Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 8
8 FtMMTUDAQUR 4. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Eyðnitilfellum
fjölgar á Spáni
Spænsk heilbrigðisyfir-
völd hafa vaxandi áhyggjur
af þeim fjölda fólks sem
talið er sýkt af eyðni en veit
ekki af því sjálft. Sam-
kvæmt opinberum tölum
er um 40 þúsund manns að
ræða en heildarfjöldi sýktra
á Spáni er 150 þúsund
manns. Milli 3 - 4 þúsund
eru talin sýkjast á ári hverju
í landinu en þrátt fyrir að
dauðsföllum vegna HIV
veirunnar hafi fækkað jafnt
og þétt undanfarin ár fjölg-
ar þeim sífellt sem sýkjast.
Innflytjendur og konur eru
í meirihluta þeirra sem
sýkjast.
Frétt DV um tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna hefur vakið mikla
athygli. Engin kona er tilnefnd og fyrirkomulag keppninnar er afar umdeilt. Marg-
ir telja að fleira en jafnréttið sé fótum troðið og fáránlegt að kalla þetta íslensku
bókmenntaverðlaunin. Réttnefni væri Bókmenntaverðlaun forlaganna.
Verðlaun torlaga -
ekki höfunda
Fleiri
yfirheyrðir
Rannsókn fíkniefnalög-
reglunnar á ræktun um 600
kannabisplantna
sem fundust við
húsleit í ölfúsi í
nóvember er
langt komin.
Fjórir voru
handteknir vegna málsins
og tveir úrskurðaðir í gæslu-
varðhald til 26. nóvember sl.
Gæsluvarðhaldið var ekki
framlengt. Fleiri húsleitir
voru gerðar eftir kannabis-
fundinn og fannst þá meira
af fíkniefnum. Rannsóknin
heldur áfram.
Efnagreiningu
ekki lokið
Rannsókn fíkniefnalög-
reglunnar á starfsemi am-
fetamínverksmiðju í Kópa-
vogi miðar að sögn vel.
Lögreglumenn lögðu hald á
mikið magn efna í húsi við
Vesturvör fyrir viku og leik-
ur grunur á að efnin hafi
verið notuð til framleiðslu
amfetamíns. Efnagreiningu
er ekki lokið og bíður lög-
regla niðurstöðu þeirra
rannsókna. Tveir menn eru
í gæsluvarðhaldi vegna
málsins, fbúi í umræddu
húsi, og félagi hans. Yfir-
heyrslur yfir mönnunum
standa enn yfir og verst
lögregla frekari frétta af
málinu.
„í rauninnni eru þetta bókmenntaverðlaun
forlaganna og fáránlegt að þau íslensku bók-
menntaverðlaunin," sagði Ólafur Haukur Símon-
arson leikskáld í samtali við DV. Hann bætti við
að þarna væru nánast bara skáldsögur tilnefndar
og að íslenskt leikrit hefði aldrei verið tilnefnt til
verðlauna. „Þetta er fyrst og fremst keppni skáld-
sagnahöfunda sem eru borgaðir inn í keppnina af
tveimur til þremur forlögum." sagði Ólafur Hauk-
ur.
Fyrirfram ákveðið
Skoðun á tilnefningum síðustu ára sýnir að
tilnefndar bækur eru frá afar fáum forlögum.
Síðustu fjögur ár hafa tólf bækur frá Máli og
menningu og síðar Eddu verið tilnefndar. Bjart-
ur og JPV skipta hinum átta tilnefnirigum á milli
sín. Sveiflur í tilnefningum eru heldur ekki
miklar. Síðustu 8 ár hefur Mál og menn-
ing/Edda borið sigur úr býtum í flokki fagur-
bókmennta eða 7 sinnum sem er um 90% vinn-
ingshlutfall. Skáld á vegum Eddu njóta því
meiri velgengni en þau hjá Bjarti og JPV. Þrátt
fyrir þessa staðreynd kannast Katrín Jakobs-
dóttir, sem sat í valnefndinni þetta árið, ekki við
að bókmenntaforlögin væru með puttana í val-
inu. „Starf nefndarinnar snýst um að komast að
málamiðlun og velja bestu bækurnar hverju
sinni."
Heimildarmaður DV innan Eddu þvertók
fyrir að verðlaunin væru ákveðin fyrirfram.
Hann sagði að bækur sem hlytu tilnefningar
seldust ekki endilega betur en aðrar bækur.
Varðandi þátttökugjaldið sagði hann aðeins að
auðvitað þyrfti að fjármagna keppnina eins og
allt annað.
Ekkert jafnrétti
Eins og kom fram í fréttum DV í gær er hlutur
kvenna í íslensku bókmenntaverðlaununum afar
rýr. f ár var engin kona tilnefnd og si'ðan verð-
launin voru fyrst afhent hafa yfir 50 karlar verið
tilnefndir í flokki fagurbókmennta en aðeins 14
konur.
Katrín Jakobsdóttir harmar að engar konur
séu í hópi þeirra höfunda sem tilnefndir eru í ár.
„Vandamálið er að miklu færri konur skrifa bæk-
ur en karlar" sagði Katrín en bætti við að ekki
kæmi til greina að taka upp kynjakvóta í bók-
menntaverðlaunum. „Ég held að konum sé eng-
inn greiði gerður með því.“
Miklir hagsmunir
Ljóst er að hagsmunir bókaútgefenda eru
verulegir því bækur sem fá tilnefningu verða oftar
en ekki metsölubækur. Sigríður Gröndal, inn-
kaupastjóri sérvara hjá Hagkaupum, sagði að
auðvitað hefðu verðlaunabækur heilmikið vægi
en bætti við að stundum seldust bækur ekkert
meira, þrátt fyrir tilnefningar. „Gagnrýnendur og
almenningur eru ekki alltaf sömu skoðunar á
gæðum bóka,“ sagði hún. „f þessum heimi er ekk-
ert öruggt."
simon@idv.is
Tilnefningar í flokki fagurbókmennta
2000 Dlltífif'T Jíó
2001 Ufi Hfi Hfi itH jjj-ó
2002
2003 n mi i i r
Þetta erkeppni skáldsagnahöf-
unda, sem eru borgaöir inn í
keppnina aftveimur tilþremur
forlögum
Katrín Jakobs-
dóttir Konum
yrði engin greiði,
gerður með
kynjakvótum
Ólafur Haukur Sím-
onarson Fáránlegtað
kalla þetta Islensku
bókmenntaverðlaunin
Félagsmálaráðherra verðlaunar Öryrkjasamkomulagið
Öryrkjar fá verðlaun
frá andstæðingi
Garðar Sverrisson, formaður
Öryrkjabandalagsins, þáði í gær
úr hendi Árna Magnússonar fé-
lagsmálaráðherra verðlaun
Þroskahjálpar á Baráttudegi fatl-
aðra. Verðlaunin, sem nefnast
Múrbrjóturinn, fékk Garðar fyrir
umdeilt umrætt samkomulag við
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, um ald-
urstengingu örorkubóta. Garðar
sagðist líta svo á að með því að
koma og afhenda verðlaunin væri
Árni á táknrænan hátt að lýsa
stuðningi við ásetning Jóns Krist-
jánssonar um að afla 500 milljóna
króna til viðbótar til að efna sam-
komulagið við öryrkja. Garðar bað
þó formann Þroskahjálpar að
geyma Múrbrjótinn þar til sam-
komulagið hefur verið efnt að
fullu. Árni hefur sagst telja sam-
komulagið efnt með þeim 1000
milljónum sem þegar hafa verið
eyrnamerktir verkefninu í fjár-
lagafrumvarpi.
Dorrit Moussaieff fékk verð-
laun við sama tækifæri fyrir starf
sitt í þágu Sjónarhóls sem vinnur
að málstað langveikra barna.