Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978.
2
/*
Pálmi Gunnarsson, hljómlistarmaður (til vinstri) telur að Hrafn og Kompani færi
mönnum engan „viðburð” á listahátíð þar sem hljómsveitin Smokie er.
HRAFN OG KOMPANÍ
ÞURFA Á HJÁLP AÐ HALDA
Pálmi Gunnarsson söngvarí simaði:
„Ekki man ég svo gerla hvort Hrafn
Gunnlaugsson listahátiðamaður hafí á
einhverjum tima látið út úr sér það
rugl að hljómsveitin Procul Harum,
sem heimsótti lsland fyrir nokkru,
væri það léleg að ekki væri hún bjóð-
andi landanum sem viðburður á lista-
hátíð.
Fjöldanum fannst annað.
Ég á einnig erfitt með að skilja hvað
að baki liggur hjá listapostulanum og
mönnum hans, þegar kíkt er á „við-
burð" þann sem þeir bjóða upp á á
komandi •listahátíð. Það hefur.
gengið manna á millum sá möguleiki
að fá hingað til lands hljómsveitina
SANTANA. Þróuð tónlist — þróaðir
tónlistarmenn, sem til fleiri ára hafa
staðið sem útverðir góðrar og vand- •
aðrar tónlistar.
Hafi valið hjá ykkur, Hrafni og
Kompaníi, verið hljómsveitin Smokie,
þá legg ég til að þið ráðið ykkur að-
stoðarmenn sem vit hefðu fyrir ykkur í
þessum efnum.
Það virðist sem þið standið ekki í
stykkinu gagnvart nútímatónlistar-
unnendum — hvorki fyrr né siðar.”
Dagflug á sunnudögum - mánu-
dögum. Lloret de Mar eftirsóttasti
skemmtiferðastaðurinn á hinni
fögru Costa Brava strönd. Við
bjóðum glæsilegar og friðsælar
fjölskylduíbúöir Trimaran, rétt við
Fanals baðströndina, einnig vin-
sæl hótel. Ovenju litskrúöugt
skemmtanalíf.
Sunnuskrifstofa með þjálfuöu starfs-
fólki á staðnum.
Fariðverður: 3. og 21. maí, 11.júní,
2. og 23. júlí, 13. ágúst, 3. og 24.
sept. Pantið strax.
SUNN
Bankastræti 10. Símar 16400
12070 - 25060 - 29322.
0
COSTA BRAVA
Svona litur alvörukría út
„Kríumyndin” á forsiðu DB á
þriðjudag varð þess valdandi að kom-
andi kosningar og önnur „smámál”
féllu algjörlega í skuggann. Tugir eða
hundruð hringinga dundu á ritstjórn,
m.a. frá náttúrufræðistofnun, fugla-
sérfræðingum, áhugafólki og öðrum.
Þetta er allt samkvæmt formúlunni,
því aldrei er hringt til blaðavegna góðs
efnis, aðeins vegna mistaka, sem alltaf
vilja henda öðru hvoru. Eitt skeyti
barst og fer það hér á eftir:
„KRÍAN ER FARIN. FUGLA-
VINAFÉLAGIД.
_________________
ítilefni
kríumyndar:
Kveðjur
frá
Fugla-
vinafélagi
Raddir
lesenda
Iðnkynningarárið:
POST FESTUM
Að þessari kynningu var staðið með
miklum myndarbrag og dugnaði. En
það eru tvö grundvallaratriði, sem ég
man ekki eftir að hafi komið til tals í
tengslum við þessa ágætu kynningu,
en þau eru: 1) Hvað er islenzkur iðn-
aður? og 2) Hvað er hægt að gera tii að
bæta islenzkan iðnað?
Hvað er íslenzkur
iðnaður?
Með þessari spurningu á ég við, að
hve miklu leyti hráefni og vinna við
tiltekna iðnaðarvöru þurfi að vera inn-
lend til þess að varan geti talizt ís-
lenzkur iðnaður? Er Coca cola eða
Tropicana islenzkur iðnaður? Eða er
smjörlíkisgerð eða samsetning á tvö-
földum rúðum islenzkur iðnaður? Eða
eitthvað annað? Stjórnvöld þyrftu að
láta fara fram athugun á þessu og
ýmsum öðrum atriðum í sambandi við
þetta, svo sem athugun á samanburði
við að „framleiða” svona vörur hér á
landi eða flytja þær inn, þ.e. hvert er
þjóðhagslegt „vægi” framleiðslunnar
með hliðsjón af atvinnumálum, við-
skiptasamningum o.s.frv. — Rann-
sóknin mætti að ósekju ná til fleiri at-
vinnugreina, svosem t.d. kjúklinga og
eggjaframleiðslu en innfl. fóðurbætir
til þessaraatvinnuvega nemurmilljörð-
um á hverju ári.
Hvað er hægt að
gera til að bæta
íslenzkan iðnað?
Hér er um að ræða þungamiðju alls
þessa máls. íslenzkar iðnaðarvörur
seljast aldrei til langframa, nema gæði
þeirra upp til hópa verði bætt til mik-
illa muna. Bæði vörum og þjónustu
Á iónkynningarárinu voru iðnkynningar um allt land, einnig i höfuðborginni.
M.vndin er tekin i göngugötunni í marz i fyrra.
hjá ísl. iðnaðarmönnum er að sumu
leyti svo ábótavant að telja má til
þjóðarböls.
Vafalaust eru það tiltölulega fá
fyrirtæki og einstaklingar sem setja
blett á þessar stéttir. Þetta er mál, sem
stjórnvöld og iðnforustan sjálf þurfa í
sameiningu að taka til miskunnar-
lausrar rannsóknar og athugunar.
Fyrr en einhver skynsamleg lausn
hefur fengizt á þvi máli, er öll „kynn-
ing” og sölumennskutilburðir geip eitt
og tilgangslaus sýndarmennska.
Borgarí
Stefnuyfirlýsingar flokkanna eru eins og
PYLSUR SEM EKKIER HÆGT
AÐ STINGA GAFFUNUM í
Karl Adolfsson skrifan
„Hafa stjórnmálaflokkarnir ein-
hverja stefnu eða enga i efnahagsmál-
um? 1 þvi moldviðri sem þyrlað er upp
þessa dagana er erfitt að fá úr því
skorið. i spéspegli virðist Alþýðu-
bandalagið ætla að leysa þau mál með
þvi að reka herinn úr landinu (krafa
um slíkt skilyrði fyrir stjórnarsam-
starfi). Sjálfstæðisflokkurinn aftur á
móti með þvi að leyfa hömlulausan
innflutning á niöurgreiddum iðnvarn-
ingi, svo að nokkrar stórverzlanir með
nægjanlegu fjármagni geti grætt pínu-
lítið meira (krafa um svokallaðan
frjálsan innflutning flýtur ofan á súp-
unni á meðan hugtakið „flokkur allra
stétta” rennur yfir barmana).
Ráðast verður
á sjálfar
verðbólguræturnar
En svona til þess að fá eitthvað
meira á hreint. Hvað telur Vilmundur
Gylfason að iðnaðurinn, þar með tal-
inn frystiiðnaðurinn, þoli háa vexti
sbr. kjallaragr. frá 8/4? Eigum við að
segja 40% eða teygja okkur ögn
lengra?
Það er alrangt að lágir vextir geti
verið frumorsök verðbólgu frekar en
t.d. lág húsaleiga. Þörfin á háu vöxt-
unum núna er beinlínis afleiöing af þvi
sullum bullum ástandi sem ríkt hefur í
fjárfestingum siðastliðna áratugi. Það
sem þarf að gera er að ráðast verður á
sjálfar verðbólguræturnar og þá þarf
ekki að hækka vextina.
Ein verðbólgurótin er hið óeðlilega
háa verð á íbúðum, sérstaklega göml-
um, á Reykjavíkursvæðinu. Rétta
svarið við þvi er að leyfa þeim aðilum,
sem hafa sýnt það í verki að hægt er
að byggja ódýrt, að byggja leigu- og
söluíbúðir í verulegu magni. Slíkt
myndi fljótlega hafa mikil áhrif. Í
fyrsta lagi:
Lækka hið almenna markaðsverð
og virka þannig sem verðbólguhemill.
í öðru lagi að leysa vandamál hinna
fjölmörgu leigjenda. 1 þriðja lagi að
stöðva að mestu brask með ibúðir. í
fjórða lagi myndi þetta án efa reiknað
sem kjarabót i samningum launþega
við atvinnurekendur og ríkisstjórn og
yrði þannig ekki litið framlag i verð-
bólgubaráttunni.
Loðmullulegar
stefnuyfirlýsingar
Því miður eru stefnuyfírlýsingar
flokkanna svo loðmullulegar að þær
eru eins og pylsur, sem ómögulegt er
aðstingagafflinumí.
Sem hugsanlegur kjósandi Alþýðu-
flokksins, þóekki meira, vil ég gjarnan
fá skilgreiningu á því hvað Vilmundur
Gylfason á við í kjallaragrein sinni
„Neyzlulýðræði”, þar sem hann talar
um höftin.
Er það stefna Alþýðuflokksins að
leyfa eigi hömlulausan innflutning á
niðurgreiddum iðnvarningi? Hvað
skyldu hinir fjölmörgu „neytendur"
sem Vilmundur talar um, sem vinna
við iðnaðarstörf í harðri samkeppni
við innflutninginn, segja um það.
Er ekki kominn tími til að Vilmund-
ur hætti þessum vindmyllubardaga við
Jón Sólnes, Rafafl, Óla Jó og fleiri
mæta menn og fari að snúa sér að þvi
að skýra stefnu Alþýðuflokksins i
efnahagsmálum. Sú stefna er, þegar
allt kemur til alls, ekkert annað en
önnur útgáfa á ránfuglastefnu Sjálf-
stæðisflokksins í innflutningsmálum.”