í auglýsingaskyni leitar Elísabet ekki til svokallaðra „sérfræðinga“ heldur fór út á götu og spurði einfaldlega þá sem verða á vegi hennar hvernig þeim líki bókin. kynningu sinni á bólánni. Nokkuð era þau öðravísi en hin hefðbundnu svör „sérffæðinganna" og þykir okkur nokkuð ferskur andblær að þessu uppátæki. Svör vegfarenda eru á þessa leiö: "Þú ert að gera eitthvað nýtt í þess - ari bók. Ég hef lesið hinar bækumar þínar." Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti íslands „Ég er búinn að lesa hana oft. Hvað get ég gert svo bókin verði ís- landsmeistari?" Willum Þór Þórsson, þjálfari KR ogfyrsti kaupandi Vængjah urðarinnar "Vængjahurðin er dáleiðandi, maður verður húkkd á henni, hún hrífur mann gjörsamlega. Hún er dá- leiðandi að því leyti að maður lokar allt annað úti, allt annað hættir að vera til, og um leið vaknar ímyndun- araflið. Ég hef aldrei orðið fyrir svona dáleiðslu af nokkurri bók." Hanna Rún Ágústsdóttir, 22 ára húsmóðir “Oh, my god! Ég verð að kaupa þessa bók. Ljóðin era svo sensual og sexual." Ingunn Arnardóttir, BA ísálfræði "Maður þolir ekkert áreiti þegar maður les Vængjahurðina, maður verður að hafa frið." Gestur Amarson, rafvirkjameistari “Alvöra sexý pönk." Elísabet Ó. Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarmaður „Það er eins gott að vera á bruna- vaktinni efdr að Vængjahurðin kom út“ yrkja. Og sagði meðal annars: „Ef samfélagið væri eins og ítölsk bíó- mynd væri rflásstjómin hinn drottnandi heimilisfaðir og ör- yrkjamir yngsta bamið. Við flest síðan annað fjölskyldufólk. Og í þessari bíómynd er heimilisföðum- um sérstaklega í nöp við yngsta bamið. Enginn veit hvers vegna. Sú spuming er ef dl vUl undirliggjandi leyndardómur sögunnar. Kannski er yngsta bamið bæklað og heimil- isfaðirinn fyrirlítur það; telur það móðgun við karlmennsku sína að hafa getið slíkt bam. Kannski óttast hann að einhver annar sé faðirinn; að þessu bami hafi verið Iogið upp á hann og hann verði að brauðfæða það á röngum forsendum. En hvað um það. Alltaf annað slagið - og ætíð þegar einhvers kon- ar friður hefur ríkt um skeið - þá rýk- ur heimilisfaðirinn upp og tekur að hella sér yfir yngsta bamið. Og skammtar því minna á diskinn en aðrir fá Og gætir þess að allir taki eftir því Og við hin sitjum við disk- ana okkar fúll af skömm og óþæg- indum. Við skömmumst okkar fyrir aö fá nægan mat á meðan yngsta bamið fær ekki nóg. Og þessi yfir- þyrmandi spenna á heimilinu veld- ur okkur óþægindum. Hvers vegna í ósköpunum getum við ekki borðað í sátt og samlyndi?" Og ennfremur: „Samfélag okkar á að vera yfir þetta hafið. Við eigum að geta búið yfir þeim styrk að geta búið öryrkjum þokkaleg kjör - ef til vill ekki þau bestu lqör sem hver maður getur óskað sér heldur viðun- andi kjör. En allra helst eigum við að vinna að því með þokkalegri sátt að komast að því hver þessi kjör eigi að vera - svona eins og siðuðu fólki er tamL" Lftil takmörk era fyrir því hversi lengi og vel rithöfúndar og bókaút gefendur geta dásamað afúrðir sínar auglýsingum og er þá einatt gripið tL þess ráðs að vitna í ýmsa betri borg- ara eða viðurkennda menningarvita sem þá hrósa bókunum undantekn- ingarlaust. Era þær ýmist „frábær lesning", „stórbrotin lesning" eða í versta falli „efdrminnileg lesning". Sumum er lfkt við Þórberg og öðrum við helstu andans menn mannkyns- sögunnar. Margt af þessu er þó svo- lítil skreytni, skulum við segja. Reyndar hefur blossað upp nokkur umræða um þessi mál í kjöl- far þess að sumir hafa gagnrýnt til- hneigingu útgefenda til að birta þessar örstuttu tilvitnanir í skrif gagnrýnenda. Soffla Auður Birgis- dóttir gagnrýnandi sagði til dæmis f grein í Morgunblað- inu að þessar „úr- klippur" í auglýsing- um væru oft beinlín- is villandi fyrir álit viðkomandi gagn- rýnanda. Hún var í Mogganum reyndar að svara annarri grein manns sem hafði sakað gagn- rýnendur um að ganga erinda vissra forlaga, sem veittu þeim vinnu, og vísaði þeim ásökunum út f hafs- auga. Elísabet Jökulsdóttir ljóðskáld hefúr annan hátt á en flestir áðrir þegar hún kynnir nýjustu bók sína, Vængjahurðina, safn ástarljóða sem taka jafiit á holdi og anda. Elfsabet er einna duglegust skálda um þessar mundir við að gefa út og selja bækur sfnar og er hún kunnugleg sjón við stórmarkaði og víðar að halda að fólki Vængjahurðinni. Og í auglýs- ingaskyni leitar hún ekki til svokall- aðra „sérfræðinga" heldur fór út á götu og spurði einfaldlega þá sem verða á vegi hennar hvemig þeim lfki bókin. Og birtir sfðan svörin f Björn Karlsson, brunamálastjóri “Allar konur sem þykir vænt um manninn sinn (eða vilja halda f hann) ættu að gefa honum Vængja- htuðina, - og láta rakspíra fylgja." Elín Helga Guðmundsdóttir, húsmóðir “Hver er maðurinn? Þú gætir líka verið a&yrkja um guð." Gunnar Örn, myndlistarmaður „Vængjahurðin lýsir í myrkri." Finnbogi Rútur, skrifstofumaður hjá ríkinu “Ástin er hryllilegt afl, á sama hvaða aldri maður er. Dásamleg bók." 75 ára gömul kona Og svo mætti lengi telja. Okkur fínnst að aðrir rithöfundar ættu að feta í fótspor Elísabetar og fara út á götu til að hitta lesendur sína. Hún er greinilega höfundur fólksins! Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttablaðsins velti fyrir sér í leið- ara f gær hvemig standi á enda- lausri deilu ríkisvaldsins við ör- Ein villa varf umfjöllun hér f Fyrstogfremstí gær um þær Smm bækur sem tilnefndar veröa til ís- lensku bók- menntaverö- launanna í ðokki fagurbók- mennta þetta áriö. Viö slógum því föstu aö Gyröt Elfasson yröi tilnefndurfyrir skáldsöguna Hót- elsumar. Þaö er rangt Rétt er aö GyrðkElíasson verður tilnefndur fyrir Ijóöabókina Tvífundnaland. Fyrst og fremst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.