Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. Áskorunarlistar um Tívoli íReykjavík Þrír ungir menn hafa nú forgöngu um undirskriftasöfnun að áskorun til borgaryfirvalda að eiga frumkvæði að stofnun og rekstri skemmti- eða Tivoli- garðs í höfuðborginni. Að þeirra frum- kvæði hefur Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi nú hreyft málinu í borgar- stjórn. Það er ósk og von ungu mann- anna að málið verði þar ekki baráttumál eins flokks heldur að borgarfulltrúar og borgarbúar sameinist um að hér rísi skemmtigarður með menningarsvip, þar sem gefst færi á ástundun alhliða skemmtana ög þar verði skapað afþreyjandi umhverfi. Ungu mennirnir hafa fyrst og fremst tvo staði í huga fyrir garðinn. Er það Elliðaárhólminn og einnig krikinn milli Nauthólsvikur og Öskjuhlíðar. Leggja þeir rika áherzlu á að garðinum verði valinn staður þar sem bæði sé aðgangur að sjó og skrúðgarði, og slíkur skrúðgarður er þegar að myndast i öskjuhliðinni. í garðinum vilja ungu mennirnir að aðstaða verði sköpuð fyrir ýmsa menningarstarfsemi t.d. útitónleika. Þá vilja þeir að þar rísi ýmiss konar leiktæki, bowlingbrautir, bilabrautir, minigolf, snarlbarir og kaffistofur. 1 umræðum ungu mannanna við forráða- menn Reykjavíkurborgar hefur einnig verið stungið upp á hugsanlegum stað á opna svæðinu milli SuÓurlandsbrautar og Miklubrautar austan Skeifunnar. Það svæði telja þeir ekki eiga mikla stækk- unarmöguleika, sé aðþrengt og skorti samband við garð og sjó. Það er hugmynd ungu mannanna að Reykjavíkurborg sjái um uppbyggingu og stofnun garðsins og leigi síðar út svæði innan garðsins til einstaklinga og félagasamtaka sem reki þar einstaka rekstrarþætti sem innan garðsins verða. Veðurfars vegna yrði stór hluti leik- tækja, sem yrði aðalhluti garðsins, að vera innanhúss. Lögð er áherzla á að svo myndarlega sé að þessu staðið að framtíð verði úr og garðurinn eigi vaxtarmöguleika. Ungu mennirnir segja að áhuga- mannafélög og klúbbar hafi með aðstoð borgarinnar komið fram sínum hugðar- efnum og benda t.d. á smábátahöfn sem nýlega var ákveðin. Þar eigi hlut að máli þröngur hópur borgarbúa. Að skemmti- og afþreyingargarði með fjölbreyttum möguleikum vinni enginn hópur fólks. Þó sé þar um að ræða fyrirtæki sem allir borgarbúar myndu nota og njóta. Þess vegna leggja þeir höfuðáherzlu á að borgin eigi frumkvæðið. ASt. Junior Chamber heldur landsþing: Konurstofna JC-klúbb Junior Chamber-hreyfingin fylgist greinilega með tímanum. A.m.k. eru konur orðnar gjaldgengir félagar í JC. Þannig var nýlega stofnað JC-Vik, eingöngu skipað konum, af JC Reykjavík. Þá hafa konur gengið í önnur JC-félög og þykja hinir ágætustu félagar. Um hvitasunnuna heldur JC lands- þing sitt i Hveragerði. Hefst það í dag ogstendur fram á annan í hvítasunnu. Nýlega var hér staddur varaforseti alþjóðahreyfingarinnar, Lionel S. Hartmann frá Suður-Afríku. Átti hann fund með utanríkisráðherra, borgarstjóra og með forstöðumönnum landssamtaka iðnaðarins vegna sam- starfs þeirra og hreyfingarinnar, sem í ár fjaUar um málefni iðnaðarins sem landsverkefni. JBP Postulínsskjöldur til minn- ingar um slysavarnastarf Slysavamafélag Islands hefur i tilefni af 50 ára afmæli félagsins látið gera fagran veggskjöld hjá hinu fræga firma Bing og Gröndahl í Kaupmannahöfn. Skjöldurinn ber mynd sem Eggert Guðmundsson listmálari teiknaði. Sótti hann fyrirmyndina í þann þátt félags- starfsins sem öðrum fremur hefur einkennt störf SVFÍ í fimm áratugi — björgun úrsjávarhásjcd. Veggskjöldurinn ér til sölu hjá SVFÍ á Grandagarði og hjá slysavamadeildum um allt land. Hann kostar 5000 krónur. ASt. Þrír ungir menn taka að sér forystuhlutverk í máli sem velf lestir Reykvíkingar hafa hug á Ungu mennirnir sem standa að undirskriftasöfnuninni og hafa kynnt vel grundaðar áætlanir sínar forsvarsmönnum borgarinnar. Þeir eru frá vinstri talið: Erlendur Á. Guðmundsson bankastarfsmaður, Kristinn Gestsson sölumaður og Björgvin Björgvinsson nemi i Myndlista- og handíðaskólanum — DB-mýnd Bjarnleifur. MUNIÐ KAPPREIÐAR FAKS ANNAN HVÍTASUNNUDAG KL 14.00

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.