Dagblaðið - 22.06.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978.
3
Raddir
lesenda
Ætlarþúað
skrifa bréf ÍDB?
Enn einu sinni sjáum við okkur
knúin til að minna þá sem skrifa
ætla bréf á lesendasíður DB á að
senda okkur fullt nafn sitt, heimilis-
fang og símanúmer. Ef þessi
skilyrði eru ekki uppfyllt verða
bréf ekki birt.
Ef sérstaklega stendur á er hægt
að semja um það við umsjónar-
menn lesendasíðnanna að bréf
verði birt undir dulnefni. En það er
algjört grundvallaratriði að DB
viti hverjir skrifa i blaðið.
Nú liggja hjá okkur fjölmörg
bréf sem annaðhvort eru nafnlaus
eða vantar heimilisföng og sima-
númer bréfritara. Höfundar þeirra
vita hér með ástæðuna fyrir þvi að
þau hafa ekki birzt.
VIUUM VERKALYÐS-
FORINGJA EN EKKI
FÍNAN PRÓFESSOR
— aðeins 1860 útstrikanir þarf til að Guðmundur
Jakifariáþing
Við höfum rætt um það, vinnufé-
lagarnir. að það sé hrein móðgun við
verkafólk i Reykjavík að setja pró-
fessorinn Ólaf Ragnar Grimsson. sem
er vist doktor líka. ofar á lista Alþýðu-
bandalagsins en formann Verka-
mannasambands íslands, — Guð-
mund J. Guðmundsson varaformann
Dagsbrúnar. Guðmundur er þraut-
reyndur forustumaður verkalýðs-
hreyfingarinnar og verkamenn i
Reykjavík þekkja veístörf hans. Hann
er líka borinn og barnfæddur Reykvik-
ingur.
Hins vegarer þessi prófessor utan af
landi og er þar að auki búsettur utan
Reykjavíkur til þess að borga minni
skalta. Hann þekkir ekki kjör vcrka-
fólks i landinu og hefur aldrei deilt
kjörum með venjulegu fólki.
Nú er það svo að menn geta gert
breytingar á listum. Við höfum reikn-
að það út að miðað við þau ca 13.600
atkvæði. sem Alþýðubandalagið fékk i
borgarstjórnarkosningunum þurfi að-
eins 1860 verkamenn að strika þennan
prófessorút til þessaðGuðmundur J.
Guðmundsson taki sæti hans. Ef Al-
þýðubandalagið fær minna. sem eng-
inn vonar. þá þarf vitanlega minna.
Þvi skorum við á stéttvist verkafólk
i Reykjavík. kjósendur Alþýðubanda-
lagsins, að strika yfir nafn þessa pró-
fessors um leið og merkt er við G-ið.
svo Guðmundur J. Guðmundsson
verði fulltrúi þess á alþingi en ekki rik-
ur prófesxor úr öðru bæjarfélagi.
Dagsbrúnarmenn.
Halda kommarnir að ríkiskassinn
standi betur en borgarsjóður?
Borgarstarfsmaður hringdi:
Þegar Alþýðubandalagið komst í
yfirburðastöðu í borgarstjórn, þeim að
óvörum. voru þeir fljótir til að lýsa yfir
að vandinn væri allur eftir. Minnugir
stóryrða sinna úr kosningabaráttunni
svo sem „samningana i gildi strax’’ sáu
þeir að þeir voru komnir i vanda
„vandinnerallureftir".
Hvað gerðist svo? Nýi borgar-
stjórnarmeirihlutinn hefur nú staðfest
að kjaraskerðing skuli áfram i gildi hjá
starfsmönnum borgarinnar með þvi
yfirklóri að slikt skuli afnumið i
áföngum. Reyna þeir nú að telja trú
um að þeir hafi aftur tekið samning-
ana i gildi, en á því geta þeir ekki
staðið fyrr en það er fyllilega komið til
framkvæmdar.
Afsökunin fyrir |>essum „svikum”
segja þeir stöðu borgarsjóðs og þykjast
ekki hafa vitað hana fyrir. Hvað
skyldu þeir hafa lagt sig eftir þvi á sín-
um tima og halda alþýðubandalags-
menn virkilega aðstaða rikissjóðs, sem
þeir úthrópa. sé svo miklu betri að þeir
geti staðið við „samningana í gildi
strax”?'
1
Guðrún Helgadóttir tekur i hönd
Birgis ísleifs Gunnarssonar á fyrsta
fundi borgarstjórnar eftir kosningar.
DB-mynd Hörður.
Leikvöllurinn
við Fífusel:
Honum
verður
að Ijúka
Jóhanna Björnsdóttir í Flúðaseli
hringdi:
Vildi hún spyrja hina nýju borgar-
stjórn að því hvort halda ætti fram-
kvæmdum við leikvöllinn við Fífusel
áfram í sumar. Jóhanna sagði að
unnið hefði verið vel og dyggilega að
vellinum fyrir kosningar en siðan eftir
þær hefði ekki nokkur maður sézt þar
viðvinnu. .
Jóhanna kvað það mjög bagalegt
að völlurinn væri látinn standa hálf-
karaður því ekkert leiksvæði væri fyrir
börnin i Seljahverfinu.
Jóhönnu fannst það afskaplega
furðulegt að völlur þessi á að kosta
um 68 milljónir. Kvað hún þetta allt
of hátt verð þvi börn væru miklu
frekar fyrir hið einfaldara ogódýrara.
SJALFSTÆÐI GEGN SOSIALISMA
ÚTIFUNDUR
SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK
Á LÆKJARTORGI
Íkvöld22. jún'kL 18.00
Fundurinn hefst med ávarpi Birgis ísl.
Gunnarssonar, borgarfulltrúa, sem veröur
fundarstjóri.
Þá munu þau Geir Hallgrímsson, forsætis-
rádherra, Pétur Sigurðsson, alþingismaður
og Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður,
flytja stutt ávörp.
Lúðrasveitin Svanur
leikurfrákl. 17.30.
FRAM TILSIGURS >f<
Spurning
dagsins
Hefur þú farið
í fjallgöngur?
Sigrún Skúladóttir tækniteiknari: Ég hcf
ekki farið á þessu ári, en ég hef gengið á
fjöll til dæmis Akrafjall og í Breiðdal á
Austfjörðum. Ég er i göngufélagi og er
ég heldur ódugleg við að fara á fjöll. Ég
færi örugglega í fjallgöngur um helgaref
veðrið væri einhvern tíma almennilegt.
Kristinn Guðmundsson, vinnur i Faco:
Nei, það hef ég ekki gert og áhuginn i
minna lagi. Ég er frekar litill
göngumaður.
Ingólfur Jónsson, gerir hitt og þetta:
Nei, það er nóg að ganga á láglendinu.
þó maður fari nú ekki að klífa fjöll.
Ólafur St. Sveinsson bankamaður: Nei.
ég get ekki sagt að ég hafi farið i
venjulega fjallgöngu. En ýmsa tinda
hefur maður þó klifið. Ef maður hefði
tima þá væri gaman að geta klifið fjöll.
Ég held að ég sé ekki burðugur fjall-
göngumaður, enda hef ég ekki stundað
slíka likamsrækt.
Páll Ómarss.. 10 ára: Nei. ég hef aldrei
farið gangandi á fjall, en ég hef farið í bil
upp á stórt fjall, sem ég man ekki hvaó
heitir. Ég ætla heldur ekki að verða fjall-
göngumaður þegar ég verð stór.
Hilmar Þór Sigurðsson safnvörður: Já.
ég læt þaðsjaldan í friði!!!