Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 Fókus DV Stjörnuspá Chloe Ophelia Gorbulew fyrirsæta er 22 ára í dag. „Með sífelldri ögrun heldur konan vissulega áfram að ; þroskast. Aðdráttarafl 1 hennar með innri orku } og ósigrandi lífskrafti veitir henni hugrekki til að yfirstíga og horfast í augu við eigin tilfinningar þeg- ar nýr kafli hefst með komu nýs árs," segir i stjörnuspá hennar. Chloe Ophelia Gorbulew VV Mnsbeim (20. jan.-18.febr.) w ----------------------------------- Hér birtast órjúfanleg tengsl. Þú þarfnast skilnings um þessar mundir og ef elskhugi eða félagi þinn veitir þér alla sína athygli þá færir þú án efa fjöll úr stað fýrir viðkomandi. Fiskarnir i19.febr.-20.mars) X T Stjarna þín sýnir hér að þú upplifir tilveruna með bros á vör því að barnið í þér hverfur aldrei. Hér opnast þér heill heimur frelsis og ástar í desem- ber 2003. Hrúturinn (21.mars-19.apnv Hrúturinn breytir hér stöðugt um skoðun og gæti haldið (gamlar hugmyndir af einhverjum ástæðum jafnvel þótt hann viti að þær séu löngu úreltar, bara af því að hann ákveður innra með sér að þær breytist ekki. Hættu að streitast á móti þvi sem um- hverfið færir þér. Nautið (20.apríl-20.maí) ö n Hér birtist einhverskonar ótti við að gera mistök í samskiptum þar sem varfærni þín er augljóslega til stað- ar og þú stuðlar mjög að stöðugleika á jörðinni. Ef þú bregst ekki jákvætt við breytingum sem tengjast þér þá gæti stöðnun og hnignun í ástar-/vináttu- sambandi tekið við hérna. Tvíburarnir(z/.mfl/-2!./«m) Þér er ráðlagt að taka tilfinn- ingalegar áhættur þegar líðan þín er annars vegar. Sýndu tilveru þinni sam- úð og skilning og útskýrðu tilfinninga- viðþrögð þín með skynsemi og rökum. Krabbinnf22./™-22./ií//j Q** Efldu ónæmiskerfi líkamans og þitt eigið sanna eðli. Njóttu hverrar stundar með þeim sem þú elskar jafn- vel þó að för þín og þeirra sem þú unnir sé án fyrirheits. LjÓnÍð /23./IÍ//-22. ágústl Þú getur orðið einkar klók/ur við að sjá hvernig aðrir bregðast við Ifð- an þinni hér í desember. Þú ræður við hvað sem verður á vegi þínum ef þú að- eins eflir innra jafnvægi þitt betur. 115 Meyjan (23. ágást-22. septj Líðan þín verður best með- höndluð með því að þekkja hana og læra að beita henni á uppbyggilegan hátt. Helsti tálminn í vegi þínum fyrir heilbrigðum samskiptum er það sem hvílir innra með þér og kemur það skýrt fram hér samhliða stjörnu Ijónsins. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) þú ættir ekki að sniðganga líð- an þína og átta þig á að þú ert fær um að takast á við vandamál nútíðar án þess að streitast sífellt gegn því að við- urkenna óskir hjartans. Notaðu fegurð fortíðar til að til að auðga nútíðina. ni Sporðdrekinn (24.okt.-2t.a0yj Draumar þínir verða að veru- leika ef þú leyfir þér að horfa fram á við með jákvæðum huga og gleymir aldrei að hlúa að því sem skiptir þig sannar- lega máli (fjölskylda, vinir). Þú kemur fram af hlédrægni við náungann og beitir skynsemi og hittir því í mark öll- um stundum. / Bogmaðurinn/22. nfc-2/.tej Ekki gleyma að þegar fyrsta skrefið er stigið í átt að vellíðan þá hlýt- ur þú vissulega eðlislæga hlýju sem umlykur þig og orkustöðvar þínar til frambúðar. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Hér er því komið til skila að þú dragir aldrei úr þeim öfluga mætti sem býr innra með þér með því að gleyma þeim sjaldséðu eiginleikum sem þú býrð yfir. „Hjálpaðu öðrum að komast af og sjá fjöldi fóiks leggur þér lið svo draumar þinir rætist" eru einkunnarorð stjörnu steingeitar. SPAMAÐl'R.IL Meðal bóka sem eru að koma út um þessar mundir er skáldsagan Rottuholan eftir Björn Þorláksson fréttamann hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri. Þetta er önnur bók höfundar en fyrir tveimur árum sendi hann frá sér smásagnasafnið Við. „Það felst mikil áskorun í því að skrifa skáldsögu og þetta er í raun mun erfiðara en smásögurnar þar sem ég er í fullu starfi sem fréttamaður auk ým- issa aukaverkefna. Það þarf mikla ein- beitingu í skáldsöguna og tíma sem maður galdrar aðallega fram á kvöldin og næturnar. Samfellan þarf að halda sér í skáldsögunni. Það er einfaldara að rissa upp smásögu, klára hana og snúa sér að þeirri næstu. Það er furðu stutt milli gleði og þjáningar þegar sköpunin er annars vegar og bókin fær ekki líf fyrr en aðrir lesa hana,“ sagði Björn í samtali við DV um nýju bókina. Inntakið túlkist eftir smekk Rottuholan er saga um mann sem hefst við í vetnisverksmiðju á daginn. Hið dularfulla er að hann hefur ekkert starf en er samt á fi'nu kaupi. Hann verð- ur dauðhræddur um að upp um hann komist og lifir í meira stressi en við flest þekkjum. Rottuholan er þó einkum saga um mann sem leitar róta sinna, ástar- innar. „í bókinni fylgjumst við með á grát- broslegan hátt hvernig Jens Blórdal reiðir af í köldum og klikkuðum heimi og þeirri spurningu er velt upp hverjir séu raunverulegar hetjur og hverjir and- hetjur. Látum inntakið eiga sig, túlkist að vild eftir smekk hvers og eins,“ segir Björn. Sögupersónur segir hann vera af ýmsu sauðarhúsi; svo sem einfarinn, vinurinn, fóstran, hættulega konan og svo rottan sjálf sem leikur stórt hlutverk. Pólítísk saga í víðum skilningi En hvaða skírskotun á skáldsagan Rottuholan í raunveruleikanum? „Því er erfitt að svara," segir Björn. „Það er frek- ar fyrir almenna lesendur eða fræðinga að túlka. Hitt er ljóst að staða manns og „Blaðamenn skrifa öðru- vísi bækur en þeir sem alltafsitja heima hjá sér með tesopa og hitapoka. Það gerist eitthvað í bók- um blaðamanna, enda þekkja þeir ekkert annað en ólgu í samfélaginu." náttúru er viðsjárverð um þessar mund- ir og það gildir einu hve kaupaukarnir eru háir. Þeir auka ekki hamingjuna. Þetta er öðrum þræði pólitísk saga í víð- um skilningi en fjallar þó fyrst og fremst um mannlegt eðli.“ Sem áður segir er Björn Þorláksson fréttamaður á Ríkisútvarpinu á Akureyri en áður hafði hann um árabil verið blaðamaður á Degi og síðar á DV. „Sambúð skáldskapar og frétta- mennsku eru stöðug átök en fram að þessu hef ég ekki fallið í þá freistni að skálda upp fréttir þótt óneitanlega gætu þær orðið skemmtilegri við það. Hem- ingway og margir fleiri fléttuðu þetta tvennt saman og blaðamenn skrifa öðruvísi bækur en þeir sem aUtaf sitja heima hjá sér með tesopa og hitapoka. Það gerist eitthvað í bókum blaða- manna, enda þekkja þeir ekkert annað en ólgu í samfélaginu." sigbogi@dv.is Skáldið „Sambúð skáldskapar og fréttamennsku eru stöðug átök en fram að þessu hefég ekki fallið Iþá freistni að skáida upp fréttir," segir Björn Þorláksson m.a. hér I viðtalinu. Dramatískt fimmtudagskvöld Stefán, Hilmir og Rúnar Freyr ókeypis Dramatísk fimmtudagskvöld hafa verið fastur liður hjá Norræna húsinu í vetur. í kvöld er komið að því síðasta fyrir jól og mun Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri fjalla um höfunda Veislunnar, Thomas Vinterberg, Mogens Rukov og Bo Hansen og vinnuna við að umbreyta kvikmynda- handriti í sviðsverk. Auk þess munu leikar- arnir og kyntröllin Hilmir Snær Guðnason og Rúnar Freyr Gíslason mæta á svæðið og leika brot úr verkinu sem hefur verið afar vinsælt í Þjóðleikhúsinu undanfarin miss- eri. Kaffistofan opnar klukkan 20 í kvöld en dagskráin hefst klukkan 21. Aðgangur er ókeypis. Eftir jólin verður svo skipt um vikudag og dramatísku kvöldin færð yfir á miðviku- daga í Norræna húsinu. Þá munu þau Sveinn Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Guðjón Pedersen og Helga E. Jónsdóttir koma fram og kynna norræn leikskáld sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá þeim. Hilmir Snær Guðnason Mynd: Dagsljós -Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.