Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 3 7
Lalli fær 6 mánuði
Stal buxum, sjánvarpi, bakpoka, teppi ug upptökuvél
' Akæruliður 1:
Talinn hafa farið inn í bifreið á
Vesturgötu og stolið Canon XL-1
myndbandsupptökuvél að verð-
mæti um 500 þúsund krónur.
VömLaUa
Neitar allri sök. Segist hafa verið
á Kaffi Austurstræti þegar menn
sem hann kannaðist ekkert við
komu þar inn með þessa blessuðu
upptökuvél.
Niðurstaða dómsins
Ákærði var handtekinn með
myndbandsupptökuvélina. Allur
framburður ákærða telst mjög ótrú-
verðugur og reikandi og er honum
algerlega hafnað.
SEKUR
Dómurinn sjálfur
Lalli hlaut síðast refsidóm 15.
ágúst síðastliðinn og á að baki lang-
an afbrotaferil. Frá árinu 1969 hefur
hann hlotið 42 refsdóma fyrir ýmis
afbrot og mjög oft fyrir þjófnað. Auk
þess hefur Lalli margsinnis gengist
undir dómsáttir fyrir smærri afbrot,
oft fíkniefnalagabrot, og því þótti
Guðjóni St. Marteinssyni héraðs-
dómara við hæfi að dæma Lárus
Björn Svavarsson (svonefndan Lalla
Johns) í 6 mánaða fangelsi. Dagmar
Arnardóttir fulltrúi flutti mál ákæm-
valdsins en Páll Arnór Pálsson hér-
aðslögmaður varði Lalla.
Lalli Johns Stórtækastismákrimmisem Is-
land hefur alið var dæmdur I fangelsi i sex
mánuði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Ákæruliður 2:
Lalli á að hafa farið inn í bifreið
við Laugaveg og stolið þaðan leður-
bakpoka sem innihélt fatnað og 5
geisladiska, samtals að verðmæti
um 23 þúsund krónur.
VömLalla
Játar.
Niðurstaða dómsins
SEKUR
Ákæruliður 3:
Á sama tíma og í öðmm ákæmlið
á sakborningurinn að hafa laumast
inn í íbúðarhúsnæði að Vitastíg og
stolið þaðan Gmndig sjónvarpstæki
og teppi, samtals að verðmæti um
18 þúsund krónur.
VömLalla
Játar.
Niðurstaða dómsins
SEKUR
Ákæruliður 4:
Á sama tíma og í liðum 2 og 3 á
Lalli að hafa farið inn í íbúðarhús-
næði í Mjóstræti (stakk sér inn um
glugga) og stolið þaðan tveim bux-
um, samtals að verðmæti um 17
þúsund krónur.
VömLalla
Játar en segist bara hafa tekið
einar buxur. I lögregluskýrslunni
segist hann þó hafa tekið tvær.
Niðurstaða dómsins
Ósannað að hann hafi stolið
nema einum buxum.
SEKUR
(fyrir þjófnað á einum buxum)
ÁJcæruiiður 5:
Á að hafa sleppt því að greiða
leigubíl sem kostaði 1500 krónur.
VömLalla
Neitar. Segist hafa farið úr leigu-
bilnum við Mjölnisholt til að ná í
peninga og verið að leita aura í 5-10
mínútur og leigubíllinn hafi hrein-
lega verið farinn þegar hann kom út.
Lalli segist einnig hafa skilið tösku
eftir í bílnum og er henni lýst í næsta
ákærulið.
Niðurstaða dómsins
Leigubflstjórinn mætti ekki fyrir
dóm og taskan sem Lalli skildi eftir í
bílnum gefur eindregið til kynna að
Lalli sé að segja satt.
SAKLAUS
Ákæruliður 6
Ólögmæt meðferð fundins fjár en
sunnudaginn 8. júni á Lalli að hafa
kastað eign sinni á Canon mynda-
vélatösku sem hann fann við Um-
ferðarmiðstöðina en í töskunni vom
Canon EF myndavél, tvær linsur,
ljósmælir og flass, samtals að verð-
mæti um 40 þúsund krónur.
VömLalla
Neitar. Segist hafa fundið tösk-
una og ætlað að koma henni til lög-
reglunnar en skilið hana eftir í um-
ræddum leigubfl.
Niðurstaða dómsins
Ekkert bendir til þess að Lalli hafi
ekki ætlað að skila töskunni þar sem
hún varð eftir í leigubflnum.
SAKLAUS
Val fagmamsim...
£ -
V.
Fjallalamh hf • 670 Kópaskeri • Sími: 465 2140
Fax: 465 2120 • fjallalamb@fjallalamb.is
*