Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12.MAÍ 1978. Kannskí eru vegir almennt ekki alveg svona slæmir á lslandi En þad kemur þó fyrir. Ástand vega almennt veröur þó aö teljast fyrir neöan allt velsæmi, undir þaö munu allir bílstjórar skrifa. — DB-mynd. ÁlitDalvíkurfundarFÍB: HUÐSTÆÐUR AÐEINS HJA VANÞRÓUÐUSTU ÞJÓDUM HEIMS — þegar litið er á ástand vegamála á íslandi Ástand vega á íslandi er nú þannig að óhjákvaemilegt er að gera stórátak' til úrbóta, segir í ályktun er gerð var á álmennum fundi er FÍB hélt á Dalvik sl. laugardag. t ályktuninni segir enn- fremur að leita verði hliðstæðna hjá vanþróuðustu þjóðum veraldar til þess að fá samjöfnuð við íslenzka vegi. Fundurinn taldi að það stórátak sem gera þyrfti í vegamálum til úrbóta væri ekki stærra né fjárfrekara átak en unnið hefði verið á ýmsum öðrum sviðum islenzks þjóðlifs á liðnum ár- um, s.s. raforkumálum. Dalvikurfundur FtB taldi að beina yrði stórauknu fjármagni til vegamála og setja verði það markmið að allir helztu þjóðvegir verði bundnir slitlagi á næsta áratug. Þessu mar^i taldi fundurinn unnt að ná með því að verja sérsköttun á bifreiðir og rekstrarvörur til þeirra til vegamála^og taldi að bif- reiðaeigendur ættu skýlatis^r kröfur til stjórnvalda að svo yrði gert. -. - ASL Skáksamband íslands: Miklu stavfsári lokið—merkir áfangar í augsýn Einar S. Einarsson var einróma kjörinn forseti Skáksambands tslands á aðalfundi þess laugardaginn 6. mai sl. Aðrir I stjórn 'voru kosnir Þorsteinn Þorsteinsson, Gísli Árnason, Þráinn Guðmundsson, Högni Torfason, Árni B. Jónasson og Guðfmnur Kjartansson. t varastjórn eru Helgi Samúelsson, dr. Ingimar Jónsson Jörundur Þórðarson og Sigfús Kristjánsson. Forseti sambandsins gerði grein fyrir störfum þess síðastliðið starfsár. Var það mjög umsvifamikið. Hæst bar þar fram- boðsmál Friðriks Ólafssonar í forseta- stöðu FIDE, alþjóðaskáksambandsins. Með ýmsum hætti var mikið unnið að þvi máli á starfsárinu, þótt enn sé tals- vert ógert. 1 skýrslu forseta var ekki sizt fjallað um húsakaup Skáksambandsins að Laugavegi 71. Þar eru nú höfuðstöðvar þess. Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár þar sem útgjöld nema 12,5 milljónum króna. Samtimis ólympíumótinu í Buenos Aires í Argentínu í haust verður haldinn aðalfundur FIDE og þá kjörinn for- maður í stað dr. Max Euve. Skáksam- bandið mun vinna mjög að kjöri Friðriks Ólafssonar og kosta nokkru til. BS íslenzkur f iskur í Bandarík junum: Ódýrari en á heimamarkaði - og mun betri „Fiskmáltiðina sá ég auglýsta og ákvað að reyna hvernig Bandaríkja- menn fara með íslenzkan fisk, enda orðinn langeygur eftir okkar góða fiski eftir langa ferð um Bandarikin,” segir séra Róbert Jack, sóknarprestur á Tjörn, Vatnsnesi, í bréfi til blaðsins. Undanfarnar vikur hefur séra Róbert ferðazt, um Bandaríkin og haldið fyrir- lestra á 12 stöðum í 7 rikjum. „Nú síðast hélt ég tölu yfir 1200 vandræða- drengjum í Boy’s Town í Omaha í Nebraskaríki,” segir séra Róbert. Fiskmáltiðina i St. Louis, Missoui- ríki, kvað séra Róbert hafa verið alveg fyrsta flokks og mun betri matur en gerður er úr fiskinum á islenzkum veitingastöðum, auk þess sem máltiðin kostaði mun minna — menn geta borðað dýrindis fisk frá tslandi fyrir 668 krónur, eins og þeir geta í sig látið, börn greiða 358 krónur. JBP Séra Róbert — fer viða um Bandarikin og talar um tsland. With Our New Cod From Iceland You Could GetHooked All the fish you can eat Wednesday lla.m.-9p.m. Our new cod from Iceland is delivered fresh-frozen to our Idtchens. There, the delicate, boneless, flaky, uhite meat is filleted. breaded and fried to a crispy golden brown perfection. We then add our great steak fries and cole slaw; but to make this meal a really great value, tjou can eat all the fish you can hojd for just... JacksorBetter Restauramts Grcat Food Sorvcd With Spirit! 8=-— LJIisullc • Crcsluood • i lonsvmi • Bridgelim • I itíiummi • K<m kliill AlKMi-Gndhey. III. • 1-70 al Cave S|irinys lixii • Jainestuuu M.ill Þannig auglýsir veitingahós i St. Louis islenzkan fisk — og selur stórkostlegar máltiðir á hlægilega lágu verði miðað við verðlag á veitingastöðum hérlendis. Vissar tegundir fjársvika- mála látnar afskiptalausar Undanfarnar vikur hefur rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins skýrt ýtarlega frá niðurstöðum rannsóknar i svonefndu handtökumáli. Hinsvegar hefur ekki heyrst orð um rannsóknina á meintu fjármálamisferli Guðbjartar Pálssonar o. fl. Málið mun hafa verið sent frá Sakadómi Reykjavíkur til ríkissaksóknara til meðferðar nokkru eftir lát Guðbjartar. Rannsóknaraðil- um var Ijóst þegar við upphaf rann- sóknarinnar, að hér var um að ræða mjög umfangsmikil brot varðandi meint skattsvik, fjármálamisferli hvers konar og óeðlilegar ráðstafanir fjár- muna fjölda manna. Það var því eng- an veginn réttlætanlegt að rannsókn skyldi hætt skömmu eftir andlát Guð- bjartar. Hefði mátt ætla af við- brögðum rannsóknaraðila og ríkissak- sóknara að Guðbjartur hafði verið eini aðilinn í málinu, sem grunaður var um saknæmt atferli. Sannleikurinn er sá, að Guðbjartur gegndi ákveðnum hlut- verkum í umfangsmiklum viðskiptum við ýmsa einkaaðila og opinberar stofnanir, sem báru fulla samábyrgð með honum á hinum meintu fjármála- misferlum. Því er eðlilegt að almenningur I landinu spyrji. Af hverju gaf Saka- dómur Reykjavikur ekki út fréttatil- kynningu um niðurstöður rannsóknar- innar á sínum tíma? Af hverju hefur ríkissaksóknari ekki fyrirskipað fram- haldsrannsókn í málinu? Ólögmæt handtaka og andlát Guðbjartar á ekki að koma í veg fyrir að málið fái eðli- lega og endanlega málsmeðferð. Það hefur vakið sérstaka athygli hversu augum almennings hefur rækilega verið beint að handtökunni, en hins vegar verið dyggilega þagað yfir þeim aðilum, sem öðrum fremur koma við sögu þessa máls. Það er löngu kunn staðreynd, aö vissar tegundir fjár- svikamála hafa verið látnar að mestu afskiptalausar um áratuga skeið. Hefur mannaflaleysi og skortur á sér- hæfðum vinnukrafti í bókhaldsrann- sóknum verið kennt um af hendi dómsyfirvalda. Af hverju voru ekki fyrir löngu ráðnir löggiltir endurskoð- endur til starfa t.d. hjá Sakadómi Reykjavikur og nú hjá rannsóknarlög- reglustjóra ríkisins. Hvaða aðilar hafa komið i veg fyrir það eða hefur aldrei verið beðið um ráðningu þeirra? Ég tel rétt að upplýsa almenning í landinu um ákveðna þætti þessa máls, þar sem þögn dómsyfirvalda kynni ella að valda alvarlegum misskilningi og tortryggni varðandi yfirhylmingu ákveðinna aðila. Við húsleit hjá Guð- bjarti fundust m.a. notuð reiknings- hefti á ýmsa banka, en þessi gögn ásamt öllu öðru sem fannst við hús- leitina voru á sínum tíma send frá bæjarfógetanum í Keflavík til Saka- dóms Reykjavikur. Á svuntur þessara reikningshefta voru skráðar upphæðir ávísana, dagsetningar og til hvaða aðila ávísanirnar voru greiddar. Sam- kvæmt lauslegri athugun voru gefnar út ávísanir 1964 og 1965 úr reiknings- heftum frá Samvinnubankanum fyrir um 50 millj. kr. Á reikningsheftum frá Samvinnusparisjóðnum voru gefnar út ávísanir á árunum frá 1962—1963 fyrir um 2 millj. kr. Á reikningsheftum frá Sparisjóði Reykjavíkur voru gefnar út áyisanir á árunum frá 1962—1965 fyrir upphæð um 21 millj. kr. Á reikningsheftum frá Búnaðar- banka lslands voru gefnar út ávisanir á árunum 1963—1970aðupphæðum 16 millj. kr. Á reikningsheftum frá Útvegsbank- anum voru gefnar út ávisanir á árun- um frá 1962—1971 aðupphæðum 16 millj. kr. Samtalser um aðræða 105 millj. kr. á þeim tíma, en sé þessi upphæö um- reiknuð til núgildandi verðlags gerir hún á annan milljarð kr. Ekki er vitað hvað mikið af umræddum ávisunum voru endurútgefnar eða notaðar i Kjallarinn Kristján Pétursson formi skuldatrygginga. Vonandi getur Sakadómur Reykjavikur upplýst það að einhverju leyti svo og um frekari banka — og einkaviðskipti viðkom- andi aðila á árunum eftir 1970. Skömmu eftir að þetta mál kom upp, birti bankastjórn Samvinnubank- ans yfírlýsingu í Morgunblaðinu varð- andi viðskipti bankans við Guðbjart Pálsson. Það sem vakti hvað mesta athygli við umrædda yfirlýsingu var að einn umfangsmesti og athyglisverð- asti reikningur Guðbjartar við bank- ann nr. 3131 var ekki birtur. Tel ég slíka yfirhylmingu bankastjórnarinnar vitaverða, þar sem því verður vart trú- að að núverandi bankastjóra Sam- vinnubankans sé ókunnugt um reikn- inginn. Einhverjum kann að finnast, að ódrengilegt sé að vera að skrifa um meint sakamál látins manns. Við þá sem þannig hugsa vil ég segja þetta: Reynt hefur verið í fjölmiðlum að læða því inn hjá fólki á óheiðarlegan hátt, að Guðbjartur væri hinn eini seki i þessu máli og dómsyfirvöld hafa með aðgerðaleysi sínu beinlínis stutt við þennan fréttaflutning fjölmiðla. Til að koma I veg fyrir frekari rang- hugmyndir og ósannindi um afskipti Guðbjartar og aðild hans í þessu máli þá skora ég á viðkomandi dómsyfir- völd að skýra opinberlega frá niður- stöðu málsins. Það er augljóst rétt- lætismál, aðskýrt verði frá helstu hlut- deildaraðilum til að koma í veg fyrir frekari sögusagnir og hvers konar slúður fjölmiðla i þessum efnum. Kristján Pétursson deildarstjóri ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.