Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 Sport DV Washington Redskins verðmætast Washington Redskins í NFL-deildinni er verð- mætasta íþróttafélagið í Bandaríkjunum miðað við lista bandaríska tímaritsins Forbes. Það er metið á 845 milljónir dollara eða 62 milljarða íslenskra króna. Redskins kemst þó ekki með tærnar þar sem ríkasta knatt-spymufélag heims, Manchester United, hefur hælana en ensku meist- ararnir eru metnir á 694 milljónir punda eða um 88 milljarða íslenskra króna. Níu af tíu verðmætustu félögum Bandaríkjanna koma úr NFL-deildinni en hafnabolta-liðinu New York Yankees tekst að koma sér upp á milli NFL- liðanna. Yankees em þriðja verðmætasta liðið en það er metið á tæpa 54 mill- jarða. Tampa Bay Buccaneers, lið Malcolms Glaziers, sem hefur verið að auka hiut sinn í Man- chester United að undan- förnu, er sjöunda verð- mætasta lið Bandaríkjanna og er metið á 606 milljónir dollara eða 44,6 milljarða. Verðmætasta NBA-liðið er Los Angeles Lakers en það er metið á rúmlega 31 mill- jarð íslenskra króna. Blatter vill fækka leikjum Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, hefur lýst yfir áhuga sínum á því að fækka leikjum hjá bestu knattspyrnuliðum Evrópu. Blatter vill koma þeirri reglu á að félög í efstu deildum megi ekki spila fleiri en 45 leiki á ári. Biatter hyggst bera þessa tillögu upp á þingi sam- bandsins í maí á næsta ári en hann vill sjá 16 lið í stærstu deildunum í stað 18 til 20 eins og þau eru núna. Talsmaður ensku úrvalsdeildarinnar er lítið hrifinn af þessum tillögum því ef hún nær fram að ganga þarf enska úrvals- deildin annað hvort að fækka liðum úr tuttugu í sextán eða þá að neyða félög í úrvalsdeildinni til að hætta þátttöku í annað hvort ensku bikar- keppninni eða enska deildarbikarnum þar sem leikirnir yrðu of margir. , \ ■ ’X ’ -■ s■ ■ i . Fyrsti leikur Ólcilur Iruji Skúlason lék sinn fyrstu U:ik nit'd odállidi Aisenol ú þriöjudagskvöldiö þcgor Arsenol bar sigurord afWolve:s, 5- /, i enska deildarbikamum. Mynd Arsenal Football Club ** i „Eg get íþað minnsta sagt það að leikurinn með Arsenal á þriðjudaginn er toppurinn á ferlinum tilþessa.Það varlika frábært að spila með landsliðinu gegn Mexíkó en Arsenal- leikurinn stendur samt sem áður uppúr.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.