Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. Kjallari á föstudegi lÖver" man ekki árásir þeirra félaga á ( dómsmálaráðherra? Það eru margir, sem undrast það ofstæki, öfgar og vanstillingu, sem svo mjög er áberandi hjá þessum hæstvirta þingmanni og sumum fleiri Alþýðuflokksmönnum. Margir spyrja, hvernig stendur á J ailri þessari vanstillingu, ofstæki og i öfgum hjá þessum siðbótarmönnum Hún kemur fram, þessi vanstilling, hér í þingsölum hjá þessum hæst- virtu þingmönnum, alveg eins og híbi kemur fram hjá sálufélaga hans^í jsjónvarpi og víðar. En í rauninni ^r þetta ettírt undai*legíí iöf ekkert nýtt. Þessir félagar hafa áður ge|t árásir. Öllum er það í fersku minr^, * þegar þeír hófu hiuar daemalaugiu árásir á hæstvirtan dómsniáiarái- herra með brigsluih o^m aíhrot. A^t hrundi þetta auðvitað eins (|g spilaborg hjá þessum mönnuif. Kannski það hafi nú einnig sín áhrif, C sem gerst hefur síðustu daga, þegar vissir hlutir hafa komist upp um samherja þeirra og heimildarmenn það er von, að eitthvað sé úr lagi gengið með jafnvægið og þurfi að reyna að slá sig til riddara með nýjum öfgum og ofstopa. Eg taidi nauðsynlegt vegna komu hæstvirts þingmanns Sighvats Björgvinssonar og biygðunarlausra blekkinga að rekja þetta mál hér nokkuð. Sannleikurinn er sá, að væri ei.nhver snefiil af sómatilfinningu til hjá þessum hæstvirta þingmanni, ætti hann að biðja opinberlega afsökunar. Hæstvirtur iðnaðarráðherra að fjalla um Kröfluskýrsluna(!)á Alþingi. Hvítflibba-afbrot Fjölmiðlar skýrðu frá því í fyrri viku að Haukur Guðmundsson, rann- sóknarlögreglumaður í Keflavík, hefði viðurkennt að hafa beitt ólöglegum aðferðum, þegar hann handtók Guð- bjart heitinn Pálsson í Vogum fyrir rúmi ári síðan. Þetta var auðvitað mikil frétt — og mikið áfall fyrir rétt- lætið. Það fær aldrei staðizt að berjast fyrir réttlæti með ranglæti. Hversu alvarleg sem meint fjármálaafbrot Guðbjarts Pálssonar kunna að hafa verið þá réttlætir það ekki — aldrei — að beita ólöglegum aðferðum. Þetta veit Haukur Guðmundsson auðvitað mætavel — og hann er maður til þess að taka afleiðingum gerða sinna. Í þessum dálkum hefur verið flutt vöm fyrir lög og sókn gegn ólögum. Þar getur ekki skipt máli hvor á i hlut Ólafur Jóhannesson eða Haukur Guð- mundsson. Ólög verða aldrei réttlætt. Tveir fjölmiðlar og tveir ein- staklingar hafa af þessu tilefni séð ástæðu til þess að rifja upp fyrri um- ræður um dómsmál og tengja það framvindu i handtökumáli Hauks Guðmundssonar. Tíminn og Mánu- dagsblaðið, Gunnar Thoroddsen og Ásgeir Hannes Eiríksson. Tilgangurinn með þessu virðist aug- Ijós. Það á að reyna að rugla fólk í ríminu. Það á að reyna að koma þvi inn hjá fólki, að allt hafi þetta verið samfelld umræða — og þá sennilega ofsókn — og málatilbúnaðurinn þar með fallinn þar sem Haukur Guð- mundsson hefur gert þessi alvarlegu mistök. Dómskerfið hefur ekki í annan tima sýnt af sér annan eins þrótt og þegar það kom upp um Hauk Guðmunds- son. Sá þróttur er í alla staði alls hróss verður. En eftir sem áður virðist sá kjarni vandans vera jafn óleystur og hann var þegar umræðan um dóms- mál hófst fyrir þremur árum, fyrst með umræðum um Jósafat Arngríms- son og síðan um Klúbbmálið, að dómskerfið virðist mikið til þróttlaust þegar svokölluð hvitflibba-afbrot eru annars vegar. En sú aðferð kerfisins að reyna að rugla fólk í ríminu, að reyna að koma þvi inn hjá fólki að hér sé um samfellt mál að ræða, fær ekki staðizt. Því til áréttingar skal nú rifjað upp. Fyrst var Klúbbmál Haustið 1975 skrifaði undirritaður blaðagrein i Vísi, þar sem sögð var saga af mjög verulegum meintum fjár- málaafbrotum aðstandenda veitinga- hússins Klúbburinn i Reykjavík. Þetta hafði gerzt þremur árum áður, eða haustið 1972. Hér var um ólöglega áfengisflutninga að ræða, og auk þess annars konar fjársvik sem í dag næmu milljónatugum. Veitingahúsinu var lokað, en nokkrum dögum síðar kom skipun frá dómsmálaráðuneyti um að opna húsið, þrátt fyrir að þeir lög- reglumenn, sem, að málinu höfðu unnið, teldu að það spillti fyrir eða beinlínis eyðilegði rannsókn málsins. Embætti ríkissaksóknara mótmælti þegar í stað, sendi ráðuneyti greinar- fjársvikum þeirra. Nú vakti hún at- hygli og réttláta reiði sem vonlegt var. Ennfremur var skýrt frá bréfi, sem ráðuneytið hafði sent lögreglumönn- um, sem unnu að frumrannsókn Geir- finnsmálsins, viðvíkjandi þessum sömu mönnum. Bréfið var siðar birt og reyndist svo loðið. að hægt var að skilja það á alla vegu. Lögreglu- mennirnir skildu það svo að verið væri að letja þá frá rannsókn — einnig vegna vitneskju um fyrri afskipti ráðuneytis af þessum mönnum. Aðal- atriðið var samt Klúbbmálið og þetta voru tvöaðskilin mál. Hér er vert að staldra við. Eitt augnablik getum við sett okkur í spor þeirra ógæfusömu ungmenna. sem unnu þaðóhæfuverk að Ijúga saklausa menn inn í afbrotamál af verstu tegund. Þau gátu vitað, eins og aðrir læsir borgarar þessa lands, að aðstand- endur Klúbbsins höfðu notið spilltrar greiðasemi dómsmálaráðuneytisins. Það sem þegar hafði verið rætt og ritað um meint afbrot Klúbbsins og af skipti ráðuneytis var nógu svart. Vera má — og er raunar alls ekki ólíklegt — að einmitt það hafi ráðið því, að þessir tilteknu menn voru saklausir lognir inn i þetta óhugnanlega mál. Þetta var afleiðing spilltrar dómsmála- stjórnar. Þetta kann að hafa verið prisinn sem við greiddum fyrir undan- gengna spillingu. Það var á þessu augnabliki sem Sighvatur Björgvinsson, alþingis- maður, flutti ræðu á Alþingi. Sig- hvatur fjallaði um Klúbbmál og af- skipti ráðherra af þeim. Ráðherra reyndi hins vegar að rugla þessum tveimur málum saman — og fullyrti aftur og aftur að verið væri að saka sig um að hylma yfir í morðmáli. Þetta var rangt. Það voru Klúbbmál. sem til umræðu voru. Ráðherra flutti fræga varnarræðu. Þar sagði hann meðal annars, eins og fram kom i leiðara Morgunblaðsins daginn eftir. að hann legði heiður sinn að veði fyrir þvi, að engin fjármálaleg tengsl væru milli Framsóknarflokksins og Klúbbsins. Hvað kom i Ijós á næstu tveimur dögum? Fjármálatengslin voru marg- visleg og fjármálaafbrotin enn meiri en nokkurn timann áður hafði verið sagt. En kjarni málsins var samt sá, að sömu daga, sern hin umdeilda opnun Klúbbsins átti sér stað hafði Húsbyggingasjóður Framsóknar- flokksins, fyrir milligöngu Kristins Finnbogasonar og Guðjóns Styrkárs- sonar, staðið i skuldabréfaviðskiptum, sem námu milljönum við Sigurbjörn Eiríksson, veitingamann i Klúbbnum. Framsóknarflokkurinn varð fyrri til og birti sjálfur yfirlýsingar um þessi efni. Ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, hafði i þingræðunni frægu farið með ósannindi um þetta aðalat- riði málsins — áreiðanlega vegna þess að hann sjálfur vissi ekki betur en hafði farið að ráðum sér verri ráðgjafa. En úr því hann sagði ósatt um þetta aðalatriði málsins, þar-sem Það er Ijóst að Klúbbmálið var póli- tískt spillingarmál af verstu tegund og þvi fær ekkert haggað. Það mál hafði einnig hörmulegar afleiðingar. Það er sennilega óþarfi að rifja upp skrýtnar blaðagreinar dómsmálaráðherra, æðis- gengin viðbrögð Tímans. Kjarni málsins er samt sá, að þó að nokkrar umbætur hafi verið gerðar i dómsmál- um, einkum Rannsóknarlögregla rikis- ins, þá er dómskerfið nær jafn varnar- laust gagnvart hvitflibba-afbrotum. fjársvikamálum. og það var þegar umræða um Klúbbmálið hófst. Það eru ekki bókhaldsfróðir menn í dóms- kerfinu. Það virðist skorta pólitiskan vilja til þess að gera útrás i þessum málum. Dæmin tala. Grjótjötunsmál er ein- hvers staðar i kerfinu. Svo er um Jörgensensmál. Mál af þessu tagi eru að sullast i kerfinu árum saman. Máls- skjöl í Guðbjartsmálinu munu þannig, að hárin risa á höfði starfsfólks í Saka- dómi. En liklegra er en ekki að það mál verði tíma og ryki að bráð. Það er reynsla fyrir því — nema yfirstjórn dómsmálanna breytist. Krafla - Klúbbur Tíminn, Mánudagsblaðið og Ásgeir Hannes Eiriksson skipta ekki máli. En það verður að teljast ótrúleg bíræfni af iðnaðarráðherra að fara að þvæla umræðum um dómsmál og Ólaf Jóhannesson inn i vöm sina fyrir Kröfluskýrsluna. En það er kannske engin furða. Maðurinn er kallaður heim frá útlöndum af forsætisráðherra til þess að verja skýrslu um skandal- mál, skýrslu, sem sums staðar er röng og sums staðar beinlínis fölsuð. Ráð- herra, sem tekur að sér að verja við- skiptasögu Kröfluvirkjunar, er kald- rifjaður. En svona kaldrifjaður — því hefði égekki trúaðaðóreyndu. Ekkieittmál— heldur mörg mál gerð þar sem sagði að þessi ákvörðun ráðherra hefði verið „allsendis ótima- bær og ástæðulaus og ekki studd opinberum, almennum réttarvörzlu- hagsmunum”. Valdemar Stefánsson, þáverandi ríkissaksóknari, sendi ráðherra greinargerðina, en hana hafði tekið saman Hallvarður Einvarðsson, núverandi rannsóknar- lögreglustjóri rikisins. Þetta var svo sem nógu alvarlegt. Jafnframt var i þessari grein um það spurt, hvort verið gæti að fjármálaleg tengsl væru á milli Klúbbsins og Framsóknarflokksins og hvort það hefði haft áhrif á þessar ákvarðanir ráðherra. Annars staðar í lýðræðisheiminum hefðu þessar upplýsingar nægt fyrst til opinberrar rannsóknar á gjörðum ráðherra o'g siðan til afsagnar hans. Hér hneyksluðust einhverjir í nokkra daga, en síðan gerðist ekkert. Svo kom Geirfinnsmál Eftir áramótin, eða í janúar 1976, gerist það svo að rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar úr Keflavík tekur nýjan vinkii.Ungmenni beraþað á fjóra einstaklinga að þeir séu við- riðnir hvarfið á Geirfinni. Við vitum nú, að það var lygaáburður af and- styggilegustu tegund. Geirfinnsmálið kom Klúbbmálinu ekki við að öðru leyti en því, að tveir þeirra sem með þessum hætti komu við sögu málsins, voru þessir sömu aðstandendur Klúbbsins. Þá var enn á ný rifjuð upp sagan af afskiptum ráðherrans af for- ráðamönnum Klúbbsins og meintum hann hafði lagt heiður sinn að veði, hvað sagði hann þá eiginlega satt? Hverju átti aðtrúa? Yfirstjórn dómsmála var í lama- sessi. Það átti rætur sínar að rekja til rangra ákvarðana og vondra ráðgjafa. Dómsmálastjórnin var eðlilega rúin trausti. En ekkert var rannsakað frek- ar og enginn sagði af sér. Löngu seinna komu Guðbjartsmál og handtökumál Ári eftir að þessi ósköp áttu sér stað kom upp enn eitt málið og hinum tveimur algerlega óskylt. Þekktur fjár- aflamaður, Guðbjartur Pálsson, var handtekinn i Vogunum vegna margra kærumála. Nú er hins vegar Ijóst að ólöglega var að handtökunni staðið — og það er refsivert. Handtökumálið er eitt mál, það er upplýst og Haukur Guðmundsson hefur reynzt sekur. Annað mál er Guðbjartsmálið sjálft, sem er meint fjársvikamál i fjölskrúð- ugum myndum og liggur nú einhvers staðar i dómskerfinu, kannske i köss- um við hliðina á Grjótjötunsmálinu og Jörgensensmáli. Þriðja rrálið. tengt þessum, átti undirritaður þr tt i að gera heyrumkunnugt. Samstarfsmaður Guðbjarts Pálssonar sat á Litla Hrauni til þess að taka út refsingu fyrir fjársvik. Upplýst varaðað beiðni Guðbjarts Pálssonar hafði utanríkis- ráðherra hringt til skrifstofu fógeta i Keflavík og borið fram þrýstispurning- ar um manninn. Og skömmu síðar lét dómsmálaráðuneyti sleppa honum. Aðspurður sagði utanrikisráðherra i viðtali við Dagblaðið: „Þetta var einn af greiðunum." Hvaðá fólk aðhalda? VilmundurGylfason

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.