Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12.MAI 1978. Útvarp 37 Sjónvarp I Með aðalhlutverkin 1 myndinni í sjónvarpinu laugardagskvöldið 13. maí fara Walter Brennan, Fred Astaire og Edgar Buchanan. Sjónvarp laugardaginn fyrir hvítasunnu: Gömlu kempurnar afturáferð FRED ASTAIRE LEIKUR HÁLF- GERDANRÓNA Fred Astaire með 5 daga skegg og fordrukkinn í ofanálag, það ætti að vera þess virði að horfa á. Og það geta menn gert laugardagskvöldið fyrir hvítasunnu. Þetta býðst í myndinni Gömlu kempurnar aftur á ferð sem er framhald á myndinni Gömlu kempurnar sem við sáum i sjónvarpinu um daginn. Riddaraliðarnir gömlu frétta að fornvinúrþeirra og félagi (Fred) sé að fara í hundana af of mikilli drykkju. Þeir dusta því rykið af gömlu marg- hleypunum og söðla gæðingana, sem líka eru komnir til ára sinna, og þeysa á vit ævintýranna í síðasta sinn þrátt fyrir elli og lasleika. Ekki þarf að segja að allt fer vel að lokum eftir að kapparnir hafa lent í hinum mestu ævintýrum. Ásdmt Fred Astaire leika Walter Brennan, Chill Wills og Edgar Buchanan í þessari mynd eins og þeirri sem sýnd var um daginn. Myndin er gerð fyrir sjónvarp en með því sama „vestra” sniði og gömlu „vestrarnir”. DS Sjónvarp á laugardaginn kl. 20.20: Karlmennska og kvennadyggðir Utvarpið á laugardaginnkl. 11.20: Barnatfminn HVAÐ VERÐUR A BODSTÓLUM í SUMAR? Að morgni næstkomandi laugardags kl. 11.20 mun Gunnvör Braga hafa um- sjón með barnatímanum. 1 þeim þætti mun hUn kynna krökkunum efni, sem verður á boðstólum útvarpsins í sumar. Sagði Gunnvör okkur að útvarpið hefði fengið til liðs við sig fjóra stjórn- endur, og mun hver þeirra hafa umsjón með barnatimanum á laugardagsmorgn- um kl. 11.20 einu sinni í mánuði. Er því gert ráð fyrir að hver stjórnandi hafi um- sjón með 6—7 þáttum yfir sumarið. Sigrún Björnsdóttir leikkona mun hafa umsjón með bamatima sem nefnd- ur hefur verið Ég veit um bók. 1 þeim þætti verður tekin fyrir ein bók og höf- undur hennar. Eru það ýmist gamlar ís- lenzkar eða þýddar bækur sem lesið verður úr, eða bækur sem útvarpið hefur látið þýða sérstaklega fyrir þátt- inn. Þá mun Valgerður Jónsdóttir sér- kennari hafa umsjón með barnatíma er nefnist Þetta erum við að gera. í þeim þáttum verður fjallað um sumarvinnu og tómstundastörf 11 —14 ára unglinga. Verður þá farið með hljóðnemann á ýmsa staði bæjarins. M.a. verður farið á vinnustaði unglinga á þessum aldri og þá staði í bænum sem bjóða þessum aldurs- flokki upp á einhvers konar tómstunda- störf. Kristján Jónsson kennari mun hafa umsjón með barnatimanum. Það er sama hvar frómur flækist. Verður það þáttur blandaður bæði gamni og alvöru. 1 honum verða leiðarlýsingar, staðalýs- ingar, frásagnabrot, ýmsar nytsamlegar upplýsingar og getraun verður í hverjum þætti meðsmáverðlaunum. í barntfmanum á laugardagsmorguninn mun Gunnvör Braga kynna það sem verður á boðstölum útvarpsins fyrir börn og unglinga í sumar. Sagði Gunnvör að ekki væri full- gengið frá fjórða barnatímanum, en í honum er gert ráð fyrir efni sem ætlað er bæði foreldrum og börnum, og miðast þeir jafnvel við það að samræður verði milli foreldra og barna eftir þáttinn. En Gunnvör mun væntanlega skýra nánar frá þvi í þættinum á laugardagsmorgun- inn. - RK Hinn eini sanni karlmaður — hin eina sanna kona „Þetta er heimildarmynd i léttum dúr um hvernig karlimynd og kvenímynd kemur fram í fjölmiðlum,” sagði Bríet Héðinsdóttir um myndina Karlmennska og kvennadyggðir sem hún þýðir og les texta með. Myndin sem er í litum er á dagskrá sjónvarpsins annað kvöld eftir fréttir. „Fjallaö verður um hvernig þessar ímyndir kynjanna koma fram í sjón- varpi, kvikmyndum og öðrum fjölmiðl- um. Er það mikið í sömu átt og við höfum verið að tala um hér á landi undanfarið þó þetta sé líklega nýstár-. legra hjá Bretum. í myndinni er til dæmis vitnað til Svíþjóðar sem mikils fyrirmyndarlands sem sé langt á undan í þróuninni. Það segir talsverða sögu að meðal- maður í Bretlandi horfir á sjónvarp í 8 ár af lífi sinu og verður því fyrir mjög miklum áhrifum, bæði hvað þessa hluti varðar og aðra. Við erum sem betur fer ekki orðin eins háð þessum miðli þar sem ekki er samfelld dagskrá hér. Myndin er mjög vel gerð og skemmti- leg,” sagði Bríet og ætti því engan að skemma að horfa á hana. - DS Brúður Súpermans hugsar angistarfull um framtíd sfna innan veggja heimilisins í stað þess að byggja brýr. Sjónvarp S) Föstudagur 12. maf 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Fuglarnir okkar. (L). Litmynd um íslenska fugla, gerö af Magnúsi Jóhannssyni. Síöast á dagskrá 11. júní 1972. 21.05 Hljóðfærakynning. Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Handrit og umsjón Bjöm Guðjónsson og Jón Múli Ámason. 21.45 Tölvurnar og viö (L). Bandarisk fræðslumynd. Þýöandi og þulur Guöbjöm Björgólfsson. 22.10 Bæjarslúöríð I Bervik. (Jagszenen aus Niederbayem). Þýsk bíómynd frá árinu 1969. Leikstjóri Peter Fleichman. Aöalhlutverk Martin Sperr og Angela Winkler. Sagan gerist i litlu þorpi í Bæjarlandi. Uppskeran stendur sem hsest, þegar ungur maður, Abram, kemur heim eftir dvöl i borginni. Brátt komast á kreik sögur um lífemi hans þar, og honum verður lifiö i borginni óbærilegt . Þýöandi Eirikur Haraldsson. 23.35 Dagskrárlok. Föstudagur 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynníngar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Middegissagan: „Saga af Bróöur Ylfing” eftir Fríörík Á. Brekkan. Bolli Gústavsson les (20). 15.00 Miðdegistónleikar. Tékkneska fil- harmóníusveitin leikur 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. TUkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir). 16.20 Popp. 17.20 Tónlistartlmi barnanna. Egill Fríöleifsson sér um tímann. 17.40 Tónleikar. TUkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. TUkynningar. 19.35 Söguþáttur. Umsjónarmenn: Broddi Broddason og Gisli Ágúst Gunnlaugsson; lokaþáttur. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands i Háskólabiói kvöldið áöur; — fyrri hluti. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikarí: Unnur Sveinbjarnardóttir. a. Konsertkantata eftir Guðmund Hafsteinsson (frumfiutningur) b. Víólukonsert eftir Béla Bartók. — Jón Múli Ámason kynnir tónleikana — 20.50 Hákarlaútgeró Eyfiróinga á sióarí hluta 19. aldar. Jón Þ. Þór sagnfræðingur fiytur fyrsta eríndi sitt. 21.20 Barnalagaflokkur op. 65 eftir Serge Prokofieff. Gyorgy Sandor leikur á píanó. 21.35 „Borgarmyndir”, Ijóö eftir Pjetur Lárus- son. Höfundur les. 21.50 BaUaða og Polonesa eftir Henri Vieux- temps. Arthur Grumiaux leikur á fiðlu og Dinorah Varsi á píanó. 22.05 Kvöldsagan: Ævisaga Siguróar Ingjalds- sonar frá Balaskaröl Indríði G. Þorsteinsson les síðari hluta (8). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Gisli Rúnar Agnarsson. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 13. maí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunlelkfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. TUkynn- ingar kl. 9.00. Létt lög mUli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Krístin Sveinbjömsdóttir kynrir. Bamatimi kl. 11.20: Umsjón: Gunn- vör Braga. Meðal annars verður kynnt efni sem á boðstólum verður í sumar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. TUkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. TUkynningar. Tón- leikar. 13.30 Vikan framundan. Hjalti Sveinsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 15.00 Miödegistónleikar. David Bartov og Inger Wikström leika Svitu op. 10 fyrir fiðlu og píanó eftir Christian Sinding. Robert Tear syngur Ljóöasöngva op. 39 cftir Robert Schumann; PhUip Ledger leikurmeð á pianó. 15.40 íslenzkt mái. Jón Aðalsteinn Jónsson flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On We Go) Leiðbeinandi: Bjami Gunnarsson. 17.30 Baraalög. 18.00 Tónleikar. TUkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauld. TUkynningar. 19.35 Viö Heklurætur. Haraldur Runólfsson I Hólum á Rangárvöllum rekur minningar sinar. Annar þáttur. — Umsjón: Jón R. Hjálmarsson. 20.05 Hljómskálamúsik. Guðmundur GUsson kynnir. 20.40 Ljóóaþáttur. Umsjón: Jóhann Hjálmars- son. 21.00 Vinsæl dæguríög á klassiska vlsu. Sin- fóníuhljómsveit Lundúna og kór flytja. 21.40 Teboö. Um félagsleg áhrif tónlistar. Sigmar B. Hauksson ræðir við Geir VUhjálms- son sálfræðing og Ragnar Bjömsson organ- leikara. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.