Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. AF HVERJU DEILA BRÆÐUR í ANDA SVO MIKID A EIK (m-l) ? lokaorð um 1. maí Allrnikil blaðaskrif urðu vegna 1. mai, einkum orðaskipti Samfylkingai 1. maí og svo hins vegar Rauðrar verkalýðseiningar/Baráttueiningar. Skrif Samfylkingar 1. maí gerðu glögga grein fyrir því að Samfylking 1. mai væri samtök einstaklinga innan og utan pölitískra samtaka. Samfylk •Gífurlegur fjöldi fólkstók þátt i úti- hátiðahöldunum 1. maí, enda viðraði vel til þess að spóka sig utan dyra. DB-mynd RagnarTh. ing 1. mai bað RVEI/Baráttueiningu um að segja til um hvar ágreiningsat- riði lægju milli sin og Samfylkingar- innar. Formaður svonefnds „Komm- únistaflokks” svaraöi og fulltrúi fram- kvæmdanefndar Fylkingarinnar einn- ig- í vandræðum með svör Einingarsamtök kommúnista (m-l) hafa engu við öll umrædd skrif að bæta, nema að þvi leyti sem þau snertu EIK (m-l). Það virðist sam- merkt formanni „flokksins” og full- trúa Fylkingarinnar að þeir eru i vand- ræðum með svör til Samfylkingar I. maí og helga þá pistla sína hálfa EIK (m-l). Vinsælasta lumman er sú að EIK (m-1) séu í raun Samfylking 1. mai — samtökin hafi bara breytt um nafn til að fífla fólk — og siðan fjalla þeir kumpánar um ótal atriði sem varða EIK (m-1) en eru Samfylkingu I. maí alls óskyld. Skyldi það vera furða að margur sé þreyttur á deilum á svo- nefndum vinstri væng þegar menn eru ekki málefnalegri en þeir fyrrnefndir bræður i anda. Fylkingarfulltrúinn nefnir 21. ágúst nefndina (vegna innrásar i Tékkó- slóvakíu), Baráttunefndina 1. des. (baráttufundur gegn báðum risa- veldunum), 8. mars-hreyfinguna (bar- áttufundur á alþj. kvennadeginum) sem dæmi um felusamtök EIK(m-l) að ógleymdri Samfylkingu 1. maí. Sannleikurinn er hins vegar sá að frumkvæðishópar, sem í eru oft félagar, og utanfélagsmenn EIK (m-l), stofna þessar tímabundnu baráttu- hreyfingar á opnum og auglýstum fundum, þær halda liðsfundi fram að viðkomandi baráttudegi og með þeim starfar grúi af ófélagsbundnu fólki, fylgismönnum annarra stjórnmála- flokka o.fl. Þetta er önnur tegund sam- fylkinga sem kommúnistar stofna og margreynd skipulagsaðferð. Hin tegundin er samfylking samtaka — með fulltrúasniði hvað snertir stjórn- unogstefnumótun. Margar skýringar eflaust til Á skilningsleysi eða fölsunum þeirra félaganna úr „Kommúnista- flokknum” og Fylkingunni eru eflaust margar skýringar sem ekki verður hirt um hér. Þeir mættu hafa hugfast að fjöldinn utan EIK (m-1) sem starfaði með Samfylkingu I. mai gefur litið fyrir þær tilraunir þeirra sem i grein- unum eru, til þess að gera fólk að ösn- um sem EIK (m-1) teymir á eyrunum útogsuður. Sömu aðf erðirnar Annars er merkilegt að sjá að auk „Kommúnistaflokksins” og Fylkingar- innar nota Alþýðubandalagsmenn, margar Rauðsokkur og kratabroddar úr Háskólanum nákvæmlega sömu að- ferðir við að deila á EIK (m-l) og sam- fylkingar sem félagar samtakanna starfa með. Þarna ætti að vera góður samstarfs- grunnur fyrir háleita alþýðuvini — a.m.k. þangað til þeir komast ekki hjá rökræðum við kommúnista. Í framhjáhlaupi skal að lokum tekið fram að ummæli fulltrúa Fylkingar- innar þess efnis að EIK (m-l) hafi hvatt fólk til þess að vinna i verkfali BSRB og ASÍ 1. og 2. mars eru óprúttnar falsanir. Þessu var þveröfugt farið. svo sem sjá má á fjöldamörgum tölu- blöðum Verkalvðsblaðsins. F.h. framkvæmdanefndar mirtstj. EIK(m-l). Ari T. Guðmundsson. KR. 7.980. KR. 6.750 KR. 7.980 KR. 5.980 KR. 6.750 KR. 6.750 Spurning dagsins 3 Sv Hvað ætlarðu að gera um hvítasunnuna? Rósa Friðríksdöttir nemi: Ég verð að lesa undir próf. Það verður enginn timi til aðfara neitt. Hörður Jösefsson sölumaður: Ef veðnð er gott er ég að spá í aðfara norðurf Skagafjörð. bygló Guðmundsdóttir húsmóðir: Eg fer i fermingarveizlu á hvitasunnudag. Ætli ég hvili mig ekki þess á milli, það er nóg að gera hjá mér þvi ég hef sjö manns i heimili. Guðný Ægisdóttir nemi: Ætli ég verði ekki heima að lesa undir próf. Það verður vist enginn timi aflögu til að skemmta sér. Magnea Ólafsdóttir húsmóðir: Ég er ekki búin að ákveða það enn. Ætli ég verði ekki heima, það er vist nóg að gera þar. Sigurbjörn Krístinsson: Ah: Ég ætla að drekka brennivín og borða kökur. Þú verður að lofa þvi að segja engum frá þvi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.