Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. 27 GARÐYRKJA Jurtimarí garðinum okkar eru komnar víða að GARÐYRKJA Hermann Lundolm ieiðbeinir um garðyrkju UÚKIÐ VIÐ LÓÐA- HREINSUN SEM FYRST Jurtirnar sem skreyta garða okkar og þær sem við ræktum okkur til matar eru komnar víðsvegar að úr heiminum. Jurtir frá Kína, Perú, Persíu og Afríku dafna nú í bezta bróðerni innan um inn- lendan gróður. Fingurbjörg og beitilyng, alparósir og glitfifill. Vaxtarstaðirnir eru eins mismunandi og þjóðerni plantnanna, grýttir fjalls- tindar, frjósöm engi, kalkauðugar hlíðar, þurrar heiðar, skuggsæl skóg- lendi og margir aðrir staðir. Vegna þessa mismunandi uppruna hafa margar jurtir orðið að þróa með sér sérstök einkenni til þess að þola hin mismunandi skilyrði, meiri eða minni hita, meiri eða minni vætu, meira eða minna kalk o.s.frv. Sjáið t.d. kaktusa og vatnaliljur, sóleyjar og fífla sem breiða úr sér i sólarbirtunni og svo bergfléttur og burkna, sem skríða í skugganum - þetta ber allt vott um dásamlega aðlögunarhæfileika. Nýlega var sýnd í sjónvarpinu mynd frá Sval- barða. Sýnd var jurt sem haföi aðlagað sig svo að staðháttum þar að hún hætti að þroskast á miðju blómgunarskeiðinu, því sumarið þar er ekki nógu langt fyrir hana og tekur svo upp þráðinn þar sem frá var horfið næsta ár á eftir. Mismunandi kröfur tegundanna Sá sem vill njóta góðs árangurs af garðræktarstarfi sínu verður að vita svolítið um kröfur hinna mismunandi tegunda til lifsviðurværis. T.d má ekki kvelja alparósir í brennandi sól eða fullsóp í blautum lægðum. Þar að auki þarf hinn sami að kunna skil á gróður- setningu og fjölgun einstakra tegunda. Heilbrigði og næringu fær jurtin aðallega með hjálp tveggja liffæra, rótanna og blaðann. Gegnum ræturnar tekur jurtin næringu úr moldinni. Það eru uppleysanleg sölt fyrir tilverknað vatns. Rótin getur verið digur, stólparót, sem vex beint niður eins og hjá lúpínu, njóla og gulrót. Hún getur einnig verið trefjarót, sem er marggreind, eins og t.d. hjá sóley, rósum o.fl. Með þessum rótum leitar jurtin eftir fæðu. Þaðeru þó ekki hinar áberandi sveru rætur sem sjúga í sig næringuna heldur örfin nær ósýnileg rótarhár sem myndast nærri rótarendanum. Því er það áriðandi að ræturnar verði fyrir sem allra minnstu hnjaski við umplöntun og skal ávallt i taka þær upp með góðum moldarköggli. Sé moldin of þurr er hún vanalega annað hvort svo hörð að ræturnar vilja slitna eða þá svo laus að hún hrynur af þeim. Því er nauðsynlegt að vökva plönturnar vel áður en þær eru teknar upp. Gegnum blöðin sem eru þétt setin óteljandi örmjóum holum fer fram miklu margbrotnari starfsemi. Jurtin svitnar, losar sig við vatn. Hún andar, tekur í sig lofttegundir, sem húnþarfn ast og losar sig við aðrar og fyrir til- verknað blaðgrænu vinnur jurtin kolvetni, sem er aðalorkugjafi hennar. Fimm aðalskilyrði: Af þessu sjáum við að til þess að tryggja jurtunum heilbrigðan vöxt þarf að uppfylla fimm aðalskilyrði. í fýrsta lagi: Eins og mannleg vera þarfnast jurtir lofts. Þess vegna mega þær ekki standa of þétt. t öðru lagi: Jurtin þarfnast birtu, til þess að jurtin geti drukkið í sig sólar- orkuna. Ef óhreinindi eru á blöðunum eða jurtin stendur i skugga af trjám, sem vaxa yfir hana, dregur úr Ijósgeislunum. Flestar jurtir þurfa birtu allan daginn en margar hafa þó vanið sig á að þrifast i meiri eða minni skugga. Það eru aðal- lega jurtir með þykk, dökkgræn blöð. Mjög fáar jurtir kæra sig um að vera i miklum skugga. I flestum görðum er eitthvert beðið i skugga og það getur verið erfitt ’.iðureignar. Skuggi getur verið mismunandi þéttur. Þar sem er „hár” eða „blettóttur" skuggi má rækta talsvert af runnum og fjölærum jurtum. Eins i skáskugga sem stafar frá byggingum, veggjum eða limgirðingum, Þar sem er þéttur skuggi undir trjám eða runnum má, ef rætur þeirra eru ekki of ofarlega, rækta vorlauka sem blómgast áður en trén laufgast. Eftir blómgun hverfa visnir stönglarnir i skugga trjánna. t þríðja og fjóða lagi koma svo hiti og vatn í mismunandi mæli eftir þvi hvort ,um er að ræða þurrlendis- eða votlendis- jurtir, hitabelti- eða kuldabeltisjurtir að uppruna. Öndunarstarfsemin getur einnig orðið fyrir skakkaföllum við of mikinn hita af vindi eða of þurru lofti. Allt getur þetta orsakað að upp úr jurtinni gufar meiri vökvi en hún getur tekið til sín með rótunum og þá fellur hún eins og maður fellur I hitabeltinu ef hann fær minni vökva en hann lætur frá sér — líður af vökvatapi. GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAÐAR KANTSKERAR ' GARÐHRÍFUR GREINAKLIPPUR GRASKLIPPUR HEYHRÍFUR GIRDINGAVÍR, SLÉTTUR GARÐKÖNNUR HANDSIÁTTUVÉIAR Ánanaustum V Siml 28855 Vorið er nú væntanlega gengið I garð fyrir alvöru eftir hretin í apríl. Nú þarf að Ijúka við að hreinsa rusl úr garðinum og heppilegast að koma þvi á lóðahreinsun bæjarfélagsins. Nokkuð er síðan bæjaryfirvöld tóku að sér að fjarlægja rusl af lóðum ibúunum að kostnaðarlausu, ef því er komið fyrir á aðgengilegum stað. Þetta hefur að vonum mælzt vel fyrir því oft er miklum erfiðleikum bundið að koma frá sér ýmsum úrgangi. Gætið samt að því hvort ekki megi nýta eitthvað sem til fellur við lóða- hreinsunina i safnhauginn. Ekki er vert að draga lengur að gróðursetja trjáplöntur og runna. Gróðursetningu á helzt að vera lokið áður en laufblöðin fara að vaxa að ráði. Rósum á að planta beint i garð- inn en ekki reyna að forrækta þær inni. Þá þola þær siður næðinginn þegar þeim er plantað út. Þetta gildir einnig um innfluttar blómplöntur. Þeir sem ekki hafa komið þvi í verk að kljúfa rabarbarahnausana og stór- vaxnar fjölærar blómjurtir geta enn gert það. Þó skal bent á að jurtum sem lifna mjög snemma, eins og t.d. risasól, er betra að skipta á haustin. Ennþá er tími til að stinga græðl- inga af trjá- og runnagróðri. Mörgum fjölærum jurtum má einnig fjölga með græðlingum sem þá eru skornir út úr hnausnum, helzt þannig að einhverjar smárætur fylgi. Þá þarf að raka sinu og mosa upp úr grasblettinum og bera á. Hraustar plöntur með gott rótakerfi eru beztar Áður en hafizt er handa um gróður- setningu trjáa og runna verður að ganga úr skugga um að jarðvegurinn sé nægilega djúpur og frjór. Sé hann það ekki verður að bæta úr því. Moldarlagið getur verið þunnt frá náttúrunnar hendi eða þvi hefur verið spillt með aðfluttu efni, t.d. í sambandi við húsbygginguna. Enn eitt atriði skal hafa í huga en það er það sem Danir kalla „traktose” eða traktorsýki. Þungar vinnuvélar eru notaðar við húsbyggingar nú á dögum, sem þjappa moldinni saman. Þarf að losa um moldina svo að loft og vatn fái aðgang að henni, ekki. eingöngu vegna trjá- gróðursins heldur einnig vegna blóma og grasræktar. Til þess að limgerði geti þrifizt þarf moldarbeð sem er 60 cm djúpt og helzt einn metri á breidd. Ef jarðvegurinn er þannig að nauðsynlegt reynist að skipta um, skal grafinn skurðúr með áðurgreindu máli. Gæta verður þess að botninn sé ekki þétttroðinn áður en nýja moldin er látin í og að eitthvert frárennsli sé, þannig að vatn geti sigið úr. . í botninn er gott að láta alls kyns gróft efni er fyrir hendi er svo sem grashnausa, afskurð af limgerði og blómabeðum, nýslegið gras eða hey, einnig húsdýraáburð eða skarna ef hann er fáanlegur. Beðið skal vera ivið hærra en jarðvegurinn umhverfis. Þegar undirbúningi er lokið — og hafið hugfast að lengi býr að fyrstu gerð — er komið að því að velja plönt- urnar í gerðið. Það er ekki aðalatriðið að plönturnar séu sem stærstar heldur að þær séu hraustar og með gott róta- kerfi. Vtiíl 41 GRÓDRARSTÖDIN STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 Býöur úrval garöplantna og skrautrunna. Opiö virka daga: 9-12 og 13-22 laugardaga 9-12 og 13-19 sunnudaga 10-12 og 13-19 Sendum um allt land. Sækiö sumariö til okkar og flytjiö þaö meö ykkur heim. Við óskum öllum g/eði/egs sumarsf Salaágarðr p/öntum hefst 16. maí. B/ómaker, sva/a- kassar og garðáhö/d í úrvali. ALASKA BREIÐHOLTI Símar Blómabúðin 76225 Garðplöntusala 76450. Ath. nýtt simanúmer. GINGE garðsláttuvélar í miklu úrvali iddfrá 15"—21" MAURINN ernýjungfrá Ginge. Einföld, traust og ódýr þyrilsláttuvél. MAURINN er með 3,5 hestafla fjórgengisbensínmótor. Sláttubreidd: 19"/48 sm. Sláttuhæð (auðstillanleg): 3,5 og 7 sm. Verð: Aðeins um 38 þúsund kr. með Aspera- mótor. Verð: Aðeins um 41 þúsund kr. með Briggs & Strattonmótor. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Reykjanesbraut 6 — Reykjavík

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.