Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. 115 Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga í dag: Á aðra milljón hjúkrunarfræð- inga í alþjóða- sambandinu Margar stéttir og starfsgreinar eiga núoröið sína alþjóðlegu daga og í dag, 12. maí, er alþjóðadagur hjúkrunar- fræðinga. Dagurinn er fæðingardagur Florence Nightingale sem af mörgum er talin fyrsta hjúkrunarkona heims. Hún stofnaði fyrsta hjúkrunarskólann en brezkar hjúkrunarkonur voru brautryðjendur í hjúkrunarmálum og skólinn fyrirmynd annarra hjúkrunar- skóla um allan heim. Alþjóðasamband hjúkrunarkvenna var stofnað árið' 1899 og var það fyrsta alþjóðastéttar- félag kvenna. Innan vébanda þess eru hjúkrunarfélög 87 landa með á aðra milljón hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfélag Islands gerðist aðili að sambandinu 1933. Félagið var stofnað árið 1919 og eru félagar nú 1575 talsins. Um siðustu áramót voru nærri þúsund félagsmenn í starfi víðs vegar um landið. A alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga er kjörorð dagsins: Bættar aðstæður hjúkrunarfræðinga, Lykill að betri heilsugæzlu og hjúkrun. Alþjóðasamband hjúkrunar- fræðinga telur að hjúkrunar- fræðingar séu mikilsverðir þátttak- endur i mótum heilbrigðisþjónustu hvers lands, að hjúkrunarfélögum beri skylda til að stuðla að bættri heil- brigðisþjónustu í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. að félagsleg og fjárhagsleg staða hjúkrunarfræðinga verði að vera í samræmi við nám þeirra, ábyrgð og vinnuálag, og að það sé til almenningsheilla að laða sem ■flesta hjúkrunarfræðinga til starfa. A.Bj. BIFVELAVIRKJAR - VÉLVIRKJAR eða menn vanir viðgerðum á bifreiðum og þungavinnuvélum óskast til starfa, fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar á skrifstofu vorri Lækjargötu 12 (Iðnaðarbankahúsinu) föstudaginn 12. þ.m. kl. 14—16, einnig alla vinnudaga á skrifstofu vorri Keflavíkurflug- velli. ISLENSKIR AÐALVERKTAKAR SF. KEFLAVÍKURFLUGVELLI Dagblaðið vantar umboðsmann í Hveragerði frá 1. júní. Upplýsingar hjá Sigríði Kristjáns- dóttur í síma 99-4491 og afgreiðslunni í síma 91-22078. WIAÐIB Lausar stöður Við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands eru lausar nokkrar kennarastöður. Einkum vantar kennara til almennrar bekkjarkennslu, til kennslu í tungumálum, í raungreinum á unglinga- stigi og handmennt (smiðum). — Að öðru jöfnu ganga þeir umsækj- endur fyrir sem verið geta jöfnum höndum bekkjarkennarar eldri deilda á barnastigi og kennt einhverjar greinar til loka grunnskólans. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 31. þ.m. Menntamálaráðuneytið, 5. maí 1978. Vélsmiðjan Klettur hf Haf narfiröi, tilkynnir Erum f luttir með alla starfsemi okkar að Helluhrauni 16 — 18 50139 -50539. GAMAN AÐ HITTA ÞIG, KUNNINGI! Einn af árekstrunum í borginni. Flestum blöskrar óöryggið í umferð höfuðborgarinnar. Það virðist sem menn séu einstaklega annars hugar í um ferðinni. Eða hvers vegna er þetta sífellda nudd? Getur það verið að kenningin um heimsins lélegustu öku- tnenn sannist á Reykvíkingum og nágrönnum þeirra? Hér renndi einn sér bókstaflega inn i annan bil. — DB-mynd Guðjón. UngirRangæingarí söngferð til Óslóar Þetta er merki kórs Rangæinganna ungu. Það munu þau fá prentað í ein- kennisbol kórsins. Myndina teiknaði Jón Kristinsson í Lambey. Bamakór frá Tónlistarskóla Rangæinga leggur upp í söngför um helgina til Óslóar. Þar verður kórinn gestur tónlistarskóla Ragni Holter- Strömmen og St. Laurentsiuskoret. Mun kórinn koma fram við ýmis tæki- færi ytra. Menntamálaráðuneytið og Kiwanis- klúbburinn Dímon hafa styrkt ferðalag kórsins, hvor aðili með um 100 þúsund krónum. í förinni verða alls 16 manns. Stjórnandi kórsins er Sigríður Sigurðar- dóttir, undirleikari Friðrik Guðni Þór- leifsson en fararstjóri er Margrét Tryggvadóttir. Tónlistarskólinn hafði á síðasta vetri 143 nemendur og var kennt á sex stöðum i sýslunni en aðsetur skólans er á Hvolsvelli. Gítarinn er vinsælast hljóðfæra i skólanum, eins og raunar víðar, en orgelið kemur næst að vin- sældum að sögn stjórnandans, Sigriðar Sigurðardóttur. JBP Rafmótorar Eigum á lager eftírta/da mótora frá Transe/ektro: Rpm. KW Hö VoK Verfl án söiusk.: 1400 3 4 380/220 27.555.- 1400 5,5 7,5 380/660 40.190.- 1400 18,5 25 380 106.900.- 1400 22 30 380 123.365.- 2800 1,5 1 fasa 220 24.970.- 1400 1,5 1 fasa 220 27.700.- 2800 1/4 1 fasa 220 15.730.- Ise/co sf.. Ármúla 32, símí 86466. Sölubörn vantar í eftirtalin hverfi í Hverfi 7 Sólvallagata Reykjavík. Víðimelur Ásvallagata Hverfi 8 Unnarst Reynimelur Brávallagata Seljavegur Hrannarst Elliheimilið Ljósvallagata Framnesvegur öldugata Furumelur Hverfi 11 Holtsgata Ægisgata Grenimelur Suðurgata Vesturgata Hagamelur Sturlugata Brekkustígur Hverfi 6 Melhagi Oddagata Drafnarstígur Kvisthagi Espimelur Aragata Bakkastígur Hjarðarhagi Birkimelur Lóugata Hringbraut að Fornhagi Þrastargata Hofsvallagötu Fjallhagi Hverfi 10 Fálkagata vesturað Dunhagi Túngata Smyrilsv. Bræðraborgarstíg Ægisíða Hólavallagata Grímshagi Tómasarhagi Hávallagata Starhagi Hverfi 9 að Dunhaga Blómvallagata Lynghagi Brunnstígur Mýrargata Nýlendugata Rest að Vesturg. Ránargata Bárugata Stýrimannast Sölubörn vantar í eftirtalin hverfi í Kópa- vogi. Vikan Uppl. í síma 36720. Hverfi 7 Hrauntunga Hverfi 14 Vesturvör Nesvör Hafnarbraut Hverfi 15 Hlégerði Suðurbraut Hverfi 16 Skjólbraut Meðalbraut Hverfi 21 Hlaðbrekka Fagrabrekka Þverbrekka Álfabrekka Sölubörn vantar í eftirtalin hverfi í Garðabæ Hverfi ^ Smáraflöt Stekkjarflöt Lindarflöt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.