Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978.
VILJA
ÞEIR?
i>
Ámi Grctar Finnsson: „Pölitiskur áhugi
eins konar árátta.”
Andrea Þórðardöttir: „Hallærisplanið ekki vandamál R eýkvíkinga einna.”
„Ég lofa bara að vinna. Ég mun beita
mér fyrir öllum góðum málefnum bæn-
um til framgangs og fólkinu, sem hér
býr,” sagði Andrea Þórðardóttir hús-
móðir í viðtali við DB. Hún er í öðru
sæti á lista óháðra í Hafnarfirði.
„öðru fremur eru félagsmálin mér
hugleikin og kær,” sagði Andrea. „I
Hafnarfirði eru skilyrði fyrir því að
byggja upp gott og fallegt bæjarfélag í
manneskjulegum bæ.”
,’Hallærisplanið er ekki bara vanda-
mál Reykvikinga einna heldur lika
nálægra byggðarlaga. Hins vegar vil ég
benda á, að sá afmarkaði þáttur
unglingavandamáis, sem við það plan er
kenndur, nær ekki nema til um 10%
unglinga. Ég spyr: Hvar eru hin
9Q prósentin?Fyrir þeim þarf ekki síður
að hugsa,” sagði Andrea.
Hún taldi brýna þörf á því að skipu-
leggja vandlega það starf sem vinna ætti
i æskulýðsheimilinu, sem verið er að
reisa. „Þar ætti að tengja saman bilið
millikynslóðanna.semoft heyrist talað
um. Bæjarstjórninni koma þessi mál
mjög mikið við og að þeim vil ég einnig
vinna,” sagði Andrea.
Hún taldi að skólana væri hægt að
nýta betur en gert er til félagslifs, sem
annars á hvergi inni. Loks taldi Andrea,
að vel kæmi til greina að íþrótta-
hreyfingin héldi uppi ákveðinni bind-
indisstarfsemi. Góðir íþróttamenn eru
til fyrirmyndar og eftirbreytni og þannig
geta þeir haft mikil áhrif til góðs. .gg
Kosið um meirihlutaaðstöðu
Sjálfstæðisflokksins
Þar háðu kratar og íhald
kosningaeinvígi sín
Hafnarfjörður er snyrtilegur bær I fallegu
umhverfi — jafnvel á gráum dögum eins
og þessum. - DB- myndir: Hörður
Vilhjálmsson.
Nokkrar breytingar hafa orðið á
framboðslistum vegna bæjarstjórnar-
kosninganna i Hafnarfirði. Efsti
maður á lista óháðra borgara, sem
hafa haft tvo bæjarfulltrúa, er ekki á
listanum í Hafnarfirði. Nýr maður
er í fimmta sæti sjálfstæðismanna,
nýir menn eru í efstu sætum
Alþýðubandalags og lengra mætti
telja. Vafasamt er þó að ætla, að fleiri
en tveir nýir bæjarfulltrúar taki við
embættum sinum að loknum
kosningum.
Sjálfstæðismenn hafa ráðið bæjar-
málum í Hafnarfirði í að minnsta
kosti tvo áratugi, með fimm fulltrúa i
bæjarstjórn og lengi fjóra. Stjórna þeir
nú í samráði við óháða borgara, sem
síðan 1966 hafa haft tvo og þrjá
bæjarfulltrúa. Alþýðuflokkurinn
hefur lengst af verið með tvo fulltrúa
siðan sjálfstæðismenn tóku völdin og
Alþýðubandalagið með einn mann,
sem raunarféll í kosningunum 1970.
1 útgerðarbænum Hafnarfirði var I
nær þrjátiu ár, eða frá 1926, óvinn-
andi vígi Alþýðuflokksins. Nægir að
minna á nokkra foringja: Stefán
Jóhann, Emil Jónsson, Guðmund í og
fleiri. Sjálfstæðisflokkurinn var einnig
alltaf sterkur og háðu flokkarnir
einvígi sín i hverjum kosningum.
Hafnarfjörður varð sérstakt kjör-
dæmi 1931. Þá skiptist það gjarnan á,
að þegar sjálfstæðismenn unnu þing-
kosningarnar, þá náðu Alþýðuflokks-
menn yfirhöndinni í bæjarstjórn.
Veldi Alþýðuflokksins var hnekkt
þegar Bjarni Snæbjörnsson læknir
felldi Alþýðuflokksforingja hvern af
öðrum.
Mikið hefur verið byggt í Hafnar-
firði á undanförnum árum og er hús-
næðisskortur 1 bænum næsta litill.
Nýr skóli er í byggingu, í nýja hverf-
inu í Norðurbæ, en þó munuþrengslii
gömlu skólunum vera nokkur. Hafn-
arfjörður er snyrtilegur bær og
stendur á fallegum stað. DB heimsótti
frambjóðendur þangað í vikunni.
-ÓV/BS.
— segirefsti maður
álista
sjálfstæðismanna
„Ég er búinn að vera pólitískur mjög
lengi og hef fylgt Sjálfstæðisflokknum.
Þessi áhugi er kannski einskonar
árátta,” sagði Árni Grétar Finnsson
hæstaréttarlögmaður, sem skipar efsta
sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins
við bæjarstjórnarkosningarnar i Hafnar-
firði.
„Þetta er annað aðalsvið stjórnmála,
sveitastjórnarmálin, og í þeim hef ég
verið í sextán ár. Númer eitt er náttúr-
lega alltaf að láta gott af sér leiða og
fylgja stefnunni, þótt alltaf beri að gæta
þess að vera ekki einsýnn á nokkurn
hátt.”
Árni Grétar sagðist ekki ætla að fara
að telja upp helztu framkvæmdamál
eins og gatnagerð og dagheimili. Hann
sagðist telja að kosningarnar í Hafnar-
firði snerust um hvort Sjálfstæðis-
flokknum tækist að halda meirihluta-
aðstöðu sinni, eða hvort hinir fjórir
listarnir færu saman. „Ég hef að vísu
litla trú á því,” sagði Árni Grétar, „enda
tel ég að það sé heillavænlegast fyrir
Hafnarfjarðarbæ að hér verði áfram
sterk stjórn undir forystu sjálfstæðis-
manna.”
-ÓV.
Hafnarfjörður
Ég lofa bara að
vinna
— segir Andrea Þóröardóttir hús-
móðir sem er í öðru sæti óháðra