Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Sýknaðurfyrir
kynferðisbrot
Karlmaður á fertugsaldri
var í gær dæmdur í Héraðs-
dómi Reykjavíkur til að
greiða 20 þúsund krónur í
sekt íyrir að hafa í að
minnsta kosti tíu skipti
keypt áfengi fyrir 14 ára
stúlku. Maðurinn var
ákærður fyrir fyrrnefnda
brotið um leið og hann var
ákærður fyrir kynferðisbrot
gegn sömu stúlku. Honum
var gefið að sök að hafa
stundað kynferðislegar at-
hafnir með stúlkunni þegar
hún var þrettán ára; svo
sem að káfa á kynfærum
hennar og stunda sjálfsfró-
un fyrir framan hana.
Héraðsdómur sýknaði
manninn af ákæru um kyn-
ferðisbrot þrátt fyrir að
framburður stúlkunnar hafi
þótt í heild trúverðugur. Það
eru tímasetningar sem
skipta sköpum í málinu því
sannað þykir að stúlkan hafi
verið orðin íjórtán þegar hið
„kynferðislega" samband
hófst. í niðurstöðu dómsins
segir að ekkert í málinu
bendi til að ákærði hafi með
athæfi sínu sært blygðunar-
semi stúlkunnar.
Engar kröfur
gerðar um
lágmarkslaun
„Fyrst og fremst viljum
við halda þessum stöðug-
leika sem ríkt hefur undan-
farið,'' segir Kolbeinn Gunn-
arsson, formaður verkalýðs-
félagsins Hlífar. Flóabanda-
lagið afhenti í gær Samtök-
um atvinnulífsins kröfugerð
sína fyrir komandi kjara-
samninga en Hlíf er hluti af
þeþim félögum sem að
bandalaginu standa.
„Kröfugerðin er sett fram
með langtímasamning í
huga. Þar erum við að
hugsa um 48 mánuði en
forsendurnar fyrir honum
er nýtt taxtakerfi og skýr
tryggingarákvæði."
Samkvæmt tillögum
bandalagsins verða engir
launataxtar undir 93 þús-
und krónum og lægstu laun
hækka á tímabilinu um
30%. Varðandi lágmarks-
laun sagði Kolbeinn að
menn vildu bíða með að
setja fram kröfur um þau
fyrr en einhverjar niður-
stöður em komnar vegna
komandi samningavið-
ræðna.
Útblástur
veldur börn-
um hósta
Ung börn sem búa ná-
lægt fjölförnum götum í
borgum hósta mun meira
og oftar en jafnaldrar sem
ekki búa við slíkar aðstæð-
ur. Þetta kemur fram í viða-
mikilli könnun vísinda-
manna við Háskólann í
Leicester í Englandi. Rann-
sökuð vom böm frá eins árs
aldri til fimm ára.
Þykir þetta sanna að efni
úr útblæstri bifreiða, sér-
staklega díselbifreiða, geta
haft alvarleg áhrif á heilsu
ungra barna.
Afganski flóttamaöurinn, Ramin Sana, valdi að koma til íslands og er eini meölim-
ur Qölskyldu sinnar sem hefur ekki fengið pólitískt hæli í Evrópu. Bróðir hans er
furðu lostinn. Frændi þeirra naut velvildar á Vesturlöndum fyrir að vera í forystu
í baráttunni gegn talibönum.
Sá eini í fjölskyldunni
sem íékk ekki hæli
„Ég var furðu lostinn þegar ég frétti að bróðir
minn hefði ekki fengið pólitískt hæli," segir Ali
Sana eldri bróðir Ramin Sana. Eins og kunnugt er
var Ramin og konu hans, Jönu, neitað um póli-
tískt hæli af stjórnvöldum á dögunum þó að þau
fengju svokallað landvistarleyfi af mannúðará-
stæðum í eitt ár. Ali er í heimsókn hér á landi
þessa dagana. Hann segir að úrskurður stjóm-
valda hafi komið sér verulega á óvart. „Norður-
lönd em þekkt í heiminum fyrir mannúð og vel-
ferð. Þess vegna vildi bróðir minn koma hingað.
Hann valdi ísland sérstaklega. Okkur datt aldrei í
hug að íslensk stjórnvöld myndu meta ástandið
þannig að fjölskyldunni væri stætt á að snúa aft-
ur.“
Ættbálkur þeirra er ofsóttur
Þeir Ramin og Ali tilheyra Hazaraættbálknum í
Afganistan. Hazarafólkið hefur löngum mátt sæta
ofsóknum ólíkra valdaherra í Afganistan gegnum
tíðina. Frændi þeirra var Abdul Ali Mazara, þekkt-
ur leiðtogi og stríðsherra í Afganistan sem naut
virðingar og stuðnings stjórnvalda á Vesturlönd-
um. Mazara leiddi fólk sitt í baráttunni gegn sov-
éska innrásarliðinu á níunda áratugnum og tók
þátt í baráttu hins svokallaða Norðurbandalags
gegn Talibönum á þeim tíunda. Mazara var drep-
inn þegar Talibanar náðu völdum í Afganistan
1996. AUir ættingjar hans flúðu land það árið. Að
sögn Ali fengu allir þeir meðlimir fjölskyldunar
„Okkur datt aldrei I hug að /s-
lensk stjómvöld myndu meta
ástandið þannig að fjölskyld-
unnl væri stætt á að snúa aftur."
sem flúðu til Vesturlanda pólitískt hæli. Hann var
sjálfur 16 ára þegar þetta gerðist. Hann flúði til
Bretlands þar sem að hann fékk pólitískt hæli
sama ár. Foreldar þeirra bræðra fengu pólitískt
hæli í Danmörku eftir að þau þurftu að flýja land.
Móðir þeirra var prófessor í læknisfræði við há-
skóla í Afganistan og í forystu í hreyfingu sem
barðist fyrir frelsi kvenna og faðir þeirra var yfir-
maður sjónvarpsstöðvar. Aðrir fjölskyldumeðlim-
ir eru pólitískir flóttamenn í öðrum Evrópulönd-
um og í Kanada.
Aðspurður að því hvernig ástandið sé núna í
Afganistan segir Ali að það sé betra en það var
undir stjóm talibana. „Hinsvegar gat ástandið
heldur ekki verið verra. Kabúl er öruggari staður.
En úti á landsbyggðinni, þaðan sem við komum,
er ástandið ekki gott. Sérstaklega ekki fyrir þá sem
koma frá fjölskyldum sem hafa verið valdamiklar.
Margir nota óreiðuna sem ríkir til þess að taka
lögin í sínar hendur og hefna gamalla skulda.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir að fjölskylda okk-
' ar getur ekki snúið aftur."
Er að leita að öryggi, en ekki tíma-
bundnu skjóli
Ramin áfrýjaði úrskurði Útlendingastofnunar
til dómsmálaráðuneytisins og bíður nú á milli
vonar og ótta eftir niðurstöðu. Hann segist vona
það besta en finnst að stjórnvöld misskilji að-
stæður hans og fjölskyldunar. „Við erum að flýja
óöryggi og ófremdarástand. Við getum ekki og
munum ekki snúa aftur. Þetta er ekki spurning
um að fá leyfi til þess að vinna. Ég vii vinna og
mun vinna fyrir mig og mína fjölskyldu. En ég vil
líka lifa lífinu með einhverri sæmd. En ég vil fá ör-
yggi og ég fæ það einungis með því að stjórnvöld
viðurkenni stöðu fjölskyldu minnar sem pólitísk-
ra flóttamanna. Það felst ekkert öryggi í því að fá
að vera hérna í eitt ár og þurfa svo að sæta því að
stjórnvöld sjái síðan bara til með okkar mál." Ali
segist skilja bróðir sinn vel og bendir á að saga
hans og bakgrunnur sé sá sami og þeirra fjöl-
skyldumeðlima sem hafa fengið pólitískt hæli
annarstaðar. „En eftir að hafa verið hérna í
nokkurn tíma skil ég vel að bróðir minn og Jana
vilji vera hérna áfram með barnið sitt. Ég hef feng-
ið að kynnast þeim hlýhug sem þau hafa fengið
frá almenningi af eigin raun. Ég virkilega vona að
málin ganga upp."
ornarn@dv.is
Ólíkar aðstæður Framtið Ramin og fjöiskyldu hans er óviss. Ali bróöir hans fékk hæli i Bretlandi og starfar á endurskoðanda-
skrifstofu DV mynd Pjetur
Augnaráðið
Svarthöfði er búinn að rýna lengi
í myndina sem DV setti á forsíðu sína
í gær. Hún sýndi lögregluþjóninn
sem dæmdur var í skilorðsbundin
fangelsi fyrir ólögmæta handtöku,
ranga skýrslugerð og þess háttar. Það
skemmtilega var að það var einmitt
myndasmiðurinn sem hafði verið
handtekinn og ástæða handtökunn-
ar var þessi mynd. Löggumaðurinn
hafði verið staddur inn á samloku-
stað í miðborg Reykjavíkur eftir að
skyggja tók og var að fá sér samloku,
eins og vandlega kom fram á mynd-
inni, þegar myndasmiðurinn smellti
af og var samstundis handtekinn.
Og skemmst frá því að segja að
lögreglumenn hafa af því miklar
áhyggjur að dómurinn yfir samloku-
löggunni verði til að draga úr starfs-
öryggi lögregluþjóna, ef þeir mega
ekki lengur handtaka fólk fyrir að
taka myndir af þeim að éta samlok-
ur.
Svarthöfði
En Svarthöfði hefur rannsakað
myndina vel og lengi og er búinn að
komast að því að það er auðvitað
ekld samlokan sem var ástæða hand-
tökunnar. Að vísu skilur Svarthöfði
að löggan skuli ekld vilja láta taka
mynd af sér við að éta þessa sam-
loku, maðurinn var náttúrlega í
vinnunni og átti ekki að eyða vinnu-
tímanum svona. En taldð eftir
augnaráðinu á myndinni. í bak-
grunninum stendur stúlka sem horf-
ir aðdáunaraugum á hinn vasklega
unga lögregluþjón og hann gýtur líka
augunum út undan sér til hennar,
um leið og hann nálgast mynda-
smiðinn, til að handtaka hann.
Nú veit Svarthöfði ekkert um
þetta fólk og hvort það hafi þekkst
eða yfirleitt skipst á einhverjum orð-
um áður en þetta augnaráð fór á
milli þeirra. En það verður að telja
afar skiljanlegt að lögregluþjónninn
hafi handtekið myndasmiðinn í ljósi
þessa augnaráðs. Þarna stendur
stúlkan og dáist að hinum vörpulega
lögregluþjóni þegar allt í einu er
smellt mynd af honum við þá heldur
bjálfalegu iðju að úða í sig samloku.
Hvað gat lögregluþjónninn gert?
Svarthöfði sá hugsanirnar fæðast í
huga hans á mynd þegar hann lítur á
stúllcuna til að vera viss um að hún sé
að fylgjast með sér þegar hann hand-
tekur myndasmiðinn og sannar
henni að hann láti fólk eJcki komást
upp með neinn moðreyk...
SvarthöfBi