Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. TIL SÖLU 23 feta mjög rúmgóður bátur úr krossviði á eikargrind og kiæddur trefjaplasti. Vél 2.4 I. Ford diesel, ekki fullkláraður. Vagn fylgir. Tilboð. Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022. H—11227. Aðalfundur Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns fyrir árið 1976—1977 verður haldinn fimmtudaginn 18. maí kl. 20 í Snorra- búð, Snorrabraut 37. Stjórnin Blaðburðarbörn óskaststrax í eftirtafín hverfi: Skúlagötu frá 58 og út Skipholt Rauðarárstíg 1—13 Tjarnargötu Lindargötu Suðurgötu Hverfisgötu Leifsgötu Upplýsingar á afgr. ísíma 27022. mmiAÐw *•? Smurbrauðstofqn BJORNINN Njólsgötu 49 - «mi .15105 AUGLÝSING íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn er laus til íbúðar 1. septem- ber 1978 til 31. ágúst 1979. Fræðimönnum eða vísindamönnum, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að vís- indaverkefnum í Kaupmannahöfn, er heimilt að sækja um afnotarétt af íbúðinni. í íbúðinni eru fímm herbergi og fylgir þeim allur nauð- synlegasti heimilisbúnaður. Hún er látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími i íbúðinni skal eigi vera skemmri en þrír mánuðir og lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráðstafað í þrjá mánuði í senn. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 3,1556 Köbenhavn V., eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaup- mannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram, hvenær og hve lengi er óskað eftir íbúðinni, og fjölskyldustærðar um- sækjanda. Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykja- vík. Æskilegt er, að umsókninni fylgi umsögn sér- fróðs manns um fræðistörf umsækjanda. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar. Flugræningjar yfirbugaðir Andartaki eftir aö eitt hundrað og tíu farþegar colombísku flugvélarinnar voru látnir lausir, réðst lögregla inn i vélina og handtók ræningjana þrjá. Gerðist þetta á eynni Curacao undan ströndum Venuzuela; Tveir lögreglumenn og tveir flug- ræningjanna urðu fyrir skotsárum, þegar flugvélin Boeing 727 var tekin. Áður hafði flugstjórinn fengið skot í fótinn. Samkvæmt upplýsingum er ekki talið að neinn hinna særðu sé í lífshættu. Flugræningjarnir höfðu krafizt 60.000 dollara lausnargjalds, sem er óvenju litið eða ekki nema um það bil jafnvirði sextíu milljóna íslenzkra króna. Yfirvöldum tókst að fá ræningjana til að sleppa öllum farþegunum skömmu eftir komuna til Curacao og voru þeir þvi orðnir einir eftir um borð I þotunni ásamt fimm manna áhöfn hennar, þegar þeir voru yfnbugaðir. Þær heita Nehama Shutan, Etti Zuberli og Lisa Gold og eru í ísraelska sftng- hópnum Alpha Beta, sem söng verðlaunalagið i Eurovision sftngvakeppninni fyrir nokkru. Lítið gengi verð- launa- lags Israelski verðlaunasöngurinn úr Eurovision söngvakeppninni hefur ekki náð neinum verulegum vinsæld- um og engan veginn þeim sem mörg verðlaunalögin sem þar hafa komið fram á undanförnum árum hafa náð. í Bretlandi hefur lagið. sem heitir A- Ba-Ni-Bi hlotið mjögdræmar viðtökur og heyrist sjaldan i útvarpi. Izhar Cohen, söngvarinn ísraelski. sem söng lagið í keppninni. er þekktur i heima- landi sinu en stúlkurnar, sem aðstoðuðu hann, eru tiltölulega óþekktar og höfðu bundið miklar vonir við frama sinn i framhaldi sigursins. Burmaflótta- menn til Bangladesh Meira en tuttugu þúsund flótta- ið sé ólöglegir innflytjendur. sem mcnn hafa komið til Bangladesh haldið hafi á brott, þegar innflytjenda- undanfarna tvo daga frá nágrannarik- eftirlit landsis vildi hafa af þeim tal. inu Burma. Stjórnvöld þar i landi hafa krafizt þess að Burmastjórn taki við Stjórn Banlgadesh, sem komið þessu fólki. þvi nú er talið að flótta- hefur upp búðum fyrir flóttamcnnina. menn i Bangladcsh séu mcira en ein segist óttast um afkomu þeirra. Þegar milljón tvö hundruö og fimmtiu þús- hafa hátt í eitt hundrað látizl' búðun und. Búa þeir við mjög þröngan kost. um og óttazt er að farsóttir brjótist þar Yfirvöld i Burma segja að flóttafólk- út. Dæmdur fyrir að nauðga konusinni í fyrsta skipti i sögu Ástraliu var karl- maður t'undinn sekur um að hafa nauðg- að eiginkonu sinni. Var þar farið eftir lögum sem sett voru 1976. Hinn ákærði. 37 ára. hafði lýst sig saklausan. Hjónin höfðu ekki búið saman i tæplega eitt ár. þegar til verknaðarins á að hafa komið. Af ótta við hótanir um að hún yrði drepin lét konan undan og hafði mök við manninn. Hjónabandið hafði staðið frá 1964 og eiga þau tvö börn. Erlendar fréttir Reyndiað myrða eiginmanninn ogvill núfá eignirnar Marlene Seimley, eiginkona her- manns sem býr i Illinoisfylki i Banda- rikjunum, var fundin sek fyrir að drepa eiginmann sinn fyrir nokkru og hefur vakið athygli fyrir skörulega framkomu við skilnaðarréttarhöldin. Vill hún að eiginmaðurinn fyrrverandi greiði henni um það bil áttatiu þúsund krónur i fram- fræslueyri mánaðarlega auk þess að fá til umráða einbýlishús þeirra sem metið er á jafnvirði sjötiu milljóna islenzkra króna. Eiginmaðurinn hafði krafðizt skilnaðar þegar árið 1974 eftir að konan hafði verið handtekin, ákærð fyrir að hafa greitt leigumorðingja fyrir að drepa hann.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.