Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 13
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 13
Grænt Ijós á
ráðuneytahús
Forsætisráðuneytið hef-
ur fengið samþykki Bygg-
ingarfulltrúans í Reykjavík
fyrir nýrri fjögurra hæða
ráðuneytisbyggingu við
Sölvhólsgötu.
Fram kom í DV um
miðjan nóvember að
áformunum um byggingu
hússins hefði reyndar verið
slegið á frest um óákveðinn
tíma í því skyni að draga úr
þenslu vegna stórfram-
kvæmda.
Nýju ráðuneytisbygging-
unni mun meðai annars
ætlað að hýsa heilbrigðis-
ráðuneytið og umhverfis-
ráðuneytið. Undir fjórum
skrifstofuhæðum verður
tveggja hæða bílageymsla
með aðkomu frá Skúlagötu.
Samtals á sjálft skrifstofu-
húsið að vera 6069 fermetr-
ar en bílageymslurnar 2702
fermetrar.
Disney
segiraf sér
Roy Disney, varaforstjóri
Disney-skemmtanarisans,
hefur sagt
starfi sínu
lausu og
hvetur for-
stjórann,
Michael
Eisner, til
að gera slíkt
hið sama. Disney og Eisner
hafa löngum deilt um
stjórnun fyrirtækisins og
hefur Roy sagt Eisner hafa
skemmt ímynd Disney-
veldisins með því að taka
skammtíma viðskiptahags-
muni fram yfir langtíma
traust almennings. Roy er
seinasti meðlimur Disney-
fjölskyldunnar til að sitja í
stjórn fyrirtækisins en hann
er frændi Walts heitins
Disneys sem stofnaði það á
sínum tíma.
Sýning umll.
september
Opnuð hefur verið sýn-
ing í New York þar sem
gestir geta virt fyrir sér brak
úr tvíburaturnunum sem
féllu 11. september 2001. Á
sýningunni er hið um-
fangsmikla hreinsunarferli
útskýrt í máli og myndum
og inniheldur hún 65 ljós-
myndir og 50 hluti af vett-
vangi. Þar á meðal eru
nokkrir burðabitar og hlut-
ar af flugvélunum sem
flugu inn í turnana. Eftir
árásina voru hátt í tvær
milljónir tonna af grjót-
mulningi og braki af staðn-
um notaðar í landfyllingu á
Staten Island.
Mannfæð veldur því að verkefnalisti Samkeppnisstofnunar lengist dag frá degi.
Stofnunin tekur sér um tólf mánuði til að úrskurða í hverju máli fyrir sig.
„Við erum nauðbeygðir
til að forgangsraða vegna
fjölda mála."
samkeppnisráðs er málinu skotið til áfrýjunar-
nefndar og þar getur málið legið áfram í einhverja
mánuði." Um 20 mál hafa komið til kasta áfrýjun-
amefndar á þessu ári.
Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofn-
un segir að vegna máiafjölda hjá stofnuninni haf!
verið gripið til þess ráðs að forgangsraða
umfangsmiklum málum. „Það er áhersla á að
klára öll stærri mál á eins skömmum tíma og
mögulegt er. Við emm með 80-90 mál á okkar
könnu en aðeins níu starfsmenn og emm nauð-
Samkeppnisstofnun tekur sér að meðaltali
tæpa tólf mánuði til að skera úr um deilumál sem
inn á borð hennar koma. Hún hefur sætt gagnrýni
vegna þessa seinagangs þar sem oft er um að ræða
viðkvæm mál og fyrirtæki eða jafnvel einstaklingar
liggja undir gmn um meint brot á meðan.
Á þessu ári hefur stofnunin ákvarðað í 43 mál-
um og hafa þau elstu verið til umfjöllunar í 30
mánuði. Rannsókn á tryggingafélögunum hófst
1997 og er enn ólokið. Aðeins í einu máli á þessu
ári hefur stofnunin úrskurðað á innan við mánuði
en meðalbiðtími þeirra sem leggja málefhi í dóm
samkeppnisráðs er 11,3 mánuðir.
„Þetta er ófullnægjandi með öllu,“ segir Sigurð-
ur Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu, en málefni tengd þeim greinum
koma iðulega fyrir samkeppnisráð.
„Kerfið er seinvirkt í eðli sínu, sem er alvarlegt
mál þar sem þeir sem telja sig órétti beitta bíða
mánuðum og jafnvel árum saman eftir niður-
stöðu. Á meðan eru ýmsir aðilar undir smásjá,
grunaðir um meint brot, og hafa það hangandi yfir
höfði sér þangað til úrskurður fæst.“
Sigurður telur vanda Samkeppnisstofnunar fel-
ast í starfsmannaskorti. „Þarna þarf að bæta við
stöðugildum og stytta þann tíma sem það tekur að
fá niðurstöðu í deilumálum. Ekki má heldur
gleyma að ef málsaðilar em ekki sáttir við úrskurð
beygð til að forgangsraða. Þannig em til dæmis
málefni er varða olíu og bensín í hæsta forgangi. Ef
allt gengur eftir ætti niðurstaða rannsóknar okkar
á meintu samráði olíufélaganna að liggja fyrir um
mitt næsta ár.“
Mál varðandi samráð tryggingafélaganna hefur
verið til athugunar síðan 1997 og segir Guðmund-
ur það óviðunandi. „Það er alltof langur tími en nú
emm við farin að sjá fýrir endann á þeirri rann-
sókn."
albert&dv.is
Hald lagt á gögn olíufélaganna Hjú Samkeppnisstofnun
hefur verið unnið aö rannsókn vegna meints samráðs oliufé-
laganna I tvö ár. Niðurstöðu er að vænta um mitt næsta ár.
A) Eldsneytismál
B) Vörur og fólksflutningamál
C) Vátryggingamál
D) Fjármálastarfsemi
FORGANGUR SAMKEPPNISRÁÐS:
Níu starfsmenn hafa
90 mál tll rannsðknar
Veislan tekin upp á myndband
Þýsk mannæta fyrir dómstólum
Réttarhöld hófust í gær yfir tölvu-
tæknifræðingnum Armin Meiwes
sem var handtekinn í desember 2002
og ákærður fýrir að myrða, sundur-
lima og leggja sér til munns 43 ára
mann að nafiii Bernd-Jurgen Brand-
es. Meiwes notaði óvenjulega aðferð
við að finna fómarlamb sitt; hann
setti auglýsingu á Netið þar sem
hann lýsti eftir karlmanni í góðu lík-
amlegu ástandi sem vildi láta aflífa og
éta sig. Bernd-Jungen Brandes gerði
sér fítið fyrir og svaraði augýsingunni.
Meiwes viðurkenndi nýlega í viðtali
við dagblað að hann hefði bæði drep-
ið og étið Brandes. Málið er það
fyrsta sinnar tegundar í Þýskalandi
og hafa fjölmiðlar fiá öllum heims-
hornum safnast saman í Kessel þar
sem réttarhöldin fara fram.
Óhugnanleg sönnunargögn
Meiwes tók verknaðinn upp á
tveggja klukkustunda langt mynd-
band og verður það meðal sönnunar-
gagna ákæmvaldsins.
Hann sagði þeim sem rannsökuðu
málið að eftir að Brandes svaraði aug-
lýsingunni hefðu þeir farið saman
heim til Meiwes þar sem Brandes
samþykkti að láta skera af sér getnað-
arliminn sem Meiwes matreiddi svo
að verkinu loknu og var máltíðin ætl-
uð þeim báðum. Myndir af Meiwes,
sem vom teknar rétt áður en réttar-
höldin hófust, birtust í þýsku sjón-
varpi í gær en það hefur ekki gerst síð-
an hann var handtekinn fýrir ári. Á
myndunum virðist vera létt yfir hon-
um; hann er klæddur jakkafötum og
brosir út í eitt á meðan hann spjallar
við verjanda sinn. Meiwes hefur sagt
að verði hann dæmdur í fangelsi
muni hann nota tímann á bak við lás
og slá til að punkta niður endurminn-
ingar sínar.
Erfið lagaleg staða
Málið er frá lagalegu sjónarhorni
hið flóknasta. Engin lög em til um
mannát í Þýskalandi enda hefur
aldrei áður verið tilefni til slíkrar laga-
semingar. Því er Meiwes einfaldlega
ákærður fyrir morð en verjendur hans
munu ráðast á kæmna á þeim gmnd-
velli að hinn látni hafi boðið sig sér-
staklega fram til að láta taka sig af lífi.
Ekkert morð hafi því verið framið í
hefðbundnum skilningi þess orðs.
Sækjendur fara engu að síður fram á
líftíðarfangelsi vegna alvarieika
verknaðarins og halda því fram að
Meiwes sé einfaldlega of hættulegur
samfélaginu til að fá frelsi sitt að nýju.