Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 34

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 34
38 DAGBLAÐIÐ.'FÖSTUDAGUR 12. MAl 1978. Á morgun, laugardaginn 13. maí kl. 16.00 Gunnar Brusewitz frá Svíþjóð: „Skógur og vatn”, fyrirlestur og kvikmyndasýning. Verið velkomin Veriðvelkomin NORRÆNA HUSIÐ BREIÐHOLT -■ KÓPAVOGUR Látíð kunnáttumennina smyrja bílinn á smur- stöðinni ykkar SMURSTÖÐ ESSO Stórahjalla 2, Kópavogi Snjólfur Fanndal SÍMI 43430 IVIOLD Úrvals gróðurmold tíl sölu, fljót og góð þjón- usta. Upplýsingar í síma 81710, 71193 og 32687. Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á ísafirði frá 8. maí er Erna Sigurðardóttir, Tangagötu 24, sími 94—4220. imBIABIB BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notadra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: Ford Fairlane Fiat 128 Mini Peugeot 204 M. Benz 220 Saab 96 Einnig höfum vid úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfiatúni 10 - Simi 11397 fl Utvarp Sjónvarp RAGNHEIOUR KRISTJÁNSDÓtTII Sjónvarp á hvítasunnudag kl. 18.00: Stundin okkar Síðasta Stundin okkar á þessu vori Á hvítasunnudag kl. 18.00 verður siðasta Stundin okkar á þessu vori, því að í sumar mun hið hefðbundna snið Stundarinnar lagt niður, og sýndar verða ýmsar skemmtilegar myndir og smáþættir fyrir börn í þess stað. Má þvi segja að það efni sem hefur verið á dag- skrá á miðvikudögum í vetur og ætlaö fyrir börn flytjist yfir á sunnudagana. Meðal efnis á sunnudaginn verður þvi seinni hluti leikþáttarins Afmælisgjöfm. Soffía Jakobsdóttir fer með hlutverk Lóu, sem fær dúkku í afmælisgjöf, en dúkkuna leikur Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Leikstjóri er Arnhildur Jónsdóttir. Þá munu nokkrar hressar stelpur úr Hvassaleitisskóla flytja stuttan gaman- þátt. Saga úr myndaflokknum Striga- skór eftir Sigrúnu Eldjárn verður einnig á dagskrá. Einnig munu nemendur úr Þroskaþjálfaskólanum flytja brúðuleik um Láka jarðálf. Spjallað verður við átta ára tvíbura, I stundinni okkar á hvitasunnudag verður sýndur seinni hluti leikþáttarins Afmælis- gjöfin. Það eru þær Soffia Jakobsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir sem fara með hlutverkin i þeim þætti. sem munu einnig syngja fyrir okkur. Þá verður fylgzt með því hvernig efni er unnið í Stundina okkar, en það eru vafa- laust margir sem hafa mikinn áhuga á að kynna sér það. í því atriði verður fylgzt með Ásdísi Magnúsdóttur, sem æfir þrjá unga dansara og fylgzt með upptöku dansanna. Einnig fáum við að svipast um i sjónvarpinu og fylgjast með vinnu starfsfólks í upptöku. Þegar undir- búningur og upptaka hafa verið sýnd, fá- um við að sjá dansinn, en hann er gerður við lag við kvæðið Bráðum kemur betri tið eftir Halldór Laxness. Með þessu at- riði kveður Stundin okkar að sinni. Stundin er i litum og umsjónarmaður er Ásdís Emilsdóttir og kynnir ásamt henni er Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Stjórnandi upptöku er Andrés Indriða- son. RK Astarþríhyrningurinn, læknirinn, fomleifafræðingurínn og konan. Sjónvarp á hvítasunnudag kl. 22.15: Snertingin Kvikmynd gerð af Ingmar Bergman „Myndin segir frá læknishjónum, og þó aðallega konunni, sem búa i litlum bæ i Svíþjóð,” sagði Óskar Ingimarsson okkur m.a. um myndina The Touch eða Snertinguna, sem er á dagskrá sjón- varpsins á hvítasunnudag kl. 22.15. Fornleifafræðingur nokkur kemur í bæinn. Hann vinnur þar við gamla kirkju sem verið er að endurgera. Læknisfrúin og fornleifafræðingurinn kynnast og verða hrifin hvort af öðru, enda hefur læknisfrúin orðið fyrir von- brigðum i hjónabandi sínu og er forn- leifafræðingurinn henni kærkomin til- breyting. Fjallar myndin síðan um sam- skipti þeirra. Óskar sagði þessa mynd hvorki gamanmynd né dramatíska. Hún ergerð árið 1971 af Ingmar Bergman og með aðalhlutverkin fara Elliot Gould, sem leikur fornleifafræðinginn, Bibi Anders- son sem leikur læknisfrúna og við könn- umst m.a. við úr sjónvarpsmyndaflokkn- um Varnarræða vitfirrings, en þar lék hún Siri von Essen, og Max von Sydow, sem leikur lækninn. Myndin, sem er í litum, er tæplega tveggja klukkustunda löng og var hún sýnd i kvikmyndahúsi hér fyrir stuttu. - RK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.