Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Blaðsíða 19
IJV Fókus
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 7 9
Þegar desember gengur í garð er ekki laust við að íslendingar ráðist á heimili sín með jólaseríur og skraut að
vopni. Svalirnar verða oftast verst úti þegar kemur að jólunum; þær eru hlaðnar seríum og blikkljósin eru tákn
hátíðanna hjá flestum. Öll höfum við okkar skoðanir á því hvernig jólaskraut er fallegast og hve mikið við
skreytum og hvar. Til er fólk sem skreytir bara einhvern veginn og er alveg nákvæmlega sama hvernig serían er
sett á flaggstöngina, svo eitthvað sé nefnt. Á þetta til að pirra oft nágrannann sem skreytir eftir hallamáli og
þolir ekki hálfklárað verk. DV fór íjólaskrautsleiðangur með myndlistarmanninum Þórarni Hugleiki Dagssyni
sem gaf skemmtiiegt álit sitt á þeim skreytingum Breiðhyltinga sem eiga að tákna jólin.
Sýndu mér jélaskreytingarnar þínar
ojj ég skal segja
þer hver þú ert
Þórarinn Hugleikur Dagsson
Hefur ákveönar skoðanir á jóla-
skrautinu í Breiðholtinu.
„Þaulvanur skreytari hér á
ferð. Allt mjög reglubundið og
hefðbundið, mjög þýskt."
„Þessar svalir hefðu virkað best ef
Ijósasnúran hefði fengið að njóta
sín ein. Hún er svo dásamlega
idiotproof, en jólastjarnan er svo
five minutes ago."
„Þetta er sko ekki amalegt. Plús
fyrir þolinmæðisvinnu. Þó er auð-
velt að ímynda sér að kristinn of-
stækis-fjöldamorðingi búi á bak
við yfirlýstu gluggatjöldin."
„Hér er mikill hrærigrautur á
ferð. Mér finnst stóru Ijósaper-
urnar flottar. Gæti þetta mögu-
lega verið heimili hasshausa?
„Átta ára sería sem haldið hef-
ur lífi allan þennan tíma; alveg
eins og ég á. Einfalt, fjarska fal-
legt og endurnýtanlegt."
Betri en Tolstoj
Bækur
öxin og jörðin, eftir Ólaf Gunn-
arsson, er svo mögnuð bók að ég
hreinlega neyðist til að leggjast í
trúboð. Fólk verður að lesa þessa
skáldsögu. Hún fangaði fslending-
inn innra með mér, án stæla, og
það jafn vel, ef________________
ekki betur á köfl-
um, en Laxness
hefur gert í gegnum tíðina og hefur
hann þó kveikt í manni oftar en
einu sinni.
Við stöndum á svipuðum tíma-
mótum og samtímafólk Jóns Ara-
sonar. Hér á landi er til fólk sem
neitar að horfast í augu við raun-
veruleikann og átta sig á því að tím-
arnir eru breyttir. Það er málað út í
horn, líkt og Jón Arason, og bíður
aftöku sinnar. Soldið mikil-
mennskubrjálæði einkennir þetta
fólk og það nærist fyrst og fremst á
þeirri sannfæringu að það eitt sé
hæft til að ala upp og stjórna þjóð-
inni. I nútímanum er þetta fólk fast
inni á Alþingi en í bók Ólafs Gunn-
arssonar er það á Norðurlandi.
Eins og Jón vilja þingmennirnir
okkar ekki sætta sig við að þeir séu
valdalausir. Tímarnir eru breyttir,
til góðs eða ills. Enginn veit hvað
gerist í náinni framtíð. Við vitum
ekki fyrir víst hvort allt þetta frelsi -
þessi nýi siður sem er að heltaka
alla hugsun bæði í viðskiptum,
menningu og stjórnmálum - mun
endilega leiða gott af sér. Það er
mjög líklegt, eins og staðan er nú,
að okkur muni líða betur án ríkisaf-
skipta og að fjárhagur okkar muni
vænkast ef við losnum undan geð-
þótta örfárra stjórnmálamanna.
Sem er svipuð framtíðarspá og þeir
siðaskiptamenn héldu fram þegar
þeir gersigruðu Jón Arason og háls-
hjuggu hann og syni hans. Þeir ætl-
uðu sér að koma okkur úr torfkof-
unum og inn í framtíðina.
Einn á móti öllum
Verst að þeir fengu yfir sig
bjúrókrat Dana og kúgun embættis-
manna í staðinn fyrir steinhús og
borgarsamfélög. Að vissu leyti var
þetta bara tilfærsla á eignum frá
kaþólsku kirkjunni til ríkisins. Sem
var eflaust nauðsynlegt þá en nú
erum við byrjuð að afhenda mark-
aðnum eignirnar. Ný siðaskipti og
auðvitað gæti það allt farið til fjand-
ans þótt ég efist persónulega um
það. Þá verður það líka bara eitthvað
sem við verðum að ganga í gegnum
líkt og samtímafólk Jóns Arasonar.
Jón var eini kaþólski biskupinn á
Norðurlöndum. Hversu hraustlega
sem hann barðist var dauði hans
óhjákvæmilegur. Hann var strax frá
upphafi baráttu sinnar dæmdur til
dauða og vissi það. Var með það
nánast uppáskrifað frá páfa sjálfum
og strax á fýrstu síðum skáldsögunn-
ar um hann gerir maður sér grein
fyrir því hversu mikið erindi saga
Jóns á til okkar árið 2003. Þetta er
bók um hvað það er að vera íslend-
ingur. Án þess að sagan sjálf, og höf-
undurinn, ætli sér það endilega.
Minnir á Tolstoj
Öxin og jörðin er langt frá því að
vera fyndin eða sniðug eða snilldar-
lega stílfærð. Hún er fyrst og fremst
sönn skáldsaga og maður finnur að
í hana fór blóð, sviti og tár og þá
skiptir ekkert annað máli. Það hefur
verið erfitt að halda utan um þetta
kraftmikla efni og koma því svona
vel frá sér. Það er mesta snilldin við
bókina. Hvernig Ólafi tekst að end-
urskapa þennan heim sem kviknar
ljóslifandi og yfirgefur mann ekki.
Þetta er svipaður kraftur og hægt er
að finna í sumum bóka Laxness. Án
þess að það sé nokkuð líkt með
þeim tveimur, Ólafi og Halldóri,
vegna þess að Ólafur slær ekki um
sig í stíl og stælum. í raun er það
magnað hvernig honurn tekst að
halda sjálfum sér fyrir utan bókina
og leyfa lesandanum að njóta sög-
unnar í friði fyrir yfirgangi höfund-
arins. Að því leyti minnir Ólafur
helst á Tolstoj og er f raun miklu
betri, ef eitthvað er, því langlokur
þess síðarnefnda eiga það til að
vera leiðinlegar.
Mikael Torfason