Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 9
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 9 Neyðará- standi í Marseille Stjórnvöld í París hafa lýst yfir neyðarástandi í Marseille vegna hinna miklu flóða sem hafa herj- að á héraðið kringum borg- ina. Níu þúsund manns hafa flúið heimifi sín og vit- að er um fimm sem hafa látist. Yfirvöld hafa látið slökkva á kjarnaofnum í nágrenni við borgina og áætlað er að 12 milljón evrur þurfi að fara í neyðar- aðstoð. Valgerður kvenna fremst Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, var valin kona ársins af tímaritinu Nýju lífi. Hún var með- al annars valin fyrir að vera fyrst kvenna til að stýra atvinnumál- um og hefur verið í eldlínunni vegna Kára- hnjúkavirkjunar, einhverrar umdeildustu ákvörðunar fslandssögunar. Mestaf olíu Mest er flutt inn til fs- lands af olíu- og olíuafurð- um, svo sem bensíni, hvort heldur reiknað er eftir þyngd eða verðmæti, segir á Vísindavef Háskólans. Árið 2002 voru flutt inn til landsins 740 þúsund tonn af slíkum afurðum, fyrir um 16 milljarða króna. Næst kom súrál, hvort heldur reiknað er eftir verðmæti eða þyngd. Flutt voru inn 524 þúsund tonn af súráli þetta ár, fyrir um 9 millj- arða króna. I þriðja sæti eftir verðmæti voru flugvél- ar og flugvélavarahlutir fyrir rúma átta milljarða króna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri i Kópavogi „Ég er alveg hreint á kafi eins og sjálfsagt aðrir sveitastjórn- armenn víða á landinu,"segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það ber öllum sveitarstjórnum að vera með sitt á hreinu í árslok og það er mikil vinna. Ég er að störfum langt fram eftir kvöldi þessa dagana óg lítill tími er fyrir nokkuð annað. Ég á hins veg- ar 12 barnabörn og jólin nálg- ast þannig að ég vona að eitt- hvað færi gefist til að versla gjafir og hjálpa konunni fljót- lega. Annars hefég verið það lengi íþessu starfi að ég er orðinn vanur og kiþpi mér ekkert upp við mikla vinnu." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segist efna samkomulag við öryrkja með að- eins 1000 miUjónum króna. Garðar Sverrisson líkir stjórnarliðinu við þriðja flokks bílasala á Ítalíu. Garðar Sverrisson Átti að heita samningur við ábyrg stjórnvöld I lýðræðislandi en ekki einhverja bíladruslumangara, segir formað- ur Öryrkjabandalagsins. Jón Kristjánsson Ekki gott að vera mikið framfaramál og lenda svo í illdeilum og vera úthrópaður svikari, seg- ir tryggingamálaráð- herra. „Mér er sagt að svona trix séu stundum reynd á þriðja flokks bílasöluni suður á Ítalíu. Þetta átti hins vegar að heita samningur við ábyrg stjórn- völd í lýðræðislandi en ekki einhverja bíladruslu- mangara," segir Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags íslands um þá ákvörðun stjórnar- liða að telja samkomulagið við öryrkja fullnægt með 1000 milljóna króna framlagi. Öryrkjar fá þar með ekki þær 500 milljónir króna sem Jón Kristjánsson heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra hefur sagt vanta upp á til að efna samkomulag sem ráðherrann handsalaði við formann Öryrkjabandalagsins í mars. Útreikningar Tryggingastofnunar gerðu ráð fyrir að það myndi kosti 1529 milljónir króna að tvöfalda örorkubætur þeirra sem yngstir verða ör- yrkjar, úr 20 þúsundum króna í 40 þúsund krón- ur, og að viðbótin færi síðan stiglækkandi upp aldurshópana. Ákveðið hefur verið að halda tvöfölduninni fyrir þá yngstu en skerða þess í stað þær upp- bætur sem reiknaðar höfðu verið eldri öryrkjum til handa. Þannig segjast stjórnarflokkamir „Vísa ég öllum ásökunum um svik á bug standa við samkomulag sitt við Öryrkjabanda- lagið. „Þetta er í samræmi við þá fréttatilkynningu sem gefin var út eftir fund okkar Garðars Sverris- sonár í mars, að einum milljarði króna yrði varið í kerfisbreytingu á bótakerfi öryrkja," segir Jón Kristjánsson. Hann segir fyrri vangaveltur sínar þess efnis að með 1000 milljónum væri aðeins verið að efna samkomulagið að tveimur þriðju hlutum, hafa miðast við niðurstöður starfshóps síns og vera ein möguleg leið: „Ég taldi mér skylt sem fagráðherra að halda þessu til haga og velti fyrir mér leiðum til að fram- kvæma þetta en það var ekki niðurstaðan að fara þessa leið. Hins vegar vísa ég öllum ásökunum um svik á bug. Við ákváðum að verja í þetta um milljarði króna og erum að framkvæma þá frétta- tilkynningu sem við gáfum út,‘‘ segir ráðherra. Jón ítrekar þá skoðun sína að breytingin sé stærsta skref sem stigið hafi verið í mörg ár til hags- bóta fýrir öryrkja. Hann viðurkennir þó að betur hafi mátt ganga frá „lausum endum“ í upphafi: „Það er alls ekki gott að vera með þetta mikla framfaramál fyrir öryrkjana og lenda svo í illdeil- um og vera úthrópaður svikari. Og mér er mjög misboðið þegar ég er sagður hafa gert eitthvert leynisamkomulag eins og Einar Oddur Kristjáns- son orðaði það, sennilega óvart," segir Jón um ummæli sem hann segir varaformann fjárlaga- nefndar hafa viðhaft í Kastljósi á þriðjudagskvöld, „Þegar þeir segja að þetta sé ein þeirra leiða sem til greina hafí komið þá fara þeir með gróf- ustu ósannindi sem ég hef nokkru sinni séð ráða- menn fara með og nægir þar bara að vitna í vikugamla viðurkenningu tryggingamálaráðherra sjálfs á Afþingi, auk fjölmargra annarra vitna, skriflegra sönnunargagna og opinbers fréttaflutn- ings sem ekki nokkrum manni kom til hugar að gera minnstu athugasemd við,“ segir Garðar Sverrisson. gar@dv.is Davíð Oddsson forsætisráðherra tilkynnir forgangsröðun í utanríkisþjónustu Vill opna sendiráð í „nýju" Evrópu „Ég tel að það sé næsta skrefið í þróun íslensku utanríkisþjónust- unnar að opna sendiráð í einu af þeim ríkjum sem eru að ganga inn í Evrópusambandið." Þessu lýsti Dav- íð Oddsson forsætisráðherra yfir í ræðu sem hann flutti á alþjóðaráð- stefnu ræðismanna í Grikklandi í síðustu viku. Hann sagði þar að slikt sendiráð myndi opna ný viðskipta- tækifæri fyrir íslendinga vegna stækkunar Evrópusambandsins og þar af leiðandi stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins. Áhugi ráðamanna á að opna ný sendiráð hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Þó hefur ekki verið kveðið úr um það afdráttarlaust hver for- gangsröðin er fyrr en nú. Á morgun- vakt Ríkisútvarpsins í byrjun nóv- ember sagði Halldór Ásgrfmsson ut- anríkisráðherra að fjölga þyrfti ís- lenskum sendiráðum þar sem ís- lendingar rækju nú lágmarks utan- ríkisþjónustu. „Þó verðum við að fara mjög varlega í það," sagði Hall- dóf. Hann sagði að íslendingar vildu gjarnan hafa sendiráð í Róm til að geta meðal annars sinnt skyldum gagnvart matvælastofnun Samein- uðu þjóðanna, FAO. „Ég er alveg viss um að í framtíðinni verðum við að Halldór og Davíð Davið Oddsson vill opna sendiráð í austur Evrópu. Halldór hefur ekki raðaö sendiráði i Austur Evrópu fremst i forgangsröðina. opna sendiráð í Róm og líklega á Við erum heldur ekki með sendiráð í Spáni og í einhverjum löndum Mið- Suður-Ameríku," sagði Halldór. og Austur-Evrópu og trúlega í Asíu. kgb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.