Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhrínginn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHLSÐ 24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI550 5000
• Athafnamaðurinn og fyrrum
Norðurljósaforingi, Jón Olafs-
son, var í stuttu stoppi hér-
lendis í síðustu viku og blés til
mannfagnaðar á Nordica hót-
eli. Tíu vinum
og vandamönn-
um Jóns var
boðið til veisl-
unnar og nutu
menn veitinga
fram eftir kvöl-
di. Þegar gestir
Jóns voru að
huga að heim-
ferð eftir vel heppnað kvöld
mun þjónninn hafa komið að-
vífandi með reikning fyrir öllu
saman. Heimildir herma að Jón
hafa svarað því til að reikning-
urinn skyldi stílaður á Stöð 2,
Krókhálsi. Nordica mun hins
vegar sitja í súpunni því þegar
reynt var að rukka reikninginn
sögðu menn á Stöð 2 að Jón
væri ekki lengur á þeirra veg-
um - eins og reyndar alþjóð
veit.
Er hún skyld
Bubba?
LeiOrétHng Operusöngkona
er ekki vistfræöingur
-Að gefnu tilefni skal tekið fram að Ragnhildur
Sigurðardóttir vistfræðingur er ekki Kristín Ragn-
hildur Sigurðardóttir óperusöngkona. Margsinnis
hefur verið ruglast á þeim tveimur í blaðagrein-
um þar sem birst hafa af þeim myndir en yfirleitt
mynd af rangri Ragnhildi; óperusöngkonan hefur
orðið vistfræðingur og vistfræðingurinn óperu-
söngkona. Við þetta vilja þær ekki una:
„Þetta hefur ekkert skaðað mig en ég er ekki
vistfræðingur," segir Kristín Ragnhildur óperu-
söngkona sem einmitt er að fara að syngja með
Kristjáni Jóhannssyni í Vetrargarðinum í Smára-
lind 20. desember næstkomandi. Eru það tónleik-
ar til styrktar krabbameinssjúkum börnum.
Ragnhildur vistfræðingur tekur í svipaðan streng,
en þó annan:
„Ég veit það eitt að ég er ekki óperusöngkona,"
segir vistfræðingurinn sem vakti verulega athygli
þegar hún var fengin til að skrifa skýrslu um um-
hverfisáhrif af Þjórsárvirkjun og hélt því fram í
framhaldinu að reynt hefði verið að fá hana til að
breyta niðurstöðunum. Síðan hefur Ragnhildur
verið með annan fótinn erlendis og hyggur á vís-
indastörf á alþjóðlegum markaði.
Leiðréttist þetta hér með.
flk
Ragnhildur og Kristín Ragnhildur Búnarað fá nóg afnafnaruglingi.
<’ m.
Kristín Garðarsdóttir Skammast sin ekki fyrir nafnið á vinnustofunniþó það sé flottara les-
ið aftur á bak; Abþus.
Subba í Kópavogi
„Þetta er rammíslenskt orð sem hefja ætti til vegs og virðingar á ný. En ég
myndi aldrei skíra dóttur mína þessu nafni," segir Kristín Garðarsdóttir sem
rekur vinnustofu í Hamraborg í Kópavogi undir nafninu Subba. Fyrir bragð-
ið er hún stundum nefnd subban í Kópavoginum.
„Þetta passar allt saman því ég vinn í leir og postulín og er alltaf skítug
upp fyrir haus í vinnunni. En ég er hrifin af nafninu og það passaði nákvæm-
leg í gluggana hjá mér sem eru fimm að tölu eins og stafirnir í nafninu," seg-
ir Kristín sem þessa dagana er að hanna jólagjöfina í ár úr leir en það er bolli
fyrir bæði vinstri og hægri hönd: „Skemmtileg hönnun sem fólk er að kveik-
ja á,“ eins og hún orðar það.
Kristín segist ekki skammast sín fyrir subbu-nafnið. Flestir hafi húmor
fyrir því en þó ekki allir:
„Menn heita Ljótur þó þeir séu ekki endilega ljótir. Og jafnvel Mörður.
Þetta eru bara höfn og við eigum að nota þau því í upphaflegri merkingu eru
þau flest góð og gild. En ég varð dálítið skotin í Subbu vegna þess að orðið er
svo ílott ef það er lesið aftur á bak. Gæti jafnvel verið listamannsnafn;
Abbus."
Kristín ætlar að vera með opið í Subbu um aðra helgi og bjóða gestum að
skoða handgerða listmuni sína. Þó hún hafi veðjað á bolla fyrir hægri og vin-
stri hönd sem jólagjöfina í ár kennir fleiri grasa - í Subbu.
OPTICAL STUDIO RX, SMARALIND
GLERAUGNAVERSLUNIN í MJÓDD
GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR
OPTICAL STUDIO, LEIFSSTÖÐ