Dagblaðið - 02.05.1978, Síða 16

Dagblaðið - 02.05.1978, Síða 16
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAl 1978. 16 23. skoðanakönnun Dagblaðsins: Teljið þér, að herða eigi eða draga úr eftirliti með klámi i kvikmyndahúsum eða hafa eftirlitið eins og verið hefur? „Hvað er klám?” „Hvað er klám, veit það ein- hver?” (Konaí Vík). „Erum við ekki öll orðin til í klámi? Ég held, að það sé miklu skaðlegra fyrir börn og unglinga að horfa á allt of- beldið í sjónvarpinu heldur en þótt þau sjái svolítið klám.” (Kona í Þorlákshöfn). „Leyfa allt klám en hækka aldurstakmörkin upp i 20 ár.” (Karl á Akureyri). „Leyfa fólki sjálfu að mynda sér skoðanir. Ekki að banna fullorðnum.” (Kona, Gerðum). „Svarið hlýtur að mótast af því, hvaða skilning maður leggur í klám. Ég er á móti því, að kynferðisleg brenglun og sadismi sé sýndur hér í kvik- myndahúsum. Hins vegar tel ég að allt sé í lagi með svokall- að listrænt klám.” (Karl á Vestfjörðum). „Það ber að herða eftirlitið, sérstaklega með efni í sjón- varpinu.” (Kona á Vestur- landi). „Við eigum að fara að dæmi frænda okkar Dana og gefa klámið frjálst. Það verður þá ekkert spennandi lengur og all- ir missa áhugann.” (Karl á Suðurnesjum). „Útiloka klámið alveg.” (Karl í sveit). „Kvikmyndaeftirlitið þarf að herða í sjónvarpi. Blöð og Hækkun á dmttarvöxtum Veðdeildarlána (Húsnæðismálastjórnarlána) Frá og með 1. maí hækka dráttarvextir á öllum veðdeildarlánum, sem tekin hafa verið eftir 1. júlí 1974 og bera bókstafinn F. D,E og F lán falla í gjalddaga 1. maí og verða áfram 1% dráttarvextir á D og E lánum. Dráttarvextir F lána hækka hinsvegar úr 1% í 3% fyrir hvern mánuð og byrjaðan mánuð. Athugið að þessi breyting tekur gildi 1. maí n.k. Veðdeild Landsbanka íslands Áklæði—Áklæði FRÁ PLUSH BELGÍU HÖFUM VIÐ FYRIRLIGGJANDI HIN VIÐUR- KENNDU DRALON ÁKLÆÐI í 10 LITUM OG MUNSTRUM. ÖLL BETRI HÚSGÖGN SEM BELGIR SELJA ÚR LANDI ERU MJÖG GJARNAN KLÆDD DRALON ÁKLÆÐI FRÁ PLUSH. EF ÞÉR EIGIÐ VIRKILEGA VÖNDUÐ HÚSGÖGN, SEM ÞARFNAST KLÆÐNINGAR, VELJIÐ ÞÁ Á ÞAU ÁKLÆÐI, SEM ER FALLEGT, NÍÐSTERKT OG AUÐVELT ER AÐ ÞVO ÚR BLETTI. ÚTVEGUM ÚRVALS FAGMENN SÉ ÞESS ÓSKAÐ. FINNSK AKLÆÐI Á SÓFASETT OG SVEFNSÓFA. Verð aðeins kr. 1680.- metrinn Opiö frá 1 til 6 — Póstsendum B. G. Áklæði, Mávahk'd 39 Sími 10644 - Aðeins á kvöldin Niðurstöður skoðanakönnunarinar urðu þessar: Herða eftirlitið............................76 eða 25 1/3% Draga úr eftirliti..............................90 eða 30% Óbreytt.......................................102 eða 34% Óákveðnir...................................32 eða 10 2/3% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöð- urnar þessar: Herða..................28,4% Draga úr...............33,6% Óbreytt...............38% „Ég vona, að þessi fyrirspurn beri ekki með sér að Dagblaðið líti á mig sem einhvers konar sérfræðing i klámi,” sagði Thor Vilhjálmsson rit- höfundur, þegar DB bað hann um um- sögn í tilefni niðurstaðna skoðana- könnunarinnar. „Til þess hef ég litla verðskuldun. En það féll í minn hlut að heyja harða snerru í sjónvarpi i vetur til að reyna að koma í veg fyrir, að lögreglustjóri bannaði sýningu á japanskri kvikmynd á kvikmynda- hátiðinni. Mín afstaða byggðist á því, þárna væri um listaverk að ræða, ætti að leyfa fullorðnu fólki að ákveða sjálft, hvort það teldi sér óhætt að horfa á myndina. Ég er enginn áhuga- maður um klám. Ég vil láta þá i friði, sem þurfa á klámi að halda, ef það er tiltölulega saklaust og skaðar ekki aðra. Núna getur hver maður fengið allt það klám, sem hann vill, hvort sem hann kýs lifandi myndir eða lesmál, og margur þarf jafnvel að sæta meiru en hann kærir sig um. Mjög virkir klámbankar kvikmynda eru úti um alla borg, í mörgum opin- berum fyrirtækjum og kannski úti um allt land, auk þess sem einkaaðilar geta leigt sér sýningarmenn með hið ferlegasta klám til að sýna i heimahús- um. Klám hefur verið vinsæl iþrótt á tslandi um aldaraðir. Það þarf að gera greinarmun á klámi og list og hver á að skera úr um það? Að mínum dómi á að kalla til Thor Vilhjálmsson um skoðanakönnun DB: „Ég vil láta þá í friði sem þurfa á Kiami að halda” J,

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.