Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 í J Skýrsla um hælis- leitendur Alþingi hefur falið dómsmálaráðherra að skila skýrslu um afdrif þeirra út- lendinga sem sótt hafa um hæli á íslandi síðastliðin átta ár. Þar verði gerð grein fyrir fjölda hælisleitenda og aðstæðum þeirra, og ástæðum þess að þeim hefur verið synjað um hæli eða ekki. Leitað verði upp- lýsinga um hvar hver hælis- leitandi er niður kominn og hverjir hagir hans séu nú. Flutningsmenn tillögunnar telja það afar alvarlegt mál að neita fólki um hæli sem telur sig sæta ofsóknum; rnargir hafi orðið til að gagnrýna stjórnvöld fyrir hörku gagnvart hælisleit- endum og sé full ástæða til að sannreyna hvort mat stjórnvalda á aðstæðum í hverju máli hafi reynst rétt. Siðareglur í ráðhúsi Borgarráð hefur sam- þykkt að fela stjórnkerfis- nefnd borgarinn- ar að und- irbúa siða- og starfs- reglur fyrir kjörna fulltrúa og embættis- menn Reykjavíkurborgar. Nefndin á að kanna erlend- ar og innlendar fyrirmyndir og efna til umræðu og sam- ráðs. Meðal annars verði tekin til skoðunar handbók Evrópuráðsins að siðaregl- um fýrir sveitarstjórnar- menn og starfsmenn sveit- arfélaga og fyrirmyndir að sambærilegum reglum sveitarstjórna og þjóðþinga eftir því sem við á. Stjórn- kerfisnefnd skili niðurstöð- um til borgarráðs ekki síðar en 15. júní 2004. Sigurður Kári Kristjánsson Sigurður Kári er duglegur og framtakssamur ungur maður. Hann hefursetið í ótal stjórn- um og nefndum frá því hann var á unglingsaldri og verið duglegur að koma ár sinni fyr- ir borð. Hann þykir ágætis lög- fræðingur og ersagður vera vinur vina sinna. Kostir & Gallar Sigurður er ekki nógu mælsk- ur. í ræðustól á hann það til að hiksta og fyrir vikið virkar hann oft ósannfærandi, þótt hann sé kannski sjálfur með á hreinu hvað hann er að segja. Einnig er honum lífsins ómögulegt að segja eina setn- ingu án þess að nota orðin „frjáls",„markaður“ og „einka- rekstur". Bandarískir vísindamenn nota eiturlyf til að hjálpa sjúklingum við sjálfsskoðun. íslenskur geðlæknir efast um ágæti tilraunarinnar. Fórnarlömb ofbeldisbrota fá alsælutöílur Bandarískir vísindamenn undirbúa nú rann- sókn á áhrifum e-taflna (ecstacy) á fólk sem hefúr orðið fyrir miklum áföllum. Vísindamennirnir telja að e-töflur, sem stund- um eru kallaðar alsælutöflur, geti verið gagnlegar í sálfræðimeðferð þar sem fólk þarf að opna sig og rifja upp sársaukafull atvik. Virka efnið í e-töflum gengur undir nafninu MDMA og ef rannsóknin skilar jákvæðum niðurstöð- um standa vonir til að efnið verði gert aðgengilegt. Dr. Doblin, einn þeirra sem vinna að rannsókninni, segir matvæla- og lyfjaeftirlit Bandarikjanna þegar hafa samþykkt tilraunina. Doblin segir sögur e-töflunotenda um sjálfsskoðun renna stoð- um undir þá kenningu að efnið geti nýst við sálræna meðferð. „Því er ekki þannig Kristófer Þorleifsson geðlæknir farið að sjúklingar sem taka MDMA finni til mik- illar sælu og vandamálin hverfi á braut. Við trúum því hins vegar að efnið geti hjálpað fólki að kafa dýpra og vinna í eigin vandamálum. Auk þess vonum við að fólk sem hefur orðið fyrir áföllum en hefur ekki tekist að vinna sig út úr þeim geti opnað sig,“ segir Doblin. Vísindamennirnir telja að e-töflur, sem stundum eru kallaðar alsælutöflur, geti verið gagnlegar í sálfræði- meðferð þar sem fólk þarfað opna sig og rifja upp sárs- aukafull atvik. Rann- sóknin mun ná til sjúklinga sem hafa verið í með- ferð og á lyfjum við áfallastreitu án árangurs. Þá verða sjálfboðaliðar í rann- sókninni sem hafa verið beittir ofbeldi, svo sem nauðgun. Sjúklingum með krabbamein á lokastigi verður einnig boðið að taka þátt í rann- sókninni til að kanna hvort tilhugsun um yfirvof- andi dauða verði þeim léttbærari. Rannsóknin er umdeild meðal lækna þótt hún sé ekki hafin. Vísindamennirnir hafa þegar fengið flest leyfi en eitt vantar enn - það er frá lyfjaeftir- liti Bandaríkjanna sem þarf að skrifa upp á að vís- indamennirnir megi handleika hin ólöglegu eit- urlyf. Ráðgert er að fyrstu prófanir á sjúklingum hefjist í janúar á næsta ári. Þeim verður þannig háttað að helmingur þátttakenda fær MDMA og helmingurinn fær lyfleysu. Hvorki sjúklingar né viðkomandi geðlæknar fá vitneskjum um hverjir fá lyfið og hverjir ekki. Niðurstöðu er vart að vænta fyrr um um mitt næsta ár. Kristófer Þorleifsson geðlæknir efast um að rannsóknin sé af hinu góða enda segir hann „ecstacy" stórhættulegt eiturlyf. „Þetta er sam- E-töflur þykja stór- hættulegt eiturlyf Visindamenn I Bandarikjunum ætla að prófa virkni efnisins við meðferð sjúklinga sem hafa orðið fyrir sálrænu áfalli bland af skynvillu- og örvandi lyfi. Efnið veldur miklu fráhvarfi sem getur leitt til djúps þunglynd- is og hárrar sjálfsvígstíðni. Efnið hefur líka slæm áhrif á hitastjórn líkamans sem getur leitt til þess að orkuþörf viðkomandi verður óeðlileg," segir Kristófer Þorleifsson. arndis@dv.is Seinheppnir Siglfirðingar við æfingar Björgunarsveitin sökkti bát sínum Gamall æfingábátur, sem notaður var til æfinga af björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði, sökk fyrir viku við æfingar félagsmanna úti fyrir Siglufirði. „Hann var gamall og úr sér geng- inn,“ segir Sveinn Bjömsson, sem er einn af forkólfum rekstrarfélags um björgunarskip. Það félag átti umrædd- an bát sem sökk, Máv SI 76, en hann var 11 tonna eikarbátur. Sveinn á einnigsæti í hafnarstjórn Siglufjarðar. „Við höfum mikið notað bátinn við björgunaræfingar og vorum við slíkar æfingar þegar Mávur byrjaði að sökkva og var horfinn sjónum áður en nokkuð varð að gert. Hann var reynd- ar kominn á tíma og búinn að liggja lengi við bryggju hér á Siglufirði þannig að tjónið er ekkert. Hann þjónaði sínu á meðan hann var.“ Sveinn segir að allt nothæft í bátn- um hafi verið fjarlægt fyrir löngu og engin olía hafi verið eftir í bátnum þegar hann sökk. „Við drógum hann ailtaf út við æfingar þannig að það varð engin mengun af. Það er mikið dýpi á þessum slóðum þannig að Höfnin á Siglufirði Þar lá lengi við bryggju Mávur Sl 76 sem sökk um daginn. enginhættastafarafhonum." málið en að öðm leyti veit ég lítið Guðmundur Guðlaugsson, bæjar- meira." Guðgeir Eyjólfsson, lögreglu- stjóri Siglufjarðar, sagðist nýlega hafa stjóri Siglfirðinga, vissi ekki af þessu heyrt af þessu atviki. „Ég mun kanna máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.