Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 Sport XJV Ensk lið bítast um Rivaldo Brasilíski landsliðs- maðurinn Rivaldo hefur »• fengið þrjú tilboð frá félögum á Englandi en hann var sem kunnugt er leystur undan samningi hjá AC Milan á dögunum. Umboðsmaður Rivaldo sagði að farið yrði vel yfir tilboðin á næstu dögum en vildi ekki nefna frá hverjum þau hefðu komið. Hann sagði þó að Liverpool væri ekki eitt þessara þriggja liða en orðrómur um að hann væri á leið þangað hefur verið þrálátur undanfarið. Viduka styður Gray Ástralski framherjinn Mark Viduka vill að forráðamenn Leeds ráði Eddie Gray í starf stjóra Leeds en hann hefur verið bráðabirgða- stjóri hjá félaginu síðan Peter Reid var rekinn. Samskipti Viduka og Reid voru aldrei góð en honum sinnir augljóslega betur við Gray þar sem hann vil halda honum áfram. McBride aftur í enska boltann? Blackburn Rovers eiga þessa dagana í viðræðum við bandaríska liðið Columbus Crew um að fá framherjann Brian McBride að láni út tímabilið. McBride lék um tíma með Everton í fyrra og gerði mjög góða hluti. Everton vildi kaupa hann en af því varð ekki. McBride er 31 árs og hefur skorað 20 mörk í 67 landsleikjum fyrir Bandaríkin. Houllierver sína menn Gerard Houllier, framkvæmdastjóri Liver- pool, vill að samtök framkvæmdastjóra í Englandi taki á gagnrýni stjóra, sem eru í samtökunum, á leikmenn annarra liða. Steve Bruce, stjóri Birmingham, vandaði Frakkanum Florent Sinama-Pongoile ekki kveðjurnar þegar hann nældi í ódýra vítaspyrnu síðustu helgi. I loullier fannst gagnrýni Bruce á ^ sinn mann ekki vera réttmæt og vill að á slíku verðitekið. Ellert Jón Björnsson hyggst segja upp samningi sínum við Val þar sem hann vill vera frjáls allra mála í janúar. Útilokar samt ekki að vera áfram á Hlíðarenda Segir upp samningi EllertJón Björnsson ætlar að segja upp samningi sinum við Val en útilokar samt ekki að leika fyrir félagið næsta sumar. Það erþó klárt að hann leikur ekki fyrir lA næsta sumar. Ekkert verður af því að knattspyrnu- maðurinn Ellert Jón Björnsson leiki með sínu uppeldisfélagi, ÍA, á næstu leiktíð eins og margir áttu von á. Hann ætlar að segja upp samningi sínum við Val á næstu dögum til þess að vera laus allra mála í janúar því þá á hann betri möguleika á að komast að hjá félagi erlendis. Ef ekkert verður af því útilokar hann ekki að leika áfram með Valsmönnum en segir þó klárt að hann leiki ekki með Skagamönnum því hann sé ekki sáttur með framkomu þeirra í hans garð og í raun sé hann hundfúll út í forráðamenn félagsins. „Já, ég hef rétt á að segja upp samningnum mínum við Valsmenn núna og ég ætla að nýta mér þann rétt,“ sagði Ellert Jón í samtali við DV Sport í gær. Það gerir hann svo hann eigi auðveldara með að komast að hjá félagi erlendis en bætir þó við að ef ekkert verði af því þá komi vel til greina að leika áfram með Valsmönnum. „Það kom tilboð í mig í febrúar frá RKC Waalwiijk í Hollandi en Skagamenn höfnuðu því. Ég hef haidið smá sambandi við félagið síðan og er einnig með hollenskan umboðsmann þannig að það er aldrei að vita nema þeir hafi enn áhuga á að fá mig til liðs við sig. Það em að minnsta kosti meiri líkur á að ég komist út ef ég er samningslaus en ef ég væri á samningi hjá einhverju félagi. Ef ekkert gerist þá getur vel farið svo að ég leiki áfram með Valsmönnum. Þeir vita mína stöðu, hvað ég er að hugsa og hafa fullan skilning á því," sagði Ellert. Léleg framkoma Margir bjuggust við því að þegar Valsmenn féllu, og ljóst var að Ellert gæti fengið sig lausan, að hann myndi ganga til liðs við sitt uppeldisfélag, ÍA, enda er Ellert Jón búsettur á Skaganum með sína fjölskyldu. Bikarmeistararnir hafa verið í sambandi við Ellert og vildu gera við hann samning en Ellert er ekki ánægður með það sem Skagamenn hafa verið að bjóða honum og er gramur út i framkomu forráðamanna félagsins. „Viðræðurnar við Skagann eru sigldar í strand og það er alveg á hreinu að ég leik ekki með þeim næsta sumar. Ég var með fi'nan samning við Valsmenn og samningurinn sem Skagamenn hafa boðið mér er ekki nærri eins góður og í raun bara lélegur. Ég er hundfúll yfir framkomu Skagamanna og það ekki í fyrsta sinn því það muna örugglega margir eftir uppákomunni sem varð þegar þeir settu mér stólinn fyrir dyrnar þegar ég vildi komast erlendis. Samskipti mín við þessa stjórn hafa verið mjög erfið alla tíð og ég held að það sé bara best fyrir alla að ég komi ekkert nálægt félaginu." Enginn græðir Ellert er uppalinn Skagamaður og hefur reynst félaginu góður þegn í gegnum árin sem og ijölskylda hans sem hefur í gegnum árin unnið mikla sjálfboðavinnu fyrir félagið. Ellerú finnst kveðjumar sem hann fær frá félaginu ansi kaldar en verst finnst honum þó að enginn skuli græða á þessu veseni - allir tapa. „Ég hef leikið með ÍA frá því ég var lítill strákur og verið mjög liliðhollur félaginu sem og mín fjölskylda. Ég gerði til að mynda nýjan samning við félagið 2002 þrátt fyrir það sem á undan var gengið. Með því vildi ég undirstrika hollustu mína við félagið en ég hef fengið afar lítið til baka. Það sem fer samt mest í taugarnar á mér er að það græðir enginn á þessu og ég kem þar að auki verst út úr dæminu. Þeir hafa hafnað tveim tilboðum frá erlendum félögum í mig undanfarin ár þar sem þeir hefðu getað grætt á mér og ég hefði einnig verið í betri málum ef ég hefði komist á mála hjá félagi í Hollandi og það vildi ég. Nú er ég síðan tilbúin að koma aftur til þeirra og þá geta þeir ekki einu sinni boðið mér sómasamlegan samning. Ég skil þetta ekki.“ henry@dv.is Tryggvi Guðmundsson ER með mörg járn í eldinum þrátt fyrir að Ítalíuförin hafi dottið upp fyrir. Ætlar ekki að fara til reynslu nema hann geti beitt sér að fullu. Fór ekki til Empoli Ekkert verður úr því í bili að Tryggvi Guðmundsson fari til ítalska félagsins Empoli eins og vonir stóðu til um. Tryggvi meiddist á æfingu með íslenska landsliðinu í Mexíkó á dögunum og varð fyrir viJdð að fresta för sinni til Italíu og ekki er ljóst í dag hvort hann fær aftur tækifæri hjá ítalska félaginu. „Því miður varð ekkert af þessari för vegna meiðslanna," sagði Tryggvi í samtali við DV Sport í gær frá Noregi en hann er allur að hressast eftir meiðslin sem hann hlaut í San Francisco. „Ég er farinn að æfa aftur fótbolta með Stabæk. Þetta gengur hægt en er samt allt að koma." Tryggvi brotnaði á ristinni í sumar með Stabæk og meiðslin sem hann hlaut í Bandaríkjunum voru á sama stað og því óttuðust margir að hann hefði brotnað aftur. „Ég fór í myndatöku þegar ég kom til Noregs og sem betur fer reyndist ég ekki brotinn. Svæðið er enn þá mjög aumt og ég var mjög hræddur um að ég hefði brotnað aftur. Þetta er leiðinlegt svæði til þess að vera meiddur á og það tekur oft drjúgan tíma að jafna sig." Tryggvi er ekkert að velta sér mikið upp úr því þótt draumurinn um að spila á Ítalíu sé væntanlega úr sögunni í bili. „För mín til ítalíu er í biðstöðu í dag en því miður er það oft þannig að þegar maður þarf að bíða lengi leita félögin oft annað. Ég get samt ekki gert annað en að setja þetta á bið því það er klárt að ég fer ekki til reynslu á meðan ég er aðeins í 75- 80% standi. Nógu erfitt er nú að standa sig þegar maður er 100%. Það verður bara að koma í ljós hvort þeir hafa enn áhuga á mér þegar ég er klár í að koma á ný en ég á ekkert frekar von á að það verði ofan á,“ sagði Tryggvi sem er samt ekkert farinn að örvænta um að hann verði heimilislaus því hann segist vera með nokkur önnur járn í eldinum. „Það er ýmislegt í gangi en ekkert sem ég get tjáð mig um á þessari stundu." Samningur Tryggva við Stabæk rennur út um áramótin og hann segir klárt að hann leiki ekki áfram með félaginu. „Ég tók ákvörðun um það í samráði við Stabæk að ljúka samstarfinu og því leik ég ekki fleiri leiki með félaginu. Ég er mjög rólegur yfir ástandinu því þetta bjargast ailt." henrytzdv.is Byrjaður að æfa Tryggvi, sem berst hér við Eið Smára á landsliðsæfingu, er byrjaður að æfa á ný en fer væntanlega ekki til ítaliu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.