Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAl 1978. U7 Norðuk + Á65 <?Á2 OD97 +ÁDG64 Vesti'r + KD109842 83 0 enginn + K732 Austuk A73 <?KDG 10954 02 + 1085 SUÐUR + G ^76 OÁKG1086543 + 9 Eins og við sjáum standa bæði sjö tíglar og sjö grönd, en tiglarnir eru miklu betri. Það var óvænt að félagi skyldi eiga þrjá ása eftir þessar sagnir, en fjögur gröndin voru sögð með þeim ásetningi að segja sex grönd, ef félagi ætti tvo ása.. Einar Þorfinnsson fær yfirleitt manna lélegust spil (að sögn hans sjálfs). Það er því ekki hægt að birta einhverja sjö slemmu, sem hann og Ásmundur Pálsson spiluðu. Því kemur hér spil, sem þeir félagar spiluðu og eru þeir i vörninni í tveim laufum. Svona voru öll spilin. VtSTl'K + 76 VD1054 «G64 * D972 Norðuk + D1052 <?K3 9 Á9853 + KG94 «■ Á987 0 D102 * 105 + A83 ^G62 °K7 *ÁG864 *K3 SUÐUK Ásmundur i vestur spilaði út spaðasexi, því Einar hafði sagt einn spaða. Sögnin var tvö lauf spiluð í suður. Sagnhafi lét lítið frá blindum og Einar spaðaníu, sem drepin var á ás. Þá tók sagnhafi tígulkóngog spilaði tígli á kóng og litlum tigli og trompar. Þá kom lauf á kóng í blindum og enn spilar sagnhafi tígli, sem Einar trompar með lauftíu, Tveir af íslandsmeisturunum, þeir Örn Arnþórsson, lengst til vinstri, og Guðlaugur Jóhannsson að spila við Guðmund Pét- ursson og Karl Sigurhjartarson. Þessir fjórir spilarar hafa unnið sér rétt til að spila i islenzku sveitinni i opna flokknum á Norðurlandamótinu, sem háð verður i Reykjavík i sumar. Myndin var tekin i lokaumferðinni á íslandsmótinu. DB-mynd Bjarnleifur. sagnhafi gefur lítinn spaða og Ásmundur lítið hjarta. Þá tók Einar á spaðakóng og spilaði meiri spaða, sem sagnhafi trompar með laufáttu og er yfirtrompuð með laufniu. Þeir félagar voru búnir að fá þrjá slagi og Ásmundur spilaði þá laufi frá drottningu — sjö i laufinu upp i ás-gosa og sex, en það voru þrír síðustu slagir sagnhafa, hann gaf þrjá slagi á hjarta i lokin og varð einn niður á sína 24 punkta. Bridgefélag Akureyrar Vetrarstarfi BA er lokið. Síðasta keppni félagsins var minningarmót um Halldór heitinn Helgason, sem var einn af máttarstólpum félagsins um margra ára skeið. Landsbanki íslands gaf veg- legan skjöld til að keppa um. AUs tóku 12 sveitir þátt i keppninni og var spilað „Board a Match”. Sigurvegari varð sveit Páls Pálssonar með 190 stig. Að öðru leyti urðu úrslit þessi: StÍK 2. Sveit Ingimundar Ámasonar 189 3. Sveit Angantýs Jóhannssonar 182 4. Sveit Alfreðs Pálssonar 181 S.Sveit Páls H. Jónssonar 165 6. Sveit Gylfa Þórhallssonar 156 Spilararí sigursveitinni auk Páls eru Frímann Frímannsson, Gunnlaugur Guðmundsson, Magnús Aðalbjörnsson :Og Soffía Guðmundsdóttir. Gleðisjóinn geyst eg fer Föstudaginn 14. mars árið 1884 sátu þau Jón Árnason bókavörður og kona hans, Katrín Þor- valdsdóttir, að miðdegisverði, sem á þeim tímum var snæddur um nónbU, ásamt systursyni hús- freyju, Skúla Thoroddsen. Hann hafði kvöldið áður komið til Reykjavikur með póstskipinu frá Kaupmannahöfn, en lokið þar glæsilegu prófi I lögfræði I janúar eftir aðeins hálfs fimmta árs nám. Frú Katrin vUdi gera frænda sínum vel til og hafði látið elda baunir, sem hún vissi, að hón- um þótti aUra mata bestar. Þegar þau voru nýsest að borðum, kom í stofuna tvitug stúlka, sem var heimagangur þar I húsinu, Theodora Guðmundsdóttir frá Breiðabólstað á Skógar- strönd. Ekki þekktust þau Skúli, þótt bæði væru Breiðfirðingar að uppruna og þremenningar að frændsemi. Skúli var aUnn upp í Reykjavík frá tíu ára aldri og farinn til Hafnar, áður en Theodora kom til höfuðstaðarins í fyrsta sinn. En svo mikið varð hinum unga kandidat um gestakomuna, að hann gætti þess ekki framar að snerta á matnum. Varla hefur unga fólkinu að þessu sinni farið öllu fleira á milli en sagt varð með augunum. Skúli var aldrei framur né marg- máll við ókunnuga, og Theodora hefur sjálfsagt líka verið dálítið feimin við svo forframaðan mann. En hvorugt gekk þess dulið, að með þessum fyrstu tillitum væru örlög þeirra ráðin. Ljómann frá þeirri stundu mátti enn sjá I augum frú Theodoru Thoroddsen á gamalsaldri, þegar hún minntist á baunadaginn. Sá mánaðardagur var alltaf einn af tyUidögum ársins á heimili hennar. Með þessari snjöUu og skemmtilegu lýsingu hefur prófessor Sigurður Nordal formála sinn fyrir ritsafni frú Theodoru, sem hann sá um til útgáfu i einni bók árið 1960. Ekki er rúm til þess hér að rekja sögu skáldkonunnar frekar. En í þessum þætti eru vísur eftir Theodoru Thorodd- sen. Gleðisjóinn geyst eg fer, þó gutli sorg und kili. Vonina læt eg ljúga að mér og lifl á henni 1 bUi. Gegnum brim og báru her beiti eg lffsins nökkva, og ef eg hleypi á huUð sker, hlægir mig að stökkva. Geiglaus lifs um grýttan sttg gleypti eg skvettu marga, en þegar svefninn svlkur mig, sé eg fátt til bjarga. Eins og sjá má á þessum visum er skáldkon- unni tamt að leita til hafsins um líkingar, er hún ræðir um æviför sína oe annarra. Margsi er að minnast: Augun þreyttu eftir þér útí stara bláinn. AUt er horfið yndi mér, öU er vonin dáin. Þessi vísa er víst fremur um bróður dauðans en sjálfan hann: Hafðu, kerUng, hljótt um þig: Hann er á næstu grösum, sem feUir þig og freisar mig með frið og hvild 1 vösum. Ekki vistaðist Theodora sjálf á elliheimili, en Vísur og vísnaspjall Jön Gunnar Jönsson -v 1 1 ■ eftirfarandi vísa mun vera ort á hennar góðu árum. Hún heimsótti kunningja á sUkum stað: Héðan vU ég flýta för, mér finnst svo smátt um gaman, þar dauði, eUi og afturför eru að dansa saman. Og: Gömul, hrukkótt, kreppt og köld kenni eg þrá i hjarta: að vera ung og eiga völd á eldinum heita og bjarta. Frú Theodora hafði jafnan yndi af fallegum og sérkennilegum steinum. Hún safnaði sjálf og vinir hennar gáfu henni sUkar gersemar: Glugginn minn er geislahýr, geymir margt í leyni. 1 urðinni minni álfur býr inni I hverjum steini. Þegar angur að mér fer og eymsl í fornu meini, léttir þraut að leika sér við litinn álf i steini. Mikill ljómi leikur um minningu sýslumanns- hjónanna á Ísafirði, Skúla og Theodoru, og þeirra stormasama hamingjulíf. Um þær slóðir orti hún: Mörg eru faUn fetin min fram með þessum víði. Blessuð æ sé byggðin þin, blessaður Tanginn friði. Ein vísa af mörgum um ísafjörð: Þú átt bæði skart og skjól, þó skyggi haust og vetur, og annars staðar islensk sól aldrei skein mér betur. Theodora var fædd 1863 og dó á 91. aldurs- ári, 1954. Mann sinn hafði hún misst á miðjum aldri. Þau eignuðust 5 dætur og 8 syni. Eitt barna þeirra dó I æsku og tveir synirnir á fyrstu manndómsárunum. Hin börnin lifðu móður sína. Hún orti: Helja sló og hauður fól haukana góðu mina. Daglangt aldrei siðan sól sá eg I heiði skina. En Theodora lét aldrei hugfallast. Hún átti fagrar minningar, mannvænleg börn og margt til aðgleðjast við langa ævi. Að sér draga dimman fer dapurt laga-veldi, Ijós og fagur liðinn er lengstur dagur að kveldi. Þegar lánsins þorna mið og þrjóta vina tryggðir, á eg veröld utan við allar mannabyggðir. Ég mun reyna að þegja um það, þó að meinin svfði, og þegar seinast syrtir að, eg sofiia og neinu ei kvfði. J.G.J.-S. 41046. önnumst hvers konar matvœlareykingar fyrir verslanir, mötuneyti og einstaklinga. REYKIÐJAN HF. SMIDJUVEGI 36 •S' 7 63 40 mi/w/ff Ifijálsf, áhað dagblað ÚTBOÐ Grindavíkurbær óskar hér með eftir tilboðum í lagningu holræsa í Ægisgötu og Túngötu að lengd ca 500 m. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofunni Hnit hf., Síðumúla 34, R. gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila til bæjarstjóra Grindavíkur, Víkur- braut 42 fyrir kl. 18.00 mánudaginn 22. maí og verða þau þá opnuð þar að viðstöddum bjóðendum. Félag Loftieiðaflugmanna FUIMDARBOÐ Áríðandi félagsfundur mánudaginn 15. maí kl. 20.30 stundvíslega í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum. Fundarefni: Samningar og heimild til verkfallsboðunar. Önnur mál. Stjómin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.