Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. Varöveitum góðan f járhagsgrundvöll— höfnum pólitískum f orskrif tum — segirÁrni Gunnlaugsson hrl„ efsti maður á lista óháðraíHafnarfirði „Ég trúi á yfirburði óháðrar bæjar- málastefnu, sem hefur þaö að leiðarljósi að láta ábyrgt og heilbrigt mat á málefn- um ráða afstöðu til mála, óbundna af flokkspólitískum forskriftum og kredd- um, sem landsmálaflokkum er hætt við að troða upp á menn og málefni,” sagði Árni Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður. Hann er í efsta sæti á lista óháðra borgara og raunar frumkvöðull þeirra samtaka. Árni telur flokkspólitísk átök í bæjar- málum hafa skaðleg áhrif og leggur áherzlu á þau jákvæðu áhrif, sem óháðir bæjarfulltrúar hafa haft, i 12 ára meiri- hlutasamstarfi. Þeir skapi festu i stjórnarháttum, sem aftur hafi leitt til blómlegra og jákvæðra framkvæmda á síöasta kjörtímabili. „Við stefnum að þvi, að varðveita góðan fjárhagsgrundvöll bæjarins og áframhaldandi ráðdeild, sem meðal annars hefur t.d. leitt af sér möguleikann á lægri fasteignagjöldum en víðast annars staðar,” sagði Árni. „Við lítum á stöðu bæjarstjórans eins og ópólitískt embætti en ekki til afnota fyrir pólitíska flokka. Þannig á þetta að vera, hver sem starfinu gegnir,” sagði Árni. „Annars munu fulltrúar okkar i bæjarstjórn og félag okkar styðja öll velferðarmál, sem fjallað er um. Af einstökum verkefnum má nefna áætlun um að Ijúka malbikun á öllum götum Hafnarfjarðar á næstu tveim árum, umbætur i húsnæðismálum á félagsleg- um grundvelli, og aukinn stuðning við aldraða.” Árni Gunnlaugsson: „Bjartsýnir á aukið fylgi.” — DB-myndir: Bjarnleifur. „Okkar framboð er hið eina, sem bjartsýnir á aukið fylgi við skoðanir fjarðarkaupstaðar,” sagði Árni Gunn- hefur konu I öruggu sæti. Við erum okkar og stefnu i málefnum Hafnar- laugssonaðlokum. -BS. Manneskjulegrí bæ þarsem fólkið finnur aðþaðáheimaí bezta skilningi — segirHörðurZópharaasson, efsti maðurAlþýðufiokksins Hörður Zóphaníasson: „Reglulegir hverfafundir borgaranna og bæjarfulltrúa.” „Ég legg mikla áherzlu á að bæta sambúð og auka samskipti bæjarbúa og bæjarfulltrúa. Hér þarf að halda reglu- lega hverfafundi þar sem sjónarmið beggja hópa og raunar einstaklinga koma fram,” sagði Hörður Zóphanías- son skólastjóri. Hann er efsti maður á lista Alþýðuflokksins í bæjarstjórnar- kosningum i Hafnarfirði. „Ég vil að bæjarstjórnin sýni meiri áhuga á því að gera Hafnarfjörð að manneskjulegri bæ til jvess að fólkið finni að þar eigi það heima í bezta skilningi,” sagði Hörður. Hann kvaðst bera skólamál og félags- Menntun erekki bara tilað framleiða læsa skattborgara segirJónBergsson verkfræðingur (A) - „Án hafnar hefði hér ekki þróazt nein byggð. Höfninni þarf stöðugt að sýna fullan sóma. Hingað þarf að laða þá flutninga og samgöngur, sem staðsetning bæjarins býður upp á. Auk þess á hér heima venjulegur sjávarút- vegur,” sagði Jón Bergsson verk- fræðingur, sem er annar maður á lista Alþýðuflokksins i bæjarstjórnarkosning- um í Hafnarfirði. Hann taldi að alla aðstöðu við höfnina þyrfti að bæta mjög, meðal annars til skipasmíða. Jón Bergsson leggur mikla áherzlu á stuðning við frjálsa félagastarfsemi, ekki hvað sizt vegna nálægðarinnar við Reykjavík. „í allri þessari vinnuþrælkun og skattpiningu þarf að styrkja íþrótta- hreyfinguna og skátastarf til að nefna eitthvað. Það þarf að taka stefnuna frá einhverju allsherjarhallærisplani. Menntun er ekki bara til þess að fram- leiða læsa skattborgara,” sagði Jón. „Hið opinbera leysir aldrei allar félagslegar þarfir borgaranna. Það getur gert samþykktir og mótað stefnuna í vissum tilvikum. Framkvæmdaaflið er í höndum fólksins sjálfs. Þaðgeturbæjar- stjórnin styrkt með ýmsu móti.” „Ég legg þunga áherzlu á endur- skoðun öryggismála bæjarins. Þar er mér efst I huga slökkviliðið, sem býr við úreltan tækjakost og ófullnægjandi aðstöðu. Stigabifreiðin er 47 ára gömul, aðrar þrjár bifreiðar eru 32, 25 og 24 ára gamlar. Ein bifreið er þó þriggja ára gömul. Brunahanar eru víða orðnir gamlir og vatnsmagn ekki nægilegt. Flatahraunið sem slökkvistöðin stendur við, er ekki malbikað, enda ekkert hús til sölu við þá götu," sagði Jón. „Til þess eru vitin að varast þau og minna má á, að tjónið sem varð í Slippstöðinni á Akureyri er meira en kostar að reisa slökkvistöðvarhús og kaupa nauðsynlegan búnað fyrir slökkviliðið eftir nútíma kröfum,” sagði Jón Bergsson. Hann telur það ábyrgðarhluta að ganga ekki til verks í þessu efni og ekki síður fyrir þá sök, að slökkvilið Hafnar- fjarðar er einnig fyrir Garðabæ, Bessa- staðahreppogÁlftanes. -BS. Jón Bergsson: „Nauðsynlegt að byggja upp slökkviliðiö — til þess eru vítin að varast þau.” Msrkið j«m vann harðfiiknum nafn Fmithjð: Kjötbúfl Suðurvers, SttgahNð Hjallur hf. • Sölusími 23472 mál mjög fyrir brjósti. Þar væri af mörgu að taka sem betur mætti fara. Hann kvað t.d. dagvistunarmál hafa setið á hakanum. Þar væri brýnt verkefniaðvinna. „Það er verkefni bæjarstjórnar að laða hingað ný atvinnufyrirtæki,” sagði Hörður. Hann sagði að það væri liður i atvinnumálum, sem hann hefði vaxandi áhyggjuraf. „Frjáls félagasamtök eru sá hom- steinn, sem æska bæjarins bindur vonir við. í því sambandi má nefna tóm- stundaiðkun unglinga, sem þarf að gefa meiri gaum en gert er. í þvi tilliti má nefna að skólana þarf að nýta betur en nú er gert. Þar er hægt að búa frjálsum félagasamtökum og unglingastarfi sama- stað, utan skólatíma. Þar væri raunar hægt að rækta samband sem bæði unglingar og foreldrar gætu notið. Þar gætu orðið til menningarmiðstöðvar í þessa orðs bezta og víðtækasta skilningi,” sagði Hörður Zóphaníasson. „Annars er hér eins og annars staðar mörg verk að vinna. Ég mun Ijá góðum málum allt það lið sem ég má,” sagði Hörðuraðlokum. ’ -BS. Þarna er malað gull á haustvertið fyrir tveimur árum. Fjöldi gamalla og fallegra húsa er I Hafnarfirði. — DB-mynd: Bj. Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.