Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2003, Blaðsíða 23
DV Sport
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 23
Ólafur Ingi Skúlason lék sinn fyrsta leik fyrir aöallið
Arsenal á þriöjudagskvöldið ])egar liðið bar sigurorð af
Wolves, 5-1, í enska deildarbikarnum.
ráður draumur
rð að veruleika
Ólafur Ingi Skúlason lék sinn iyrsta leik með aðalliði Arsenal á jiriðjudagskvöldið,
gegn Wolves á Highbury í enska deildarbikarnum. Ólabir Ingi kom inn á sem
varamaður á 55. mínútu fyrb Juslin Hoyte og þótti standa vel fyrir sínu sem hægri
bakvörður. Hann átti meðal annars þátt í fíórða marki liðsins sem Sylvain Wiltord
skoraði. Þessi leikur markar ákveðin tímamót fyrir Ólaf Inga enda ekki a hverium degi
sem íslenskir knattpsymumenn spila fyrir lið í sama gæðaflokki og Arsenal. DV Sport
ræddi við Ólaf Inga í gær um leiMnn, hvemig það hefði verið aö spila með Patrick
Veieira og framhald hans hjá Arsenal.
„Það var frábær tilfinning að hlaupa inn á
völlinn fyrir framan 28 þúsund áhorfendur á
Highbury. Ég hef haldið með Arsenal síðan ég var
smástrákur og það má segja að langþráður
draumur hafi orðið að veruleika," sagði Ólafur
Ingí Skúlason í samtali við DVSport í gær en
hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Arsenal á
þriðjudagskvöldið þegar liðið tók á móti Wolves í
enska deildarbikamum. Arsenal vann leikinn
örugglega, 5-1, þannig ekki er hægt að segja að
Ólafur Ingi hafi byrjað illa.
Kom á óvarl
„Ég átti ekki von á því að spila í þessum leik og
var bara sáttur með að komast í hópinn. Síðan
meiddist bakvörður liðsins og mér var skipt inn á
þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.
Hlutimir gerðust svo hratt að ég náði ekki að átta
mig á hvað var að gerast fyrr en ég hafði verið inn
á vellinum í nokkrar mínútur. Ég var stressaður í
byrjun en eftir fimm mínútur þá hvarf það og ég
var bara nokkuð ánægður með mína
frammistöðu í leiknum. Við vorum að spila gegn
úrvalsdeildarliði og þótt Wolves sé kannski ekki
besta liðið í úrvalsdeildinni þá fannst mér ég
finna að ég ætti fullt erindi I þessa karla. Ég
spilaði á móti Mark Kennedy, sem er írskur
landsliðsmaður og ég lenti aldrei í verulegum
erfiðleikum með hann. Þetta var að vísu bara
einn leikur en hann gefur mér sjálfstraust upp á
framhaldið og sýndi raér að ég er á réttri leið sem
knattspymumaður,"sagði Ólafur Ingi.
Óttablandin virðing fyrir Vieira
Hánn sagði aðspurður að það hefði verið mikil
uppliftu) að spila með Patrick Vieira í leiknum en
Vieira var að spila sinn fyrsta leik síðan í
september.
„Það var ekki að sjá á honum að hann liefð i
verið frá vegna meiðsía allan þennan tíma. Hann
réð algjörlega yfir núðjunni og það var greinilegt
að leikmenn Wolves báru óttablandna virðingu
fyrii honurn. Hann er hcimsklassaleikmaður og
hjálpax mönnum í kringum sig. Það cr alltaf hægt
að senda áhann þótt hann sé með menn f sér og
síðast en ekki síst er hann frábær varnarlega.
Miðverðimír, sem spiluðu hjá okkur gegn
Wolves, þurftu ekki að gera mikið því Vieira
stöðvaði fiestar sóknir leikmanna Wolves upp á
eigin spýtur. Þeir sögðust aldrei haft jafri Iítið að
gera. Annars eru þeir Kanu og Wíltord svo sem
eugir aukvisar heldur og gaman að spila með
þeiro," sagði Ólafur Ingi.
., sem er tvítugor, hefur verið hjá
Arsenal síðan haustiÖ 2000. Það hefiir því tekið
hann þrjú ár að brjótast upp í aðalliðið, nokkuð
sem er ekki sjálfgefið að ungum mönnum talást
yfirleitl, sérstaklega ekki hjá liði eins og Arsenal.
Margir leikmenn ala með sér þann draum að
verða atvinnumenn, komast ungir á samning en
heliast síðan úr lcstinni. Ólafiir Ingi er þó einn
fárra sem hefur tekist að fara hina grýttu leið úr
unglingaliði upp í aðallið, nokkuð sem hann
hlýtur að vera stoltur af?
„Að sjálfsögðu er frábært að hafa náð einum
leik með aðalliði Arsenal. Það tekur hann enginn
frá mér, sama hvað gerist í framlialdinu. Ég bjóst
alls ekki við því að þetta myndi gerast, í það
minnsta ekki strax en það má eiginlega segja að
allt hafi verið á uppleið síðan ég kom út í haust
eftir tfmabifið með Fylki. Mér gekk vel með Fylki í
sumar að mínu mati og kom út í góðu formi og
með mikið sjálfstraust. Ég hef æft vel og mér
hefur gengið vel í varaliðinu og kannski er ég að
uppskera eins og ég hef sáð. Það er hins vegar
engan veginn sjálfgefið í knattspymunni að
meim geri það og því er ég afskaplega
hamingjusamur með að hafa náð að spila
alvöruleik með Arsenal. Það eru margir um
hituna héma úti, baráttan er hörð og það þurfa
margir frá að hverfa. Að því leytinu til gerir þessi
leikur mig enn stoltari. Ég er búinn að ná leik með
einu besta liði Evrópu og það er eiginlega fyrst
eftir þennan leik sem ég fit á mig sem alvöru
Arsenal-leikmann þótt ég sé búinn að vera hjá
félaginu í þrjú ár.“
Framhaldið skýrist í janúar
Ólafur Ingi sagðist ekki búast við því að þessi
innkoma hans breytti mikið stöðimni hjá honurn
varðandi framlialcfið.
„Ég á ekki von á því að ég fái fleiri tækifæri
með aðalliðinu. Ef það gerist þá er það frábært en
ég er undir það búinn að þurfa að róa á önnur
mið í janúar. Ég mmi setjast niður með
forráðamönnum liðsins þá og skoða málin. Ég er
á þeim aldri að ég þarf að spila reglulega og ég
held að ég sé ekki að vamneta sjálfan mig þó ég
segi að möguleikar mínir til þess séu ekki miklir
hjá Arsenal. Hverfi ég á braut frá félaginu verður
það ekki í vondu. Mér hefur liðið frábærlega hjá
liðinu, hef lært mikið og það skaðar mig ekki sem
knattspymumann að hafa spilað og æft með
Arsenal ef ég þarf að finna nýtt liö."
Toppurinn á ferlinum
Síðustu vikur hafa verið verið viðburðarríkar
íyrir Ólaflnga því haun lék sinn iyrsta A-landsleik
fyrir íslands 20. nóvember síðastliðinn þegar
íslands mætti Mexíkó ( vináttulandsleik f San
Francisco. Það lá því beinast við að spyrja Ólaf
Inga að lokum hvort hann hefði náð toppnum?
„Ég get í það minnsta sagt það að leikurinn
með Arsenal á þriðjudaginn er toppurinn á
lérfinum til þessa. Það var líka frábært að spiia
með A-landsliðinu gegn Mexíkó en Arsenal-
leikurinn stendur samt sem áður uppúr. Það var
stórkostlegt að spiJa með leflonanni eins og
Patrick Vieira og þótt ég voni auðvitað að ég eigi
eftir aö afreka eittiivað meira á ferlinum þá get ég
alltaf sagt frá f elfinni að ég hafi spilað með
Vieira,u sagði Ólafur Ingi Skúlason í samtali við
DV Sport í gær.
, ■ ■ oskar@tiv.ls
sp wmmm
mmmiái
É |É *~#lÉI®lSISlllfei
Heiðar Helguson klár í slaginn
Með í næsta leik
Landsliðsmaðurinn Heiðar
Helguson hjá Watford, sem hefur
ekkert spilað síðan hann meiddist á
hné í vikunni eftir landsleik íslands
og Þýskalands á Laugardalsvellinum
í byrjun september er á batavegi og
sagði í samtali við DV Sport í gær að
hann myndi spila með Watford um
næstu helgi þegar liðið mætir
Brynjari Gunnarssyni og félögum
hans í Nottingham Forest á
heimavelli.
Nenni ekki að bíða
„Ég hefði hugsanlega getað
spilað með liðinu gegn
Reading um síðustu helgi
en það var hætt við það
þar sem varaliðsleik sem
ég átti að spila f vikunni á
undan var frestað. Þeir
vildu helst að ég spilaði
einn leik með
varaliðinu áður en ég
myndi spila með
aðalliðinu en þar sem
varaliðið er ekki að spila
í þessari viku ætla ég
bara að spila á
laugardaginn. Ég nenni
ekki að bíða lengur," sagði
Heiðar.
Aðspurður sagðist Heiðar
vera orðinn nokkuð góður í hnénu
en að hann væri ekki alveg búinn að
jafna sig.
„Ég hef lyft eins og vitleysingur
og náð að halda vöðvastyrknum.
Lærvöðvinn rýrnaði mun minna en
læknarnir áttu von á og hnéið er
stöðugt. Það kom hins vegar líka
beinmar á hnéið þegar ég meiddist
og ég held að það sé mest að pirra
mig núna. Ég er með verki þegar ég
reyni á mig en læknarnir segja að ég
verði að hlaupa þá úr mér. Það
hentar mér ágætlega enda hef ég
aldrei verið mikið fyrir að væla."
Heiðar sagði að það hefði verið
erfitt að horfa á liðið undanfarnar
vikur. „Það er erfiðara að horfa á
leiki heldur en að spila þá og milljón
sinnum leiðinlegra." oskar@dv.is
Tveggja marka maður Fyrirliði Gaiatasaray, Hakan Sukur, fagnar hér ööru at tveimur
mörkum sinum gegn Juventus í Dortmund á þriðjudaginn.
Galatasaray vann Juventus í Dortmund
Sukur sáði vonarfræjum
með tveimur mörkum
Galatasaray bar sigurorð af
Juventus, 2-0, í frestuðum leik
liðanna í D-riðli meistaradeildar
Evrópu á þriðjudagskvöldið.
Leikurinn fór fram í Dortmund þar
sem ekki þótti óhætt að spila leikinn
í Istanbiíl vegna ótta við hryðjuverk.
Það var framherjinn Hakan Sukur,
sem sést hér fagna á myndinni að
ofan, sem skoraði bæði mörk
Galatasaray í leiknum, það fyrra á
47. mínútu en það síðara þegar
komið var fram yfir venjulegan
leiktíma. Þessi úrslit þýða að
Galatasaray er komið með sex stig í
riðlinum, tveimur stigum minna en
Real Sociedad sem er í öðru sætinu.
Sociedad tekur á móti Galatasaray í
síðustu umferð riðlakeppninnar og
getur Galatasaray með sigri tryggt
sér sæti í 16 liða úrslitum
keppninnar. Juventus er öruggt með
sæti í næstu umferð en Olympiakos,
fjórða liðið í riðlinum á ekki
möguleika á því að komast áfram.
Fatih Terim, þjálfari Galatasaray,
var hæstánægður með sigurinn og
sagði sína menn hafa spilað
virkilega vel. Terim var einnig
himinlifandi með stuðninginn sem
liðið fékk frá Tyrkjum búsettum í
Þýskalandi.
„Stemmningin var meiri en á
mörgum leikjum í Istanbúl og þeir
eiga þakklæti skilið."
oskar@dv.is
H