Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 19
18 I DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttii Öster heldur strikinuogTeitur skoraði Heil umferö var leikin i AUsvenskan 1 gærkvöld. Öster heldur sinu striki i keppninni. Vann góðan sigur á heimaveUi gegn Stokkhólmsliöinu Hammerby, 3— 0. Teitur Þóröarson, miðherji Öster, skoraði annað mark liðsins um miðjan siðari hálfleik. Fékk fyrirgjóf utan af kanti og spyrnti viðstöðulaust af 4—5 metra færi á markið. Knötturinn hafnaði neðst í markhorn- inu en litlu munaði að einum varnarmanni Hammarby tækist að bjarga á markUnunni. Tommy Eveson skoraði fyrsta mark öster um miðjan fyrri hálf- leikinn. Sfðan skoraði Teitur og síðasta markið skoraði Pio Bild úr vftaspyrnu. Eftir leikina í gær er Teitur í öðru sæti mark- hæstu leikmanna f Allsvenskan.. Hann hefur skorað fimm mörk en efstur er Per Olof Olhsson, Norrköping, með átta mörk. Margír hafa skorað fjögur mörk. Úrslit f leikjunum f gær urðu þessi: Öster-Hammarby 3—0 Norrköping-Vesteras 5—0 Gautaborg-Elfsborg 1—0 Malmö FF-Landskrona 2—0 Djurgaarden-AIK 0—0 Halmstad-Örebrö 2—0 Atvidaberg-Kalmar 2—3 Nú verður gert hlé á keppninni framyfir heims- meistarakeppnina — en hins vegar mun sérstakt keppnismót verða fyrir liðin f AUsvenskan til að leik- menn haldi sér f æfingu. öster leikur t.d. gegn Malmö FF á laugardag í Málmey. Staðan f Allsvcnskan er nú þannig: Malmö FF öster Norrköping Gautaborg Halmstad Kalmar Landskrona Hammurby Djurgaarden Elfsborg Örebrö AIK Vásbrás Atvidaberg 1 3 2 0 2 2 2 1 1 3 1 1 12- 2 13 15-6 11 13- 5 10 8- 4 10 9- 5 10 10-7 10 6—8 6 5-6 8— 9 10-13 9— 16 4— 9 5- 16 8-16 Ólafur ekki með ÍBV gegn Víking Ólafur Sigurvinsson, landsliðsbakvörðurinn kunni f 1. deildarliði Vestmannaeyja i knattspyrnunni, mun ekki leika tvo fyrstu leiki ÍBV á íslandsmótinu. Hann er I sumarfrfi á Spáni. Fyrsti leikur ÍBV verður á laugardag gegn Víking i Vestmannaeyjum. Hefst kl. þrjú — og þá verður einnig annar leikur f 1. deild. Breiðahlik leikur viö KA frá Akureyri á grasvellinum i Kópavogi. Eins og áður segir mun Ólafur Sigurvinsson ekki leika tvo fyrstu leiki ÍBV í deildinni. Í annarri umferð eiga Vestmannaeyingar að leika gegn ÍBK í Keflavfk 20. mai. -FÓV Úlfarnirkaupa Wolverhampton Wanderers, scm tókst með ágætum að forðast fall niöur f 2. dcild í ensku knatt- spyrnunni, keypti í gær bakvörðinn Peter Daniel frá Hull City fyrir 150 þúsund sterlingspund. Þessi efni- legi lcikmaður hefur leikið sjö leiki f landsliði Eng- lands — leikmenn 21 árs og yngri. Skiljanlega hafði hann Iftinn áhuga á að leika með Hull i 3ju deild. Framkvæmdastjóri Úlfanna, Sammy Chung, hefur á tæpu ári eytt 400 þúsund sterlingspundum á nýja leikmenn með þessum kaupum. Frakkarvinna ItalíuáHM — spáirtölvaíBuenos Aires Argentina, gestgjafar f sambandi við HM i knatt- spyrnu, sem hefst f byrjun næsta mánaðar, mun sigra úngverjaland 2-0 i 1. umferð í 1. riðli. Það var spá tölvu f sjónvarpsþætti i Buenos Aires i gær. Einnig að Frakkland mundi sigra Ítaliu 1-0 i sama riðli — og Mexikó mundi sigra Túnis 3-0 í 2. riðli. Siglingasamband íslands hyggur á þátttöku í EM — Fyrsta siglingakeppni sumarsins á Arnarvogi á laugardag „Við erum nú að reyna að glæða áhugann á siglingum og endurskipu- leggja starfsemi Siglingasambands fslands eins og hægt er eftir nokkra lægð að undanförnu,” sagði Brynjar M. Valdimarsson, formaður Siglingasam- bandsins, þegar blaðið ræddi við hann f gær. Skráðir félagar eldri en 16 ára eru nú á þriðja hundrað — en þegar aUir eru taldir, sem siglingar stunda á vegum æskulýðs- og tómstundaráða er fjöldinn yfir eitt þúsund. „Það er ýmislegt i bigerð hjá okkur og fyrsta siglingakeppni sumarsins hjá siglingamönnum verður á laugardag, 13. maí. Þá verður keppt á Arnarvogi — fyrir framan aðstöðu þá, sem siglinga- klúbbarnir Vogur og Þytur hafa,” sagði ( Brynjar ennfremur. Þetta verður opin keppni og hefst kl. 14.30. Mæting kl. 14.00. Önnur mót, sem minnast má á, eru 3. júní á vegum Vogsog Þyts. Kjölbátar. Á sjómannadaginn, sunnudaginn 4. júni, verður opið mót á vegum siglingaklúbbs- ins Brokey i Reykjavík og siglt í Naut- hólsvík. 17. júni verður kænukeppni Ýmis i Kópavogi, 24,—25. júní kjölbáta- keppni Brokeyjarog 14.—15. júlí kænu- keppni. Þá verða ýms mót í ágúst á vegum mótanefndar Siglingasambands- ins og þá yfirleitt siglt á Fossvogi. Loka- mótið verður 2.—3. september. Nánari upplýsingar um þessi mót veita Brynjar (simi 43754), Gísli Arni Eggertsson (84502), og Þórður Helgason (51944) — ' en auk þess er einnig hægt að fá upplýs- ingar um þau hjá siglingaklúbbunum. Siglingasambandið hyggur á þátttöku í erlendum mótum. Þar má nefna Evrópumót í Frakklandi 9.—15. ágúst og hyggst sambandið styrkja þá áhöfn, sem bezt stendur sig á mótum og æfing-| um í sumar, í Fireball keppnina þar. Norðurlandamót verður í Helsinki 14 — 16. júlí. Fireball. í Farum í Danmörku 11.—13. ágúst. Flipper, og i Vesterás í Svíþjóð 10.—13. ágúst. Optimist. Ekki er enn ákveðið hvort farið verður út með báta. Hugsanlegt er að fara með siglingabúnað út og leigja skrokka erlendis. Nægur snjór í Bláfjöllum og þrjár lyftur í gangi! . „Það verða þrjár skíðalyftur f gangi á vegum Ármanns f Bláfjöllum um hvfta- sunnuna frá laugardegi og fram á mánu- jdag. Nægur snjór f BláfjöUum og veður- lútlit allgott,” sagði Sigurður Haukur Sigurðsson f viðtali við DB f morgun. Nokkrir Ármenningar fóru upp i Blá- fjöll í gær og þar var góður snjór undir þremur lyftum. Ekkert til fyrirstöðu aði hægt verði að renna sér þar um tjv!ta-| Ólafur H. Jónsson Handboltapunktar frá V-Þýzkalandi Minden 8. maf 1978. Grosswallstadt varð f fyrsta sinn vestur-þýzkur meistari f handknattleik með sigri sfnum á Gummersbach f síðustu umferðinni f Bundesligunni. Hvert sæti og stæði var skipað f Gross- wallstadt (2800 áhorfendur) þegar liðið hlaut hinn eftirsótta titil. Kannski var kominn tfmi til. Tvívegis hefur Grosswallstadt orðið i öðru sæti — og þá var það Dankersen sem tók meistara- titilinn af liðinu, fyrst 1971 — sfðan 1977. Gummersbach nægði jafntefli þar sem Grosswallstadt hafði tapað I Minden 3. maí fyrir Dankersen. Loka- tölur urðu 15— 13 heimaliðinu í vil. Daginn eftir lék Gummersbach i úrslitum Evrópubikarsins í Dortmund og varð Evrópumeistari í fimmta sinn, lék gegn júgóslavneska liðinu Nis, sem mátti lúta í lægra haldi í einum lélegasta úrslitaleik er sézt hefur hér. I 50 mín urðu Júgóslavarnir að leika einum færri — eða með fimm útileikmönnum — þar sem einum leikmanni liðsins var vikið af velli fyrir fullt og allt. Dómararnir voru aðöllu leyti meðGummersbach. Að sjálfsögðu sat þreyta i leikmönn- um Gummersbach tveimur dögum siðar i Grosswallstadt. Leikurinn var jafn allan timann og mikil barátta hjá |báðum liðum. En Grosswallstadt stóð uppi I lokin sem sigurvegari — og má |segja að liðið hafi verið vel að sigrinum !komið. Það hefur leikið allra liða jafnast í vetur. Bezti maður þess — eins og svo oft áður — var markvörðurinn Hoff- mann. Ennfremur var Meisinger sterkur. Hjá GummersbachvoruHeiner Brand og Deckarm beztir. Mörkin skipt- ust þannig: Grosswallstadt: Meisinger 5/3, Klúhspiess 3, Lang 2, Schulz, Friesler eitt hvor. Gummersbach: Deckarm 5, Fey 2, Nolde 2, Westebbe, Wunderlich. | Aðrir leikir voru meira formsatriði er hitt. Helzt var það leikur Dietzenbach og Milbertshofen, þar sem eitthvað var undir. Með sigri átti Dietzenbach mögu- leika á aukaleik við Kiel — það er ef Kiel tapaði í Nettelstedt sem Kielar-liðið og gerði, 14—21. En Dietzenbach tókst ekki að ná nema jafntefli og liðin sem falla niður í 2. deild eru því Neuhausen, Hannover, Derschlag og Dietzenbach. Lokastaðan varð þannig: Grosswallst. 26 21 1 4 471-382 43 Gummersb. 26 20 2 4 490-399 42 Dankersen 26 18 2 6 448-401 38 Hofweier 26 13 4 9 472-433 30 iHuttenb. 26 13 1 12 411-410 27 Milbertsh. 26 12 2 12 431-441 26 Nettelstedt 26 11 3 12 464-435 25 Göppingen 26 II 2 13 431-432 24 Rheinh. 26 II 2 13 474-494 24 Kiel 26 10 2 14 420-448 22 . Derschlag 26 10 1 15 455-471 21 Dietzenb. 26 9 3 14 418-450 21 ,Hannover 26 6 1 19 372-457 13 iNeuhausen 26 3 2 21 392-506 8 Helztu punktar i Bundeslígunni á leik- tímabilinu: • Meistari varð Grosswallstadt. jHannover og Neuhausen féllu niður í 2. deild i þriðja sinn, Derschlag og Dietzen- jbach i annaðsinn. |» í 182 leikjum unnust heimasigrar í 1114, útisigrar I 41 og 27 leikjum lauk !með jafntefli. I allt voru skorúð 6155 mörk i þessum leikjum. [• Flest mörk voru skoruð í leik Gross- Iwallstadt-Rheinhausen eða 54(32—22) en fæst i leik Hannover-Dankersen eða 17(9-8). j« Stærstu sigrar á leiktímabilinu: Húttenberg-Hannover 21—9, Nettel- stedt-Hannover 22—10 og Hofwier- Húttenberg 24—12. Stærstu útisigram- ir: Dietzenbach-Hofweier 13—23 og jDietzenbach-Gummersbach 14—24. ]• í þremur leikjum skoraði lið yfir 30 mörk. Grosswallstadt-Rheinhausen 32—22, Gummersbach-Rheinhausen sunnuna — og Armenningar munu gera allt klárt við þessar þrjár lyftur. Hins vegar eru borgarly fturnar hættar. Axel Axelsson 30—21 og Hofweier-Rheinhausen 30— 20. !• Nettelstedt skoraði 464 mörk. Lúbking 107/52, Möller 102/24, Willisch 57/1, Boczkowski 41, Demirovic 33/5 voru markahæstir. |* Dankersen skoraði 448 mörk. Waltke i99/26, Axel 95/38, Ólafur H. 60, Grund |47, Kramer 40 og Busch 40/8 voru markahæstir. |« Þrjátiu léikir unnust með eins marks jmun — þar af vann Dankersen sjö leiki jmeð eins marks munl! Tapaði hins vegar þremur leikjum með eins marks mun. ]Grosswallstadt vann þrjá leiki með eins marksmun. |» Áhorfendur voru flestir í Kiel eða T7.900 á 13 leikjum. Meðaltal 5992 á jleik! Brúttótekjur um 500.000 mörk. |. Áhorfendur hjá Göppingen voru .36.516 eða 2808 að meðaltali, Hofweier 26000/2000, Dankersen 24197/1861 og Grosswallstadt 24125/1855. Minnst laðsókn var hjá Dietzenbach 14497/1115, og Derschlag, 8444/649. |» Markahæstu leikmenn í Bundeslíg- unni urðu: Lavmic (Derschlag) 173, Frank (Milbertshofen) 143, Ehret (Hofweier) og Klúhspiess (Grosswall- stadt) 127, Kemmler (Neuhausen) 120. j» Iþróttalega telja menn að það hafi verið rétt að hafa vestur-þýzku deildina i einni óskiptri deild, ekki tveimur, þ.e. norður- og suðurdeild, eins og var hér fyrir ári. Peningalega hefur það ekki |heppnazt. Samkvæmt nýjustu upp- lýsingum sóttu 334.000 áhorfendur þá 1182 leiki sem háðir voru i Bundeslíg- unni, eða 1835 að meðaltali. Áhorf- endur hefðu þurft að vera 620.000 til að jfylla húsin. Leiktímabilið áður, 1976/1977, voru áhorfendur að meðal- tali 1591, á leik. Um 15% aukningu er því að ræða á þessu timabili. Leiktíma- bilið 1971/1972 var meðaltal áhorfenda 12114 á leik og 1974/1975 1946 á leik. Brúttótekjur af leikjum í Bundeslígunni, um 3.500.000 þýzk mörk nægja ekki fyrir hinum mikla kostnaði. En látum jþetta nægja i bili. Næstu helgar, fram til 17. júni, verða- bikarleikir hér i Þýzkalandi leiknir þg þykir mönnum nóg um þetta langa keppnistimabil. Hætt er við að áhugi leikmanna og áhorfenda minnki mikið. Undirbúningur fyrir næsta leiktímabil hefstsvo I. ágúst. Þýzkalandsmcistarar Grosswallstadt 1978: Efri röð frá vinstri: Konz, þjálfari, Lang, Schulz, Klenk, Sinsel, Gnau, Diimig og aðalþjálfarinn Zöll. Fremri röð: Meisinger, Fischer, lloffmann, Seufert, Freislerog Klúhspiess. Með kveðju. Ólafur H. Jónsson, Axel Axelsson. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. 23 Sigurvegarar Menntaskólans á Akur- eyri i karla- og kvennaflokki á skóla- meistaramóti Blaksambands íslands. Stúlkurnar eru — efri röð frá vinstri — Sólveig Anna Jónsdóttir, Æsa Hrólfs- dóttir, Anna Sæmundsdóttir og Auður Aðalsteinsdóttir. Fremri röð Ragna Rósa Ragnarsdóttir, Margrét Jónsdótt- ir, fyrirliði, og Erna Þórarinsdóttir. Á myndina vantar Katrinu Frímannsdótt- ur, Ásdisi Elísu Aðalsteinsdóttur og þjálfarann Björgólf Jóhannsson. Strákarnir eru — efiri röð frá vinstri — Gunnar Gtslason, Unnar Þ. Lárus- son, Björn Lúðvfksson, Eysteinn Ara- son, Stefán Magnússon og Magnús H. Ólafsson, þjálfari. Fremri röð Baldur Pétursson, Sigmundur Ófeigsson, Frið- jón Bjarnason, fyrirliði, Helgi Már Hall- dórsson, Hólmsteinn Björnsson og Árni Jónsson. Rikki og þjálfi eru hindraðir að komast til barónsins. i Segðu honum að ef ekki Iverður farið eftir reglum hættir lið mitt. Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir MENNTSKÆLINGAR A AKUR- EYRIBEZTIR í BLAKINU Skólameistaramóti Blaksambands ts- lands 1978 er nú lokið. Úrslitakeppnin fór fram í nýja iþróttahúsinu að Laugum, S-Þing. Þátttaka í mótinu fer vaxandi með ári hverju, og tóku nú 25 skólar þátt 1 mótinu með samtals 43 keppnislið. USAog V-Þýzkaland vörðust falli Bandaríkin og Vestur-Þýzkalandj björguðu sér frá falli niður í B-riðil 1 heimsmeistarakeppnlnni 1 ishokkey i| gær. USA sigraði þá Finnland 4—3 i Prag að viðstöddum 6300 áhorfendum. Vestur-Þýzkaland og Austur-Þýzkaland gerðu jafhtefli 0—0!! — Það verða því annaðhvort Finnland eða Austur-Þýzka- land, sem falla niður. Keppt er i fjórum flokkum, þ.e. grunnskólaflokki pilta og stúlkna og framhaldsskólaflokki karla og kvenna. Sigurvegarar í hverjum flokki fá auk verðlaunapeninga að varðveita farand- grip. Þessir farandgripir eru verðlauna- skildir BLÍ, hinir veglegustu gripir, sem verða í umferð til 1985. í framhalds- skólaflokki karla og kvenna varði Menntaskólinn á Akureyri titla sína. í karlaflokki veitti íþróttakennaraskóli íslands þeim harða keppni, en Mennta- skólinn við Hamrahlíð hlaut þriðja sæti. í kvennaflokki veitti aftur á móti Gagnfræðaskóli Húsavikur þeim harða keppni. Þar hlaut Menntaskólinn í Kópavogi þriðja sætið. 1 grunnskólaflokki pilta náði Héraðs- skólinn að Laugum meistaratitlinum frá Húsavík. Víghólaskóli í Kópavogi varð í öðru sæti og Flúðaskóli I Árnessýslu í þriðja sæti. í grunnskólaflokki stúlkna hélt Gagn- fræðaskóli Húsavíkur meistaratitli sin- um. Stúlkurnar frá Húsavík unnu með glæsibrag þriðja árið í röð. í öðru sæti varð Víghólaskóli í Kópavogi og i þriðja sæti Hagaskóli i Reykjavík. Frakkland vanníran Frakkland sigraði íran 2—1 1 lands- le<k I knattspyrnu 1 Toulouse I gær. Bæði jessi lönd leika á HM 1 Argcntínu. Mikill viðbúnaður lögreglu var i sam- bandi við leikinn vegna mótmæla- aðgerða, sem beindust að ríkisstjórn írans. 20 handteknir fyrir leikinn. Frakkar — að viðstöddum 35 þúsund áhorfendum — áttu í óvæntum erfiðleik- um með iranska landsliðið. Gemmrich skoraði á 14. min. en á fyrstu mín. siðari hálfleiks tókst Eowshan að jafna í 1—1. Six skoraði sigurmark Frakka á 69,min. Stórhugur hjá FRÍ-mönnum! — Handbók Frjálsíþróttasambands íslands komin út Ýmis merk mót í sumar og hápunkturinn EM í Prag „Það verður mikið um að vera á sviði frjálsra iþrótta í sumar og hápunkturinn verður Evrópumeistaramótið i Prag dagana 29. ágúst til 3. september. Við gerum okkur vonir um, að nokkrir Islendingár keppi á EM — nái þeim ströngu skilyrðum , sem þar eru sett fyrir þátttöku, sagði örn Eiðsson, for- maður Frjálsíþróttasambands tslands á blaðamannafundi, sem FRl efhdi til 1 gær. Þar ræddi örn ásamt þeim Sigurði Björnssyni, varaformanni FRÍ og Sveini Sigmundssyni, fundarritara FRl um helztu mót i sumar. Jafnframt var Handbók FRl kynnt blaðamönnum. Sú bók er öllum vel- unnurum frjálsra íþrótta þörf. Þar getið m.a. allra helztu móta sumarsins og islandsmeta i öllum aldursflokkum auk ýmislegs annars fróðleiks. Bókin verður til sölu á skrifstofum FRl, ÍSl og UMFÍ og auk þess I Bókaverzlun tsafoldar i Austurstræti. Kostar lOOOkrónur. Frjálsiþróttamót sumarsins eru að hefjast. Hið fyrsta — Burknamót FH, kastmót — verður á Kaplakrikavelli á laugardag. Fyrsta meiri háttar mótið er Vormót ÍR 25. maí og EÓP-mót KR- inga verður miðvikudaginn 31. maí. Af helztu mótum má nefna, að Meist- aramót íslands hefst með tugþrautar- keppni 3. júní — en aðalhluti mótsins verður 15.-17. júlí. Kastkeppni við Dani Stigin byrjuð að falla KR-ingum í skaut Fyrsti leikur islandsmótsins i knatt- spyrnu var háður á Melavellinum i gær- kvöld. Þá léku KR og Fylkir i 2. deild. KR-ingar sigruðu með 2-0 og eru því þegar farnir að safna stigum í 2. deild- inni. Þau verða áreiðanlega mörg áður en yfir lýkur og ekki að efa, að þetta gamalfræga féiag kemst aftur i 1. deild- ina. Ekkert mark var skorað í fyrri hálf- leiknum á Melavellinum í gær en þó fengu KR-ingar til þess gullið tækifæri. Dæmd var vítaspyma á Fylki úr Árbæn- um. Ottó Guðmundsson, fyrirliði KR, tók spyrnuna en spyrnti knettinum i stöng Fylkismarksins. Síðari hálfleikurinn var betur leikinn. Þó án þess að leikurinn kæmist einhvern tímann í gæðaflokk. Til þess gefur Mela- völlurinn heldur varla tækifæri. KR- ingar léku betur og uppskeran var tvö mörk. Fyrst skoraði Sverrir Herbertsson á 55. mín. eftir fyrirgjöf Stefáns Sigurðssonar. Sverrir varð því fyrstur til að skora mark á íslandsmótinu 1978. Stefán skoraði síðara mark KR og sigur KR-inga var vel verðskuldaður. verður I Haderslev í Danmörku 24. og (25. júní, unglingakeppni Norðurlanda- mótsins í fjölþrautum hefst á Laug- ardalsvelli 8. júlí. Norðurlandabikar- keppni kvenna verður I Lyngby i Dan- ímörku og hefst 22. júni. Kalott- keppnin verður I Uema I Sviþjóð 29.-30. júli og Reykjavíkurleikamir á Laugar- dalsvelli 9.-10. ágúst. Ýmsir kunnir kappar munu keppa þar. Til dæmis er von á að þeir A1 Feurbach, Bandarikj- unum, og Mac Wilkins, heimsmethafi í kringlukasti frá Bandarikjunum, keppi þar. En helzta mót sumarsins verður Evrópumeistaramótið í Prag. Óskar Jakobsson, kringlukastari úr ÍR hefur þegar náð þeim lágmarksárangri, sem settur er fyrir mótið — og svo gæti farið, að við ættum tvo kringlukastara þar — einnig Erlend Valdimarsson, ÍR. Þá verða KR-ingamir Hreinn Halldórsson og Vilhjálmur Vilmundarson ekki í erfiðleikum með að ná lágmarks- árangrinum — og ýmsir fleiri hafa jmöguleika. Til dæmis Lilja Guðmunds- dóttir, IR, og Ingunn Einarsdóttir, ÍR, — en Ingunn á við meiðsli að stríða. Var komin i æfmgabúðir á ítaliu en hélt heim til Islands vegna meiðslanna. Á þessu stigi málsins er ekki vitað hvað þau eru alvarleg. Ýmsir fleiri islenzkir frjálsiþróttamenn hafa möguleika á að ná lágmarksafrekunum. ROCKWOOL Sparnaóur á komandi árum. HITAKOSTNAÐINN Einangrun gegn hita, eldi, kulda og hljóði, auðvelt í upp- setningu Algengustu stærðir ávallt fyrirliggjandi. Lækjargötu 34, HafnarRrAi tfmi 50975

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.