Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 Fréttir DV Loka bókum á Skógum Bókasafni Austur Eyja- fjalla á Skógum verður lok- að. Bókasafnsstjórn Hér- aðsbókasafns Rangæinga telur áframhaldandi rekstur bókasafns í Skógum ekki raunhæfan. Stjórnin vill að íbúum Austur-Eyjafjalla verði þjónað frá Heima- landi eða Hvolsvelli. Bóka- verðinum í Skógum er því sagt upp með þriggja mán- aða fyrirvara samkvæmt samhljóða samþykkt byggðaráðs Rangárþings eystra. Stjórn Skandia var blekkt Stjórnarformaður sænska tryggingafélagsins Skandia, Bengt Braun, hef- ur sagt af sér í kjölfar birt- ingu skýrslu sem leiðir í ljós að mis- “ #Skandia tagi hef- ur viðgengist hjá fyrirtæk- inu. í síðustu viku var greint frá því að ellefu hátt- settir starfsmenn hefðu fengið kaupaukagreiðslur að upphæð um 30 milljarða íslenskra króna. Stjórn félagsins hefur krafist þess að þrír fyrrver- andi yfirmenn félagsins greiði skaðabætur fyrir að fara sviksamlega með fé Skandia og hafa þeir verið kærðir fyrir íjármálamis- ferli. Hangikjöts- lyktin best Reynir Pétur Ingvarsson. Hlakkar til að komast á Netið á nýja árinu. „Það gengur allt mjög vel á Sólheimum. Það er grenjandi rigning og snjórinn erað fara. Við erum að tína tómata í dag, frábæra tómata enda ræktum við bara gott græn- meti, “ segir Reynir Pétur Ingv- arsson, mesti göngugarpur landsins og ibúi á Sólheimum í Grímsnesi. - Er jólaundirbúningur kominn á fullt hjá ykkur? „Já, við erum með jólamarkað í Hafnarfirði fyrirþessi jól. Svo verða Litiu jólin hjá okkur 14. desember og þá fáum við hangikjöt og uppstúf. Hangi- Landsíminn matur og ég kemst í hátíðar- skap við það eitt að finna lykt- ina." - En þú sjálfur? „Ég ætla i bæinn í næstu viku og stefni að því að kaupa jóla- gjafirnar i Smáralindinni á þriðjudag. Svo ætla ég í kvöld- göngu um Lindahverfi og selja fólki jurtagull. Ég verð með jólasveinahúfuna mína og það er aldrei að vita nema ég verði með eitthvað fleira í pokahorninu." Það verður makkað bak við tjöldin á utanríkisráðherrafundi NATO í Brussel næst- u tvo daga. Tekist verður á um tilraunir Evrópusambandsríkja til að koma á fót sjálfstæðu hernaðarsamstarfi Evrópuríkja við hlið Atlantshafsbandalagsins. í Was- hington er mönnum ekki k\ skemmt enda sýna Bretar þessu sjálfstæðisbrölti Evrópu á hernaðarsviðinu f|\ aukinn áhuea. BreswM'flandalani Framtíðln óljós Þad kem ur i hlut eftirmanns Ro- bertson lávarðai að stýra NATO gegnurn öldurót nxstu ára -tjiÉ Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkj- anna hefja tveggja daga fund sinn í Brussel í dag. Meðal þeirra mála sem þeir munu íjaUa um eru hinar pólitísku hliðar á þeirri umbreytingu sem hefur orðið á bandalaginu undanfarin ár og aukna þátttöku þess í friðargæslu í Afganistan og Irak. Búast má við að rætt verði um önnur mál bakvið tjöldin. Sérstaklega um þau spor sem Frakkar, Þjóðverjar og Bretar hyggjast taka í átt að frekara varnarsamstarfl innan Evrópusambands- ins. Þessi spor hafa vakið upp áhyggjur í Was- hington, en þar leggjast menn gegn öllum tilraun- um ESB til þess að þróa sjálfstætt varnarsamstarf sem gæti starfað óháð NATO. Deilurnar um Íraksstríðið og breyttar áherslur í utanríkismálum gerðu það að verkum að sumar Evrópuþjóðir mátu stöðuna þannig að tímabært væri að leggja ffekari áherslu á varnarsamstarf innan ESB. Þjóð- irnar sem leiddu þetta frumkvæði eru Frakkar, Þjóðverjar, HoUendingar og Belgía. Segja má að tvær áherslur liggi á baki stuðning þeirra við ffekara evrópskt varnarsamstarf. Þær þjóðir sem fylgja Frökkum að málum vilja sjá sjálfstæðari Evrópu sem hefur meira svigrúm til þess að hafa sjálfstæða utanríkisstefnu. Aðrar þjóðir, eins og Þjóðverjar, líta á þetta framtak fremur sem tákn um vilja Evrópu tii þess að axla aukna ábyrgð í ut- anríkis- og varnarmálum og létta á bagganum sem hvilir á Bandaríkjunum. Bretar horfa til meginlandsins f fyrstu var þetta frumkvæði ekki tekið mjög al- varlega í Bandaríkjunum enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem vart er við slíkar tilhneigingar hjá stjórnmálamönnum á meginlandi Evrópu. Þessi afstaða breyttist þegar Bretar fóru að sýna evr- ópsku vamarsamstarfi meiri áhuga. Bretar eru að mörgu leiti einangraðir innan Evrópu. Þeir hafa lítil áhrif á efnahagsmál innan ESB þar sem þeir eiga ekki aðild að evrunni. Vilja þeir seilast til meiri áhrifa innan ESB eru varnarmálin því þeirra helsta tromp. Þeir hafa öflugasta her- inn innan sambandsins og í krafti hans geta þeir vel tekið forystuna í að móta hvernig varnarsamstarfi innan sambands- ins verður háttað. Vísbendingar eru um að þeir ætli sér einmitt að gera það. Bandaríkin hafa varað Evrópu við að haga varnarsamstarfi sínu á þann veg að um verði að ræða sjálfstæða einingu sem geti starfað óháð NATO. Bretar hafa tekið undir þetta og vilja ekki að varnarsamstarf innan Evrópu verði stýrt frá eigin höfuð- stöðvum. Notast eigi við höfuðstöðvar bandalagsins. Samt sem áður verður ekki séð annað en að aflt evrópskt varnarsamstarf muni verði óháð NATO á endanum. Bandarík- in og Evrópa skilgreina öryggismál sín með ólíkum hætti. Bandaríkin horfa í auknu mæli til Mið-Asíu og að botni Miðjarðarhafsins sem helstu uppsprettu óöryggis. I samræmi við þessa heimsýn hafa þeir sýnt vilja til þess að færa herstöðvar sínar frá Vestur-Evr- ópu austur á bóginn. Þetta hlýt- ur að kalla á það að Evrópumenn Bretar hafa lítil áhrifá efna~ hagsmál innan ESB þar sem þeir eiga ekki aðild að evr- unni. Vilji þeir seilast til meiri áhrifa innan ESB eru varnar- málin þvíþeirra helsta tromp. skipuleggi sín varnar- og öryggismál á endanum með sjálfstæðari hætti en nú er. Samevrópskar varnir hljóta að fylla það tómarúm sem yfirvof- andi brotthvarfi bandarískra hersveita frá Evrópu myndar. l'sland í A-Evrópu? Gallinn við allar hugmyndir um varnarsam- starf innan Evrópusambandsins er fyrst og fremst sá að þjóðirnar sem mynda sambandið skilgreina varnar- og öryggisþarfir á ólfkan hátt. Munurinn er sérstaklega mikill þegar kemur að Vestur-Evr- ópu annarsvegar og fyrrum kommúnistaríkjun- um í austri hinsvegar. Þau síðarnefndu líta ennþá á Rússland sem helstu ógnina við stöðugleikann og þær hafa ekki gleymt hvernig þær fóru út úr heimstyrjöldunum tveimur. Þessi ríki leggja alla áherslu á varnarsamstarf við Bandaríkin hvort sem það er innan NATO eða fyrir utan. Aðeins Bandaríkin geta verndað þær gegn þeim hættum sem stjórnvöld þeirra skilgreina. Þessi afstaða minnir óneitanlega á þær áherslur sem ríkja í varnar- og öryggismálum íslands. Ljóst er að ís- lenskir ráðamenn hljóta að fylgjast grannt með þróun mála næstu misserin og hvernig úr fyrirsjá- anlegum vandamálum verður leyst. Sérstaklega því hvernig fyrrum kommúnistaríkin leysa sín mál af hendi. Þau horfa til Washington en raun- veruleikinn gæti neytt þær til Brussel. Fundur utanríkisráðherra NATÓ í Brussel mun ekki greiða úr þeim flækjum sem komið hafa upp og móta framtíð sameiginlegrar öyggis- og varn- armála Bandaríkjanna og Evrópa. Hann mun hinsvegar afhjúpa þá strauma og stefnur sem munu móta þróun þeirra næstu ár. ornarn@dv.is Prestur Óháða safnaðarins í bissness Afdjöflun ehf. „Auðvitað þykir mönnum þetta skrýtið nafn, en þeir muna eftir því um leið“, segir Pétur Þorsteinsson, sem rekur einkahlutafélagið Afdjöfl- un ehf. „Tilgangur félagsins er af- djöflun alþýðunnar", segir í hlutafé- lagaskrá. Hlutafé er 500 þúsund krónur. Stjórnarmaður og fram- kvæmdastjóri félagsins er Pétur Þor- steinsson. „Mammonsmaðurinn, eða endurskoðandinn minn, ráð- lagði mér að stofna þetta félag til að hafa allt á hreinu varðandi skatt- framtal og skattaskyldur", segir Pét- ur, sem er prestur Óháða safnaðar- ins, sem er lúthersk fríkirkja. Öll störf sem Pétur innir af hendi fyrir söfnuðinn, svo sem allt almennt safnaðarstarf, eru greidd til Afdjöfl- unar ehf. sem verktakagreiðslur. „Að afdjöfla þýðir í raun og veru að hreinsa. I sérhverri skírn er til dæm- is verið að hreinsa erfðasyndina burtu. Ég hef ekki beint verið að reka djöfla úr fólki en ég er mikið í því að biðja fyrir fólki. Um leið og hið góða er allt í kringum okkur er djöfullinn þar einnig og birtist okkur til dæmis í fréttum á hverjum degi“. Pétur Þorsteinsson Mammonsmaðurinn ráðlagði honum að stofna einkahlutafélagið Afdjöflun. DVmýndPjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.