Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 36
„Fæðingalæknarnir byggja mat sitt á reynsluleysi" Hulda Jensdóttir forstöðukona rekur sérfræðinga á gat íútvarpsþætti Er sú fæðingaraðferð sem nefnd er franska fæðingin æskileg og mann- eskjuleg eða er hún í hæsta máta hættuleg bæði móður og barni? Um þessar spurningar snerist þáttur i um- sjón Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur i útvarpinu í gærkvöldi. Ræddi Ásta þar við Huldu Jensdóttur forstöðu- konu Fæðingarheimilis Reykjavikur um þessa aðferð sem Frakkinn Fred- rick Leboyer er upphafsmaður að. Aðferð þessi felst i mjög grófum dráttum í þvi að við fæðingu eru böm- in lögð beint á kvið móður sinnar með naflastrenginn óslitinn og látin liggja þar í dempuðu ljósi og sem minnstum hávaða i nokkrar mínútur. Eftir það eru þau sett í ylvolgt vatn og höfð þar í nokkrar minútur til viðbótar þar til öll spenna er horfin úr líkama þeirra. Við þessa fæðingaraðferð kom þeim sem vinna við hana á Fæðingarheimilinu og foreldrum sem eignazt hafa börn með þessum hætti saman um að börn- in séu mun rórri og sælli með heiminn. En þessu voru þeir Sigurður Magnússon prófessor á Kvennadeild Landspitaians og Gunnar Biering barnalæknir ekki sammála. Gunnar taldi jafnvel aðferð þessa hættulega bæði fyrir móður og barn og Sigurður kvað enga ástæðu til þess að hverfa frá þeim aðferðum sem við höfum notað fram til þessa með frábærum árangri og nota aðrar í staðinn, aðferðir sem hvergi hefði verið sannað að væru betri. Hulda Jensdóttir hafði það um álit þessara sérfræðinga að segja að, þvi miður, væri afstaðan byggð á reynslu- leysi þeirra sjálfra. Þeir hefðu ekki verið viðstaddir franska fæðingu og væri ekki nægilegt þó þeir hefðu séð kvikmynd um hana. Meira að segja hefði hún sjálf boðið einum af þessum þrem barnalæknum sem hér starfa sér- lega við nýfædd börn að vera viðstadd- ur þess konar fæðingu en hann hefði hafnað því boði. Enginn af þessum ný- burafræðingum. eins og þeir eru nefndir, hefðu verið viðstaddir svona fæðingu. Hulda sagði að lokum að hún hefði verið viðstödd fæðingar i tugi ára og þá ekki sem áhorfandi heldur i eldlin- unni og sæi hún þvi betur eftir þvi sem hún starfaði lengur að hið eðlilega og náttúrlega væri það sem koma skyldi. Undir þetta tók Guðjón Guðnason yfirlæknir Fæðingarheimilisins og sagði að ekki væri boðið upp á franska fæðingu á. þvi heimili nema hún væri talin fullkomlega örugg og eins áhættulaus og hver önnur fæðing. - DS Nei. það er engin ástæða til að óttast. Þetta er aðeins gufa úr læknnm góöa i Nauthólsvík sem svo fagurlega cr upp- Ijómuð af bílljósum. Myndin sem tek- in var í nótt sýnir betur en mörg orð hversu veðrið er fagurt i Reykjavik i dag þó að hitinn sé ekki nema 3 stig. En viða annars staðar á landinu var ekki einu sinni 3 stigum fyrir að fara. Eins stigs frost var til dæmis á Dala- tangá og þar var snjókoma. Og á Höfn i Homafirði voru lOvindstigogskúrir en bót í máli að 4 stiga hiti var þar lika. Nánar um veðrið er i opnu. DB-mynd Ragnar. Páll Sigurjónsson kjörinn formaður VSÍ: Kristján Ragnarsson mun leiða samninga fyrst um sinn „Þetta er svo nýtilkomið að ég get ekkert sagt um fyrirætlanir minar i þessu starfi'fyrr en ég er búinn að setja Páll Sigurjónsson er framkvæmdastjóri ístaks hf. Hér er hann á vinnustaö sínum í íþróttamiöstöðinni I Laugardal í morg- un. DB-mynd R.Th. Sig. Skákmótið íLas Palmas: „Biðskákinni við Medina lauk ekki i gærkvöldi. Ég var kominn með unna stöðu þegar við tefldum biðskákina i gærkvöldi en þá varð mér á hand- vömm, bókstaflega tók feil á manni,” sagði Friðrik Ólafsson i viðtali við DB i morgun. „Þaðer samtekkialvegúti- lokað að ná vinningi og aldrei verður þetta vérra en jafntefli,” sagði Friðrik. Jafnteflisleg skák þeirra Larsen og Sax fór einnig aftur i bið en Pan- chenko vann sína biðskák við Del Corral úr 9. umferð. Mariotti vann Del Corral og Westerinen vann Miles i biðskákum úr 8. uniferð. Staðan í mótinu eftir 9 umferðir er' þessi: Tukmakov heldur forystunni—Friðrik í baráttu um efstu sætin 1. Tukmakov7 v. 2. -3. Larsen og Sax 6 v. og biðskák. 4.—5. MilesogStean 5 1/2 v. 6. Friðrik 5 v. og biðskák. 7. Mariotti 5 v. 8. —9. Vesterinen, Rodriguez4 1/2 v. 10,—12. Del Corral, Panchenko og Czom 4 v. 13. Sanz3 1/2 v. 14. Medina 2 v. ogbiðskák. 15. Dominuez 2 v. 16. Padron 1 1/2 v. í dag teflir Friðrik við Czom og hefur hvítt, Tukmakov teflir við Del Corral og Larsen við Rodriguez, og Sax við Stean. 10. umferðin hefst kl. 16. - BS fijálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. mig inn í það, það verður mitt fyrsta verk," sagði Páll Sigurjónsson verkfræð- ingur, nýkjörinn formaður Vinnuveit endasambands íslands. Þá sagði Páll að Kristján Ragnarsson (LÍÚ) mundi leiða þá samninga sem nú stæðu yfir, enda væri ekki eðlilegt að nýr maður i þessu fagi tæki fyrirvara- laust við stjórn. ■ GS. AJtxfn /. t. 3. V. s: t. 7 9. /0. //. /*. /3. /H /Si. /L. /- /nrtA/orr/ t 0 i i i 0 \ y» O P/J/UC.rtÍ£i/KO oi "ll 0 o i l t 0 'U 5. Tct/C/r>s//eo u l 777 Vt 1 t % 1 7« 1 H. FAÍGAt/c i l/<i 1 % 1 0 7t 5- P/jono/O’ 0 o o O I o 'L 0 o fc. /T)Soi*u/7 o o 0 0 o k o 'k 1 CSorT) 1 0 ‘/t \ 0 o 7t /l 7t 9 oei conofí/. o o 7t 1 'k % % % 'U <?. 1 s ! ‘/t 1 ÍL Ít 0 /z 1 0 10 CO/r>/AJOi/£ 2 0 0 o l 0 0 0 'U 'Ti II- 3/7A/2 l 1 ‘4 ‘/t o O o 'lk o /l A/9/2$£a/ 0 i 1 7t 7t l 1 L /V S0X W t 7l Hi 7t 1 L 1 H #00/tÍCi/£2 0 0 7» J ‘4 U % t % tS. /r>//.£6 1 ’/z 1 1 ‘/t 4 0 'k (i sr/s/fA/ 1 7t 0 'A 1 \ /l l 0 Óháð óánægju- framboð á Suðurlandi „Við viljum með þessu framboði okkar gefa fólki kost á að greiða atkvæði stjórnmálahreyfingu sem ekki er byggð upp eins og gömlu flokkarnir,” sagði Gunnar Guðmundsson, skólastjóri á Laugalandi í viðtali við DB en Gunnar er efstur á óháðum lista til alþingiskosn- inga sem lagður hefur verið fram á Suðurlandi. „Fólk er almennt orðið þreytt á stjórnmálaflokkunum og stjórn- málamönnum yfirleitt og hafa þeir sýnt að þeir eru ekki traustsins verðir með úr- ræðaleysi sinu.” í heild er listinn þannig skipaður: 1. Gunnar Guðmundsson skólastjóri, Laugalandi. 2. Skúli B. Ágústsson rafverktaki, Selfossi. 3. Georg Agnarsson bifreiðarstj., Þor- lákshöfn. 4. Þórólfur Vilhjálmsson skipasm.. Vestmannaeyjum. 5. Björn Bergmann Jónsson verkam., Lyngási, Rang. 6. Sigurður Jónsson nemi, Björk, Sand- vikurhr. 7. Kristín Sigurþórsdóttir húsmóðir, Hellu. 8. ÞorgilsGunnarsson verkam., Vík. 9. Birgir Sveinbjörnsson fangav., Eyrar- bakka. 10. Ester Halldórsdóttir bankam., Sel- fossi. 11. Arndis Eiriksdóttir fyrrv. Ijósm., Lýtingsstöðum. 12. Konráð Sigurðsson héraðslæknir, Laugarási. Bisk. • HP „Skapar umræðu- grundvöir — segirGuðmundur J. Guðmundsson „Enda þótt yfirlýsing forsætisráðherra sé nokkuð síðbúin, felur hún i sér greinilega stefnubreyti.ngu," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambands íslands, i viðtali við DB. „Þessari stefnubreytingu ber að fagna. Mér sýnist hún geta skapað umræðugrundvöll í viðræðum atvinnurekenda og launþega. Slíkan grundvöll hefur sárlega vantað,” sagði Guðmundur J. Þvi er ekki að leyna að hugmyndir forsætisráðherra og rikisstjórnarinnar koma ekki nægilega til móts við kröfu launþegasamtakanna um að fá aftur i gildi þá samninga, sem voru að engu gerðir með febrúarlögunum,” sagði Guðmundur J. „Eigi að siður hefur for- sætisráðherra haft frumkvæðiaðþvíað umræða geti skapazt milli aðila vinnu- markaðarins. Á undanförnum fundum með þessum aðilum hefur hvorki rekið né gengið og engu hefur fengizt um þokað.” „Ég veit ekki hvernig atvinnurek- endur meta frumkvæði forsætis- ráðherra. Það kemur væntanlega i ljós á fundinum með sáttasemjara i dag," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. •BS. %\ i£ Kaupið S’ BANKASTRÆTI8 276^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.