Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Side 10
70 FIMMTUDAQUR 4. DESEMBER2003 Fréttir DV Eimskipa- félagið gagnrýnt Eimskipafélag íslands bætti nýlega við svokölluðu öryggisgjaldi í gjaldskrá. Á gjaldið að mæta kostnaði sem félagið verður fyrir vegna aukinna krafna um öryggi í höfnum og skipum vegna hryðjuverkahættu. Gjaldtökunni er harðlega mótmælt í bréfi sem Sam- tök Verslunarinnar, FÍS, sendu Eimskipum nýlega og í því segir meðal annars: „...svo virðist sem félagið nýti sér alla möguleika sem opnast til að lauma inn nýj- um álögum." Hvetja sam- tökin Eimskip til að draga álagningu öryggisgjaldsins til baka. s n 3r m 3 co € 185,000,000 Hutt'i Tnneb* r*.jtíiy HnníUttc 1**4 iki 12 Undsbanki ’fJ^VVes? Pharmaco kaupir lyfja- fyrirtæki Pharmaco er komið langleiðina með að kaupa 90% hlut í tyrkneska lyfja- fyrirtækinu Fako og er kaupvirðið tæpir 4,7 millj- arðar króna. Kom þetta fram í tilkynningu sem fyr- irtækið sendi Kauphöll Is- lands. Samkvæmt tals- mönnum Pharmaco er Fako sjöundi stærsti lyfja- framleiðandi heims og eru vaxtarmöguleikar íyrirtæk- isins taldir þó nokkrir. Engu að síður er gert ráð fyrir tapi á rekstri Fako fyrst um sinn vegna óhagstæðra lána sem Pharmaco neyðist til að slá til að ijármagna kaupin. Tyrkneska fyrirtæk- ið var stofnað 1956 og hjá því starfa um það bil 1300 manns. Leikskólastarfsmenn í Hnífsdal sögðu allir upp störfum um mánaðarmótin. Kon- urnar á leikskólanum segja að þeim hafi verið misboðið þegar bæjaryfirvöld ákváðu að reka eina þeirra. Rætt er um að loka leikskólanum, sem kvenfélagskon- ur í þorpinu byggðu með eigin höndum. Sá virðulegt par eðla sig Sjónhverfingamaðurinn David Blaine greindi frá því í viðtali í íyrra- dag að hann hefði séð margt furðulegt þá 44 daga sem hann hékk í glerkassa yfir Thames-á í London og þar á meðal var virðulegt par sem kom og eðlaði sig fyrir framan hann. „Ég vildi óska að ég hefði haft myndavél og tek- ið þetta allt upp.“ „Ein okkar lagði til að við myndum segja upp til að mótmæla þessu, og það var eins og talað úr hjarta okkar allra og við ákváðum að slá til,“ segir Elísabet Gunnlaugsdóttir, fráfarandi leikskóla- stýra á Bakkaskjóli í Hnífsdal, sem hefur sagt upp störfum hjá leikskólanum. Allar fimm fóstrurnar á leikskólanum sögðu upp um mánaðarmótin til að mótmæla fyrirætl- unum fsaíjarðarbæjar um að segja upp einni þeirra með skömmum fyrirvara um síðustu mán- aðarmót. Elísabet Gunnlaugsdóttir, nú fyrrum leikskóla- stýra, segir kvennahópinn hafa unnið saman í áraraðir, og hafi verið undirmannaðar ef eitthvað. „Okkur var einfaldlega misboðið. Við teljum okkur hafa lagt mikla vinnu í leikskólann og höf- um staðið eins og klettar til að láta hann ganga í gegnum súrt og sætt. Við teljum okkur hafa verið undirmannaðar, ef eitthvað var. Því kom það eins og rýtingur í bakið að okkur var sagt að ein þyrfti „Við teljum okkurhafa verið undirmannaðar, efeitthvað var. Því kom það eins og rýt- ingur í bakið að okkur var sagt að ein þyrfti að hætta fyrir mánaðarmót." að hætta fyrir mánaðarmótin, eftir nokkra daga. Það ósæmilegasta við þetta var að þessu var stillt upp þannig að í rauninni áttum við að velja hver ætti að hætta,“ segir Elísabet. Hún segir að börn sem þarfnast sérstakrar at- hygli séu ekki metin til fleiri stöðugilda starfs- manna, líkt og á ísafirði. „Égveit ekki hvers vegna börn í Hnífsdal hafa ekki sama rétt og börn á Isa- firði.“ Rætt hefur verið í bæjarkerfinu að loka leik- skólanum í Hnífsdal. Hópur kvenna í kvenfélag- inu í þorpinu byggði leikskólann með eigin hönd- um fýrir tveimur áratugum, og tók til þess banka- lán svo tryggt væri að litlu börnin héldust í þorp- inu. Elísabet segir það blasa við að bæjarkerfið ædi að nýta sér þá stöðu að kvennahópurinn sagði upp til þess að binda endi á leikskólastarf í Hnífsdal, með tilheyrandi hagræðingu. Hún segir þá hugsun skorta allar tilfinningar, hún sé vélræn. Konurnar fimm vinna nú út þriggja mánaða uppsagnarfrest sinn. Aðeins ein á leikskólanum hefur ekki sagt upp, og það er nýráðin leikskóla- stýra. „Sumar okkar hafa ekki aðra vinnu til að snúa að. En við erum sallarólegar yfir þessu. Við tökum fulla ábyrgð á því að segja upp og stöndum við það. Okkur hefur ekki verið boðin ráðning á leik- skólanum á ný. Ég segi nú bara: Koma tímar koma ráð,“ segir Elísabet. jontrausti@dv.is s.. Tilboð 1 . Rafmagnsgítartilboð. a Rafmagnsgítar, magnari, ól og , snúra. -sV ☆ & Tilboðsverð stgr. Tilboð 2. Kassagítar. stgr. A Tilboðsverð Stórhöfða-27 sími 552-2725 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.