Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 29
DV Fókus
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 29
*
Jólagleraugun í ár
Einfalt og sniöugt
Heiður Baldursdóttir gerði
skemmtilegt lokaverkefni í Iðnskól-
anum í Reykjavík. Bjó hún til margs
konar gerðir af partýgleraugum ef
svo skal kalla. Hún setti saman
skemmtilega hugmynd sem er bæði
einföld og ódýr og hvert manns-
barn ætti að geta búið sér til svona
grip fyrir hátíðirnar. „Þetta eru
svona gleraugu sem er gaman að
nota í áramótapartýum og í raun
við hvert tækifæri. Þetta var loka-
verkefnið mitt í Trend- og hluta-
Tískan kl. 12 hádeigi
hönnun og getur komið að
skemmtilegum notum í jólagleð-
inni. Það er ekkert mál að búa
svona til, skrautið og gléraugun fást
í versluninni Tiger og seríur er hægt
að fá í IKEA og er þetta mjög einfalt
og sniðugt."
Heiður Baldursdóttir 24 ára nem-
andi á listnámsbraut i Iðnskólanum i
Reykjavík sýnir hér lokaverkefnið
sitt, þrjár mismunandi útfærslur af
partýgleraugum.
Hvar varst þú
29. júní 1996?
Einar Kárason rithöfundur var í
Noregi þegar Ólafur Ragnar var
kjörinn forseti fsiands.
í Norður-
Noregi
„Ég fann engan mun,“ segir Ein-
ar Kárason rithöfundur um heim-
komuna til íslands eftir að Ólafur
Ragnar Grímsson hafði verið kos-
inn forseti 29. júní árið 1996. Hann
hafði verið staddur í bænum
Harstad í Norður-Noregi þegar úr-
slit voru tilkynnt. Þar var hann á
„einhverju bókmenntadóti,“ eins
og hann kallar það þegar hann fékk
fréttirnar, ásamt nokkrum öðrum
fslendingum. En hvernig tóku þeir
fréttunum? „Ég held að menn hafi
bara verið bærilega sáttir," segir
rithöfundurinn.
Þegar Vigdís Finnbogadóttir til-
kynnti aö hún œtlaði ekki að bjóða
sigfram ífimmta sinn var strax
farið að rœða hver gceti tekið við af
henni. Pálmi Matthíasson sóknar-
prestur var nefndur til sögunnar,
og sumir veltu þvífyrir sér hvort
Davíð Oddsson myndi afturfcera
sig um set og koma sér fyrir á
Bessastöðum, eftir að vera tiltölu-
lega nýfluttur úr borgarstjórn yfir í
stjórnarráð. Davíð ákvað í þetta
sinn að sitja hjá, enfyrst til að
bjóða sigfram voru Guðmundur
Rafn Geirdal nuddari og Guðrún
Pétursdóttir lífeðlisfrœðingur. Guð-
mundi tókst ekki að safna nœgileg-
um fjölda meðmœlenda til að
komast íframboð, en Guðrún dró
sig í hlé einungis 10 dögum fyrir
kosningar. Voru þvífjórir kostir í
boði á kjördag, sem gárungarnir
nefndu ís (Pétur Kr. Hafstein
Hœstaréttardómari, sem þótti hafa
heldur kaltyfirbragð), Pís (Ástþór
Magnússon kausýslumaður ogfrið-
arsinni), Skvís (Guðrún Agnars-
dóttir læknir og eina konan sem
eftir var) og Grís (Ólafur Ragnar
Grímsson alþingismaður, en hvað-
an hannfékk viðurnefnið skal
ósagt látið). Það var svo sá síðast-
nefndi semfór með sigur afhólmi
og hlaut um 40% greiddra at-
kvæða, þrátt fyrir að eiga mjög
umdeildan stjórnmálaferil að baki.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
Bensín eða diesel
Suzuki XL-7 er einstaklega vel
búinn 7 manna jeppi, byggður
á grind með háu og lágu drifi,
búinn öflugum en sparneytnum
bensín eða dieselvélum,
Ný glæsileg innrétting og aukinn
staðalbúnaður gera nú góðan
bíl enn betri og aksturinn
ánægjulegan. m
íiiSÍS* '
A
-*r
r'
*