Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAl 1978. 7 Félögin eru hluti af okkur og við erum hluti afþeim — segir 3. maður á D-lista Sjálfstæðisflokksins „Ég er búinn að vinna að bæjar- málum í bæjarstjórn undanfarin fjögur ár og hef áhuga á að vinna áfram að uppbyggingu bæjarsins. Ég vil að hér sé traustur fjárhagur eins og verið hefur,” sagði Einar Þ. Mathiesen, framkvæmda- stjóri, sem skipar þriðja sætið á D-lista sjálfstæðismanna. „Stærstu málin hér þarf að leiða í far- sæla höfn á komandi kjörtimabili,” sagði Einar. „Þaö eru gatnagerð og hita- veitan. Ég legg líka mikla áherzlu á félagsleg málefni í Hafnarfirði. Ég vil styrkja frjálsa æskulýðsstarfsemi, þann kraft, félagslega styrk og þær hugsjónir, sem að baki liggja. Við erum hluti af þessum félögum og þau eru hluti af okkur. Égerá mótiþví aðsetja allt undir miðstýringu hins opinbera.” Einar Þ. Mathiesen, hefur verið for- maður hafnarstjórnar undanfarin fjögur ár. Hann sagði að mikið upp- byggingarstarf hefði verið unnið við höfnina á kjörtímabilinu. „Nú eru til tillögur um framtíðarskipulag í suður- höfninni. Þar eru mörg skemmtileg verkefni framundan og það er meðal annars þess vegna sem ég gef kost á mér. Ég vil leggja mitt af mörkum til míns bæjarfélags. Ég lofa ekki öðru en því, ég vil gera mitt besta.” Einar kvaðst telja að sjálfstæðismenn héldu sínum fimm mönnum í bæjar- stjórn og jafnvel fleirum. -ÓV. Einar Þ. Mathiesen: Framtíðarskipulag suöurhafnarinnar. Ægir Sigurgeirsson: „Ekkert nema gatan. Enginn loforða- listi — segirfimmti maðurá D-lista Sjálfstæðisflokksins Hildur Haraldsdóttir, skrifstofustjóri hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar skipar fimmta sæti lista sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosningarnar, en i því sæti lenti hún í prófkjöri flokksins vegna kosninganna. „Ég gef kost á mér fyrst og fremst vegna þess að ég hef áhuga á málefnum Hafnarfjarðar og tel mikilvægt að þar sé vel haldið á málum,” sagði Hildur i sam- tali við DB. Hún hefur starfað með Stefni, félagi ungra sjálfstæðismanna i Hafnarfirði, í 5—6 ár og á nú sæti í stjórn félagsins. Hildur sagðist ekki telja vafa á þvi að sjálfstæðismenn héldu meirihluta sínum I Hafnarfirði. „Ég tel okkur fara langt I sjötta manninn,” sagði hún. „Ég er ekki með neinn loforðalista handa kjósendum,” sagði Hildur enn fremur. „Ég vil vinna að öllum málum bæjarfélagsins, þótt áhugi minn beinist fyrst og fremst að æskulýðs- og iþrótta- málum auk umhverfismála.” ÓV. Hildur Haraldsdóttir: „Förum langt með að fá sjötta manninn. Opnum stjórih kerfi bæjaríns — segirefsti maöurá G-lista Alþýðubandalagsins „Ég er fyrst og fremst i framboði vegna þess að ég var beðinn um það af mínu flokksfélagi — fyrst fyrir fjórum árum og svo aftur núna,” sagði Ægir Sigurgeirsson kennari, sem er efstur á framboðslista Alþýðubandalagsins. „Brýnustu verkefnin hér eru á sviði félagsmála,” sagði Ægir. „Hér þarf að gera stórátak I dagvistunarmálum og æskulýðsstarfi. Unga fólkið sjálft á að taka þátt í mótun þeirrar stefnu.” Ægir sagði að alvarlegast væri að í Hafnarfirði vantaði alveg aðstöðu fyrir ungt fólk á aldrinum 16—20 ára. „Þar er það ekkert nema gatan. Það gefur auga leið, að þau sækja þá talsvert mikið út úr bænum i leit að lifi. Við þurfum að halda okkar fólki heima, að svo miklu leyti sem eðlilegt er.” Hann kvað skort á skólahúsnæði hefta skólastarf i Hafnarfirði. „Það hefur einfaldlega ekki verið byggt nóg af skólum til að mæta þörfinni,” sagði Ægir. „Þá finnst mér ástæða til að nefna þörfina fyrir félagslegar ibúðabygging- ar fyrir láglaunafólk og fólk, sem er að hefja búskap. Á ég þar bæði við leigu- ibúðir og verkamannabústaði á hag- kvæmum kjörum.” Ægir lagði á það áherzlu, að -stjórn- kerfi bæjarins væri opnara og bæjar- fulltrúar ekki einangraðir frá bæjarbú- um, eins og hefði borið á. Hann sagðist telja að Alþýðubanda- lagið væri i talsverðri sókn í Hafnarfirði, en vildi engu spá um hugsanlega skipt inguj bæjarfulltrúa eftir kosningar. ÓV. Trillukarlar eru fjölmargiri Hafnartirði, enda útgerð talsurð l'rá hænum. DB-nnnd: IIV,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.