Dagblaðið - 22.06.1978, Page 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978.
1 1
ALBERT ÞORIR AD
SEGJA MEININGU SÍNA
Ellert og Matthías tsta fylgið af S jálfstæðisf lokknum
Einar S. J ónsson hringdi:
fslenzkir stjórnmálamenn eru
sennilega þeir allra mestu þjóðnýting-
arblesar sem til eru. Þeir mæna á ríkis-
jötuna sem allra meina bót. Það er
aðeins einn maður sem hefur þorað að
segja meiningu sina og viljað gera úr-
bætur sem að gagni mættu koma. Sá
maður er Albert Guðmundsson, enda
hefur hann verið úthrópaður af and-
stæðingum sínum. Þó tekur út yfir allt
þegar ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins sem niðir niður Reykvíkinga
fyrir vestan þó þeir vegna
góðfnennsku sinnar hafi leyft honum
að dveljast sl. 4 ár hér í borg, segir í
sjónvarpsviðtali um daginn ásamt
pabbadrengnum Schram, að þeir geti
svarað fyrir alla þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins að þeir hefðu ekki greitt at-
kvæði með tillöguAlberts um bann við
verkföllum.
Albert útskýrði hins vegar I
sjónvarpsþætti að tillagan hefði ekki
gengið út á það að banna verkföll
heldur að koma í veg fyrir skemmdar-
starfsemí með verkföllum.
Það eru svona menn eins og
tvímenningarnir Matthías Bjarnason
og Ellert Schram sem tæta fylgið af
Sjálfstæðisflokknum.
Það er aðeins einn maður sem hefur
þorað að segja meiningu sina og það er
Albert Guðmundsson, segir bréfritari.
ER VERIÐ AÐ NOTA VERK AFÓLKIÐ í BÚH
SEM VOPN í PÓUTÍSKRIBARÁTTU?
Kunnug skrifar:
Að undanförnu hefur mál eitt oft
borið á góma i fjölmiðlum, en það er
verkstjóramálið hjá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar.
Verkafólkið lagði niður vinnu í
upphafi til að mótmæla tilfærslu eftir-
litskonu í annað starf, a.m.k. að þvi er
sagt var. Komið hefur fram að verk-
stjórar hafi ekki verið ánægðir með
störf hennar, en hún mun minna hafa
fundið að verkum starfsfólksins en
tvær aðrar samstarfskonur hennar.
Mér er spurn: Til hvers er starf eftir-
litsmanna innan frystihúsanna? Er
það til þess að bæta gæði fram-
leiðslunnar og afköst fólksins, eða er
það eingöngu til að komast í mjúkinn
hjá starfsfólkinu með því að finna sem
minnst að. Annað hefur einnig komið
mér spánskt fyrir sjónir, en það er sú
tvísaga, sem hefur virzt koma fram
annars vegar frá starfsfólkinu, eða
nær væri að segja frá formanni verka-
lýðsfélagsins, en þar er margtuggið að
sambandið milli verkstjóranna og
starfsfólksins hafi verið ópersónulegt.
Einnig fylgja ýmsar dylgjur um hörku
þessarra manna, án þess þó að nokkur
einn hafi sagt sína sögu um
hörkuaðgerðir verkstjóranna gegn
sér persónulega. Þætti eflaust fleirum
en mér forvitnilegt að heyra nánar um
það frá viðkomandi aðilum hver
dauðasynd þessara manna er.
Hins vegar eru svo orð fram-
kvæmdastjóra BÚH, Guðmundar
Ingvasonar, sem segir verkstjórana
hafa staðið sig mjög vel og komið i
framkvæmd stórkostlegum
breytingum til batnaðar.
Einhvern veginn finnst mér þetta
allt stangast á. Læðzt hefur að mér sá
grunur að þarna sé verið að nota
verkafólkið i BÚH sem vopn. i
pólitískri baráttu innan Hafnarfjarðar
og hálf finnst mér þetta ógeðfelldar
aðfarir til atkvæðasmölunar, að nota
Verkafólk f Bxjarútgerð Hafnarfjarðar ræðir vinnudeiluna.
kjaftagang og illmælgi til að
eyðileggja gott starf tveggja manna
fyrir kannski nokkur atkvæði
kosningunum framundan.
BJALKINN OG FUSIN
1 einhverju dagblaðanna í Reykja-
vík birtist mynd af þeim Guðrúnu
Helgadóttur, Guðmundi Þ. Jónssyni
og Öddu Báru Sigfúsdóttur eftir að.
kosningu lauk til borgarstjórnar
Reykjavíkur. Réðu þessir kommúnist-
ar sér varla fyrir kæti yfir unnum sigri,
sérstaklega Guðmundur Þ„ en öllu
alvarlegri svipur var á þeim öddu
Báru og Guðrúnu Helgadóttur. Nú
hefst vandinn (fyrst), sagði Guðrún
Helgadóttir, og hefur þetta sannazt
áþreifanlega á siðustu dögum, þegai
kommúnistarnir í borgarstjórn fóru að
þurfa að standa við kosningaloforð
sin.
Einhvers staðar í hinni „þykku”
bók er dæmisagan um flísina í auga
bróðurins og bjálkann i eigin auga.
Það datt mér i hug þegar borgarstjórn-
armeirihlutinn fór að rífast um fengin
völd. Á meðan þessir menn voru i
minnihluta sáu þeir aðeins „flísina” í
auga meirihlutans en tóku ekki eftir
bjálkanum i eigin auga. Allt var
„flísinni” að kenna. Það var „flisin”
sem ekki vildi bæta launþegum fullar
vísitölubætur. Það var „flísin”sem var
óvinur þeirra lægst launuðu.
Nú hefur borgarstjórnarmeiri-
hlutinn tekið við hlutverki
„flisarinnar”, en eftir sem áður situr
gamli „bjálkinn” rígfastur í meirihlut-
anum, svo blýfastur að honuni verður
ekki haggað.
Það er sitt hvað að finna að öllu og
kenna „flísinni” um heldur en þegar
kommúnistar þurfa sjálfir að skammta
á heimilinu. Það getur nefnilega
skammtazt illa upp úr pottinum þegar
munnarnir eru margir en kjötið lítið.
Það er kannski ekki svo vitlaust að
láta nýja menn spreyta sig á
skömmtuninni um hríö, en þessi
tilraun getur orðið borgarbúum of dýr,
því hvar ætlar borgarstjórnar-
meirihlutinn að fá það fjármagn sem á
vantar til þess að geta staðið við hin
digurbarkalegu loforð sín fyrir
kosningarnar?
Alþýðuflokksmenn, þeir sem kalla
sig vinstrimenn, fengu að spreyta sig á
stjórn tveggja bæjarfélaga, þ.e. á lsa-
firði og í Hafnarfirði, þar sem þessi
flokkur réð lögum og lofum um langt
árabil. Afleiðingamar urðu þær að
ísafjörður nær stóð I stað eftir að krat-
ar fengu stjórn bæjarins i hendur og
rambaði auk þess sifellt á barmi gjald-
þrots.
Hafnarfjörður varð í raun
og veru gjaldþrota, þegar bæjar-
stjórnin tók að greiða vinnulaun með
verðlausum „gulum seðlum” sem svo
voru kallaðir.
Mér datt þetta (svona) í hug.
SIGGIflug. 7877-8083.
Raddir
lesenda
Eghef
verið
blekktur
Laxness
líka
Ég er iðnverkamaður sem allt mitt
líf hefi þurft að spara og gæta hvers
fengins eyris. Frá því ég fyrst fékk
kosningarétt fyrir 46 árum hefi ég
ávallt kosið flokkinn sem kallað hefur
sig flokk okkar verkalýðsins. — Fyrst
kaus ég Kommúnistaflokk Islands,
síðan Sósíalistaflokkinn og síðustu
árin Alþýðubandalagið. Hvers vegna?
Jú, ég trúði því að þeir væru alltaf að
berjast fyrir okkur þessa lægst
launuðu. Núna siðustu dagana hefi ég
komizt að öðru. Þeir vilja ekki bara að
við lægst launuðu fáum vísitölubætur
heldur ætla þeir að láta t.d. alla
„toppana” hjá borginni fá fullar
vísitölubætur, það þýðir að þegar við
þessir lægst launuðu fáum tiu þúsund
krónur aukalega þá eiga þeir hæst
launuðu að fá 30 þúsund krónur auka-
lega á mánuði. Er þetta launajafnrétt-
ið sem talað hefur verið um? Mér
finnst sem Alþýðubandalagið sé núna
seinni árin orðið floþkur mennta-
manna — hálaunamanna
þjóðfélagsins — og fyrir þá er
flokkurinn sýnilega að berjast, ekki
okkur þessa menntasnauðu og
fátækari. íg hefi verið blekktur — það
var Laxness líka. Hann sá að sér í tíma
og afneitaði þessum flokki. Það munu
fleiri gera að þessu sinni, og ég er einn
af þeim. — Mitt atkvæði fer aldrei oft-
ar til Alþýðubandalagsins.
Iðnverkamaður.
1920 mannsá
fundi herstöðva-
andstæðinga
Stærðfræðingur hringdi:
Talan sem DB birti um fjölda á
útifundi herstöðvaandstæðinga á
Lækjartorgi er ekki rétt. Ég hef reitað
niður myndinrsem blaðið birti og niður-
staðan er sú að á fundinum hafi verið
1920manns.
Framsóknarkýrin verður leidd til slátrunar
Filip W. Franksson skrifan
í sjónvarpsumræðum sl. sunnudag
komu fram á skjánum mörg kunnug
andlit auk nokkurra nýrra. En af
öllum þeim andlitsmyndum, sem
varpað var yfir alþjóð á siðdegi þessu,
var ein sem vakti hvað mesta athygli
sökum hreinleika og einlægni. And-
litið fór um skerminn á svo miklum
kostum og af svo mikilli snilli að
önnur eins tungulipurð hel ur vart scst
svo lengi sem menn muna. —Ásjónu
þessa átti gæðingur nokkur
Guðmundur Þórarinsson að nafni,
sem býður sig fram til Alþingis
íslendinga fyrir „fyrrverandi bænda-
flokk", sem kennir sig við framsókn.
Ekki var kappanum stirt um tungutak
og mælti hann alla sína visku fram
blaðalaust og af þvilíkum krafti, að
hann mátti hafa sig allan við að halda
jafnvægi, enda missti hann það áöur
en yfir lauk. Ekki vandaði fram-
bjóðandinn Alþýðubandalaginu
kveðjurnar, en svo var helst að heyra
að Alþýðubandalagið hefði verið eitt
við völd í tíð vinstri stjórnar 71—74,
en „fyrrverandi bændaflokkur” hafi
þá svifið góðglaður skýjum ofar. Hafði
gæðingurinn mörg og afar hástemmd
orð um hvílíkur óráðsíuflokkur
Alþýðubandalagið væri og hefði alltaf
verið. Vesalings litli Alþýðuflokkurinn
fékk auðvitað sinn skerf, hárbeittan
með tilheyrandi hnykk. Og viti menn,
i miðjum fúkyrðaflaumnum gat allt í
einu að líta visifingur ræðumanns
(nánar tiltekið hægri handar), sem
hann beindi af mikilli innlifun og
einbeitni í átt til áhorfenda, sem vísast
hafa orðið dauðskelkaðir, ekki sist er á
eftir potinu fylgdi einhver sú mesta
skrumskæling sem sést hefur af
brosinu hans Óla Jó. Varla var hið
bliða bros stirðnað er út vall þvilikt lof
um „fyrrverandi bændaflokk” i tið
vinstri stjómar, að um annað var vart
að ræða en hann heföi verið einn um
stjórn landsmála i þá mund, og þvi
mættu menn niuna „betri tíð með
blóm i haga” er „fyrrverandi bænda-
flokkur” réð landi. Er með einsdæm-
um hversu frábæru góðyrða- og sann-
leikssamræmi frambjóðandinn hélt
ræðu sína á enda, og er slíkt á allan
hátt til fyrirmyndar. En svo voru
góðyrðin frábærlega fram sett, að
maður fékk vatn i munninn við
tilhugsunina eina um það hversu vel
hún myndi bragðast framsóknarkýrin
eftir að kjósendur hefðu leitt hana til
slátrunar, undir öruggri og góðri
leiðsögn Guðmundar Þórarinssonar á
sunnudaginn þann næsta.
E.S. Það skal hér engum getum að
því leitt, hvort áðurnefnt hægrihand-
arpot Guðmundar sé táknrænt fyrir
duldar hvatir Framsóknar.
Borgaraf undur ræði deiluna í BÚH
Markús B. Þorgeirsson hringdi:
Hann sagði að fjöldi hafnfirzkra
launamanna hefði haft samband við
sig og beðið sig að koma á framfæri
við verkalýðsleiðtoga í Hafnarfirði, i
Hlíf og Framtiðinni, áskorun um að
haldinn verði almennur borgara-
fundur i bænum til að ræða hið alvar-
lega ástand sem skapazt hefur í kjölfar
vinnudeilunnar í Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar.
Þessu er hér með komið á framfæri.