Dagblaðið - 22.06.1978, Síða 22
22
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1978.
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
D
ÍBK gerði jafntefli við Fram
íslandsmótið l-deild, Keflasikurvullur,
ÍBK—Fram 1—1(0—11
Heldur birti yfir hjá ÍBK eftir undan-
gengna ósigra er því tókst að ná jafntefli
við Fram á heimavelli i Rærkveldi. Hvort
liðið skoraði eitt mark og voru það
sannnjörn úrslit. Framarar sóttu ívið
mcira, en heimamenn áttu þó mun opnari
tækifæri. Framarar hafa nú hlotið 9 stig
úr átta leikjum og fylgja toppliðunum
eins og skuggi — ef eitthvað fer úr-
skeiðis. IBK er hins vegar í þriðja sæti
neðan frá og þeir verða aö halda vel á
spöðunum, ef fallið á ekki að blasa við.
Aðstæður voru heldur kaldranalegar í
Keflavik í gærkvöld. norðan rok og
kuldi, en svolítið lægði i seinni hálfleik.
Framarar léku undan vindi fyrri hálf-
leikinn — reyndu að spila en hvorki
gekk né rak. hættulegustu færin komu
heldur seinheppni, að ÍBK skoraði ekki.
Þegar langt var liðið á leikinn réttu
Framarar svolitið úr kútnum. Pétur
Ormslev, sem litið hafði komið við sögu í
leiknum. smaug i gegnum ÍBK-vörnina
og átti Þorstein markvörð einan eftir og
þar strandaði skot hans, Þorsteinn
varpaði sér á knöttinn eins og Ijón á
bráð, hélt honum þó ekki. Kristinn
Jörundsson kom þá aðvifandi og skaut,
en Þorsteinn varði aftur. Kristinn átti
'rétt fyrir lokin opið færi en Þorsteini
hefur fundizt nóg að fá á sig markið frá
Kristni i fyrri hálfleik og varði glæsilega.
Skúli Rósantsson tengiliður er mjög
vaxandi leikmaður þótt hann sé aðeins
17 ára, leikinn og úthaldsgóður.
Sigurður Björgvinsson var eins og
klettur i vörninni. Einar Ásbjörn er
aftur að ná sér á strik en lánið lék ekki
Engu er líkara en þeir Rúnar Georgsson og Kristinn Jörundsson séu að dansa ballctt,
Svanavatnið eða eitthvað slíkt, þar sem þeir herjast um knöttinn i leik Fram og ÍBK í
Kcflavík i gærkvöldi. — DB-mynd Þóra Björg.
úr aukaspyrnum. frá Eggerti Stein
grimssyni. en Þorsteinn Bjarnason varði
mcistaralega í bæði skiptin. Loksins á
37. rninútu náðu Framarar forustunni
með marki Kristins Jörundssonar. sem
var á réttum stað þegar Guðjón
Guðjónsson bakvörður ÍBK ætlaði að
„drepa" knöttinn með bringunni en
knötturinn hrökk af henni beint fyrir
fætur Kristins. sem lét sér ekki slikt
tækifæri úr greipum ganga og skoraði
með hörkuskoti sem hafnaði út við
marksúlu.
En Guðjóni tókst að hefna harma
sinna þegar nokkrar minútur voru liðnar
af seinni hálfleik. Með harðfylgi krækti
hann i knöttinn frá mótherja út við
hliðarlinu hægra megin og renndi hon-
um á milli varnarmanna Fram, beint
fyrir fætur Steinars Jóhannssonar. sem
skoraði með snöggu lágskoti. I — I.
Framvörnin fór mjög úr jafnvægi við
markið og urðu henni á ntörg mistök
næsta stundarfjórðunginn og var það
fyrir hrcina óheppni — eða kannski óllu
við hann i seinni hálfleik þegar hann
slóð svo til fyrir opnu ntarki en skotið
geigaði. Gísli Torfason og Ólafur Július-
son voru ekki eins sprækir og oft áður.
en Steinar varsiógnandi. /
Trausti Haraldsson var sannarlega
traustur i Framvörninni en nokkurs mis
skilnings gætti á milli Sigurbergs Sig-
steinssonar og Kristins Atlasonar og
ntarkvarðarins Guðntundar Baldurs-
sonar. sem hefði getað kostað Frant
sigurinn ef lánið lék við liðið. Rafn
Rafnsson átti mjög góða kafla. sérstak-
lega i seinni hálfleik þegar þeir náðu
saman hann og Pétur Orntslev. Ásgeir
Eliasson var eitthvað miður sin svo að
óvenjulitið bar á honum. Gunnar
Guðmundsson var santi vinnuhesturinn
og áður. dró aldrei af sér. þótl ekki hefði
hann ávallt erindi sem erfiði.
Dóniari var Magnús Pétursson, —
kannski fullvægurá handaslátt Framara
i knöttinn — innan vitateigs.
-emm.
Skallaö aö marki FH. — DB-mynd Bjarnleifur.
Heldur birtir
til í Keflavík
Meistaraheppni fylgdi
Skagamönnum í Eyjum
íslandsmeistarar IA sigruóu Kyja-
menn I hörkuskemmtilegum leik í gær-
kvöld í Kyjum, 3—2. Leikurinn var mjög
vel lcikinn af báóum lióum og mikió um
opin tækifæri. Mátti varla á rnilli sjá
hvort liðið heföi betur í þessari viöureign
en Skagamenn höfóu sannkallaða meist-
araheppni meó sér i þetta sinn og sneru
því heim með tvö dýrrnæt stig í poka-
horninu, máttu þar vel vió una.
Eyjamenn sóttu undan nokkrum
vindi i lyrri hálfleik og strax á 8. minútu
urðu Þórði Hallgrimssyni á hrikaleg
varnarmistök er honum mistókst að
hreinsa frá marki án þess að nokkur
hætla virtist á ferðum. Pétur Pétursson
var réltur maður á réttum stað og skor-
aði örugglega, I —0 fyrir meistara ÍA.
Aðeins tveimur minútum siðar var
aftur hætta á ferðum við mark ÍBV eftir
góða fyrirgjöf frá Matthíasi Hallgrims-
syni en Kristinn Björnsson varsekúndu
broti of seinn. Á 14. minútu tók Örn
Óskarsson aukaspyrnu utan við vilatcig
ÍA. hægra ntegin. Skot hans var firna
fast og Jón Þorbjörnsson, ntarkvörður
ÍA. varði vel en hélt ekki knettínum og
Karl Sveinsson fylgdi vcl á eltir og skor
aði örugglega. I — I.
Það var siðan á 17. minútu að Jón
Alfreðsson tók aukaspyrnu fyrir utan
vitateigshorn iBV eftir að varnarmenn
ÍBV höfðu klemntt Pétur á ntilli sin. Jón
lyfti knettinum vel fyrir markið og Pétur
var enn á lerðinni. stökk hærra en allir
aðrir og skallaði knöttinn í netið. 2— I
— glæsintark.
Á 22. minutu varði Jón Þorbjörnsson
hörkuskot frá Valþóri Sigþórssyni af
stuttu færi. Þar fór gott tækifæri for
görðunt. Sigurlás Þorleifsson komst i
mjög gott færi á 34. mínútu en Jón varði
enn snilldarlega. Eyjantenn pressuðu nú
stift en kontust litið áleiðis gegn sterkri
vörn ÍA. Skagantenn áttu af og til
hæltuleg og vel útfærð skyndiupphlaup.
Oftast var það hinn bráðsnjalli Karl
Þórðarson sent þar átti stærstan hlut að
máli. Staðan i leikhléi var 2—I lyrir
Skagamcnn og þvi á brattann að sækja
fyrir heimamenn gegn vindinunt.
Leikntenn fóru sér fremur hægt i byrj
un siðari hálfleiksen á 50. rninútu bjarg
aði Ársæll Sveinsson vel er hann hirti
knöttinn af höfði Matthiasar. En Ársæll
var ekki eins vel á verði aðcins minútu
siðar þegar Matthias átti Itörkuskol
langt utan af kanti. Svo virtist sem Ár-
sæll hefði ntöguleika á að verja cn i nei
möskvununt -.hafnaði knötturinn. svo
fast var skot kvlatta sem skoraði þarna
sitt 10. mark i leildinni. 3—I.
Aðeins fjórtim minútum siðar komst
Sigurláseinn inn fyrir vörn Skagamanna
i dauðafæri en skot hans fór hátt yfir. Á
41. minútu sendi Örn Óskarsson knötl
inn vel fyrir markið. beint á höfuð Karls
Sveinssonar sem henti sér fram og skall-
aði knöttinn í netið. glæsilegt mark hjá
Karli — 3—2.
Heimamenn sóttu töluvert og á sið-
ustu minútum leiksins skall hurð nærri
hælunt við bæði mörkin. Pétur Pcturs
son átti hörkuskot á mark ÍBV, knóttur-
inn fór i þverslána og þcyttist niður á
marklinuna. Eyjamenn náðu að hreinsa
frá. Þeir hófu siðan stórsókn og voru
óheppnir að jafna ekki metin þegar leik-
menn veltust hver um annan þveran i
markteig ÍA. Leiknum leuk þvi meðsigri
ÍA.3-2.
Naumur sigur, jafntefli hefði verið
sanngjörn úrslit. Heimamenn sóttu mun
meira í leiknum þegar á heildina er litið.
Skagamenn áttu þó einnig mörg opin
marktækifæri. Þeir höfðu heppnina með
sér — 3 mörk — en ekki er hægt að
segja hið sama um heimamenn. Beztu
menn ÍA voru Jón Þorbjörnsson sem
varði oft snilldarlega og Karl Þórðarson
átti einnig snilldarleik. Vörnin var sterk
og flestir leikmanna ÍA áttu góðan dag.
í liði heintamanna var Karl Svcinsson
rnjög góður og þá var Örn Óskarsson
hreint frábær á köflum. harður og
skemmtilegur leikmaður. Annars gilti
hiðsama hjá leikmönnum ÍBV og ÍA —
flestir skiluðu sinu hlutverki með prýði.
skemnttilegur leikur tveggja góðra liða.
Áhorfendur voru um 800. Ágætur
dómari leiksins var Kjartan Ólafsson.
FÓV.
Valþór I færi en Jón Þorbjörnsson, markvörður IA, varði. — DB-mynd RS.
FH MISSTIAF SIGRI
Á ELLEFTU STUNDU
FH missti af sinum fyrsta sigri í I.
deild i sumar á elleftu stundu er FH
mætti Vikingi i Kaplakrika í gærkvöldi.
Liðin skildu jöfn, 3-3, hinn ungi Lárus
Guðmundsson skoraði jöfnunarmark
Víkings skömmu fyrir lcikslok og þannig
beinlinis rændi FH sigri. FH hefði verð-
skuldað sigur gegn Vikingi en örlögin
eru oft grimm þegar lið eiga í fallbaráttu.
Það fengu FH-ingar aö reyna i gær-
kvöldi eftir að hafa sýnt ágætan leik,
sennilega einn sinn bezta i sumar.
Já. FH ingar eru menn án sigurs og
það eftir að hafa haft yfir gegn Vikingi i
leikhléi. 2—0. FH-ingar léku undan
norðaustan strekkingsvindi i fyrri hálf-
leik og sóttu mun meira en Víkingar.
Leifur Helgason skoraði á 25. minútu.
Janus Guðlaugsson renndi knettinum
laglega í gegnum vörn Vikings og l.cifur
vann kappklaup við Diðrik Ólafsson
markvörð. renndi knettinum i net-
möskvana. Aðeins þremur minútunt sið-
ar hafði FH skorað sitt annað mark.
Varnarmönnum Vikings tókst ekki að
hreinsa frá. höfðu þó alla möguleika til
þess. að knötturinn féll fyrir fætur Jan
usar Guðiaugssonar sem sendi knöttinn
með þrumuskoti efst i þaknetið, 2—0.
Skömmu siðar munaði litlu að FH-ing-
um tækist að skora sitt þriðja mark en
Diðrik Ólafsson varði meistaralega
hörkuskalla Janusar af stuttu færi.
Staðan i leikhléi var því 2—0 — og
vindinn lægði nokkuð i siðari hálfleik.
Það tók Vikinga aðeins 10 minútur að
minnka muninn. Róbert Agnarssie: áui
góða sendingu yfir vörn FH ug Arnór
Guðjohnsen skauzt fram og skallaði
knöttinn laglega fram hjá Þorvaldi Þórs-
syni. markverði FH. 2—I. Fintmta
niark hins 16 ára gamla unglingalands
liðsmanns. sannarlega gott.
Og Vikingar létu ekki staðar numið —
aðeins mínútu siðar þurfti Þorvaldur
aftur að hirða knoltinn úr netmöskvun
um. Þrumuflevgur Ciunnars Arnar
Kristjánssonar lenti efst i þaknctið —
hans fimmta rnark i sumar — og Viking-
ar höfðu jafnað. Athygli er vert að mörk
FH og Vikings voru keimlik og skoruð
með stuttu millibili. Vikingar virtust
ætla að kalsigla FH. sóttu stift á næstu
minútum og Þorvaldur varði vel skalla
frá Arnóri Ciuðjohnsen af stuttu færi.
FH-ingar höfðu þó ekki ságt sitt sið
asta orð — á 22. minútu náðu þeir aftur
forustu. Þórir Jónsson. þjálfari FH. tók
aukaspyrnu rétt utan vitateigs Víkinga.
sendi á kollinn á Ólafi Danivalssyni. sem
nikkaði knettinum i netið þrátt fyrir að-
gæzlu þeirra Diðriks Ólafssonar og Ró-
berts Agnarssonar — honum miklu
stærri menn. Laglegt hjá Ólafi — og nú
tviefldust FH-ingar.
Þcir náðu góðum tökum á lciknum.
léku laglega úti á vellinum. virkilega vel,
en tókst þó ekki að skapa sér hættuleg
marktækifæri. Vikingar virtust á hinn
bóginn missa nokkuð móðinn. Þeim
tókst ekki að skapa sér marktækifæri og
þvi stefndi i sigur FH. sanngjarnan sig-
ur.
Svo átti þó ekki að verða. örlögin
gripu í taumana. Þau eru iðulega grimm
liði i fallbaráttu. JanusGuðlaugsson ætl-
aði að senda knöttinn aftur til Þorvalds
Þórssonar. Bæði var að sending Janusar
var slæm. auk þess sem knötturinn
skoppaði illilega yfir hönd hans er hann
ætlaði að kasta sér á knöttinn. Lárus
Guðmundsson. hinn 16 ára nýliði Vik-
inga. fylgdi vel eftir og skoraði af miklu
harðfylgi þrátt fyrir að varnarmenn
reyndu að konta i veg fyrir ntark. 3—3.
Vikingar sluppu þvi nteð skrekkinn úr
Kaplakrika. FH-ingar þurfa þó ekki að
hengja haus. Augljós batamerki eru á
liöinu og ntiðjan er sterk nteð þá Janus
Guðlaugsson og Þóri Jónsson. Framlin-
an helur braggazt ntikið með tilkomu
Leifs Helgasonar. Hann hefur nú skorað
fjögur mörk og er Ólafi Danivalssyni
ntikill styrkur.
Ágætur dóntari var Guðntundur Har-
aldsson. Hann hafði góð tök á leiknum,
yfirferð hans góð og greinilegt að hann
vissi hvenær gulu spjöldin skyldu brúk-
uð. H.Halls.