Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.06.1978, Qupperneq 40

Dagblaðið - 22.06.1978, Qupperneq 40
írjálst, óháð dagbtað FIM MTU D AG U R 22. J Ú N Í 1978. Bæjarstjórinn á Akureyri um greiðslu verðbóta á laun: Brjótum ekki lögað gamni okkar „Greiðsla verðbóta á laun er lögbrot og við brjótum ekki lög að gamni okkar,” sagði Helgi M. Bergs, bæjar- stjóri á Akureyri, í samtali við DB í gær. Tilefni þessara ummæla er að Verka- lýðsfélagið Eining hefur sent bæjar- stjórn Akureyrar bréf og óskað eindreg- ið eftir því að hún fylgi fordæmi borgar- stjómar Reykjavíkur og greiði verð- bæturá laun. Á fundi bæjarstjórnar 15. júní sl. var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leita nánari skýringa á erindi Eining- a( og kanna síðan hvaða áhrif það hefði á fjármagns- og framkvæmdaáætlun bæjarins að fara að óskum félagsins. Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, sagði að endanleg ákvörðun um greiðslu verðbóta yrði ekki tekin fyrr en eftir kosningar. -GM. Þau fá sundlaug við Kópavogshæli: Ráðherra lofar fyrirgreiðslu úr tappasjóði — framtak plötusnúðsins John Lewis verður mörgum sjúklingum til góðs Laxveiðistríð íBorgarfiiði: Laxinn gengur um áveituskurdina — kvörtunum veiðiréttareigenda ekki sinnt Skurðgröftur um mýrarflóa eins neta- veiðibóndans i Borgarfirði hefur valdið töluverðum breytingum á vatnasvæði og fiskigengd i hinum þekktu borgfirzku laxveiðiám, Norðurá ogGljúfurá. Einíhópi2800 atvinnuflugmanna: AUÐVITAÐ ÍSLENZK Hún Rosella Björnsson frá Winnipeg stundar eitt hinna dæmigerðu karla- starfa. Hún stýrir flugvél og hefur at- vinnu af flugmennsku sinni. Hún er sú eina i hópi 2800 atvinnuflugmanna í Kanada og stundar innanlandsflug sem aðstoðarflugmaður hjá Transair i 65 far- þega vél af gerðinni Fokker F—28 Fellowship. 1 viðtali við Lögberg- Heimskringlu núna á dögunum segir Rosella að hún hafi ekki orðið vör við fordóma varðandi starf sitt. Hins vegar væri áberandi að konur skorti almennt sjálfsöryggi. „Lendi kven-flugmaður harkalega, ásakar hún trúlega sjálfa sig,” segir hún. „Karlmaðurinn finnur ein- hvern til aðskella skuldinni á.” Loksins hillir undir að sundlaugin sem safnað var fyrir i vetur risi við Kópavogshæli. Félagsmálaráðherra Gunnar Thoroddsen samþykkti i gær að fé úr svokölluðum „tappasjóði” yrði veitt til byggingar húss yfir sund- laugina viðhælið. í ráði er að reisa svokallað strengja- steypuhús, i tengslum við aðrar byggingar sem fyrir eru við hælið, yfir sundlaugina þannig að hægt verði að nota hana allt árið um kring. Eins og lesendur DB muna eflaust var það John Lewis, brezkur plótu- snúður sem var á Óðali i vetur, sem hóf þessa söfnun. Kom hann fyrir stórum söfnunarkassa i anddyri Óðals og gáfu gestir skemmtistaðarins í söfn- unina. John efndi siðan til „Kefla- vikurgöngu” málefninu til stuðnings en með honum til Keflavíkur gengu fjórar röskar konur. Fjöldamörg fyrir- tæki hafa nú þegar gefið stórar fjár- hæðir i söfnunina auk þess sem drjúgur skildingur hefur safnazt á ýmsum vinnustöðum. Má þar nefna til sérstaklega Landsbankann og Út- vegsbankann en tvær af göngukonun- um vinna í þessum bönkum. Einnig komu lesendur DB með framlag sitt á afgreiðslu blaðsins. í bankabókum söfnunarinnar er nú fast að einni og hálfri milljón króna. Sundlaugin sem keypt verður er 6x12 m á stærð, þýzk plastlaug frá Gunnari Ásgeirssyni h/f. Ragnhildur Ingibergsdóttir yfir- læknir á Kópavogshæli varð að von- um glöð þegar blm. DB tilkynnti henni að sundlaugin yröi nú von bráðar sett upp til afnota fyrir vistmenn Kópa- vogshælis. -A.Bj. Áning i Keflavikurgöngunni sem farin var i ágöðaskyni fyrir sundlaugarsöfnunina. Hægra megin er John Lewis plötusnhður sem var upphafsmaður söfnunarinnar, sem nú er aftur kominn til landsins. Vinstra megin er Hrafnhildur Sigurðardóttir „gjaldkeri” söfnunarinnar. Milli þeirra fá tvær göngukonur sér I svanginn. — DB-mynd. Báðar þessar ár renna í Hvitá, sem er jökulá en hinar bergvatnsár. Upphaflega mun bóndinn í Ferjukoti hafa látið grafa skurði i svonefndum Ferjukotsflóa og náðu þeir þá ekki að bergvatnsánum tveim. Siðar hefur aftur á móti af ein- hverjum ástæðum verið grafið alveg að Norðurá og svonefndu Hópi, sem fellur i Gljúfurá. Afleiðingarnar eru þær að siðan hefur rennsli úr bergvatnsánum tveim aukizt stöðugt um skurðina og mun nú svo komið að vatnsmagnið sem þar fer um hefur afgerandi áhrif á laxagengd á vatnasvæði ánna, sem hafa sameiginleg- an ósviðHvitá. Veiðiréttareigendur telja að þarna sé verulega dregið úr veiðimöguleikum i ánum tveim en þar eru laxveiðileyfi seld einna dýrust á landinu, enda veiði verið þar rikuleg hingað til. Mikið magn seiða hefur veriðsett i Gljúfurá siðastliðin ár. Þar sem framræsluskurðirnir, sem nú eru laxgengir, falla í Hvítá töluvert fyrir neðan Hvitárbrú verða þeir neta- veiðibændur sem hlunnindi hafa af laxi á svæðinu frá ármótum Norðurár að staðnum þar sem skurðurinn kemur i Hvítá einnig fyrir skakkaföllum af hinum nýju gönguleiðum laxins. Að sögn sérfróðra um laxahegðun nemur hann staðar er hann finnur bragðið af 'inn upptóstursá og heldur siðan upp A myndinni sést greinilega hve árstraumurinn er striður úr Norðurá i hinn grafna skurð. Til hægri er mikil grjóthrúga, sem að sögnheimildarmanna DB átti að fara til lokunar skurðinum en hefur virkað sem mótstaða og miðlun vatnsins inn i skurðinn. DB-mynd emm. hana á sumrin er hann gengur. Nú finnur Norðurár- og Gljúfurárlaxinn bragðið við mót skurðarins og Hvitár. mun neðar i Hvitá en áður. Þar segja heimildarmenn DB að frumkvöðull skurðgraftrarins hafi með þieim fram- kvæmdum fengið mun betri veiði i neta- lagnir sinar heldur en áður. Síðastliðin þrjú ár hafa félög áreig- enda kvartað yfir skurðunum við hlut- aðeigandi yfirvöld en ekkert hefur verið aðhafzt. Þó mun bóndinn í Ferjukoti hafa lofað að loka vatnsgangi milli skurða og ánna er bilfært verður en það þykir ýmsum vafasamur fyrirsláttur. Er fréttamaður DB var á ferð I Borgarfirði virtist fært að viðkomandi stöðum. •ÓG. Stjómmálaf oringjarnir sammála um eitt: Við stöndum frammi fyrir miklum vanda Forystumenn stjómmálaflokkanna voru sammála um eitt i hringborðs- umræðunum i sjónvarpi í gær: Vandinn er mikill. Hvort sem voru stjórnarmenn eða andstöðumenn kepptust þeir við að lýsa efnahags- vandanum með sem ófögrustum orðum. Ólafur Jóhannesson ráðherra (F) sagði, að útflutningsbannið hefði nú stórlega skert gjaldeyrisstöðuna. Hún hefði verið óhagstæð um sex og hálfan milljarð í maí og það, sem af er júni. Ólafur sagði, að nú yrði að hægja á bæði hjá einkaaðilum og hinu opin- bera. Hann taldi niðurfærsluleið koma til greina, en rikisstjórnin vildi, sem kunnugt er, ekki fara niðurfærsluleið í vetur. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra (S) sagði, að takmarka þyrfti rikisum- svif og fjárfestingu. Rikisstjórnin hefði ákveðið að auka ekki skuldir erlendis í ár. En hann sagði, að ekki mætti mála vandann af erlendu skuldunum of sterkum litum. Þjóðin væri eins á vegi stödd og maður sem ætti íbúð upp á 10 milljónir og skuldaði 1 milljón. Geir Hallgrimsson sagði, að þjóðinni væri engin vorkunn að staðnæmast á núverandi kaupmáttarstigi, hinu hæsta, sém verið. hefði, til að mæta efnahagsvandanum. „Skötuiíki" Benedikt Gröndal (A) kenndi ríkis- stjórninni um vandann og sagði, að hún hefði hellt olíu á eld sundrungar. Kjarasáttmáli ríkisvalds og launþega- samtaka yrði að koma til. Geir Hall- grímsson lagði einnig áherzlu á „þjóðarsátt” til að leysa vandann. Lúðvík Jósepsson (AB) sagði, að við stæðum frammi fyrir skötulíki i efna- hagsmálum vegna verka ríkisstjórn- arinnar. Hann taldi bezt að verkalýðs- flokkarnir stjórnuðu. Magnús Torfi Ólafsson (Samtökun- um) sagði að voðinn væri mikill, sem við blasti. Hann væri kominn á það stig, að sjálfstæðið væri í hættu. Svipað kom fram hjá Benedikt Gröndal. Nokkrar orðahnippingar urðu, er Magnús Torfi Ólafsson ræddi, hvers vegna Alþýðufiokkurinn hefði ekki samþykkt að vera i vinstri stjórn árið 1971. Hann taldi fram koma í bréfi frá Gylfa Þ. Gíslasyni, að Alþýðu- fiokkurinn hefði ekki viljað einhliða útfærslu í 50 mílur. Benedikt Gröndal sagði að Alþýðuflokkurinn hefði tapað kosningum 1971 og þvi ekki viljað fara í rikisstjórn. Hann sagði, að flokkurinn hefði i kosningunum þá barizt fyrir meira en 50 mílum og samþykkt 50 mílurnar á þingi fijótlega eftir það. -HH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.