Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 14
74 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Fúlsarvið
kynlífi með
Kanahumri
Norska hafrannsókna-
stofnunin hefur leitt í ljós
að evrópskur humar parar
sig ekki með
innfluttum
humri frá
Ameríku.
Miklar
áhyggjur
voru uppi í
Noregi að
amerískur
humar sem
sleppt var
við strendur landsins
myndi blandast þeim evr-
ópska. Atferlisrannsókn
sem gerð var síðastliðið
sumar leiðir hins vegar í
ljós að evrópski humarinn
fúlsar við þeim ameríska,
og öfugt.
Blönduóssbær
mótmælir
Skipulagbreytingum hjá
Rafmagnsveitu ríkisins var
harðlega mótmælt á fundi
bæjarstjórnar Blönduóss-
bæjar í fyrradag. Sam-
kvæmt ályktun bæjar-
stjórnarinnar valda
breytingarnar því að veru-
lega dregur úr vægi 25 ára
starfsemi RARIK á Blöndu-
ósi og í ljósi veikrar stöðu
atvinnumála á Norðurlandi
vestra séu þær óásættan-
legar. Ný raforkulög voru
samþykkt á Alþingi fyrr á
árinu og er tilgangurinn
með þeim sagður vera að
innleiða markaðsvæðingu á
raforkuiðnaðinum á ís-
landi.
Bjartsýnn á
sólu sjó-
frystra þorsk-
flaka
Undanfarna mánuði
hefur verðlækkun og sam-
dráttur á markaði fyrir sjó-
fryst þorskflök verið ofar-
lega í umræðunni og telur
Friðleifur Friðleifsson
deildarstjóri sjófrystideildar
SÍF að betri tímar séu fram
undan. „Markaðurinn úti í
Bretlandi hefur tekið við
sér. Þetta er að uppistöðu
sala í „Fish & Chips" búðir
og nú er loks vart við já-
kvæða þróun."
Aukninq í sölu
á lambakjöti
Forsvarsmenn verslun-
arinnar Spar í Bæjarlind
hafa orðið varir við mikla
aukningu í sölu á lamba-
kjöti undanfarnar vikur í
kjölfar þess að þeir fóru að
selja kjötið eftir flokkum.
Boðið er upp á þrjá flokka:
magurt, úrvals og íitu-
sprengt. Hlutfall lamba-
kjöts í kjötsölu verslunar-
innar óx á tímabilinu upp í
46% en á sama tíma var
sala lambakjöts á landsvísu
29% af heildasölu kjöts.
Erlendis hafa margir áhyggjur af því að síhækkandi fasteignaverð undanfarin ár
sé bóla sem bíður þess að springa. Verð hér á landi hafa hlutfallslega hækkað mun
meira eða 55% á síðustu sex árum en hækkunin er í flestum vestrænum ríkjum
um 10% á sama tíma. Ekkert bendir þó til að bólan sé að springa.
Ekki líkur ú að hús-
næði lækki í verði
„Það er ekkert sem bendir til að fasteignaverð
á íslandi lækki á næstunni," segir Magnús Einars-
son, formaður félags fasteignasala. „Það er bati í
efnahagslífmu, auknum hagvexti er spáð næstu
misserin og eru jafnvel líkur á að verð á húsnæði
eigi eftir að hækka meira en nú er. Líkurnar á að
fasteignaverð taki skyndilega dýfu eru afar litlar
nema til komi einhverjar sérstakar aðgerðir í
efnahagsmálum. Eins og þetta lítur út í dag er
engin hætta á slíku."
Magnús segir
að fasteignaverð á
íslandi hafi hækk-
að um allavega
50% síðan 1997 en
það er mun meira
en í öðrum vest-
rænum löndum í
Evrópu. Engu að
síður hafa margir
erlendir hagfræð-
ingar áhýggjur af
FráTókíó Fasteigna-
verð iJapan tók dýfu
fyrir skömmu en er á
uppleið á ný.
því að þær miklu hækkanir sem orðið hafa víða
erlendis séu varhugaverðar.
Þykir mörgum undarlegt hvað fasteignaverð
hækkar stöðugt þrátt fyrir hrun á hlutabréfamörk-
uðum, minnsta hagvöxt í langan tíma og stríðið í
írak. Þetta þrennt hefur haft áhrif á nánast allt
annað en fasteignaverð og nú telja ýmsir að bólan
erlendis sé að springa.
Til að það sé möguleiki hér á landi þurfa verð á
fasteignum að standa hátt miðað við aimennan
kaupmátt. Talsverð kaupmáttaraukning hefur
orðið hér á landi á sama tíma og fasteignaverð
hafa hækkað og því er mjög takmörkuð hætta á að
fasteignaverð hér taki stóra dýfu niður á við.
„Hættan á verðfalli er alls staðar fyrir hendi,"
segir Sigurður Geirsson, sviðsstjóri fjárstýringar-
sviðs íbúðalánasjóðs. „Þetta er háð efnahagsmál-
um á hverjum stað fyrir sig. Hér á landi er verð á
íbúðarhúsnæði hins vegar undir því sem gerist er-
lendis og þess vegna er lítil bóluhætta á íslenskum
markaði. Framboð á húsnæði hefur verið lítið
undanfarin ár og þessar verðhækkanir sem verið
hafa undanfarin misseri eru tilkomnar vegna
þess. Eftirspurn er því eðlilega meiri en framboð.
Það eru hins vegar teikn á lofti um að ástandið sé
að jafnast aftur."
Hættan á verðfalli er alls
staðar fyrír hendi
Sú trú er algeng erlendis að fjárfesting í hús-
næði sé gulls ígildi og nýleg könnun í Bredandi
sýnir að 39% aðspurðra vilja ffekar fjárfesta í fast-
eign en í lífeyrissjóði og telja það besta kostinn til
sparnaðar til elliáranna. Reyndin er hins vegar sú
að þegar til lengri tíma er litið eru lífeyrissjóðir
ábatasamari en fasteignir. Fasteignasalar, sem DV
ræddi við, voru sammála um að lítið væri um slík-
ar fjárfestingar hér á landi.
albert@dv.is
HÆKKUN FASTEIGNAVERÐS í
PRÓSENTUM 1997 - 2003
fsland 55%
íriand 12%
Bretland 11%
Spánn 9%
Ástralía 8%
Holland 8%
Bandaríkin 4%
Stjórnvöld sjá til þess að tvær stúlkur fá ekki að uppfylla draum sinn
Fá ekki að læra leiklist
„Þetta er ömurlegt," segir fris
Hauksdóttir sem hefur ásamt stöllu
sinni Lilju Katrínu Gunnarsdóttur
staðið fyrir undirskriftasöfnun til
þess að mótmæla þeirri ákvörðun
Listaháskólans að taka ekki inn nýja
leiklistarnema á næsta ári. Að sögn
írisar fékk hún þau svör frá Listahá-
skólanum að nýnemar verða ekki
teknir inn á næsta ári vegna þess að
ríkið veitir ekki framlög til námsins á
næsta ári. Einnig var henni bent á að
ekki sé pláss fyrir fleiri leiklistar-
nema við deildina. Lilja Katrín segir
að síðari ástæðan sé frekar ein-
kennileg því að engin fjölgun hafi
orðið á þeim nemendum sem
stunda námið við Lindargötuna.
Milli steins og sleggju
Þær íris og Lilja hafa fengið þau
svör að ekkert hafi verið ákveðið
um hvort nemendur verði teknir
inn eftir tvö ár. Þær segja að það
þýði einfaldlega að eina leiðin fýrir
þær til að læra það sem þeim langi
að læra sé sækja á erlend mið. En
það er ekki auðsótt. „Þrátt fyrir að
málið liggji niðri hérna um óákveð-
in tíma þá lánar LÍN samt ekki fyrir
skólagjöldum en þau hlaupa á
milljónum í erlendum skólum,"
segir Iris. Hún hafði samband við
lánasjóðinn og fékk þau svör að
hún fengi ekki lán fyrir þeim þar
sem aðeins er veitt til þess nám sem
ekki er hægt að sækja hér á landi.
Þegar hún benti á að ungt fólk gæti
ekki lært leiklist hér á landi fékk
hún engin svör.
íris og Lilja vonast til þess að
undirskriftarsöfnunin verði til þess
að vekja athygli stjórnvalda og geri
það að verkum að þau taki mál
þeirra, og annarra sem eru í sömu
aðstöðu, til athugunar.
Lilja Katrín og fris Eru óánægðar með ástand leiklistarkennslu