Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAl 19/8. 21 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Fyrsti meist- aratitill ÍA íár — sigraðu Breiðablik stórt, 4-1 íslandsmeistarar ÍA unnu stóran og næsta auðveldan sigur á Breiðabliki í Litlu-bikarkeppninni á laugardag, 4—1. Þá sigraði Keflavik lið FH 3— 1 i Kefla- vik — en meistarar Skagamanna hafa þegar unnið sinn fyrsta titil i ár og allar likuráaðþeir verði og meistarar meist- aranna. Breiðablik byrjaði líflega — en fljót- lega var eins og allur vindur væri úr Blikunum. ÍA náði forustu á 20. minútu er Kristinn Björnsson skoraði. Pétur Pétursson skoraði síðan á 30. mínútu er hann skallaði knöttinn í netið. Karl Þórðarson skoraði þriðja mark ÍA eftir mikinn einleik — lék á 4 varnarmenn Blikanna. 3—0. Pétur Pétursson skoraði síðan fjórða mark ÍA um miðjan síðari hálfleik — og komst skömmu siðar einn í gegn en skaut naumlega framhjá. Ólafur Friðriksson minnkaði muninn fyrir blikanai4—1. Í Keflavík áttu heimamenn ekki i erfiðleikum með FH, sigur, 3—1. Þórir Sigfússon 2 og Steinar Jóhannsson skoruðu mörk ÍBK en Janus Guðlaugs- son svaraði fyrir FH. Staðan í Litlu-bikarkeppninni er: Akranes 4 3 10 11—27 Breiðablik 4 2 11 8—5 5 ÍBK 3 111 3-2 3 Haukar 2 10 1 4—7 2 FH 4 0 13 3—9 1 Stórt,hjá Val gegn ÍBV, 4-1 — í Meistarakeppni KSÍ á Melavellinum Valu vann sannfærandi sigur á ÍBV I Meistarakeppni KSÍ á Melavellinum á Laugardag 4—1. en ÍBV bar hærrí hlut f viðureign félaganna i Eyjum, 2—0. tslandsmeistarar ÍA og ÍBV eiga nú einungis eftir að mætast — og ÍA nægir jafhtefli svo titillinn hafhi á Skaganum. Ingi Björn Albertsson kom Val yfir á Melavellinum en örn Óskarss. svaraði fyrir ÍBV. En Valsmenn voru ekki á að gefa sinn hlut — og þrjú mörk fylgdu i kjöifarið, Atli Eðvaldsson, Jón Einars- son og Guðmundur Þorbjörnsson skoruðu fyrir bikarmeistara Vals án svars ÍBV. Staðan i Meistarakeppni KSÍ ér: Akranes 3 12 0 5—4 4 Valur 4 12 16-54 ÍBV 3 10 2 5-7 2 Preston í 2. deild Preston North End, „Proud Preston" eins og félagið var kallað forðum avann sér i gær rétt i 2. deild þó án þess að leika. Meistarar 3. deildar, Wrexham mættu Peterborough — og til að komast upp i 2. deild þurfti Peter- borough að sigra. Jafntefli varð hins veg- ar, 0—0 f Wrexham. Preston komst þvi upp f 2. deild undir stjórn Nobby Stiles — en þegar liöfðu tryggt sér sæti I 2. deild, Wrexham og Cambridge — annað árið f röð að Cambridge flyzt á milli deilda. Sigraði f 4. deild áríð áður — glæsilegt hjá Cambrídge, aðeins nokkur ár siðan félagið hóf að leika f deildakeppninni ensku. Páll Pálmason horíir á eftir knettinum, fer hann inn eða fer hann framhjá má lesa úr svip hans. DB-mynd Bjarnleifur. Þá vann Plymouth stóran sigur á Bradford City, 6—0 — en félagið var lengi f mikilli fallhættu en tókst að bjarga sér á sfðustu stundu undir stjórn íMalcolm Allison. Hverfafundir borgarstjóra í apríl - maí 1978. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta 3 Laugameshverfi Langholt Þriðjudaginn 2. maí kl. 20.30 Glœsibœr — Álf heimum 74. Á fundunum verður: Sýning á líkönum og uppdráttum af ýmsum borgarhverfum og nýjum byggðasvæöum. 2. Litskuggamyndir af helztu fram- kvæmdum borgaririnar nú og aö undanförnu Fundarstjóri: Þorsteinn Gfslason, skipstjóri, Fundarritarar. Ólöf Benediktsdórtir, kennari og Sigmar Jónsson, f ramk væmdastjóri. Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra Iþróttir KR kaf- sigldi Víking, 3-0 — íReykjavíkur- mótinu. Valur ogÞróttur skildujöfn, 1-1 KR vann næsta auöveldan og óvæntan stórsigur gegn Viking f Reykjavikur- mótinu i kiiatt.sp.vniu á sunnudag, 3—0. Vikingar voru nánast ótrúlega slakir — vörnin óákveðin og vantaði Diðrik ÓlaTs- son markvörð áþreifanlega. Miðjumenn liðsins sáust vart — og framlinan mátt- laus. Þá léku i gær á Melavellinum Þróttur og Fram, jafhtefli varð 1—1. Eðlilega vakti viðureign Vikings og 2. deildarliðs KR mesta athygli — baráttan á toppnum. KR fékk óskabyrjun — Vilhelm Fredriksen skoraði af 20 metra færi pegar á 5. minútu. KR-ingar voru ávallt fljótari á knöttinn, börðust betur, léku betur. Þegar á fyrstu mínútu síðari hálfleiks skoraði Sverrir Herbertsson annað mark KR, 2—0. Vikingar sköpuðu sér vart tækifæri i leiknum og vörn KR var sterk. Þriðja mark KR var siðan nánast skorað beint úr aukaspyrnu — löng sending frá hægri. Þrir varnarmenn Vikings ásamt markverði hoppuðu allir upp, einnig Sigurður Indriðason og i net- inu hafnaði knötturinn. KR-ingar fögn- uðu Sigurði, sennilega hefur knötturinn sleikt kollinn á honum. I gær fór siðan fram viðureign Fram og Þróttar — jafntefli varð. 1 — 1. Iþrottir Hartbariztá sumardaginn fyrsta Sumardagsmót TBR var haldið i TBR-húsinu á sumardaginn fyrsta. Keppt var i öllum flokkum unglinga. Sýndu unglingarnir að mikill áhugi er á badminton hér á landi og vorii margir leikirnir jafnir og skemmtilegir. ÍJrslii i einstökum flokkum urðu sem hér segin Hnokkar (12 ára og yngri): Haraldur Sigurðsson TBR sigraði Árna Þór Hallgrimsson ÍA 11:0 6:11 og 11:7. Hér eru á ferðinni tveir bráðefnilegir leikmenn. Tátur (12 ára og yngri): Þórdís Erlingsdóttir TBR sigraði Katý JónsdótturÍAll:l ogll:4. Sweinar (12-14 éra): Þorsteinn Páll Hængsson TBR sigraði Hauk Birgisson TBR 11:9 og 11:7. Mayjar (12-14 érah Þórunn Óskarsdóttir KR sigraði Ingu Kjartansd TBR ll:9og ll:2. Drengir (14-16 ára): Þorgeir Jóhannsson TBR sigrað' Gunnar Jónatansson Val 11:12 11:6 og 11:8. Telpur (14-16 ára): Arna Steinsen KR sigraði Kristinu Magnúsdóttur TBR 11:4 og 11:8. Ptttar (16-18 árah Broddi Kristjánsson TBR sigraði Guðmund Adolfsson TBR 18:13 og 17:15.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.