Dagblaðið - 14.11.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. NOVEMBER 1977.
'4
Raddir lesenda eru á bls. 2-3 og 4 í dag
Erfarin
aðefast umað
MANNRETTINDISEU
Raddir
lesenda
IHEIÐRIHOFÐ AISLANDI
Bella Sigurjónsson, Framnes-
vegi 11, hringdi:
Hún sagðist vera skozk að ætt
og uppruna en hafa verið
búsett á islandi í tuttugu og sex
ár. Hefði hún alltaf álitið að
mannréttindi væru í heiðri
höfð á Islandi, en nú læddist að
Ekki fæst leyfi tll að taka Ijósmyndir i klefum i Sióumúlafangelsinu. Ragnar Lár teiknaði þessa eftir
Ijósriti af Ijósmynd sem fylgdi eftlrriti rannsóknarlnnar. Rétt er að taka fram að maðurlnn i gólfinu var
ekki i Ijósmyndinni heldur er hann telknaður Inn i eftlr lýslngu dómarans.
henni grunur um að svo væri
ekki.
Er það eftir lestur greina í
Dagblaðinu um aðbúnað og
meðferð á föngum í Síðumúla-
fangelsinu.
„Mér er alveg sama þótt um
sé að ræða sakamenn," sagði
Bella. „Þeir eiga rétt á mann-
sæmandi meðferð rétt eins og
hver annar.“
Bella sagðist ekki trúa því að
óreyndu að opinberir aðilar
gripu ekki í taumana til þess að
koma í veg fyrir að föngum sé
misþyrmt í íslenzkum fang-
elsum.
Bella sagði að sér þætti það
skjóta nokkuð skökku við að
svona fanga-misþyrming skuli
eiga sér stað á Islandi á meðan
forráðamenn þjóðarinnar
básúna hve lýðræði sé í miklum
hávegum haft á íslandi.
Bella minntist einnig á
Amnesty International og sagði
að þótt hún vissi fullvel að sá
félagsskapur sinnti aðeins póli-
tískum föngum, væri þeim nær
að snúa sér að því að sinna
íslenzkum föngum í stað þess
að vera að eltast við erlenda
fanga.
Kona nokkur úr Keflavík
hringdi. Sagðist hún hafa keypt
nokkra happdrættismiða sem á
stendur „Litsjónvarpshappdrætti
ÆSl“ í vor. Á happdrættis-
miðanum er þess getið að dregið
sé 15. maí 1977. Þar er einnig
símanúmer sem veitir
upplýsingar. Númerið er 14053,
og er hjá Æskulýðssambandi
íslands.
Konan sagðist hafa margsinnis
hringt í þetta símanúmer en þar
VIÐ ÞJONUM
STOR-REYKJAVIKURSVÆÐINU
r r
GALLAFATNAÐURIURVALI
LEECOOPER
GALLABUXUR,
DÖMUSNIÐ
SLETTFLAUELS-
BUXURFRÁ U.F.O.
SVARTAR
BARNABUXUR
FRÁ BÓT
Ath.
Verð oggæði
Verzlunln
Strandgötu 31
Hafnarflröl, síml 53534
Hvert var vinningsnúmerið í
happdrætti ÆSÍ — ekki svarað í
uppgefið símaniímer á happdrættismiðanum
hefði aldrei verið svarað.
Blm. DB hefur gert ítrekaðar
tilraunir til þess að ná sambandi
við símanúmer þetta en án
árangurs.
Þætti konunni, og sjálfsagt
ýmsum fleirum sem keyptu þessa
happdrættismiða, vænt um ef for-
ráðamenn ÆSÍ hefðu samband
við lesendasíðuna sem gjarnan
vill koma vinningsnúmerunum á
framfæri.
Hreppurinn inn-
heimtirútsvar
sem greiðandinn
telurverafymt
Guðmundur Garðarsson skrifar:
„Ég flutti frá Búðum í
Fáskrúðsfirði í janúarmánuði
1971 ásamt fjölskyldu minni.
Flutti ég mitt lögheimili strax til
Reykjavíkur og hef búið þar
síðan. Ekki vissi ég annað en að
ég væri skuldlaus við sveitar-
félagið þar (Búðahrepp).
Síðastliðið sumar fór ég á
staðinn f mínu sumarleyfi. Bauðst
mér þá að fara á annan togarann á
staðnum í afleysingum og fór ég
þrjá túra á togaranum. Síðan fæ
ég sent uppgjörið suður og þá rak
mig í rogastanz þegar ég fann
kvittun frá Búðahreppi í
Fáskrúðsfirði að ég hafi greitt
útsvar til Búðahrepps kr. 46.882,
undirritaða af fyrrverandi póst og
símstjóra, Margeiri Þórormssyni,
sem dubbaður var upp sem skrif-
stofumaður hjá Búðahreppi eftir
að hann lét af störfum hjá pósti
og sfma.
Ég hringdi strax í Margeir og
spurði hvernig á þessu stæði.
Segir hann þetta vera gamla
skuld frá árinu 1971, sem verið
hafi kr. 23.856. Sfðan hafi komið
vextir og vaxtavextir á
upphæðina.
Ég hef aldrei fengið neina
rukkun eða tilkynningu um að ég
skuldi útsvar eða annað í Búða-
hreppi. Ég hef reynt að ná tali af
sveitarstjóranum, Helga
Guðmundssyni, undanfarna daga
en það hefur ekki borið neinn
árangur. Ég hringdi aftur í fyrr-
verandi póst- og símstöðvarstjóra
Margeir Þórormsson, og spurði
hann hvort þeir myndu ekki
borga þessa upphæð til baka því
þó svo væri að ég hefði skuldað
útsvar væri skuldin löngu fyrnd.
Hann neitaði því en viður-
kenndi að þetta væri fyrnt og
sagði að ég yrði að hafa fyrir þvf
að fá mér lögfræðing og yrði hann
að hafa fyrir því að ná þessu út.
Þá yrði lítið eftir af þessum
peningum.
Ég spurði hann hvort sveitar-
stjórinn væri honum sammála f
þessu og sagði hann svo vera.
Annars kæmi honum ekkert við
hvað hann rukkaði inn og hann
hefði sjálfur tekið sér bessaleyfi
og skrifað kvittunina. Síðan hló
hann sfnum smitandi hlátri. Er
mafían að spretta upp á Fáskrúðs-
firði?
Svar:
Haft var samband við Margeir
Þórormsson, sem er starfsmaður
á skriistofu Búðahrepps. Vildi
hann ekkert um málið segja
annað en að Guðmundur Garðars-
son hefði skuldað útsvar frá árinu
1971.
eik