Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAt 1978. \ (Jtgsfandi Osgbladifi M. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólffsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulitrúi: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Sfmonarson. Aðstoðarfróttastjóri: AUi Steinarsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Blaóamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómaoson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurfls- son, Hallur Hallsson, Helgi Pátursson, Jónas Haraldsson, Óiafur Geirsson, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Pormóflsson. , Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson Dreifingarstjórí: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsia PverhoW 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Pverhottí 11. Aflai- simi blaflsins 27022 (10 Hnur). Áskrift 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasöiu 100 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúia 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Innreiö nubmans Rafmagnsveitur ríkisins hafa riðið á vaðið með eina merkustu nýjung síðustu ára í stjórnun opinberra þjónustustofn- ana. Þær hafa falið óháðum ráðgjafar- fyrirtækjum að meta hinn félagslega þátt framkvæmda sinna. Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri skýrði frá því á fundi Sambands íslenzkra rafveitna fyrr í þessari viku, áð tillögum stofnunarinnar vegna næsta fjárlagafrumvarps ríkisins mundi verða skipt í tvennt, í arðbærar fram- kvæmdir annars vegar og félagslegar framkvæmdir hins vegar. Ætlunin er að athuga á einangraðan hátt útstreymi og innstreymi peninga vegna hverrar fjárfestingar fyrir sig. Komi í ljós, að útstreymi peninga sé meira en innstreymi,j er að því marki um félagslega framkvæmd að ræða. Félagslega þáttinn má þá raunar mæla í hlutfallstölum. Rafmagnsveitustjóri nefndi í erindi sínu nokkur dæmi um útreikninga af þessu tagi. Nýja línan milli Grímsár og Reyðarfjarðar, sem tekin var í notkun í fyrrahaust, hefur minnkað flutningstap um heilt megavatt. Hún stendur því sem framkvæmd vel undir sér fjárhagslega. Háspennulínan milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, sem er á framlögum þessa árs og á að kosta 51 milljón krónur, er hins vegar 85% félagsleg framkvæmd. Það þýðir, að Rafmagnsveitur ríkisins geta fengið arð af 7,5 milljón króna eigin framlagi, ef ríkið gefur þeim á móti 43,5 milljón krónur í arðlausu fé. Þessi lína er langt frá því að standa undir sér. Kristján Jónsson nefndi líka 290 milljón króna nýjan sæstreng til Vestmannaeyja, sem sennilega verður fljót- lega lagður, þótt hann muni ekki skila Rafmagnsveitun- um neinum tekjum fyrr en árið 1982. Sá tímamismunur felur í sér félagslega framkvæmd, sem veiturnar geta ekki kostað af eigin fé. Nýjung rafmagnsveitustjóra felur í sér ósk um, að stofnunin verði því aðeins látin leggja í óarðbærar fram- kvæmdir, að þingmenn og ráðherrar geri sér grein fyrir því, að þær eru óarðbærar og leggi sérstaklega fram fé til þeirra úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna. Skiptingin í arðbærar og félagslegar framkvæmdir er merkust fyrir þá sök, að hún þvingar ráðamenn þjóðarinnar til að gera sér betur grein en áður fyrir verð- mæti fjármunanna, sem þeir eru að ráðstafa. Hún varpar kastljósi á hverjaráðagerð fyrir sig,svo sterku, að í augun sker, ef ráðamenn gamna sér við rándýr kjördæmismál. Vinnubrögðin, sem hinn tiltölulega nýi rafmagns- veitustjóri er að reyna að koma af stað, eiga jafnmikinn rétt á sér í ýmsum öðrum opinberum stofnunum, sem sinna jöfnum höndum arðbærri þjónustu og ýmissi óskhyggju ráðamanna. Símamálastjórnin getur áætlað tekjur og gjöld af nýj- um símalínum og símstöðvum og skipt fjárlagatillögum sínum í tvennt á sama hátt og Rafmagnsveiturnar. Sama er einnig unnt að segja um ýmis opinber fyrirtæki, sem ekki selja þjónustu sína, svo sem um Vegamálastofn- unina. í þeim tilvikúm yrði þá að áætla notkunar- verðmæti framkvæmdanna. Nýjungin felst í að beita tvískiptingunni ekki aðeins í ákveðnum verkefnum, heldur kerfisbundið í áætlunum heilla stofnana. Sú vinnubrögð eru þau, sem koma skulu. ..... Bandaríkin: Er umræða um vin- sældir og gengi forsetans aðeins hugarburður fjöL miðla í efnishraki? Þeir eru margir sem segja að Jody Powell sé ekki rétti maðurinn í starf blaðafulltrúa Hvita hússins og Banda- ríkjaforseta. Helztu gagnrýnendur Jimmy Carters forseta segja meira að segja að flestir séu á þeirri skoðun. En er fallandi gengi forsetans honum sjálfum eða' blaðafulltrúa hans að kenna? Ekki eru allir vissir um það. Þeir hinir sömu segja að ekki mundi skipta máli þó Gabriel erkiengill tæki að sér blaðafulltrúastarfið og himna- kórinn syngi forsetanum lof og dýrð á blaðamannafundum. Hann mundi þrátt fyrir það vera lágt metinn meðal almennings og í fjölmiðlum. Þetta er óhjákvæmileg þróun, sem á lítið skylt við það, sem raunverulega er að gerast í heiminum. Vinsældir eða óvinsældir Banda- ríkjaforseta eru ákvarðaðar af skoðanakönnunum framkvæmdum af ýmsum fyrirtækjum á þeimvetivangi. Þessi bandariska uppfinning, sem oft hefur gefið góðan árangur er einnig líka hörmulega rangar niðurstöður miðað við raunveruleikann, sveiflast stundum ótrúlega skjótt og mismunur á niðurstöðum skoðanakannana er einnigoft furðumikill. Gallup fyrirtækið tilkynnti sautj- ánda fyrra mánaðar að aðeins 39% þeirra sem spurðir voru hefðu verið ánægðir með störf forsetans. Þótti það mikil breyting frá því í byrjun mánaðarins. Þrem dögum siðar til- kynnti annað skoðanakönnunarfyrir- tæki, Harris, að ekki nema 33% Bandaríkjamanna teldu forsetann standa sig mjög vel eða nokkuð vel í starfi sinu. Hvað skyldi hafa valdið svo mikilli breytingu á afstöðu almennings til Bandarikjaforseta? Hærri skattar? Lægi laun? Eða' fækkun á frídögum? Ekkert slíkt hefur orði. Hver er þá skýringin? Sumir halda því fram að minni vinsældir forsetans séu óhjákvæmilegar á öðru ári kjör- tímabilsins. Þetta sé óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að margir, blaða- og fréttamenn séu nú önnum kafnir við að fullyrða að forsetinn efni ekki kosningaloforð sín. Ástæðan fyrir því að þannig sé skrifað á öðru ári kjör- timabilsins er talin einföld. Þess sé krafizt að i það minnsta hálf milljón orða komi frá fréttastofum og fréttamönnum, sem aðsetur hafa i Washington. Stór hluti þessa mikla orðaflóðs fjallar auðvitað um alvarleg málefni svo sem lagasetningu og framkvæmdir stjórnvalda. önnur segja frá drukknum þingmönnum og hvað þeir afreka í ölvimunni og ekki má gleyma uppáhaldsfréttunum þessa mánuöina, spillingunni innan CIA, njósna- og upplýsingaþjónustu Banda- ríkjastjórnar. Eins og engum hafi veriö kunnugt um það fyrr að þar væru notaðar ýmsar vafasamar að- ferðir við upplýsingasöfnun. Stundum er aftur á móti þannig ástatt að ekkert raunverulegt er að skrifa um og þá eru góð ráð dýr. Oft verður frammistaða forsetans þá þrautalendingin. Raunverulega er alltaf hægt að skrifa um forsetann. Á fyrsta ári kjörtimabilsins er til dæmis hægt að skrifa um fyrirætlanir hans og framkomu i nýja embættinu og auðvitað hafa allir áhuga á forsetan- um í byrjun. Ekki er síðasta eina og hálfa árið í embætti erfiðara. Þá er hægt að velta vöngum fram og aftur yfir möguleikum forsetans á endur- kjöri og hverjir verði hans hættuleg- ustu keppinautar i komandi kosning- um. Þá er aðeins eftir að gera grein fyrir um hvað hægt er að skrifa um forset- ann um mitt kjörtímabilið, þegaf nýjabrumið er farið af honum og vangaveltur og komandi kosningar eru ekki timabærar. Þá er komið að kosningaloforðun- um. Hægt er að segja frá þvi að for- setinn hafi ekki uppfyllt ýmis loforð sem hann hafi gefið meðan á kosningabaráttunni stóð. Við þessi skrif finnst mörgum mesti óþarfi að taka til greina þá staðreynd að það tekur ár og jafnvel áratugi að koma sumum þessara loforða i fram- kVæmd. Þingið er auðvitað stundum and- stætt forsetanum og þess vegna er hægt að rita fram og aftur um erfiða stöðu gagnvart þinginu. Reyndar mun hver einasti forseti einhvern tíma komast i þá aöstöðu og alls ekki af óeðlilegum orsökum, því skoðanir for- Þeir gripa til flestra ráöa, stjórnmála- mennirnir i Bandaríkjunum, þegar út í kosningabaráttuna kemur og baráttan er hafin. Á myndinni sjáum við Jimmy Carter i reiptogi á útiskemmtun i KaU- forníu. setans og þingmanna fara ekki alltaf saman fremur en annarra manna. Á öðru ári forsetans i embætti fer að koma i ljós að ýmis þau verk- efni sem hann hóf í byrjun embættis- ferils síns munu ganga erfiölegar heldur en hinir bjartsýnustu vonuðu. Þá er hægt að skrifa um það og jafnvel gefa i skyn aö forsetinn sé að missa tökin á starfi sinu. Staðreyndin er aðeins sú, að allir stjórnmálamenn verða fyrir því að koma ekki öllum sinum málum í gegn- um þingið, forsetinn ekki síður en aðrir. Vegna þessa segja margir að full- yrðingar um vinsældir og óvinsældir forsetans sé hlutur, sem verði fyrst og fremst til hjá fjölmiðlunum. Al- menningur i Bandarikjunum láti sig stjórnmál engu skipta um mitt kjör- timabil forsetans. Enginn er að velta því mikið fyrir sér hvern þeir vilji fyrir forseta og flestir taka fullyrðing- ar fjölmiðlanna um gengi eða gengis- leysi forsetans í starfi trúanlegar. Verið getur að meiri sveiflur séu á niðurstöðum skoðanakannana nú en oft áður en fylgistap forseta Banda- rikjanna á öðru ári kjörtimabils er venja sem haldizt hefur alveg frá því Eisenhower var forseti og segir að líkindum litið um fylgi hans i kosning- um eða gengi hans i starfi. Jody Powell blaðafúlltrúi Jimmy Carters Bandaríkjaforseta er ekki allt- af öfundsveröur af starfi sínu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.