Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 Fréttir JJV Stórhalli á ísafjarðarbæ Ísaí'jarðarbær verður rekinn með 362 milljóna króna halla samkvæmt frumvarpi til fjárhagsætl- unar næsta árs sem lagt hefur verið fyrir bæjar- stjórn. ísfirðingar áætla að tekj- ur bæjarins verði 1844 milljónir króna á næsta ári en útgjöldin hins vegar 2206 milljónir. Mest fé fer til fræðslumála, 666 millj- ónir króna. Verja á 326 milljónum króna í fjárfestingar. Ber þar hæst framkvæmdir við Grunnskólann á ísafirði, nýtt íþróttahús á Suðureyri og kaup á slökkviliðsbíl. Hver er kona ársins? Stefán Pálsson, sagnfræðingur. „Kona ársins er Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Und- ir hennar stjórn hefur landsliðið staðið sig frábær- lega á árinu. Næsta skref er svo að ísland komist í úr- slitakeppni Evrópumótsins, en á því eru ennþá góðar líkur. Af öðrum konum sem skarað hafa framúr á árinu myndi ég vilja nefna Kötlu Þorsteinsdóttur hjá Al- þjóðahúsinu, sem hefur unnið þarft starf í að benda á hversu afleitlega við ís- lendingar stöndum okkur í að taka á móti erlendum flóttamönnum. Sú saga öll er okkur til lítils sóma.“ Hann segir / Hún segir Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður. „Dorrit Moussaieff er án efa kona ársins. Glæsileg frammistaða hennar sem forsetafrú mun tryggja að eiginmaðurinn getur setið sem forseti eins lengi og honum sýnist. Ég hef mikið álit á fngibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og nafn hennar kemur óneitanlega upp í hugann en þá eingöngu vegna þess hversu staða hennar hefur veikst á árinu. Kona ársins verður að vera sigurvegari og þess vegna vel ég Dorrit." Formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar segir fátækt oft stafa af því að fólk fari illa með það fé sem það fær. Félagsmálaráðherra vill frekar kalla Reykjavík borg allsnægtanna en eymdarinnar, eins og forseti íslands gerði. Ráðherra þiggur veislu- mat í horg allsnægtanna Á borðum Samhjálpar í gær var ekki venjuleg súpa og brauð eins og flesta daga, heldur gulrót- ar- og kúmensúpa, ásamt grilluðum steinbít með beikonkartöflum og salati. Starfsmenn Samhjálp- ar muna ekki eftir svo fínum mat á borðum í mat- salnum fyrr, þó oft séu góðar matargjafir á borð- um. Maturinn var á kostnað veitingastaðarins Apó- teksins, en almannatengslafyrirtæki sendi ritara félagsmálaráðherra tölvupóst og bauð honum í matinn, þar sem greint var frá aðkomu Apóteks- ins. Þá voru blaðamenn og ljósmyndarar látnir vita. Þrátt fyrir það sagði Árni að veislumaturinn kæmi sér í opna skjöldu. Hann væri staddur þarna á þessum degi fyrir hreina tilviljun. „Ég hef ekki séð neitt boð, og hafði ekki hug- mynd um að kokkar Apóteksins elduðu matinn í dag. Ég hélt að þetta væri venjulegur dagur hér. Það er búið að standa til lengi að ég kæmi hingað, ég hef viljað kynna mér starfsemina hér,“ sagði félagsmálaráðherra. Síðar í gærdag hafði ráðherrann svo samband við DV og upplýsti að vissulega hefði ráðuneytinu borist boð á vegum Apóteksins. Staðhæfði hann að hann hefði ekki vitað af því fyrr en í gærkvöldi. Til Samhjálpar koma á hverjum degi um 90 manns í kaffl og súpu. Eins og DV greindi frá í gær er til fólk í borginni sem rótar í ruslatunnum til að drýgja tekjur sínar. Gestir Samhjálpar í gær könn- uðust vel við það. „Gámurinn fyrir aftan 10-11 er til dæmis mjög góður. Þar er oft kjöt og annað sem er komið fram yfir síðasta söludag." Forstöðumaður Samhjálpar, Heiðar Guðna- son, segist afar þakklátur fýrir allar þær matargjaf- ir sem berast. Sífellt meiri þörf sé fyrir þær. „Eg sé greinileg merki um vaxandi fátækt. Aðsóknin er sífellt að aukast hingað, með hverjum mánuði og hverju ári. Vel skipulagt Almannatengslafyrirtæki sendi ritara ráðherra tölvupóst og bauð honum Iveislumat hjá Samhjálp. Blaðamenn og Ijósmyndarar voru boðaðir á staðinn. Ráðherra segist ekki hafa vitað afþessu og talið þetta venjutegan dag hjá Samhjálp. // merki um hana. hverjum mánuði. Ég hefekki trú á þvi að ástandið hafi versnað mikið. Ég hefði frekar viljað lýsa Reykjavík sem borg allsnægta Við sjáum merki um meiri fátækt en áður til dæmis á því að í byrjun mánaðarins koma um 30 manns en í lokin eru gestirnir orðnir um 90 talsins." Félagsmálaráðherra vfll hins vegar ekki taka undir það að ástandið hafi versnað. “Flestir hafa það sem betur fer nógu gott. Ég hefði frek- ar viljað lýsa Reykjavík sem borg allsnægta, heldur en borg eymdarinnar eins og forseti ís- lands. En það er alltaf hópur sem nær ekki endum saman og það er hópur sem við viljum aðstoða með því öryggisneti sem byggir á fé- lagsþjónustu sveitarfélaganna og fleirra." -En þetta er sama umræðan um fátækt og fór fram i fyrra. Hvað með aðgerðir í kjölfar hennar? Ég hef ekki trú á því að ástandið hafl versn- að mikið en það er meira talað um það. Það er jákvætt og leiðir til aðgerða. En það vantar enn nákvæmt yfirlit yfir hvernig staðan er og við höfum áhuga á reglulegri úttekt á stöðu mála til að bera ástandið saman milli tímabila. Annars byggir umræðan bara á upphrópunum. Forsætis- ráðuneytið vinnur nú að slíkri úttekt og niður- stöðunnar er að vænta fljótlega." Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, segir brýnast að efla sjálfs- hjálp með endurhæfmgu og fjármálaráögjöf. „Vandinn er ekki bara íjárhagslegur hjá fólkinu - það er til dæmis til fólk sem eyðir öllu sínu í spila- kassa. Það þarf ekki endilega meira fjármagn, heldur vinna markvisst með það fyrir augum að einstaklingar nái að bjarga sér sjálfir.“ -Er fátæktarvandinn þá fyrst og fremst sá að fólk fer illa með peningana? Fólk fer oft illa með þá peninga sem það fær. Sem dæmi er ástæðan fyrir því að fólk getur týnt verðmæti upp úr sorptunnum sú að aðrir henda verðmætum sem er auðvitað sóun“. Félagsmálaráð ákvað á fundi sínum í gær að hækka grunnframfærslu um 8,5%, úr 71 þúsund krónum á mánuði í 77 þúsund frá áramótum. Þá var ákveðið að veita foreldrum sem búa við lágar tekjur tíu þúsund króna mánaðarlegan styrk til að greiða fyrir daggæslu, skólamáltíðir, frístunda- heimili, sumardvöl eða þátttöku barns í þrosk- andi félags- og tómstundastarfí. Þá er að hefjast sérstakt átak í endurhæfingu og fjárhagslegri ráð- gjöf til skjólstæðinga. brynja@dv.is Fyrrverandi sjóðsstjóri dæmd- ur fyrir milljóna verðbréfasvik Tímamótadómur féll í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær þegar Ein’- ar Valdimarsson, 28 ára Reykvík- ingur, var dæmdur í eins árs skil- orðsbundið fangelsi fyrir umboðs- svik og brot gegn lögum um skyldutryggingu og starfsemi líf- eyrissjóða. Þetta mun í fyrsta sinn sem maður er dæmdur fyrir síðar- nefnda brotið hérlendis. Auk Ein- ars voru tveir menn ákærðir í mál- inu; fyrrverandi gjaldkeri hjá Is- landsbanka og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Hlífar en sá er faðir Einars. Báðir voru ákærðir fyrir peningaþvætti og var gjaldkerinn sakfelldur og hlaut þriggja mán- aða skilorðsbundinn dóm en framkvæmdastjórinn fyrrverandi var sýknaður. Einar starfaði hjá Kaupþingi þegar brotin áttu sér stað og gegndi starfl sjóðsstjóra. Brot Ein- ars fólust meðal annars í því að hann keypti hlutabréf í fjögur skipti í skráðum sem óskráðum hlutafélögum; oftast í nafni vinar síns en í einu tilfelli í nafni bróður síns. Síðan lét hann sjóði sem hann fór með eignastýringu fyrir kaupa sömu hlutabréf, oftast sam- dægurs, eftir að hafa bætt ofan á gengið sem nam u.þ.b. 15 til 30%. Samanlagt nam ávinningur Einars 4,4 milljónum króna. Auk þess var Einar fundinn sekur um að hafa brotið lög um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða en samkvæmt þeim er lífeyr- issjóðum bannað að fjárfesta í óskráðum verðbréfum umfram 10% af heildareignum sjóðanna. Einar lét Lifeyrissjóð Austurlands kaupa hlutabréf í Netverki hf. sem ekki var skráð í Kauphöllinni. Eftir úttekt á stöðu lífeyrissjóðsins skömmu síðar kom í ljós að eign hans í óskráðum bréfum var nær 30% en ekki 10% eins og lög gera ráð fyrir. Kaupþing gerði skaðabótakröfu á hendur sjóðsstjóranum að upp- hæð 28,5 milljónir. Héraðsdómur vísaði kröfunni frá dómi en Einar var dæmdur til að borga bankan- um 4,4 milljónir. Gjaldkerinn var dæmdur fyrir peningaþvætti með því að hafa veitt Einari aðgang að bankareikningum sínum við ís- landsbanka og fyrir að hafa sem Einar Valdimarsson dæmdurieins árs skilorðsbundið fangeisi fyrir umboðssvik og brot gegn lögum um skyidutryggingu og starfsemi tífeyrissjóða. gjaldkeri í bankanum annast milli- færslur og úttektir að fyrirmælum sjóðsstjórans. arndis@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.