Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER2003
Fókus DV
Sigurður Árni Þórðarson
„ Við notum púrtvín vegna þess
að það minnir mest á gamla
messuvinið."
Barnaníðingur lagðist á ungar telpur í Breiðholti og Fossvogi á árunum 1997-1998.
Ragnar Jónsson lýsir rannsókn lögreglu á málinu i Norrænum sakamálum og segir
það hafa verið afar erfitt viðfangs.
Hvar fá
prestarnir
messuvínið?
„Þetta var erfitt mál og afbrotin áttu sér stað á
löngum tíma. Glæpamaðurinn gekk alltaf lengra
og lengra með athöfnum sínum og ég var farinn
að búast við hinu versta," segir Ragnar Jónsson
um barnaníðingsmál sem vakti gríðarlega athygli
í samfélaginu á árunum 1997 til 1998. Bamaníð-
ingur lagðist á ungar telpur í Breiðholti og Foss-
vogi. Fyrsta atvikið átti sér stað í apríl 1997 en þá
barst lögreglu tilkynning um að karlmaður hefði
beitt átta ára stúlku kynferðislegu ofbeldi á leik-
velli. Um haustið fékk lögregla svo til rannsóknar
sambærilegt mál en þá voru fórnarlömbin tvö,
fimm og sex ára stúlkur. Fómarlömbin áttu eftir
að verða fleiri og engu var líkara en að jörðin hefði
gleypt barnaníðinginn.
Þessi frásögn er uppistaða greinarinnar Hend-
ur sem meiða sem Ragnar Jónsson rannsóknar-
lögreglumaður skrifar í bókina Norræn sakamál
2003 og gefin er út af íslenska lögregluforlaginu. í
bókinni er að finna 19 greinar um sérstök sakamál
eftir lögreglumenn á Norðurlöndum.
Ragnar segir ástæðu þess að hann valdi þetta
umfram önnur mál - þegar hann var beðinn að
skrifa í bókina - vera margþætta. „Það varð
sprenging í kærum vegna kynferðisbrota þetta
ár og málin voru fleiri og alvarlegri en við áttum
að venjast. Umræða um þessi mál var að kom-
ast á skrið í samfélaginu og má vafalaust rekja
aukningu í kærum til þess. Á sama tíma vorum
við að drukkna í líkamsárásarmálum og sjálfs-
víg höfðu tvöfaldast. Þetta tiltekna mál var erfitt
„Það er búið að herða sultar-
ólina í lögreglunni um of.
Ég bind vonir við að nýr
dömsmálaráðherra setji
meira fjármagn í lögregluna
fyrir lögregluna. Málið var langvinnt og virtist
engan enda ætla að taka. Þetta reyndi mjög á mig
enda ekkert skelfilegra en þegar níðst er á börn-
um. Ég var farinn að búast við hinu versta þegar
við náðum loks að stöðva manninn," segir Ragn-
ar.
Nýjar aðferðir
Kynferðisbrot þar sem brotin eru ekki framin
innan fjölskyldu íylgja ákveðnu mynstri að sögn
Ragnars. Kynferðisbrotamenn fremja glæpi sína
oftast á litlu svæði, svæði sem þeir þekkja vel. Það
átti eftir að koma á daginn í þessu máli. Hann seg-
ir það hafa skipt miklu áð rannsóknarlögreglan
tók upp nýjar starfsaðferðir við rannsókn málsins.
„Ég var á kafi í fræðibókum um rannsóknir á þess-
uin tíma og las mikið um prófíla sem gerðir eru af
glæpamönnum. Þá reyna lögreglumenn að búa
sér til mynd af glæpamanninum eftir þeim upp-
lýsingum sem þeir hafa. Ef vel tekst til er hægt að
reikna slíkan mann út og ná honum þannig. Fé-
Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður Lýsirelt-
ingaleik lögreglunnarvið barnaniðing árin !997og 1998.
Fórnarlömbin voru orðin mörg þegar maðurinn náðist ioks.
lagarnir voru sumir efins og sögðu að þetta væri
alltof amerískt. Þessi aðferð er hins vegar klassísk
þegar kynferðisbrotamenn á borð við þennan eru
annars vegar. Við höfðum ýmsar upplýsingar; lýs-
ingar á honum auk þess sem hann hafði talað við
fórnarlömbin."
Frásögn Ragnars í Norrænum sakamálum rek-
ur rannsókn málsins lið fyrir lið. Maðurinn var
talinn mjög hættulegur þegar hann náðist enda
hafði hann komist upp með afbrot sín um langa
hríð. Ragnar segir það hafa verið ótrúlegan létti
þegar málið leystist og maðurinn játaði öll afbrot-
in. Allt frá þessu máli hefur lögreglan unnið með
hegðunarfræði og gert próffla af glæpamönnum.
Sjálfur hefúr Ragnar fært sig um set innan lögregl-
unnar og starfar nú í tæknideildinni.
„Það er búið að herða sultarólina í lögreglunni
um of. Ég bind vonir við að nýr dómsmálaráð-
herra setji meira fjármagn í lögregluna enda er
þetta spurning um hvernig samfélagi við viljum
búa í. Hjá embættinu í Reykjavík starfar fjöldi
manna sem hefur gert þetta að ævistarfi. Menn
vilja leysa málin sem upp koma en ekki moka sí-
fellt í botnlausa tunnu," segir Ragnar Jónsson
rannsóknarlögreglumaður.
arndis@dv.is
„Menn vildu hafa
messuvínið öðruvísi en
rauðvínið sem drukkið var í
partýíum heima," segir Sig-
urður Árni Þórðarson,
prestur í Hallgrímskirkju.
Messuvín á árum áður var
yfirleitt blanda af rauðvíni
og Madeira. „ÁTVR sá um
að blanda þetta og það fór
víst eitthvað eftir því hvað
til var hvað var notað. Þessi
blanda nær aftur til Spán-
arviðsJdptanna, þegar mik-
ið var til af rauðvíni. Annars
er mismunandi eftir lönd-
um hvað notað er. Á Grikk-
landi er notað ákveðið vín
sem heitir Santo, en á Ítalíu
er notað það vín sem kem-
ur síðast að hausti og er þá
yflrleitt frekar sætt. Það er
enginn messuvínspáfi til."
En hvað er notað á ís-
landi í dag?
„Við notum púrtvín
vegna þess að það minnir
mest á gamla messuvínið.
Púrtvínið er bara keypt
beint úr ríkinu eins og ég
eða þú myndum kaupa það
sjálfír. Það var talinn óþarfi
að láta blanda þetta sér-
staklega, en margir eru þó á
því að það ætti að byrja á
því aftur."
11
Líf mitt er lygi
//
Bækur
Það var með örlitlum ugg sem ég
opnaði Lygasögu, fyrstu skáldsögu
Lindu Vilhjálmsdóttir, eða ætti ég
frekar að segja skáldævisögu? í við-
tölum hef ég heyrt hana tjá sig um
að efni sögunnar ætti sér beina
skírskotun í líf
hennar sjálfrar sem
alkóhólista með til-
heyrandi sálarangist, sjálfsásökun-
um, niðurrifi og sársauka. Og þar
sem margir hafa úttalað sig um
þetta efni í gegnum tíðina, oftar en
ekki fullir beiskju og ásakana í garð
samferðamanna sinna og yfirkomn-
ir af ofvaxinni dramatík, verð ég að
játa á mig þó nokkrar efasemdir um
val Lindu á fyrsta söguefni sínu. Eft-
ir fyrstu síðu andaði ég léttar. Ég
hefði auðvitað mátt segja mér það
strax að jafn fágaður, flottur og
vandaður penni og Linda Vilhjálms-
dóttir, sem fyrir löngu hefur skipað
sér öruggan sess í hópi okkar fær-
ustu ljóðskálda, myndi hvergi klikka.
Fyndin og kjánaleg
manneskja á barnum
Sagan er opnuð með glans, á orð-
unum: „Líf mitt er lygi." Ekki er frek-
ar lagt út af þeim orðum heldur
brugðið í snarhasti upp mynd af
drykkjukonu sem grætur fögrum tár-
um ofan í glasið sitt, yfirkomin af
harmi. Lesandinn sogast þó ekki inn
í þann harm því hann er íróníseraður
af fullum þunga og manneskjan sem
við sjáum við barinn er ekki bara
aumkunarverð. Hún ér fyrst og síðast
fyndin, hún er kjánaleg og maður
spyr sig: Af hverju drífur hún sig ekki
bara heim þessi klára kona, fer að
skrifa ljóð eða eitthvað? En það er
hægara sagt en gert. Hún er alki og
alkar drífa sig ekki fyrstir heim. Bar-
inn er lífið og lífið er barinn, ekki par
spennandi en þannig er það. Því
hangir þessi kona á barnum, langar
heim en getur það ekki? Þessari tog-
streitu lýsir Linda afar vel og einnig
þeim óþægilegu uppákomum sem
fylgja í kjölfarið: Að vakna í ókunnum
rúmum en ekki heima hjá mannin-
um sínum, ráfa um þunn, blönk og
umkomulaus í útlöndum, verða sér til
skammar á ljóðaupplestrum, komast
við illan leik í vinnuna ,grúttimbruð
og angandi eins og rommtunna
o.s.frv. Undirtónninn er þungur og
sár og niðurlæging konunnar alger
en af því að þessari vegvilltu konu er
fylgt eftir af ástúð, umhyggju og1
húmor siglir hún út úr sögunni sterk,
sjálfstæð og full æðruleysis.
Með bravúr
Lygasaga Lindu er ein sú áhrifa-
ríkasta og skemmtilegasta alkasaga
sem ég hef lesið. Skemmtilegasta
segi ég og kunna margir að fyrtast
við. En málið er að alkóhólismi er
fyndinn, einkum og sér í lagi þegar
menn hafa fjarlægst hann og spark-
að honum á dyr í eitt skipti fyrir öll.
Til að lifa af í edrú tilveru þurfa
alkóhólistar oft að horfa á spaugi-
legu hliðarnar á þeim ömurleika
sem þeir fyrrum bjuggu sér. Því lýs-
ir Linda á hárfínan hátt, þó án þess
að draga úr neikvæðum áhrifum
alkóhólismans. Hún gerir vægðar-
lausa úttekt á vanmætti aðstand-
enda og því hvernig alkanum tekst á
útsmoginn og ævintýralegan hátt að
fá alla til að tipla á tánum í kringum
hann. Hún fer aftur til fortíðar og
reynir að fá botn í það hvers vegna
fór sem fór og skýringarnar liggja
allar í hennar eigin eðli; ekki í því að
einhver hafi verið vondur við hana í
Lygasaga
UKOA yiuuAiMsoórrm
Höfundur: Linda Vilhjálmsdóttir
Útgefandi: Forlagið
æsku og ekki í því að mennirnir
hennar hafi meðhöndlað hana á
hrottafenginn hátt.
Einn af mörgum kostum sög-
unnar er einmitt sá hvernig að-
standendum alkans er lýst allir
gerðu sitt besta á sinn umkomu-
lausa hátt. Óargadýrið í sögunni er
alkinn sjálfur sem í sínu edrú lífi kýs
að skrifa bók og þakka fyrir sig. Það
gerir höfundur með bravúr, glæsi-
leika, virðingarverðum heiðarleika
og ljóðrænum tilþrifum. Um leið er
Bakkusi gefið þokkalegt spark í
magann. Gott á hann!
SigríðurAlbertsdóttir