Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAl 1978. nJÍiÍ W KaPPreiðar hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi verða haldnar á Kjóavöllum sunnudaginn 21. maí nk. og hefjast kl. 14.00. Keppnisgreinar eru sem hér segir: 250 m skeið 300 m stökk 250 m folahlaup 1500mbrokk Góðhestakeppni í A og B-flokki. Dæmt verður eftir reglum L.H. Unglingakeppni. Dæmt verður eftir reglum L.H. Sýnd verða og dæmd unghross í tamningu. Athugið að góðhestar verða dæmdir laugar- daginn 20. maí á æfingavelli félagsins við Glaðheima. Dómnefnd hefur störf kl. 10.00. Skráning keppnishrossa fer fram á Kjóavöll- um föstudaginn 12. maí kl. 20—21 svo og í húsi félagsins við Glaðheima laugardaginn 13. maí frá kl. 17—20 og þriðjudaginn 16. maí frá kl. 18—20. Upplýsingar um skráningu eru gefnar í síma 43610 ásama tíma. Lokaskráning fer fram þriðjudaginn 16. maí kl. 20—21 áKjóavöllum. Hestamannafólagið Gustur VEIÐILEYFIN KOMIN Veitingaskálinn Ferstiklu. Sími 93-2111. og Lúðvlk Jósepsson á blaðamannafundinum i Þórshamri i gærdag. — Stefnuskrá Alþýðubandalagsins: DB-mynd Hörður. Höfuðatriði að ríkisstjórn njóti trausts launþegasamtaka — segja Lúðvík Jósepsson og Ragnar Arnalds á blaðamannafundi „Tillögur þessar mótast af rikjandi aðstæðum og miðast við stefnumótum sem fleiri en alþýðubandalagsmenn eiga að geta aðhyllst,” segir í tillögum Alþýðubandalagsins í efnahags- og atvinnumálum. í þessum tillögum felst stefnuskrá flokksins i þessum tveim málaflokkum sem mikil áhrif hljóta að hafa á stefnumörkun að öðru leyti. Þeir Lúðvík Jósepsson og Ragnar Arnalds kynntu þessar tillögur á blaða- mannafundi sem haldinn var i gær. Makmið þessara tillagna má draga saman i aðalatriðum. Það er l. að efla félagslegan rekstur og stuðla að forræði fólksins sjálfs yfir atvinnutækjum og vinnuskipulagi, 2. Að endurheimta þann kaupmátt launa sem náðist í seinustu kjarasamningum og bæta síðan lifskjör almennings stig af stigi. 3. Að tryggja jafnari skiptingu þjóðartekna og dreifa byrðunum með réttlátari hætti. 4. Að auka framleiðsluverðmmæti og heildar- tekjur þjóðarinnar. 5. Að tryggja fjölg- andi þjóð fulla og góða atvinnu. Fyrst eru raktar tillögur um tafar- lausar aðgerðir í efnahagsmálum sem kæmu til framkvæmda á næstu sex mánuðum. Þessar tillögur miða einkum að því að lækka vöruverö og draga úr áhrifum verðbólgu með: l. Verulegri lækkun söluskatts og annarri tekjuöflun á móti. 2. Spamaði í rikisrekstri og niðurfellingu_útgjalda, 3. Lækkun verzlunarálagningar og vaxta af afurða- og rekstrarlánum, 4. Breyttri stefnu í gjaldeyrismálum. Meginhluti tillagna fjallar um nýja stefnu í efnahags- og atvinnumálum sem framkvæmd verði á næstu árum. Helztu þættir þeirrar stefnu eru: Markviss framleiðslustefna sem laðar vinnuafl til útflutningsatvinnuveganna og stuðlar að stóraukinni framleiðslu i gjaldeyrissparandi atvinnugreinum. Áætlunargerð til lengri og skemmri tíma og þar með heildarstjórn fjár- festingarmála. Minni yfirbygging með niðurskurði á hinu margfalda þjónustu- og dreifingar- kerfi i einkarekstri og einföldun i ríkis- kerfinu. Breytt stefna i orkumálum sem meðal annars hafnar erlendri stóriðju og tryggir þjóðinni næga og örugga raforku á sama verði um land allt. Grundvallarbreyting á stjórn efna- hags- og ríkisfjármála, þar á meðal endurskoðun skattamála, eftirlit með öflun og notkun gjaldeyris, lækkun vaxta í áföngum, réttri breytingu verð- jöfnunarsjóða til sveiflujöfnunar og virkara verðlagseftirlit. Þá er fjallað um íslenzka atvinnu- stefnu, stefnumótum Alþýðubanda- lagsins i sjávarútvegi, iðnaði, land- búnaði og orkumálum. Framkvæmd allra þessarra tillagna á sviði efnahags- og atvinnumála þarf að byggjast á nánu samstarfi og samráði vinveitts rikisvalds við samtök launa- manna, sjómanna og bænda. „Forsenda þess að vænta megi slikrar afstöðu rikisvaldsins er stóraukinn styrkurskeleggramálsvara þessara stétta á löggjafaríámkomu þjóðarinnar,” segir í stefnuskránni. Hún fjallar um 10 efnisflokka sem skipt er í 120 stefnuatriði. BS Á 2. hundrað hross á kapp- Fáks Það verður lif og fjör að vanda á skeiðvelli Fáks að Víðivöllum á annan hvitasunnudag. Hinar árlegu kappreiðar félagsins fara þá fram með tilheyrandi starfrækslu veðbanka og alls er fjöl- mennri samkomu hestamanna tilhevrir. Þarna verður keppt í A og B flokki gæðinga, unglingakeppni, 800 m brokki, 800 m stökki, 250 m skeiði, 350 m stökki og 250 m unghrossahlaupi. Til keppni i þessum greinum eru skráð á annað hundrað hross og meðal þeirra margt af helztu gæðingum og hlaupahrossum landsins. Aðstaða áhorfenda á svæðinu hefur HÓLMATINDUR í FYRSTU SÖLUFERÐ SINNITIL HULL Hólmatindur SU 220, Eskifirði, seldi i Hólmatindur hefur ekki áður siglt losna úr skólunum. Hull á fimmtudagsmorgun tæp 90 tonn með aflann eftir að hann kom til Eski- Á fimmtudag var 13 stiga hiti, smá af ýsu og þroski og eitthvað af blönd- fjarðar en á þessum tíma árs vantar oft vestangola og glaða sólskin á Eskifirði. uðum fiski fyrir 20 milljónir og 500 starfsfólk í hraðfrystihúsið. Nú fer að „ þúsundkr. fjölga í frystihúsinu þegar skólabörn eeB 0I'abj’ mjög verið bætt og getur fólk nú staöið í Áhugi á hestaíþróttum er sívaxandi grænni brekku og horft á það sem fram og má nú sem fyrr búast við fjölmenni á fer. Elliðaárbökkum. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.