Dagblaðið - 01.12.1978, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978.
Útvarp og mörg eyru
13
■v
Hvunndagssaungur
„Meira popp,” eða þannig kyrja
krakkarnir. „Æskilegt væri að léttara
nútímaefni fengi meira rúm i út-
varpinu” — segja hinir mótaðri,
afslappaðir og raunsæir með munninn
fullan af einhverjum sætum
menningarsafa. „Þetta er tómt öskur
og hávaði nú til dags,” gellur við I
gamla fólkinu. Og dagskrárstjórn: „við
getum alls ekki sniðgengið þjóðlegt
efni, fróðleik og æðri tónlist.”
Ófáir hafa lagt orð í belg um efni út-
varpsins á liðinni tið. Ábyggilega til
góðs, en til lengdar hafa þær umræður
einkennzt öðru fremur af mæðulegum
blæ sem minnir á hjalið i Guðmundi
Jónssyni óperusöngvara.
Affólki
Fólk sem ekki venst líku gildismati á
fegurð, list, tizku, tómstundum eða
fróðleik á ætíð erfitt með að skilja til-
finningar og viðhorf hvers annars. Það
nennir þvi ekki eða hefur ekki tíma til
þess en hefur þó öllu fremur í frammi
einhverja tilburði um að koma „villu-
mönnunum” á sína réttu skoðun.
Félagsvisindadeild Háskólans fellst
örugglega á, að hér valdi mismunandi
félagsmótun' umhverfisins, svo þess
vegna má vel skilja það sem óyndislegt
náttúrulögmál að menn þrefi um það
árum saman hvort sinfóniur séu
leiðinlegareðurei.
Dagskrá útvarpsins er raunar alls
ekki svo mjög léleg, og sifellt
óánægjuþras hlustenda stafar mest af
þröngsýni þeirra og afmörkuðu sviði
áhugamála. En þó fólk nú til dags telji
sig víðsýnna en afa sina, takmarkast
almennt innsæi sérhvers einstaklings
meir og meir af þeirri gifurlegu,
síauknu þekkingu og upplýsingaflóði,
sem samfélagið hefir á sínum snærum.
Kunnir þú kerfisbundið geysimikið
þar af leiðandi um lítið, ertu ástmögur
þjóðarinnar, meðan mannsheilinn er
svona takmarkaður og lítið fyrirfinnst
af tíma.
1 framhaldi af þessu eru ítök Íslend-
ingasagna og þjóðarstolt á undanhaldi
og vegna aukins samgangs við útlend-
inga. Við þetta fæst litt ráðið, en um
leið fer minna fyrir samkennd þjóðar-
innar. Og hvað rikisútvarpinu viðvik-
ur þá er óhjákvæmilegt að það svari
kröfum sífellt margvislegri þjóðfélags-
hópa um ákveðið og stöðugt sértækara
efni á völdum útsendingartíma.
Rástvö
Sumsé: við eigum að stefna að því
að koma upp rikisrás tvö og minni
svæðastöðvun. Rás tvö gæti þá haft
styttri dagskrá en aðalrásin, útvarpið
lengur nokkur kvöld vikunnar og flutt
„létta” tónlist fjöldans i sem flestum
myndum, viðtöl, efni tengt lífi dagsins
og straumum og spaug, en af því hefur
litið og lélegt heyrzt, eftir að Matt-
hildur setti upp tærnar.
Það eitt er raunar furðulegt, því nóg
er af skapandi húmoristum. Til þess að
semja mergjað skop þarf mikið starf
og tíma, en haft var eftir einum
aðstandenda Matthildar, að yfirmenn
hans hefðu alltaf metið nákvæmar
lengd þáttarins en undirbúningsvinnu
við uppgjör hýrunnar. Ef starfið er
hins vegar metið að verðleikum, getur
útvarpið vel fengið hnyttið fólk sér til
liðsinnis. Auðvelt er til að mynda að
halda samkeppni meðal almennings
um bezta handrit að hæfilega löngu
skaupi. En til þessa hefur útvarpið alls
ekki staðið í stykkinu í baráttunni við
að snúa skeifunni á þjóðinni upp en
ekki niður.
Gráni gamli
og vítamín hans
Aðalrásin flytti þar með helzt frétta-
og fræðsluefni, sinnti betur
upplýsingaþjónustu, tæki fyrir ýmis
almenn áhugamál og færi vel i vísind-
in, iþróttir, bókmenntir og listir, tví-
ræði þeirra og fræðilega uppbyggingu
tónlistar, en tvö síðustu atriðin hafa
mest verið vanrækt. Klassísk „ólétt”
og útkjálkatónlist gleymist heldur ei.
— Ef viljinn er fyrir hendi, má vel
gera þetta á líflegan hátt, en hitt er
annað, að verkefnaskipting milli rás-
anna þarf' ekki að vera neitt heit-
strengingsleg, þó hún sé greinilega til
staðar.
Hvað viðkemur síðastnefndum tón-
listarflutningi þá er Ijóst að fáir sperra
eýrun við honum, nema þeir sem lært
hafa eitthvað i músik. En öll tónlist
(með jass í öndvegi) veldur þeim, er
finna sig þar, jákvæðum og þróandi
hughrifum, „nóta bein” sem skóla-
furstarnir verða að kyngja með húð og
hári, og hætta í kjölfar þess að snið-
ganga tónlistina á mótandi árum
skyldunámsins. Samhliða þvi kæmi
valin músík á öldum Ijósvakans.
Form í varpi
Menn hafa verið að óskapast yfir
þeim kostnaði, sem aukin starfsemi út-
varpsins hefði i för með sér. (Rás tvö).
En það sem fyrst og fremst liggur fyrir
er endurskipulagning starfseminnar.
Auk þeirra, sem úttauga sér við
umsjón hinna ýmsu þátta, leik og
stjómun leikrita, fréttaritarastörf, inn-
heimtu afnotagjalda og sjá um dreifi-
kerfið, starfa nú hjá útvarpinu um
hundrað „blý” fastir starfsmenn.
Kjallarinn
ívar M. Aðalsteinsson
Hvað er allur þessi mannskapur að
gera?
Ýmsar stöðvar erlendis eru reknar
með margfalt færra föstu fólki, þótt
þær útvarpi jafnvel milli sólarlaga.
Önnur rás þarf því ekki að þýða út-
þenslu á starfsmannabákninu heldur
róttæka endurskoðun á vinnutil-
högun. 1 því efni má m.a. nefna, að
afnema þarf æviráðningu yfirmanna,
sem verkar mjög syfjandi, er fram líða
stundir. Stofnunin á sífellt að iðka
stríðandi sjálfsgagnrýni og virkja og
tengjast pöpulnum betur, þvi hún
minnir of oft á einangrað og sérlundað
tröll.
Fyrst útvarpið skal vera hlutlaust á
útvarpsráð að vera hlutlaust a.m.k.
gagnvart Alþingi. Hver flokkur á því
að eiga jafnmarga fulltrúa i ráðinu og
stæði á jöfnu kæmi til pólitískur odda-
maður. Félli flokkur af þingi eða
bættist nýr við, þyrfti að „laga ráðið
til”, en það er ekkert stórmál.
Á næstum hverju heimili er nú
stereo-útvarpstæki. í Reykjavík,
Akureyri og viðar um landið eru
einnig stereo-FM-sendingar í mono-
gangi. Hið eina, sem á stereo-útsend-
ingu vantar, er, að útvarpsstöðin sjálf
skili hljómi i þrividd. Islenzkir músik-
unnendur eru nú orðnir eyrnasljóir á
biðinni ekki sizt þegar allar vestrænar
þjóðir og jafnvel fámennari hafa
stereo-útvarp. Gremjulegt er, að hér er
ekki búið að breyta til, þegar svo litla
fjármuni þarf til. — Þrælaslappleiki.
í stað þess að þrástagast yfirborðs-
kennt á dagskránni, tímum saman, á
útvarpið að kynna þá liði betur, þar
sem titillinn segir ekki nóg. og fækka
upplestrum þá eitthvað i staðinn. Það
er nefnilega oft svo, að slumpa verður
á ágæti dagskrárinnar, sem orsakar
það, að menn hlusta með óþoli of
mikið eða sleppa því alveg. Blöðin
hafa sýnt fordæmi i þessu útvarpinu
til stælingar.
Radíó úti á landi
Hvert meiriháttar byggðarlag eða
fjórðungur landsins ætti að hafa leyfi
til að reka útvarp á eigin kostnað, er
sendi út yfir viðeigandi svæði, sé
meirihluti ibúa þess því fylgjandi. Sæi
útvarpsráð þá um úthlutun bylgju-
lengda og afmörkun sendistyrkleika í
hverju tilfelli í samráði við fulltrkúa
íbúanna. Stöðvar þessar yrðu, sem og
stóri bróðir, hlutlausar i hvivetna en
reknar af fé almennings í héraðinu og
hugsanlega að takmörkuðu leyti með
auglýsingum. Stjórnskipun þeirra
mundi verða í höndum almannavalds
viðkomandi byggða(r), og þær væru
frjálsar að vali og Iengd dagskrár.
Enginn vafi leikur á, að hver stöð væri
kærkomin þjónustu og menningarauki
innansvæðis, um leið og fólkið
kynntist betur mönnum og málefnum
heimahaganna.
Framfarir í útvarpstækni hafa
verið aftaka miklar og tækjakostnaðar
fyrir minni útvarpsstöð því lítill, en
rekstrarkostnað má skrúfa niður með
almennilegri starfstilhögun og tak-
mörkuðum útsendingartíma. Þá er
ekki ósanngjarnt að ætlast til þess að
STEF slái eitthvað af gjöldum sinuni,
því hér yrði um féþúfu fyrir það að
ræða.
Sökum aurafæðar yrði dagskrá
svæðastöðvanna ef til vill ekki eins
tignuð og ríkisins, en illmögulega
munaði þar stóru. Það má jafnframt
gera ráð fyrir, að rikissendingarnar
myndu sveipast enn „meiri
gæðaljóma” vegna móralskrar sam-
keppni við hinar stöðvarnar.
Gegn frjálsu
útvarpi
,,-Angarðu af táfýlu?- Ertu þá alltaf
i fýlu? Reyndu þá „antifýl du nature”
spreyið frá okkur."
Á fárra mínútna fresti, í miðjum
þætti, jafnvel miðju lagi, hljóma
auglýsingar hinna frjálsu útvarps-
töðva í þessum dúr firrtar og
skrumskælandi. Stöðin er sumsé háð
eða í eign bisnessvaldsins, sem orskar
alls kyns baktjaldamakk og dulbúna
hlutdrægni, þrátt fyrir yfirlýst hlut-
leysi. Tekjur ríkisútvarpsins af hóg-
værum auglýsingum sínum myndu
rýrast mjög með þessu fyrirkomulagi,
og auk þess má búast við allt of
mörgum stöðvum og rifrildi út af
bylgjulengdum. Nei, frelsum heldur
„sottla húmanska” útgufun.
Ivar M. Aðalsteinsson
[ Hvað varð af konunum? 1
En þetta er ekki í fyrsta sinni sem
draumóramenn verða fyrir von-
brigðum. Konurnar, sem fylltu mið-
bæinn jjennan eftirminnilega dag,
hafa ekki sést síðan. Hvað skyldi hafa
orðið af þeim?
Rauðsokkar
keyra utan við
Á þeim tima, sem liðinn er frá
kvennadeginum, hafa ekki stórir hlutir
gerst i jafnréttismálunum.
Stundum heyrist um nefndir og ráð,
og alþingi Islendinga hefur brugðið á
það hagnýta ráð að bæta lagabálkum
við safn sitt. Þetta er aðferð, sem al-
þingi hefur komist upp á lag með að
nota til þess að hleypa út yfirþrýstingi.
Ef einhver nennti að lesa þessa doð-
ranta, kæmi i Ijós, að lagalega séð búa
konur við nánast algert jafnrétti á við
karla í þjóðfélaginu. Gallinn er bara
sá, að lögunum er ekki framfylgt.
Framkvæmdavaldið hefur notað
þessa aðferð gegn ýmsum minnihluta-
hópum, sem ekki geta borið hönd fyrir
höfuð sér. Framkvæmd laga fer oft á
tiðum einfaldlega eftir styrkleika
þeirra þrýstihópa, sem hlut eiga að
máli.
Maður skyldi ætla, að þær þúsundir
kvenna, sem fylltu miðbæinn daginn
góða, hefðu möguleika á að vera
þrýstihópur, sem hefði nægan styrk-
leika til þess, að þvi jafnrétti væri náð,
sem lög landsins segja til um. Þetta
hefur ekki gerst.
Það virðist aðeins vera einn aðili,
sem stóð að kvennafundinum mikla,
sem gert hefur tilraun til að halda bar-
áttunni áfram. Þetta er Rauðsokka-
hreyfingin. Vegna þessarar stað-
reyndar er það ef til vill ekki sann-
gjarnt að hafa uppi gagnrýni á þennan
hóp. Það verður þó gert.
Það er Ijóst, að þessi hreyfing er
bundin afar fámennum og einhæfum
aðilum. Rauðsokkar hafa ekki borið
gæfu til þess að má neitt út fyrir raðir
þessa þrönga hóps. Rauðsokkahreyf-
ingin ber keim af ýmsum öðrum
hópum, sem keyra í blindni utan við
þjóðfélagið.
Eitt dæmi um þetta er fastur þáttur
I einu dagblaðinu, Þjóðviljanum, sem
þessir aðilar hafa mest með að gera.
Einhvernveginn hefur það tekist svo
til, að málflutningur kvennanna hefur
espað þorra lesenda upp á móti hreyf-
ingunni. Þó er stundum gott efni á síð-
unni, en staðreyndin er sú, að flestir
lesendur fletta orðiö yfir þessa siðu i
blaðinu, um leið og þeir sjá hausinn.
Þetta er alveg grátlegt.
Eitt er raunar furðulegt, að jafn-
réttisfólk skuli vilja einangra sig frá al-
mennu lesefni blaðs með þvi að messa
þar í sérstöku plássi undir sérstökum
haus. Þetta bendir til þess, að jafnrétt-
iskonur vilji ekki njóta þeirra réttinda,
sem þeir aðilar, sem standa að Þjóð-
viljanum, leggja þó mikla áherslu á.
Þau réttindi, að allir séu á sama báti. 1
Alþýðubandalaginu er, ef rétt er
munað, enginn greinarmunur gerður á
fólki eftir kyni eða aldri. Flokkurinn
mun vera, samkvæmt lögum sínum,
flokkur fólks almennt, og sérdeildir
hans hafa verið lagðar niður.
Líða meira en áður
Það liggur Ijóst fyrir, að þær konur,
sem alltaf hafa verið undirokaðar i
þjóðfélaginu, eru það enn. Eina breyt-
ingin er sú, að vegna breyttra þjóð-
félagshátta og þeirrar umræðu, sem
orðið hefur um kvenréttindamál, líða
þessar konur nú stórum meira vegna
þessa óréttlætis.
Þær konur, sem undirokaðar eru,
tilheyra m.a. þeim hluta kvenna, sem
af ýmsum ástæðum hafa oltið úr þeirri
þróun, sem orðið hefur undanfarna
áratugi. Þetta eru konur, sem ekki
hafa nein „próF’, og þær, sem búnar
eru að koma upp börnum sínum og
eiga ekkert pláss á vinnumarkaði
nema í þau störf, sem minnst eru
metin og lægst laun eru greidd fyrir.
Menntamálaráðherra sagði í út-
varpinu fyrir skömmu, að fullorðins-
fræðsla væri í algerum molum. Þó
tindi hann til öldungadeildirnar sem
jákvæðan hlut i þessari fræðslu.
Öldungadeildirnar er hlutur,. sem
notaður er til að breiða yfir það mikla
óréttlæti, sem ríkir í fulloröinsfræðsl-
unni. Þessar menntastofnanir koma
sárafáum þeirra þúsunda kvenna að
nokkru gagni, sem nú eru algerlega
vegalausar.
Á öllum sviðum menntamála er
verið að loka þeim fáu smugum, sem
þessi þjóðfélagshópur hafði til ein-
hvers náms, sem viðráðanlegt er.
Það er óskaplega mikill skitur og
lágkúra i afstöðu meirihlutans til
ýmissa minnihlutahópa í þjóðfélaginu.
Félagslegum verkefnum er raðað eftir
þeirri sömu reglu og áður var minnst
á. Séu voldugir þrýstihópar fyrir
hendi, ná þeir sínum réttindum.
Þær fjölmörgu konur, sem eru nú á
miðjum aldri, eru utanveltu við það
þjóðfélag, sem við búum i. Á þeim er
traðkað miskunnarlaust.
Hrafn Sæmundsson
prentari