Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 3
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 3 Get ég orðið sendiherra? Spurning dagsins Eigum við að taka olíufélögin í sátt? Egill Kelgason veltirfyrirsér uppátækjum ríkisins Kjallari Einhver fráleitasta tímasóun sem ég veit er að kenna dönsku í skólum. Ekki vegna þess að ég deili þeirri hugmynd með kynslóð eftir kynslóð af Hafnarstúdentum að danska sé lágkúrulegt mál sem sé fyrir neðan virðingu Islendinga að brúka - nei, það er í sjálfu sér allt í lagi með dönskuna. Ástæðan er sú að ef mað- ur talar bjagaða dönsku í Kaup- mannahöfn er komið fram við mann eins og úrhrak. Maður hefur ekkert upp úr krafsinu nema skapraun og vonbrigði. Sá sem biður um þjón- ustu á vondri dönsku fær vonda þjónustu. í augum þjóna og búðar- stelpna er maður Austur-Evrópubúi, Rússi eða kannski Albani, nema þeir viti einfaldlega að maður er Islend- ingur sem vill komast á sósíalinn. En ef maður slær um sig með syngjandi amerísku, þá er skriðið fyrir manni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart í landi þar sem rasistar sitja eins og fínir menn í ríkisstjórn. Þarflaus og bjánaleg alþjóða- samtök Þeir voru að opna vest-norræna menningarmiðstöð á fi'nasta stað í Kaupmannahöfn, þar sem einokun- arverslunin seldi einu sinni maðkað mjöl til íslands. íslenska sendiráðið fær þar sex hundruð fermetra til af- nota. Spyr sá sem ekki veit hvað ís- lenskt sendiráð í Kaupmannahöfn hefur við slíkt pláss að gera. Það fara fimm flugvélar á dag ífá Keflavík til Kaupmannahafnar, sneisafullar af pólitíkusum og embættismönnum sem eru að fara að hitta norræna kollega, oftast innan vébanda Norð- urlandaráðs - þarflausustu og bjána- legustu alþjóðasamtaka f heimi líkt og Economist orðaði það fyrir nokkrum árum. Ekkert nógu fínt fyrir Svavar Gestsson Manni finnst stundum eins og ríkisstjórnin sé búin að missa vilj- ann til að standa gegn þenslu út- gjafda. Kannski er hún þreytt og stefnulaus. Víða í kerfinu er eins og útþenslan sé orðin markmið í sjálfu sér, eins og þar sé aðallega starfað við útþenslu. Utanríkisþjónustan er upplagt dæmi. Það er sífellt verið að flytja fréttir af nýjum og betri sendi- ráðum og alls staðar koma „fær- ustu“ hönnuðir að verkinu. Ekkert er nógu fínt fyrir gamla sósíalistann Svavar Gestsson sem situr í Svíþjóð. Og nú, segir utanríkisráðherrann, er enn nauðsyn að fjölga sendiráðum, það þarf helst að opna á Spáni og í Póllandi og svo koll af kolli. Mikið af þessari útþenslu virðist hafa það langtímamarkmið að koma íslandi inn í Öryggisráð SÞ. Þetta er langt ferðalag, atkvæðagreiðslan er ekki fyrr en 2008, og gæti í sjálfu sér verið skemmtilegt að horfa á. Utan- ríkisráðherrann er þegar kominn í kosningaham og er á þönum með uppbrettar skyrtuermar milli Afríku- ríkja og svo á fund klerkanna í öxli hins illa í Iran. Hann vill ekki kann- ast við það lengur að vera dindill Bandaríkjanna, enda ekki hklegt til vinsælda í heiminum. Þeir segja ekki bofs Nú er svo kynlegt að maður heyr- ir ekki stjórnmálamenn segja bofs við þessu framtaki. Ekki heldur þá sem hneykslast á öllu. Þó hefur í raun enginn verið spurður. Þetta Ríkisútvarpið Umræðan um Spegilinn er undarleg, segir bréfritari. Er hæqri slaqsíða eðlileg? Einar Ólafsson skrifar: Umræðan að undanförnu um íréttaþáttinn Spegilinn er undarleg. Þátturinn hefur fyrst og fremst verið gagnrýndur fyrir vinstri slagsíðu og þá vitnað til þess að einhver kallaði þáttinn með velþóknun vinstrisinn- aðan eða bara að einhverjir vinstri- menn hafa hrósað honum. Lesendur Ég hef hlustað mikið á Spegilinn og hrósað stjórnendum hans fyrir að draga ýmislegt fram sem annars fer heldur dult í íslensku íjölmiðlum. Sem dæmi nefni ég að þar hefur ver- ið greint frá ýmsum staðreyndum og röksemdum sem gagnrýnendur stríðsins gegn Irak hafa haldið fram meðan löngum ti'ma hefur verið var- ið undir ákaflega fábreytt ræðuhöld Bush í fréttatíma Ríkissjónvarpsins. Annað dæmi: Skömmu fyrir fund Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar í Cancún- í september var flutt viðtal við starfsmann BSRB sem hefur sér- staklega kynnt sér GATT-samning Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, en sá samningur getur haft gífurleg þjóðfélagsleg áhrif og er mjög um- deildur eins og stofnunin sjálf. I ís- lenskum fjölmiðlum hefur nánast ekkert verið fjallað um hina miklu gagnrýni sem ffam hefur komið á GATT-samninginn fyrr en í þessu viðtali. Ef það er vinstri slagsíða á frétta- miðli þegar hann greinir frá stað- reyndum, skoðunum og umræðum sem skipta máli en eiga ekki upp á pallborðið í öðrum fréttamiðlum, þá þýðir það væntanlega að það er hægri slagsíða á þeim. Af hverju er þá verið að taka þennan eina frétta- miðil fyrir? Er það af því að hægri slagsíða þykir eðlileg? Er það af því að sumt á helst ekki að heyrast í vestrænu lýðræðisríki? fransfarinn Heppinn að vera ekki kyrrsettur Ertu þá kominn? Bjöm Jónsson skrifar: Ertu þá kominn frá Iran Halldór minn? Hvernig gekk förin og hvernig bragðaðist kampavínið þarna hjá klerkunum á meðan diflissurnar eru fullar, vonandi hafa viðræðurnar um mannréttindarmál gengið vel og þú sagt þeim til syndanna. Annars varstu heppinn að vera ekki kyrrsettur þarna í íran af námsmönnum eða öðmm öfgamönnum sem hefðu getað réttað yfir þér vegna stríðsglæpa, varaðu þig næst þegar þú ferð til útlanda. Drepa má nokkur þúsund íraka og ekkert er rætt um það. Ráðamenn okkar eru samsekir og blóðugir upp að olnbogum, þeir þurfa að svara fyrir þessa drápsstefnu, ef ekki fyrir stríðsglæpadómstólum, ■ þá fýrir almættinu og Lykla-Pétri. Hvað ætla hinir viljugu og „framsýnu” Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson að segja íslenskum ekkjum og mæðrum þegar kisturnar byrja að koma til Keflavíkur sveipaðar íslenska fánanum? Ætla speglar engan almannavilja, ég held að flestum íslendingum sé nákvæm- lega sama hvort við förum þarna inn eða ekki. En pólitíkusarnir eru nokk- uð sáttir. Þeir hugsa sér gott til glóð- arinnar. Fyrst gamall kommi eins og Svavar gat orðið sendiherra, hví þá ekki ég? Og Eiður var barasta í Norð- ur-Kóreu um daginn. Maður er meira að segja farinn að frétta af Merði Árnasyni á göngunum hjá SÞ. Stjórnmálamennirnir eru vel vakandi yfir stéttarhagsmunum sín- um. Þeim hefur tekist ágætlega að alþjóðavæða sjálfa sig, með tilheyr- andi dagpeningum, risnu og ferða- punktum. Þingsalir eru fullir af vara- þingmönnum sem blaðra frá sér allt vit meðan aðalmennirnir eru á ferð og flugi. Þeir láta sem vind um eyru þjóta allt tal um að það sé alveg jafn gott að nota internetið eða símann. Fyrir mér rifjast enn upp hin martraðarkennda flugferð til London um árið þegar ég komst að því mér til hryliings að ég var eini maðurinn í vélinni sem hafði borgað miðann sjálfur. Allir hinir voru á kostnað ríkisins. þeir að mæta? Það verður skömm að hafa annan eins leiðtoga sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar íslands. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það [ stafrænu formi og [ gagnabönkum án endurgjalds. Stæli ég gotteríi og kóki... "Efolíufélögin hafa gerst brotleg við reglur landsins og lög verða þau að gjalda fyrir slíkt með þeim viðurlögum sem til staðar eru. Það er efrétt reynist að félögin hafi af almenningi haft hundruðir milljóna króna - efekki milljarða - með ólögmætu samráði. Þá verða þau að taka út sína refsingu en síðan kemur sátt til greina. En misjöfn er aðstaða manna og sumum virðist leyfast meira en öðrum. Ég væri rekinn á staðnum stæli ég mér gotteríi og kóki á bensinstöðinni - að ég tali ekki um bensín - en þetta er nokkuð sem mér dytti aldrei í hug að gera." Bertram Möller, bensínafgreiðslumaður og fv. lögregluþjónn. "Ekki nema fyrir liggi viðurkenning af hálfu félaganna á því að brot hafi verið framin, auk þess sem almenningur yrði upplýstur um þau brot. Þá yrðu að liggja fyrir upplýsingar um ávinning félaganna afsamráðinu, sáttin mætti ekki færa fólki heim þá tilfinningu að það borgi sig að stela afalmenningi. Ef sáttargjörð sendi frá sér slík skilaboð væri Samkeppnisstofnun ekki að vinna vinnuna sina." "Þessi mál eru í rannsókn hjá til þess bærum opinberum aðilum: Samkeppnis- stofnun og nú Ríkislögreglu- stjóra. Ef efnisatiði málsins gefa tilefni til að Ijúka því með sátt er slíkt auðvitað ein leiðin til að finna niðurstöðu í málinu, en þetta verða eftirlitsaðilar auðvitað að meta." Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar. "Efþeim sem tekið var frá, viðskipta- vinunum, verður bættur skaðinn, þá er sjálfsagt að taka félögin í sátt. En er iðrunin slík að það standi til?" Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB-blaðsins. "Við eigum að taka þessi fyrirtæki í sátt, því efalítið hafa þau lært sína lexíu. Atburðir siðustu missera munu hafa áhrifá öll samkeppnis- og verðlagsmál. Við erum raunar þegar farin að sjá breytingar með tilkomu nýs olíufélags." Guðrún Helga Sigurðardóttir, blaðamaður Frjálsrar verslunar. Olíufélögin vilja Ijúka máli sínu við samkeppnisyfirvöld með sátt. Seinni skýrsla Samkeppnisstofnunar kemur á næstu dögum. Sérfræðingur verður í búðinni um helgar til jóla og ráðleggur þér um val á dýnu. Fri heimsending á rúmum á stór-Reykjavikursvæðinu Klaeðskerasníðum dýnur svo að þaer henti líkama þínum fullkomlega. Dýnurnar okkar eru íslensk framleiðsla og framleiddar að breskri fýrirmynd. Bnnig framleiöum við dýnur I öllum staerðum í eldri hjónarúm eftir þínum óskum. Ekkert er því til fyrirstöðu að hafa tvaer dýnur með mismunandi uppbyggingu í sama rúmi. Besta 5 svaeða bylgjunudd Rafmagnsrúmin frá sem vöi er á. okkur eru með Innbyggt í dýnuna. viðurkenndri svaeðaskiptri (7 svæða) heilsulatexdýnu, vönduðum 28 rimla botni með stillanlegum stífleika og dýnuhaldara. Fáanleg með 5 svæða bylgjunuddi. ATH 40% afsláttur. Tilboðsverð frá Kr. 76.800,- Pífur Rúmteppi Heilsukoddar Náttborð Speglar Skatthol Kommóður Kistlar og fleira... Fyrir skólafólk. Vönduð einstaklíngsrúm sem tryggja góðan svefn svo að neminn vakni óþreyttur og til í slaginn.Vönduð íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki á frábæru verði. 90x200 • Tilboðsverð kr. 29.900,- 120x200 • Tilboðsverð kr. 43.920,- Versltmin KúmGott Smiðjuvcgi 2 -Kópavogi Stmi 544 2121 Opió vlrka <bgj fra M. 10 tll 18 * Opið .»laugjriiöguin fr.» kl 11 (il ló. Opið til jóla: Laugardaga kl. I I til 16 Sunnudaga kl. 12 til 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.